Skátasumarið Úlfljótsvatni 2021 - Landsmót skáta
Sumarið 2021 verða haldin 3 skátamót á Úlfljótsvatni í stað hins almenna Landsmóts. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að bóluefni verði komið til landsins þá teljum við óábyrgt að skipuleggja og halda svo stóran viðburð á Úlfljótsvatni á þessum tíma.
Hugmyndin er sú að skátafélögum verði skipt í 3 hópa og mæti þau með alla sína skáta á Úlfljótsvatn á 5 daga skátamót þar sem áherslan verður lögð á útilíf, tjaldbúðarlíf og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þannig væru um 100 þátttakendur á svæðinu á hverju móti.
Mikilvægt er að félögin mæti með sína ungu skáta á þessi mót því lítið hefur verið um útilegur í vetur og við vitum öll hversu mikið útilífið og útilegurnar gefa okkur.
Mótsstjórar
BÍS hefur fengið til liðs við sig þrjá öfluga mótsstjóra. Þetta eru ungir og öflugir skátar, sem muna nú sanka að sér fleiri skátum til að takast á við verkefnið. Mótsstjórnin mun fá aðstöðu í Skátamiðstöðinni til að vinna að verkefninu.
Rafnar Friðriksson
Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir
Hrafnkell Úlfur Ragnarsson
Dagsetningar
7.-11. júlí
14.-18. júlí
21.-25. júlí
Mótssvæðið
Úlfljótsvatn er tilbúið að taka við þessum fjölda á skátamót án þess fara í uppbyggingu eða breytingar á svæðinu.
Tjaldsvæði fyrir almenning væri lokað á þessum tíma.
Matarmál
Farið verði til baka í matarúthlutun og skátafélögin sjái sjálf um morgunmat, hádegismat og kaffi. Mótið verði svo með kvöldmatin.