Útkall: Sveitarforingi á alheimsmót 2027
LANGAR ÞIG AÐ KOMA MEÐ Á ALHEIMSMÓT SKÁTA Í PÓLLANDI SEM SVEITARFORINGI ?
Fararstjórarnir leita að sjálfboðaliðum til að slást í fararhópinn sem sveitarforingjar á alheimsmóti skáta í Póllandi 2027.
Hvað felst í því að vera sveitarforingi Alheimsmóts ?
Sveitarforingjar bera ábyrgð á skátum sinnar sveitar meðan á ferð stendur, þau dvelja með þeim í tjaldbúð, fylgja þeim í dagskrá á mótinu sjálfu og reyna hvað þau geta til að tryggja þátttakendum góða upplifun af ferðinni. Fararstjórarnir eru leiðbeinendur sveitarforingjanna og búast má við miklum samskiptum þar á milli fyrir og á meðan á ferð stendur.
Ef það eru einhverjar spurningar um hlutverkið þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við fararstjórana á netfangið jambo2027@skatarnir.is.
Helstu verkefni og ábyrgð sveitarforingja
- Fyrir mót þurfa sveitarforingjar að taka virkan þátt í undirbúningi, kynnast skátum sinnar sveitar, skuldbinda sig til að taka þátt í undirbúningsviðburðum fararhópsins og mæta á upplýsingafundi fyrir forráðafólk sinnar sveitar.
- Á mótinu sjálfu dvelja sveitarforingjar í tjaldbúð með þátttakendum, þau skipuleggja tjaldbúð, halda reglulega upplýsingafundi með þátttakendum, tryggja að þátttakendur mæti í dagskrá og fylgja þeim í dagskrá, skipuleggja matseld með þátttakendum og fylgjast vel með líðan sinnar sveitar.
- Á mótinu gætu sveitarforingjar þurft að mæta á fundi með fararstjórn eða með fulltrúum mótsstjórnar og skipta því með sér verkefnum eftir þörfum og leiðbeiningum frá viðkomandi aðilum.
- Á ferðalögum með fararhópnum aðstoða sveitarforingjar fararstjórn og hafa líka umsjón með skátum sem eru ekki úr þeirra sveitum. Sveitarforingjar þurfa að vera tilbúin til að fylgja fararhópnum hvert skref frá Íslandi og heim aftur.
- Sveitarforingjar eru ábyrgir fyrir velferð skáta í þeirra sveitum á meðan á móti stendur og að skátarnir fylgi reglum fararhópsins og mótsins meðan að á því stendur.
Skilyrði fyrir sveitarforingja
- Hafa getu til þess að vera tvær vikur í tjaldútilegu við frumstæðar aðstæður og taka þátt í tjaldbúðalífi.
- Reynsla af allskonar aðstæðum, t.d. ólíku hitastigi, svefnvenjum, matarvenjum o.fl.
- Reynsla af sveitaforingjastörfum eða öðrum leiðtogastörfum (stjórn skátafélags, uppeldi, annað sjálfboðastarf).
- 20 ára eða eldri árið 2026.
Mikilvæg reynsla fyrir sveitarforngja
- Tekið þátt í forystustarfi, heilbrigðismálum, tjaldbúðamálum eða dagskrármálum fyrir hópa, viðburði eða í skátastarfi.
- Reynsla af fararstjórn á mótum innanlands eða erlendis.
- Færni í að hvetja og leiða ungt fólk á aldrinum 14 til 18 ára við ólíkar aðstæður.
- Jákvætt lífsviðhorf og vilji til verka.
- Góð kunnátta í ensku.