Hátíðarkvöldvaka 2. nóvember

Hróp og söngur dundu um samkomusal Ráðhúss Reykjavíkur þann 2. nóvember síðastliðinn þegar kátir skátar á öllum aldri komu saman til að fagna 110 árum frá upphafi skátastarfs á Íslandi  og 100 árum frá upphafi kvennskátastarfs á Íslandi.

Skátasamband Reykjavíkur ásamt Bandalagi íslenskra skáta héldu utan um hátíðarkvöldvöku í tilefnis tímamótanna. Skátar komu víða að á eigin vegum eða með sínu félagi.   Skátahöfðingi setti kvöldvökuna og Helena Sif Gunnarsdóttir fulltrúi 100 ára afmælisnefndar kvennskáta kynnti upphaf kvennskátastarfs fyrir kvöldvökugestum.  Dróttskátar frá skátafélaginu Hraunbúum stigu á stokk með tjald skemmtiatriði og skátaflokkurinn Hrefnurnar komu með eitt gamalt og gott skemmtiatriði um hann lata Gvend.  Að lokinni kvöldvöku var boðið upp á kakó og kex að skáta sið og rabbað var um skemmtilegar minningar úr starfinu.

Hægt er að nálgast upptöku kvöldvökunnar hér:

Sérstakar þakkir fá kvöldvökustjórarnir Agnes, Gunnhildur Ósk, Magnea og Sunna Dís. Undirleikararnir Eðvald Einar, Guðmundur Páls, Harpa Ósk og Sigurður Viktor.
Undirleikarar í rólegu lögunum Ragnheiður Silja og Védís
Hljóð og mynd: Haukur Harðarson (Hljóðx)