Útkall – Alþjóðafulltrúi WAGGGS

Stjórn BÍS leitar nú að nýjum alþjóðafulltrúa WAGGGS til tveggja ára. Umsóknarfrestur er til 31. október.

Skyldur og ábyrgð

Að sjá um samskipti vegna og fylgjast með því starfi sem fer fram á vegum evrópusviðs og heimssviðs WAGGGS ásamt því að vera hluti af því teymi sem sinnir sérstöku samstarfi á milli norðurlandanna á vettvangi NSK. Að vinna í samstarfi við stjórn BÍS, alþjóðaráð og Skátamiðstöðina að nýta viðburði og stuðningsefni til að efla skátastarf á Íslandi. Alþjóðafulltrúinn skal þekkja siðareglur og viðbragðsáætlun ÆV, forvarnarstefnu BÍS og reglugerð BÍS um utanferðir skáta. Alþjóðafulltrúi WAGGGS vinnur þétt með alþjóðafulltrúa WAGGGS og starfa þeir báðir með alþjóðaráði.

Hæfni

Reynsla af alþjóðlastarfi í skátunum er kostur, til dæmis ferðir á alþjóðleg skátamót og námskeið, dvöl í alþjóðlegum skátamiðstöðum eða þátttaka í vinnuhópum á vegum heimsbandalaganna. Gott vald á ensku er krafa en viðkomandi þarf að vera í miklum munnlegum og skriflegum samskiptum á tungumálinu, góð kunnátta í fleiri tungumálum er kostur, sérstaklega í tungumálum annarra norðurlanda. Alþjóðafulltrúinn þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, vera samvinnufús og góður í tengslamyndun.

Aðbúnaður, þjálfun og stuðningur frá félagi

Alþjóðafulltrúinn fær netfang frá skátunum og microsoft aðgang. Alþjóðafulltrúi mun fyrst um sinn starfa með forvera sínum og fá innsýn og þjálfun í starf frá henni. Alþjóðafulltrúinn mun taka þátt í næsta þingi norðurlandastamstarfsins NSK í Færeyjum í maí 2024. Alþjóðafulltrúar WOSM og WAGGGS vinna þétt að málefnum alþjóðastarfs og fá reglulega samráðsfundi með stjórn BÍS til að fara yfir verkefnin sem snúa að alþjóðastarfi. Viðkomandi fær einkenni frá BÍS eftir þörfum.

Sérstakar áskoranir

Þarf að að fylgjast reglulega vel með fréttabréfum og upplýsingum sem koma frá WAGGGS og miðla áfram til stjórnar, Skátamiðstöðvar, alþjóðaráðs og annarra sjálfboðaliða eftir því sem við á hverju sinni svo að upplýsingar komist þangað sem þær eiga að rata. Hlutverkinu fylgja talsvert af ferðalögum og fundarhaldi sem ákvarðast af tímabelti annarra landa.

Markmið og mælikvarðar

Að BÍS starfi í takt við stefnur alþjóðahreyfinga og að verkefni á vegum alþjóðahreyfinga skili sér inn í starf skátafélaga á Íslandi. Að íslenskir skátar fái tækifæri á skátastarfi á alþjóðavettvangi. Að mynda og viðhalda tengslum við alþjóðafulltrúa WAGGGS frá öðrum löndum sem við eigum í samstarfi við.

Umbun

Hlutverkið er gríðarlega gott tækifæri til persónulegs vaxtar, alþjóðlegra upplifanna og þjálfunar í verkefnastjórnun, alþjóðlegum samskiptum og innsýn í lagaramma alþjóðasamtaka. Viðkomandi fær tækifæri til að mynda vinskap við fólk hvaðanæva að úr heiminum. Viðkomandi fær tækifæri á að fá styrki til að ferðast til annarra landa.

Sækja sjálfboðaliðasamkomulag á pdf

Alþjóðafulltrúi WAGGGS
S.s. alþjóðleg samstarfsverkefni gegnum skóla eða annað
Vinsamlegast segðu frá í stuttu máli
Vinsamlegast dragðu fram þá reynslu sem þú telur þig hafa safnað sem gæti nýst þér í þessu hlutverki.
Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á verkefninu. Hvernig reynsla þín myndi nýtast BÍS.