Ung i Norden 2025

Ung i Norden er árlegur viðburður fyrir unga skáta frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð til að koma saman, spjalla, kynnast hvert öðru og fræðast á skemmtilegan hátt um mismunandi mikilvæg málefni.
Í ár er Ísland gestgjafar Ung i Norden og er þemað umhverfismál og sjálfbærni.

Hvar og hvenær:

Viðburðurinn verður haldinn á Úlfljótsvatni helgina 16.- 19. október. Viðburðurinn byrjar á fimmtudegi þar sem gist verður eina nótt í skátaheimili á Höfuðborgarsvæðinu og svo förum við saman í rútu yfir á Úlfljótsvatn á föstudeginum.

Fyrir hverja og skráningarferlið:

Skátar á aldrinum 16 - 22 ára geta sótt um að taka þátt í Ung i Norden.
Þátttakendafjöldi miðast við 6 frá hverju þátttakenda landi og sækja skátarnir um þátttöku hver sjá sínu skáta bandalagi og mun alþjóðaráð sjá um umsóknarferli íslensku skátanna. Hér að neðan er rafræn umsókn sem við hvetjum áhugasöm að fylla út sem fyrst því fá pláss eru í boði.
Skráningu er opin til og með 13. júlí 2025.

Verð:

60.000 kr. Innifalið er gisting í skátaheimili fimmtudagskvöld, rútur til og frá Úlfljótsvatni, dagsferðir um nágrenni Úlfljótsvatns, gisting á Úlfljótsvatni, allur matur á meðan viðburði stendur og öll dagskrá frá fimmtudeg? til sunnudags.

Dagskrá:

Um helgina munu skátarnir fá einstakt tækifæri til að kynnast öðrum skátum á sama aldri frá norðurlöndunum og taka þátt í skemmtilegri dagskrá sem miðar að því að fræðast meira um umhverfismál og sjálfbærni. Skátarnir munu kynnast landssvæðinu í kringum Úlfljótsvatn og sjá íslenska náttúru út frá alþjóðlegu sjónarhorni.
Við hvetjum áhugasöm að fylla út þetta rafræna umsóknareyðublað, en alþjóðaráð mun fara yfir umsóknirnar og hafa samband að skráningarfresti loknum. 

Skráningarfrestur er til og með 13.júlí 2025. 

Viðburður:

Skilmálar


Ung i Norden

Ung i Norden er spennandi viðburður, haldinn Í Helsinki í Finnlandi helgina 11. til 13. október 2024. Viðburðurinn er  fyrir unga skáta frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þema viðburðarins er “Friður”. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til að læra um og ræða frið í skátasamhenginu, í nærumhverfinu og fjær. Þátttakendur munu einnig eignast nýja vini alls staðar frá norðurlöndunum, hversu frábært er það!

Við erum að leita að fjórum skátum 16 til 22 ára til að taka þátt. Þátttökugjaldið er 200 evrur auk þess að þátttakendur þurfa að kaupa sín eigin flug.

Skátar sem eru í ráðum og nefndum hjá BÍS fá þátttökugjaldið niðurfellt en þurfa að borga eigin flug.

Skráningarfrestur er til 20. Ágúst

Viðburður:

Skilmálar