Vinnuhópur um vefsveit BÍS

Vinnuhópur um vefsveitina

Að viðhalda og uppfæra vefinn, skatarnir.is, kerfislega fyrir utan viðburði, fréttir og tilkynningar á sjálfbæran máta. Sér verkefni fyrir hópinn er uppsetning á mælikvarðasíðu fyrir mælikvarða á stefnu bandalagsins í samvinnu við mælikvarðavinnuhópinn.

Hæfni

  • Kunna að lesa og skrifa á íslensku og ensku
  • Vera tilbúin til að búa til og tileinka sér öryggisvinnureglur í kringum vefsíðuna í samráði við stjórn og skátamiðstöð
  • Æskilegt en ekki nauðsynlegt er að viðkomandi hafi grunnþekkingu á wordpress forritinu eða forritunarþekkingu ásamt aðgengi að tölvu.

Aðbúnaður, þjálfun og stuðningur

Hópurinn hefur aðgang að fundaraðstöðu í Skátamiðstöðinni og fær aðgang að bakenda vefsins, skatarnir.is. Hópurinn vinnur í samráði við Skátamiðstöðina, stjórn BÍS og mælikvarðahópinn.

Markmið / mælikvarðar

  1. Yfir tímabil verkefnisins klárist a.m.k. þrjú verkefni af verkefnalista vefsíðunnar.
  2. Mælikvarðasíða fyrir mælikvarða stefnunnar sé kominn upp og nothæfur
  3. Vefurinn sé uppfærður miðað við nýjustu mögulegu uppfærslur sem í boði eru þegar mánuður er eftir af verkefninu.
  4. Virkni vefsins sé í lagi að verki loknu.

Framkvæmd

Vefsveitin kynnist bakenda verkefnis ásamt verkefnalista Skátamiðstöðvar fyrir vefinn og setur upp vinnuáætlun miðað við verkefnalistann. Vefsveitin ætti ekki að sjá um að setja inn fréttir eða viðburði en gæti verið falin að setja inn ný færnimerki eða lagfæra myndir en einnig að setja hnappa, lagfæra og innleiða ýmsa virkni og gera nýjar tegundir af síðum. Þegar vefsveitin er beðin að setja inn efni (svo sem færnimerki) þá á sveitin að fá skýran lista með öllum upplýsingum sem þarf að setja inn. Vefsveitin á ekki að þurfa að búa til upplýsingarnar sem hún er beðin um að setja inn á síðuna. Vefsveitin getur haldið opna sveitarfundi þar sem áhugasömum skátum er boðið að taka þátt í að framkvæma vel skilgreint verkefni. Þessir vefsveitarfundir geta verið með ýmsu skemmtilegu móti eins og t.d. sem pálínuboð þa rsem unnið er í vefnum.

Þegar skátar sem ekki eru í vefsveitinni koma á opna vefsveitarfundi að hjálpa til fá þeim tímabundinn aðgang að bakenda vefsins. T.d. ef uppfæra þarf myndir af öllum færnimerkjunum þá er hægt að fá fleiri skáta á fundinn og vefsveitin tæki þá að sér hlutverkið að verkstýra þeim fundi.

Umbun

Vefsveitarmerki, límmiðar og 3.000kr. inneign í skátabúðina


Umsóknarfrestur er til og með 30. maí

Við bendum á lýsingu á markmiðum og hæfni hér að ofan.