Nýtt fyrirkomulag námskeiða Æskulýðsvettvangsins

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi, vönduðum og öruggum aðstæðum í slíku starfi.

Eitt af markmiðum Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum í íþrótta- og æskulýðsstarfi á Íslandi í þeim tilgangi að gera umhverfi barna og ungmenna í félagsstarfi öruggara. Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru liður í því. Áður hafa aðildarfélög ÆV óskað eftir námskeiðunum inn í sínfélög eftir þörfum en nú verður gerð breyting þar á. Námskeiðin verða sameiginleg fyrir öll aðildarfélögin og fara fram eftir námskeiðaáætlun.

Það er mikilvægt að öll sem starfa með börnum og ungmennum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð og viti hvernig á að bregðast við þegar upp koma atvik eða áföll í starfinu. Því hvetjum við sem flest til að sækja námskeiðin en þau eru frí fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Skátanna.

NÁMSKEIÐAÁÆTLUN VOR 2023

8. febrúar Hinsegin fræðsla
8. mars Samskipti og siðareglur
29. mars Inngilding og fjölmenning

Skráning er opin á öll námskeiðin hér