Tækifæri mánaðarins í alþjóðastarfi #OKTÓBER

ImpactYOUth: measuring youth development together. 

Evrópudeild WOSM auglýsir eftir þátttakendum á viðburð sem haldinn verður í Brussel, Belgíu, þann 22. febrúar 2024.

Viðburðurinn miðar að því að deila með skátabandalögum Evrópudeildarinnar kerfi sem hefur verið í uppbyggingu og kallast The MIYO Impact measurement toolkit.  Á viðburðinum verður kynning á kerfinu sjálfu og hvernig það virkar ásamt því að prófunarhópur verkefnisins segir frá reynslu sinni af kerfinu. Að lokum verður einnig boðið upp á umræður um framtíð verkefnisins og þátttakendur fá tækifæri á því að styrkja tengslanet sitt við skáta í Evrópu.

Um verkefnið:

Skátahreyfingin og aðrar æskulýðshreyfingar eiga stóran þátt í að móta samfélögin sem þau starfa í með því að efla persónulega færni ungmenna á ýmsum sviðum þar með talið leiðtoga-, samvinnu- og samskiptahæfni. Erfitt er að mæla raunveruleg áhrif æskulýðsstarfs á ungmenni og því þarf að útbúa verkfæri eða tól sem getur mælt áhrif starfsins.

Verkefnið MIYO hefur haft það markmið að skoða hvernig hægt sé að mæla árangur og áhrif æskulýðsstarfs á ungmenni.

 

Dagsetningar

22. febrúar

Staðsetning

Þingsalur Evrópusambandsins og Thon Hótel Evrópusambandsins í Brussel, Belgíu.

Dagskrá

Dagskráin skiptist í tvennt

  • Fyrri helmingur dagsins á sér stað í þingsal Evrópusambandsins og er tileinkaður að kynna verkefnið og fá reynslusögur frá sex þátttakenda þjóðum í verkefninu
  • Seinni hluti dagsins verður á Hótelinu þar sem vinnusmiðjur verða um verkfærið og nánari kynningar á hverju það felst.

Tungumál

Viðburðurinn verður á ensku

Hverjir ættu að sækja um 

Viðburðurinn er fyrir unga leiðtoga/leiðbeinendur sem hafa áhuga á að gagnaöflun og að fræðast meira um hvernig við getum mælt árangur skátastarfs. Markmiðið er að læra af því sem fram fer á viðburðinum og geta yfirfært það á skátastarfið á Íslandi.

Kostnaður

Viðburðurinn er styrktur og því þátttakendur að kostnaðarlausu. Við fáum styrk fyrir ferðamáta, gistingu og mat á meðan viðburðinum stendur. Innifalið er matur frá kvöldmat 21.febrúar að morgunmat 23.febrúar ásamt gistingu frá 21. – 23. febrúar á Jacques Brel Youth Hostel.

Skráningarfresturinn er út 30. október.

Skráning fer fram með því að fylla út þetta form hér.

Umsækjandi

Viðburður:

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 4 files.
Gögn sem gagnast gætu við ákvörðun umsóknar.
Vinsamlegast hakið við allt sem á við

Skilmálar: