Hæða og stikumerki


Á þessari síðu getur þú fræðst um hæða- og stikumerkin, nálgast yfirlit um merkin ásamt tillögum um hvernig megi vinna að þeim.

Hæða- og stikumerkin eru áskoranir sem skátar geta unnið að í sínu starfi. Merkjunum er ætlað að hvetja til aukinnar útivistar í skátastarfi. Í hverri ferð er einungis hægt að fá annað hvort eitt stikumerki eða eitt hæðamerki. Það má vinna merkin inn í hvaða röð sem er.

Hæðamerki


Hæðamerki geta skátar fengið sem ferðast í tiltekna hæð yfir sjávarmáli á eigin afli. Minnsta hæðamerkið kallar á að skáti komist í 60 m til 199 m hæð en við 200 m hæð hefur skáti unnið sér inn 200 m merkið o.s.frv.

Hugmyndabanki


Hér er hægt að fá hugmyndir af ferðum.

Hlekkirnir vísa á vef Ferðafélag Íslands (FÍ) og Íslenska ferðavefinn þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um gönguleiðarnar.

Hugmyndabankinn er í stöðugri þróunn svo við hvetjum öll sem fara í ferðir til að segja okkur frá þeim. Ef þú ert með hugmyndir um ferðir sem hægt er að fara til að vinna að hæðamerkjum má senda þær á skatarnir@skatarnir.is.

1400

Dæmi um gönguleiðir:

Jökulborg (1421 m)

Dýfjallshnjúkur (1445 m)

Miðfellstindur, Hornafirði (1430 m)

Miklafell á Hofsjökli (1468 m)

Snækollur (1488 m)

Hekla (1491 m)

Kverkfjöll (1600 m)

Herðubreið (1677 m)

2000

Dæmi um gönguleiðir:

Hvannadalshnúkur (2119 m)


Stikumerki


Stikumerki geta skátar fengið fyrir að ferðast tiltekna vegalengd á eigin afli í einni og sömu ferðinni. Gert er ráð fyrir að ferðin sé skipulögð fyrirfram með áætlaðri vegalengd.

Hugmyndabanki


Hér er hægt að fá hugmyndir af ferðum.

Hlekkirnir vísa á vef Ferðafélag Íslands (FÍ) og Íslenska ferðavefinn þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um gönguleiðarnar.

Hugmyndabankinn er í stöðugri þróunn svo við hvetjum öll sem fara í ferðir til að segja okkur frá þeim. Ef þú ert með hugmyndir um ferðir sem hægt er að fara til að vinna að stikumerkjunum má senda þær á skatarnir@skatarnir.is.

15 km

Dæmi um gönguleiðir:

Ingólfsfjall (14-16 km)

Skallahringur frá Laugum (16.6 km)

Klakkur í Langjökkli (18 km)

Krákur (18 km)

20 km

Dæmi um gönguleiðir:

Geirhnúkar (20 km)

Fimmvörðuháls (24 km)

Kjalfell, Hveravöllum  (24 km hringleið)

Klofningsfjall (25 km)

30 km

Dæmi um gönguleiðir:

Goðahnúkar (30 km)

Kjalvegur hinn forni (41 km)

Hvítarnes – Hveravellir (43 km)

Hvernig fæ ég merkin afhent?


Skátafélagið getur pantað merkin í gegnum Skátabúðina. Einstaka skátar geta ekki pantað merkin sjálf enda þarf að vinna sér inn merkin með því að skipuleggja og framkvæma ferðina í samráði við skátaforingja eða fulltrúa skátafélagsins og endurmeta síðan leiðangurinn. Að því loknu afhenda skátafélögin merkin.