Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Drekaskátamót 2022

Um viðburðinn:

Með sól í hjarta á Úlfljótsvatni!

Dagana 5.-6. júní verður Drekaskátamót haldið á Úlfljótsvatni fyrir alla drekaskáta á landinu! Mikið stuð og gleði einkennir Drekaskátamót og mun sólin skína og fuglarnir syngja (allavega í hjörtum okkar).
Skráning er hafin inn á skatar.felog.is.
.
Mótið kostar 5.900 kr og verða skátafélögin rukkuð um gjaldið fyrir sína skáta eftir að mótinu lýkur. Þetta er gert til að auðvelda félögum að haga sínum ferðum og skipulagi eftir því sem hentar þeim best. Félögin sjá um að verðleggja ferðina fyrir sína fararhópa og skátarnir greiða sínu félagi fyrir þátttökuna.
.
Innifalið í verðinu er öll dagskrá, sameiginleg kvöldmáltíð og kvöldkakó á laugardeginum og drekaskátamótsbolur!
.
Skátarnir gista í tjöldum og sjá skátafélögum um að skaffa tjöld fyrir sína þátttakendur. Skráning er til og með 27. maí.
.
Óskað eftir starfsfólki
Einnig er óskað eftir starfsfólki til að koma og aðstoða við uppsetningu, dagksrá og frágang. Starfsfólk mætir á föstudeginum 4. júní og aðstoðar við undirbúning. Gisting er frí en starfsfólk þarf að koma sjálf með tjald. Starfsfólk fær kvöldmat á laugardeginum og þau sem hjálpa við frágang á sunnudeginum fá einnig frían kvöldmat á sunnudeginum. Skráning fyrir starfsfólk er einnig á skatar.felog.is 🙂
.

Ekki láta þig vanta og komdu á Drekaskátamót og upplifðu sólstrandarmenninguna á Úlfljótsvatni 🙂

 

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
05/06/2021 @ 08:00
Endar:
06/06/2021 @ 17:00
Aldurshópar:
Drekaskátar

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland
+ Google Map
Sími:
482-2674
Vefsíða:
View Staðsetning Website