Katrín ný verkefnastýra fræðslumála
Í haust var Katrín Kemp Stefánsdóttir ráðin til starfa til að sinna fræðslu og leiðtogaþjálfunar málum fyrir Bandalag íslenskra skáta.
Katrín hefur starfað innan skátahreyfingarinnar í 10 ár að fjölbreyttum verkefnum m.a sem aðstoðarfélagsforingi skátafélagsins Kópa undanfarin ár og sem sjálfboðaliði í leiðtogaþjálfunarteymi Gilwell skólans. Hún er með B.A. gráðu í uppeldis og menntunarfræði og er að klára masternám í sömu fræðum samhliða starfinu. Katrín hefur verið Útilífsskólastjóri nokkur sumur hjá skátafélaginu Kópum og starfað í leik- og grunnskólum.
Sem verkefnastýra fræðslumála BÍS hefur Katrín yfirumsjón með fræðsluefni, námskeiðaframboði og þjálfunum á vegum BÍS. Katrín vinnur að markmiðum BÍS um Skátaskólann og er í nánu samstarfi við sjálfboðaliðana sem mynda stjórn skólans. Hún vinnur mun líka hjálpa að móta og styðja leiðbeinendasveit BÍS sem ætlað er að sinna skipulagi og framkvæmd námskeiða með dyggum stuðningi hennar.
Það er okkur mikil ánægja að hafa fengið Katrínu til starfa!