Verkefnastjóri inngildingar

Skátamiðstöðin leitar að verkefnastjóra tilraunaverkefnis um inngildingu.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Barna og menningamálaráðuneytinu og snýr að því að bjóða upp á skátastarf í frístundastarfi með áherslu á börn með fatlanir og börn af erlendum uppruna, og fellur inn í verkefni ráðuneytisins þegar kemur að inngildingu og farsæld barna.

Verkefnastjórinn verður ráðinn í 50-70% starf fram að áramótum þegar verkefnið verður endurmetið.  Helstu verkefni verða að setja upp tilraunastarf, markmið þess og stuðningsefni, sjá um þjálfun starfsfólks frístundastarfs og bera ábyrgð á dagskrá og viðburðum verkefnisins.

Umsóknarfrestur er til 5 maí.

Hæfniskröfur

  • Umsækjandi þarf að hafa reynslu af skátastarfi sem sveitarforingi
  • Umsækjandi þarf að hafa menntun á sviði kennslufræði, uppeldisfræði, sálfræði, þroskaþjálfunar eða aðra sambærilega menntun sem nýtist í starfi.
  • Kostur ef umsækjandi hefur reynslu af starfi með börnum sem hafa ólíkar stuðningsþarfir
  • Kostur ef umsækjandi hefur reynslu af starfi með börnum af erlendum uppruna

Nánari upplýsingar fást hjá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur harpa@skatarnir.is eða í síma 659-8088.  Umsóknir sendist á harpa@skatarnir.is