Hleð Viðburðir

Gilwell – framhald

Um viðburðinn:

Langar þig að taka næsta skref í þínu skátastarfi?

Hér gefst þér einstakt tækifæri til að upplifa skátaævintýrið á nýjan leik,  því þér er boðið að koma á framhalds Gilwell þar sem þú getur unnið að þriðju eða fjórðu  perlunni.

Framhalds Gilwell er fyrir þau sem vilja víkka út sjóndeildarhringinn sinn innan skátastarfs ásamt því að auka persónulegan þroska sinn.

Áhersla verður lögð á flokkastarf, tjaldbúðalíf og  samvinnu, ásamt því að unnið verður að því að efla þátttakendur í leiðtogafærni, skipulagningu verkefna,  stefnumótun og innleiðingu breytinga, svo fátt eitt sé nefnt.

Námskeiðið fer fram á tveimur helgum í maí og febrúar en auk þess verður unnið að stóru verkefni sem reynir á leiðtogahæfileikana, ásamt færni í að skipuleggja og framkvæma stærri verkefni.

1. hluti – 29. maí-1. júní

Námskeiðið hefst í maí með 4 daga helgarnámskeiði, þar sem áherslan verður lögð á að efla þáttakendur í stjórnunarfræðum ásamt því að að endurupplifa tjaldbúðastemminguna og skátalífið. Þar munu þátttakendur velja sér verkefni til að vinna að. 

2. hluti – 6.-8. febrúar

Seinni helgina munu þátttakendur vinna áfram með leiðtogafræðin og kynna verkefnin sín ef þeim verður lokið.

FORKRÖFUR

Hafa lokið Gilwell leiðtogaþjálfuninni.

VERÐ OG SKRÁNING

Skráning fer fram á Abler en henni lýkur 1. maí.

Verð fyrir Gilwell leiðtogaþjálfunina er 85.000 krónur.

Þau sem borga sjálf eru beðin um að haka líka við ‘borga sjálf’ valmöguleikann og áskilur Skátamiðstöðin sér rétt á að setja skáta í greiðsluferli sem skrá sig á 0 krónum en félög hyggjast ekki greiða fyrir.

​Með því að skrá þig á Gilwell samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

  1. Þátttakendur sem skrá sig á 0 krónur skuldbinda sig til að greiða fullt gjald ef í ljós kemur að félag hyggst ekki greiða fyrir þau.
  2.  Staðfestingargjaldið, 10% af námskeiðsgjaldi og er það óafturkræft.
  3. Þátttakendur eru ekki sérstaklega slysatryggðir, ábyrgðartryggðir eða vátryggðir að öðru leyti af Bandalag íslenskra skáta (BÍS) í skátastarfi, bent er á að þessar tryggingar eru oft hluti af heimilis- og fjölskyldutryggingum og öðrum almannatryggingum forráðafólks.
  4. Meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem skráðar eru vegna þátttöku er í samræmi við samþykkta persónuverndarstefnu BÍS sem finna má hér (https://skatarnir.is/personuverndarstefna/).
  5. Bandalag íslenskra skáta áskilur sér rétt til að halda eftir hluta af gjaldi þátttakandi greiðir sem hér segir:
    Ef hætt er við þátttöku 1 mánuði fyrir viðburð er staðfestingargjaldi haldið eftir.
    Ef skátinn hættir við þátttöku 3 vikum fyrir viðburð, er 50% af gjaldi haldið eftir.
    Ef skátinn hættir við þátttöku 14 dögum fyrir viðburð, er 75% af gjaldi haldið eftir.
    Ef skátinn hættir við þátttöku þegar skemmra er til viðburðar en sem nemur 14 dögum verður endurgreiðsla engin.
  6. BÍS eða umsjónaraðili á þess vegum getur þurft að aflýsa viðburðum og mótum vegna gildra og óviðráðanlegra aðstæðna s.s. vegna náttúruhamfara, hryðjuverka, stríðs, heimsfaraldra o.fl. Við þessar aðstæður áskilur BÍS sér rétt til þess að endurgreiða ekki mótsgjaldið, þótt ávallt sé leitast eftir að hámarka endurgreiðslu til þátttakenda.​

Auk ofangreindra skilmála gilda almennir skilmálar BÍS, sem má lesa hér.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
29. maí
Endar:
1. júní
Kostnaður:
85000kr
Aldurshópar:
Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Gilwell leiðbeinendur
Netfang:
gilwell@skatarnir.is

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland
+ Google Map
Sími:
482-2674
Vefsíða:
View Staðsetning Website

BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA


Hraunbær 123,110 Reykjavík (sjá á korti)Sími: 550 9800Netfang: skatarnir@skatarnir.is 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 16:00Föstudaga: 09:00 – 13:00

SAMFÉLAGSMIÐLAR


 

Privacy Preference Center