Drekaskátadagurinn 2025
Að þessu sinni er það Skátafélagið Ægisbúar sem ætla að bjóða drekaskátum heim 1. mars en þema drekaskátadagsins í ár er sjóræningjar.
Mæting er fyrir utan Ægisbúð, Neshaga 3 kl. 11:00 en dagskrá lýkur kl. 17:00.
Boðið verður upp á pylsur í hádeginu og snarl eftirmiðdaginn.
Öll dagskrá fer fram utandyra og þurfa því skátar og foringjar að mæta klædd eftir veðri.
ATH: Ekki öll félög velja að taka þátt í viðburðinum. Áður en barn er skráð á viðburðinn þarf að ganga úr skugga um að félag barnsins ætli sér að taka þátt en börn geta ekki mætt án foringja á viðburðinn.