Úlfljótsvatn leitar að þúsundþjalasmið

Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni leitar að handlögnum einstakling með reynslu og þekkingu til að sinna almennu viðhaldi á svæðinu okkar, og sérstökum haustverkefnum á svæðinu okkar.

Hægt er að lesa nánari lýsingu á starfinu ásamt starfskröfum hér að neðan.

Um er að ræða 50% stöðu
Viðkomandi getur hafið störf strax og unnið til 30. nóvembver 2023
Við tökum á móti umsóknum þar til við finnum réttan aðila til starfsins

Sendið umsóknina á netfangið ulfljotsvatn@skatarnir.is ásamt þessum fylgigögnum:

  • Ferilskrá
  • Kynningabréf
  • Meðmæli (valfrjálst)

Starfslýsing

Helstu verkefni (sérhæfð)

  • Viðhald fasteigna og innanmuna
  • Viðhald mannvirkja á tjaldsvæði
  • Framfylgja viðgerðar áætlun

Helstu verkefni (almenn)

  • Vera fyrirmynd fyrir aðra starfsmenn, sjálfboðaliða og gesti, með skátagildin, stefnu skátanna og Úlfljótsvatns að leiðarljósi
  • Aðstoða við almennan rekstur skátamiðstöðvarinnar þar sem þarf
  • Stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, eru metin mikils virði og fá tækifæri til að þroskast

Færni og hæfni

  • Geta unnið í fjölmenningarlegu teymi og stuðlað að hvatningu og áhuga
  • Mikil skipulagshæfni
  • Viðkomandi þarf að vera verklaginn og búa yfir grunnfærni til að sinna viðhaldi
  • Hæfni til að leiða hóp starfsmanna og sjálfboðaliða
  • Sköpunarkraftur og ímyndunarafl

Kunnátta og reynsla

  • Reynsla úr skátastarfi (æskilegt)
  • Reynsla af æskulýðsstarfi (æskilegt)
  • Kunnátta í skyndihjálp (æskilegt)

Nauðsynleg skilyrði

  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku
  • Áhugi tilað læra nýja hluti
  • Gilt ökuskírteini, B-flokkur
  • Hreint sakavottorð