Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Halldóra Inga Ingileifsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem fjármálastjóri hjá Bandalagi íslenskra skáta. Halldóra er viðskiptafræðingur og býr yfir víðtækri reynslu á sviði reksturs og fjármála, einnig hefur hún reynslu af stjórnarsetum í frjálsum félagasamtökum. Halldóra mun vinna náið með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækjum: Grænum skátum, Skátabúðinni, Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og Skátamótum.  Sem fjármálastjóri ber Halldóra ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og bókhaldi ásamt fjárreiðum BÍS og dótturfyrirtækjum þess.

Halldóra Inga hóf störf 1. maí og við hlökkum til samvinnunnar!

Privacy Preference Center