Umsókn um fararstjóra fyrir Roverway 2024 í Noregi

Hvað er Roverway ?

Roverway er sameiginlegt skátamót á vegum Evrópudeildar WOSM og WAGGGS sem er haldið á 3-6 ára fresti í mismunandi löndum í Evrópu fyrir skáta á aldrinum 16-22 ára, mótið var t.d. haldið á Íslandi árið 2009 þar sem þátttakendur úr allri Evrópu tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá um allt Ísland og kom síðan saman á Úlfljótsvatni. Næsta Roverway verður haldið í Noregi, 22. Júlí – 1. Ágúst 2024. Þátttakendur á Roverway kynnast skátum allstaðar úr evrópu, upplifa náttúru og menningu Noregs í fjölþjóðlegum sveitum út um allan Noreg og koma svo saman með öllum þátttakendum á risastóru skátamóti í Stavanger.

 

HLUTVERK FARARSTJÓRA

 • Undirbúið, framkvæmt og endurmetið ferð fararhóps BÍS á Roverway 2024
 • Gera tímalínu vegna verkefnisins þar sem helstu vörður í undirbúningi ferðarinnar koma fram og regluleg skýrslugjöf til stjórnar og alþjóðaráðs.
 • Gera fjárhagsáætlun fyrir ferðina í samráði við fjármálastjóra BÍS.
 • Að halda utan um íslenska fararhópinn og gera sitt besta til að ferðin verði hverjum þátttakenda jákvæð upplifun.
 • Að stuðla að því að kynning hópsins á Íslandi og íslensku skátastarfi sé vönduð og gefi sem nákvæmasta mynd hverju sinni.
 • Að hafa yfirumsjón með öllum samskiptum og upplýsingamiðlun vegna ferðarinnar.
 • Vera til taks til að sækja viðburði og fundi sem tengjast undirbúningi, framkvæmd og endurmati ferðar.
 • Að fylgja hópnum frá upphafsstað til endastaðar.
 • Að ljúka störfum með skýrslu um ferðina ásamt fjárhagsuppgjöri innan tveggja mánaða frá heimkomu.

 

REYNSLA OG FÆRNI FARARSTJÓRA

 • Þarf að vera að lágmarki 23 ára þegar tekið er við hlutverkinu.
 • Þarf að vera fjárráða og með hreint sakavottorð.
 • Færni í að hvetja og leiða ungt fólk á aldrinum 16-22 ára.
 • Æskilegt er að fararstjóri hafi verið þátttakandi í skátastarfi og þekki þar af leiðandi gildi skátastarfs og skátalögin og einnig annað hvort sinnt foringjastörfum eða tekið að sér verkefni fyrir BÍS áður.
 • Skilningur á fjölmenningarlegum þætti Roverway, þar sem mismunandi menningarhópar koma saman. Vera opinn gagnvart öðrum og geta sýnt nærgætni, óháð m.a. þjóðerni, trú, kyni eða kynhneigð.
 • Að fararstjóri þekki siðareglur Æskulýðsvettvangsins og reglugerðir BÍS um utanferðir skáta og hafi setið verndum þau síðan upphafi árs 2020 (eða muni sitja verndum þau fyrir ferðina).
 • Reynsla af skipulagi eða framkvæmd ferðar utanlands á skátamót kostur en ekki nauðsynleg.

Hægt er að finna fleiri upplýsingar frá gestgjöfum Roverway 2024 hér.

Hægt er að sjá auglýsingamyndband hér 

Umsóknarfrestur er til 15. janúar!

Vinsamlegast skrifaðu bara önnur tungumál ef þú myndir treysta þér að vera í samskiptum við erlenda skátahópa á því tungumáli
Vinsamlegast skrifaðu starfsheiti eða stutta lýsingu á hvað þú fæst við.
Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á hlutverkinu. Hvernig reynsla þín nýtist farhóp Íslands á mótið og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.