Vetrarmót Reykjavíkurskáta24.-26. janúar

Vetrarskátamót 2025

Vetrarmót Reykjavíkurskáta verður haldið helgina 24.- 26. janúar
2025 í útivistar paradísinni á Úlfljótsvatni. Vetrarmótið er fyrir
skáta úr skátafélögunum í Reykjavík frá aldrinum 10 ára og uppúr
en skátar úr öllum skátafélögum koma saman að undirbúningi
mótsins. Vetrarmótið er sérstaklega haldið til þess að efla
vetrarútivist skáta í Reykjavík sem og að auka samvinnu milli
skátafélaganna.
Dagskráin á mótinu er með hefðbundinni skátadagsskrá:
skátaleikjum, kvöldvöku, einstökum næturleik, póstaleik þar sem
verður farið í skyndihjálp, klifur og sig, útieldun og margt fleira.

Helstu upplýsingar fyrir mótið

Mótið er haldið rá Úlfljótsvatni 24.- 26. janúar

  • Þema mótsins er Heimskauta landkönnuðir
  • Verð Drótt- og Rekkaskáta  er 14.000 kr (11.000 kr fyrir þá sem skrá sig fyrir 31.desember)
  • Verð Fálkaskáta er 7.000 kr (6.000 kr fyrir þá sem skrá sig fyrir 31.desember)
  • Skráningu lokar svo 19. janúar
  • Skráning–https://www.abler.io/shop/ssr/1

Verð fyrir Drótt- og Rekkaskáta á mótið er 14.000 kr

Innifalið í mótsgjaldi er rúta fram og tilbaka frá Úlfljótsvatni, gisting, matur og dagskrá.

Mæting er í Háuhlíð 9 (Skátaheimili Landnema) klukkan 19:30 á föstudagskvöldið 24. janúar

Áætluð heimkoma er um 15:00 á sunnudaginn 26. janúar.

 

Skráning á https://www.abler.io/shop/ssr/1

Verð fyrir Fálkaskátar á Vetrarmót Reykjavíkurskáta er 7.000 kr.
Innifalið er rúta fram og til baka frá Úlfljótsvatni, matur og dagskrá.

Mæting er í Háuhlíð 9 (Skátaheimili Landnema) klukkan 8:30 á laugardaginn 25.janúar

Áætluð heimkoma er um 18:00 sama dag.

Fálkaskátar þurfa að vera klædd eftir veðri og gera ráð fyrir útivera mest allan daginn.

Skráning á https://www.abler.io/shop/ssr/1

Foringjar og sjálfboðaliðar skrá sig á mótið í gegnum abler. Skráning

Mótstjóri er Hanna Greta Jónsdóttir úr Skjöldungum

Starfsmenn SSR eru henni til halds og trausts í undirbúningi og framkvæmd sem og sjálfboðaliðar  skátafélaganna.

Undirbúningur fer fram í gegnum facebook hóp og undirbúningsfundi.
Hægt er að hafa samband við skrifstofu SSR eða félagsforingja til þess að komast í undirbúningshópinn.

Ef foreldrar hafa áhuga á koma og hjálpa til í eldhúsi er hægt að hafa samband við skrifstofu SSR  ssr@ssr.is eða skrá sig og tilkynna hvaða verkefni viðkomandi er tilbúinn að hjálpa til með.