Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Vetraráskorun CREAN

Um viðburðinn:

Verkefnið er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland. Crean vetraráskorun hefur verið haldin síðustu þrettán ár og stendur yfir á sjö mánaða tímabili og lýkur í viku löngum leiðangri um Hellisheiði. Verkefnið hefur verið vel sótt og frá Írlandi koma allt að 30 skátar sem farið hafa í gegnum langt umsóknar- mats- og undirbúningsferli og er BÍS með 16 pláss fyrir þátttakendur frá Íslandi.

Markmið verkefnisins

Markmið verkefnisins er að þátttakendur öðlist færni í útivist í mismunandi aðstæðum og sjálfbærni í vetrarferðum á fjöllu. Skátarnir læra undirstöðuatriði fjallaferða og vetrarferðamennsku. Meðal annars skyndihjálp á fjöllum, vetrarferðamennsku, rötun og kortalestur, GPS, næringarfræði ferðamannsins, skálahegðun og ferðareglur í hópferðum, veðurfræði á fjöllum, og ýmislegt annað. Verkefnið skiptist í þrennt;  fjórar undirbúnings ferðir, persónuleg verkefni unnin í frítíma og ferðinn í febrúar 2024.

Fyrir hverja

Takmarkað pláss er fyrir þátttakendur og mun elsta árið í dróttskátum (fædd 2008) fá forgang en umsóknir og umsagnir ráða úrslitum um hver verða tekin inn ef fleiri en 16 sækja um. Því er mikilvægt að vanda til verka við umsóknina. Ætlast er til þess að þátttakendur taki þátt í undirbúningsútilegunum sem nefndar eru hér að neðan og vinni að sínum settum markmiðum fram að febrúarferðinni í formi leiðabókar. Verkefnin eru á sviði vetrarferðamennsku, sjálfskoðunar, markmiðasetninga og samfélagsvinnu. Vinna þarf öll verkefnin á tilsettum tíma til að geta haldið áfram í áskoruninni. Verkefnisstjórnin áskilur sér rétt til að enda þátttöku ef að þátttakendur standa ekki skil á verkefnum eða sýna að þeir hafa ekki getu eða vilja til að ljúka verkefninu.

Hvenær

Verkefnið skiptist í eina kvöldstund, fjórar undirbúningsútilegur og einn leiðangur um Hellisheiði.

  • 7. september, fimmtudagur í Reykjavík
  • 9-10. september, undirbúningsútilega 1, lau – sun
  • 29.sept-1.október, undirbúningsútilega 2, fös – sun
  • 18.-19. nóvember, undirbúningsútilega 3, lau – sun
  • 19.-21. janúar, undirbúningsútilega 4, fös-sun
  • 9.-16. febrúar, vetraráskorun Crean Úlfljótsvatn

Kostnaður

Kostnaður við Vetraráskorun Crean er 64.990,- kr. á mann. Innifalið í því er dagskrá, kvöldmatur í fyrstu tveimur undirbúnings ferðum, gisting og flutningur af heiðinni í febrúar. Þátttakendur þurfa sjálf að koma með annan mat fyrir undirbúningsferðirnar og koma sér á staðsetningar ferða og heim aftur. Þátttakendur þurfa að hafa allan helsta persónulegan búnað til vetrarferð s.s. góðan skjólfatnað, svefnpoka sem þolir vetrarveður, bakpoka og gönguskó. Ekki er nauðsynlegt að eiga klifurbúnað, ísaxir, brodda, skíði eða tjöld. Ef þátttakandi á ekki réttan búnað, er gott að athuga hvort hægt sé að fá lánaðan búnað hjá ættingjum, vinum eða jafnvel skátafélagi.

Umsóknarfrestur er 4. september

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 4 files.

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
9. febrúar @ 08:00
Endar:
17. febrúar @ 17:00
Kostnaður:
64990kr
Aldurshópar:
Dróttskátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website