Fjölmennt á fyrsta hringborði haustsins
Fjölmennt var á fyrsta hringborði haustsins sem að þessu sinni var fyrir skátaforingja drekaskáta en 15 skátaforingjar frá 8 skátafélögum mættu auk 1 fulltrúa starfsráðs BÍS og erindreka BÍS.
Á hringborðinu var kynning á nýju verkefnabókinni fyrir könnuðarmerki drekaskáta, hvernig ætti að fara að því að stýra elstu drekaskátunum í vinnu að merkjunum og fengu skátaforingjarnir líka að skoða ofnu merkin sem eru komin í Skátabúðina. Síðan var líka talað um hvernig gott væri að nýta nýju stiku- og hæðarmerkin til að hvetja til aukinnar útivistar í drekaskátunum.
Skátaforingi drekaskáta í Hraunbúum var svo með kynningu á starfinu þar á bæ en starfið hefur verið vel sótt undanfarið auk þess að vera sýnilegt. Þá hafa drekaskátar Hraunbúa fjölmennt á flesta viðburði sem hafa staðið þeim til boða.
Að lokum var umræðan gefin laus og var m.a. rætt um hvernig hátt félög hafa á því að bjóða nýja skáta velkomna á fyrstu fundum ársins, góð ráð þegar kemur að skipulagi og hugmyndavinnu vegna skátafunda. Þá var mikil og góð umræða um hvort félög hyggðust fara bæði á landsmót og drekaskátamót eða eingöngu á drekaskátamótið. Í lokin sögðu gestgjafar drekaskátadagsins 2024 hvers mætti vænta í umgjörð og skipulagi þar.
Hægt er að nálgast frekari útlistun á umræðum hér.