Útkall eftir umsóknum á alþjóðlegt Gilwell námskeið í Slóveníu
BÍS stendur til boða að senda 6 þátttakendur á alþjóðlegt Gilwell leiðtogaþjálfunar námskeið sem haldið verður í Slóveníu. Námskeiðið er styrkt af Erasmus+ og verða þátttakendur frá Íslandi, Slóveníu, Serbíu og Svartfjallalandi. Námskeiðið fer fram á ensku. Að námskeiði loknu þurfa þátttakendur að mæta á lokahelgi Gilwell þjálfunarinnar á Íslandi.
HVAR OG HVENÆR
Námskeiðinu í Slóveníu er skipt í 2 hluta:
- Fyrri hlutinn verður haldinn í skátamiðstöð við Bohinj-vatn dagana 12.-19. ágúst. Gist verður í tjöldum.
- Seinni hlutinn verður haldinn 23.-25. febrúar 2024, nákvæm staðsetning verður staðfest síðar en yfirleitt er helgin haldin í Postojna.
Að því loknu verður lokahelgi Gilwell þjálfunarinnar haldin í nóvember 2024 á Úlfljótsvatni.
MARKMIÐ
Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ævintýralegt námskeið ásamt því að styrkja leiðtogahæfni þátttakenda. Á námskeiðinu er mikil áhersla á gildi, bæði einstaklingsins og skátahreyfingarinnar, og þurfa þátttakendur að vera tilbúin að taka þátt í verkefnum sem krefjast ígrundunar á eigin gildum og viðhorfum.
KRÖFUR
Þátttakendur þurfa að vera 20 ára, hafa reynslu af foringjastörfum, eða öðrum leiðtogastörfum, innan skátahreyfingarinnar og stefna á að halda því áfram. Jafnframt er æskilegt að þátttakendur hafi lokið sveitarforingjanámskeiði.
KOSTNAÐUR
Námskeiðið er styrkt af Erasmus+ og eru námskeiðsgjöld því 0 kr. Jafnframt er ferðakostnaður upp að 530 evrum á mann. Ferðakostnaður umfram það er greiddur af þátttakenda. Að auki þarf að greiða 21.000 krónur fyrir útskriftarhelgi á Íslandi.
UMSÓKNIR
Umsóknir skulu berast í gegnum formið hér að neðan. Umsóknarfrestur er til og með 17 maí.