Sumarstarf – Útilífsskóli vinnuskólaliðar 9.-10. bekk
Útilífsskólar skáta í Reykjavík leitar af unglingum sem sumarstarfsfólk til að sinna störfum leiðbeinenda í Útilífsskóla skáta. Námskeiðin verða í boðið á sjö starfstöðvum skáta í Reykjavík, þær eru Árbær, Breiðholt, Bústaðahverfið, Grafarvogur, Hlíðar, Laugardalur og Vesturbæ.
Útilífsskólinn byggist á viku námskeiðum fyrir 8-12 ára börn, þar sem þátttakendur stunda útivist, kynnast öðrum krökkum og vinna skemmtileg verkefni í anda skátastarfs.
Markmið Útilífsskóla skáta er að:
- bjóða börnum og ungmennum upp á námskeið þar sem þau kynnast undirstöðuatriðum útivistar, hópeflis og vináttu.
- kynna börn og ungmenni fyrir skátastarfi og viðfangsefni þess.
- stuðla að því að börn og ungmenni verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar.
Helstu verkefni
- Aðstoð við framkvæmd námskeiða
- Samskipti börn
- öryggi í starfi
Leiðbeinendur starfa í 3 vikur yfir sumarið og hægt er að dreifa þeim eftir þörfum. Starfsþjálfunarnámskeið verða fyrstu vikuna í júní sem ætlast er til að vinnuskólaliðar sæki.
Einstaklingarnir þurfa einnig að sækja um hjá vinnuskóla Reykjavíkur en laun eru samkvæmt vinnuskóla Reykjavíkurborgar. reykjavik.is/vinnuskolinn/laun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa vera að ljúka 9.-10.bekk (fædd 2007-2008)
- Hafa lögheimili í Reykjavík.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Metnaður, frumkvæði og hugmyndaauðgi.
- Reynsla af starfi með börnum er kostur
- Reynsla af útivist, skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er kostur.
Allir einstaklingar óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Frekari upplýsingar veitir Skátasamband Reykjavíkur í síma 5774500 eða ssr@ssr.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. Maí