Kynningarkvöld um norska landsmótið 2025
Alþjóðaráð boðar til kynningarkvölds fyrir öll þau sem vilja vita meira um Speidernes Landsleir (Landsmót í Noregi). Kynningarkvöldið verður haldið 19. nóvember í skátaheimili Skjöldunga í Sólheimum 21a klukkan 19:30.
Hægt er að taka þátt í fundinum rafrænt á teams hér
Norska landsmótsstjórnin mun kynna mótið og Þórey Lovísa segir frá því hvernig það er að ferðast með hópa erlendis í skátaferðir. Einnig verður opið spjall og spurningar um mótið velkomnar. Þetta kvöld er opið öllum skátum sem hafa áhuga, hvort sem það eru foringjar, skátar á þátttakendaaldri eða fulltrúar skátafélaganna. Hvetjum rekka- og róverskáta sérstaklega til að mæta!
Landsmótið í Noregi er haldið þann 5 - 12 júlí 2025 í Grøvik. Þátttakendur eru á aldrinum 10-25 ára, krakkar á aldrinum 10-15 ára eru saman í tjaldbúð meðan 16-25 ára fá sér tjaldbúð út fyrir sig og sérstaklega áherslu á spennandi Róverskáta dagskrá.
Þetta mót er einstakt því þetta er í fyrsta skipti sem bæði norsku skátabandalögin KFUK-KFUM Speiderne og Norges Speiderforbund halda saman landsmót. Gert er ráð fyrir 15,000 skátum á mótið, á norsku landsmótunum er alltaf 24 klst löng ganga og þetta mót verður engin undantekning!
Mótsskráning mun opna seinna í ár og lokar næsta vor.
Alþjóðaráð kynnir mótið fyrir þeim skátafélögum sem hafa áhuga á að fara og tengir saman skátafélög og styðja við undirbúning. Norsku skátarnir eru þekktir fyrir að halda mjög góð landsmót, frábært tækifæri fyrir skátafélög sem vilja fá alþjóðlegt skátamót í nærumhverfinu.
Euro Mini Jam 2024
Alþjóðaráð leitar að íslenskum dróttskátaflokkum til að taka þátt í Smáþjóðaleikum skáta, Euro-Mini-Jam, sumarið 2024. Smáþjóðaleikar skáta er sjö daga skátamót einungis fyrir þjóðir sem eru með færri en milljón íbúa. Mótið verður haldið í Gíbraltar 28. júlí – 3. ágúst 2024. Mótið flakkar á milli gestgjafa og var það árið 2018 í Færeyjum, árið 2016 í Mónakó, árið 2013 í Liechtenstein og árið 2010 á Íslandi þar sem mótið var haldið í fyrsta skipti.
Þátttakendur eru skátar á aldrinum 13-16 ára. Hver þjóð fær pláss fyrir 2 skátaflokka á mótinu fyrir þátttakendur á þessum aldri. Hver skátaflokkur samanstendur af 6-8 þátttakendum og 2 foringjum. Alþjóðaráð leitar því að skátaflokkum sem hafa áhuga á að taka þátt!
Þeir skátaflokkar sem hafa áhuga á að fara á mótið fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta þurfa að sækja um með því að svara eyðublaðinu hér að neðan og skila inn myndbandi á netfang alþjóðaráðs (althjodarad@skatarnir.is) þar sem þau leysa nokkur verkefni.
Verkefnin verða síðan metin eftir skráningarfresturinn er liðinn og fá þá flokkarnir tilkynningu um hvort þau urðu fyrir valinu.
Umsóknarfrestur er til 25. september
Um myndbandið og verkefnin:
Reglur:
- Myndbandið má ekki vera lengra en 10 mínútur
- Skátaflokkurinn kynnir nafn flokksins, skátafélags og nöfn allra meðlima flokksins
- Mikilvægt er að sýna vel og vandlega þegar verkefni eru leyst
Verkefnin:
- Semja flokkshróp og flytja það
- Kveikja eld með því að nota að mesta lagi fimm eldspýtur
- Segja “ég er skáti” á tíu mismunandi tungumálum
- Gera góðverk sem hefur áhrif á samfélagið
- Byggja katapúlt með sykurpúðum og spaghetti og ná að kasta hlut a.m.k. 50 cm
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA UM GEGNUM RAFRÆNT FORM
Roverway 2024
Roverway er einn af vinsælustu viðburðum fyrir rekka- og róverskáta og taka um 5000 þátttakendur þátt hverju sinni. Þetta er tilvalið tækifæri til að eignast nýja skátavini eða jafnvel endurnýja kynnin við skáta frá Jamboree eða öðrum alþjóðlegum mótum. Roverway verður haldið í Stavanger, Noregi, dagana 22. júlí – 1. ágúst 2024.
Roverway er skipt í tvo hluta:
- Fyrri hluta mótsins fá þátttakendur val um mismunandi gönguleiðir í Noregi sem þau fara með flokknum sínum og fá þar tækifæri á að kynnast norskri menningu og náttúru.
- Seinni hluta mótsins sameinast svo flokkarnir nálægt Stavanger og taka þar saman þátt í tjaldbúðarmóti.
Roverway er fyrir skáta fædd á tímabilinu 1. ágúst 2001 - 22. júlí 2008.
Þau sem eru fædd fyrir 1. ágúst 2001 geta farið sem IST á mótið.
Kostnaður fyrir ferðina:
- 310.000 fyrir þátttakendur á mótið. Innifalið er mótsgjald, flug, matur og stopp í Danmörku eftir mótið. ófyrirséður kostnaður og kostnaður vegna starfmanns.
- 260.000 fyrir IST. Innifalið er mótsgjald, flug, matur og stopp í Danmörku eftir mótið, ófyrirséður kostnaður og kostnaður vegna starfsmanns.
- 110.000 fyrir IST bara mótsgjald, ófyrirséður kostnaður og kostnaður vegna starfsmanns. ATH hér þarf IST liði að borga sjálft flug og koma sér sjálft til og frá mótsstað.
Íslenski fararhópurinn áætlar brottför 20. júlí og heimkomu 4. ágúst. Staðfestar dagsetningar koma í haust þegar hægt verður að staðfesta flug.
Frekari upplýsingar um mótið veita Valdís og Þóra Lóa en einnig er hægt að fylgjast með inná heimasíðu mótsins, á Instagram eða TikTok.
Kynning um Roverway á pdf. formi