Skátaflokkurinn Valkyrjur héldu kökubasar
Við í fálkaskátaflokknum Valkyrjum í Landnemum héldum kökubasar þann 12. febrúar í Landnemaheimilinu. Við undirbjuggum okkur með því að plana frá 17. janúar næstu fjóra skátafundi og nýttum þessa fjóra skátafundi til að undirbúa markaðinn. Við skipulögðum til dæmis hvað við ætluðum að selja á kökubasarnum, hver ætti að baka hvað og bjuggum til auglýsingar. Síðan reiknuðum við verðið á hráefnum varanna og seldum allt bakkelsið á útreiknuðu verði.
Við seldum sjónvarpskökur, skinkuhorn, ostaslaufur, bollakökur, smákökur, súkkulaðikökur, brownies, kókoskúlur og kanilsnúða. Allt seldist upp hjá okkur og við söfnuðum rúmlega 50.000 kr fyrir Rauða krossinn. Okkur fannst þetta vera mjög skemmtilegt verkefni.
Valkyrjur eru fálkaskátaflokkur í Landnemum. Flokkinn skipa:
Birna Signý Valdimarsdóttir
Kristín Kolbrún Hákonardóttir
Margrét Álfdís Huldudóttir
Melkorka Björk Iversen
Una Signý Sigurðardóttir
Unnur Álfrún Huldudóttir