Nýtt fyrirkomulag erindreksturs 2023

Um 2022 voru gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Skátamiðstöðvarinnar. Breytingar sem ætlaðar voru til þess að auka þjónustu og stuðning við skátafélög og sjálfboðaliða. Meðal breytinga voru að þá störfuðu þrír erindrekar, með það markmið að þjónusta og styðja félögin í starfi sínu. Fyrsta skrefið sem nýtt teymi ákvað að taka var að skipta félögunum formlega niður svo að hvert félag eigi sinn erindreka sem stjórnir og skátaforingjar viti að þau geti leitað til eftir stuðningi. Þannig værii betur hægt að tryggt jafna þjónustu við öll skátafélög, byggja upp traustara samband við félagsráð hvers skátafélags en einnig einfalda skátafélögum öll samskipti við Skátamiðstöðina.

Einn erindreka lauk störfum undir lok árs 2022 og í framhaldi starfa nú 2 erindrekar hjá Skátamiðstöðinni. Þau ætla áfram að skipta með sér félögum þar sem það hefur gert öll samskipti einfaldari bæði fyrir skátafélögin og fyrir Skátamiðstöðina.

Skipting erindreka á skátafélög er eftirfarandi:

 

Sigurgeir B. Þórisson

Netfang: sigurgeir@skatarnir.is
Sími: 550 9801 / 867 0604

  • Skátafélag Akranes
  • Skátafélagið Árbúar
  • Skátafélag Borgarness
  • Skátafélagið Farfuglar
  • Skátafélagið Faxi
  • Skátafélagið Garðbúar
  • Skátafélagið Hafernir
  • Skátafélagið Heiðabúar
  • Skátafélagið Klakkur
  • Skátafélagið Kópar
  • Skátafélagið Mosverjar
  • Skátafélagið Svanir
  • Skátafélagið Vogabúar

 

Sædís Ósk Helgadóttir

Netfang: saedis@skatarnir.is
Sími: 550 9805 / 661 6433

  • Skátafélagið Eilífsbúar
  • Skátafélagið Fossbúar
  • Skátafélagið Hraunbúar
  • Skátafélagið Landnemar
  • Skátafélagið Segull
  • Skátafélagið Skjöldungar
  • Skátafélagið Stígandi
  • Skátafélagið Strókur
  • Skátafélagið Vífill
  • Skátafélagið Ægisbúar
  • Skátafélagið Örninn

Erindrekarnir vinna áfram sem teymi að öllum verkefnum og þvert á þessa skiptingu við stuðning verkefna eftir þeirra styrkleikum og þekkingu hverju sinni. En nú geta félögin alltaf treyst á þennan aðila til að hjálpa sér að finna bestu lausnina á sínum áskorunum. Þar að auki verður þessi erindreki tengiliður skátafélagsins þegar kemur að nokkurs konar upplýsingamiðlun til Skátamiðstöðvarinnar eða BÍS og geta sent öll gögn, allar fyrirspurnir og öll önnur mál sem þau vita ekki alveg nákvæmlega hverjum öðrum þau ættu að berast tengt skátastarfinu.