Sumarstarf – Útilífsskóli stjórnendur


Útilífsskólar skáta í Reykjavík leitar af sumarstarfsfólki til að sinna störfum skólastjóra og aðstoðarskólastjóra í Útilífsskóla skátanna. Námskeiðin verða í boðið á sjö starfstöðvum skáta í Reykjavík, þær eru Árbær, Breiðholt, Bústaðahverfið, Grafarvogur, Hlíðar, Laugardalur og Vesturbæ. Stjórnendur vinna í teymi af þremur einstaklingum sem skipta með sér verkefnum námskeiðanna. Sami einstaklingur getur hentað í báðar stöður og er frjálst að sækja um þær báðar í einu.

Útilífsskólinn byggist á viku námskeiðum fyrir 8-12 ára börn, þar sem þátttakendur stunda útivist, kynnast öðrum krökkum og vinna skemmtileg verkefni í anda skátastarfs. 

Markmið Útilífsskóla skáta er að:

  • bjóða börnum og ungmennum upp á námskeið þar sem þau kynnast undirstöðuatriðum útivistar, hópeflis og vináttu.
  • kynna börn og ungmenni fyrir skátastarfi og viðfangsefni þess.
  • stuðla að því að börn og ungmenni verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með námskeiðum; undirbúning, framkvæmd og endurmat námskeiða
  • Dagskrárgerð og framkvæmd dagskrár með áherslur á útivist fyrir börn
  • Samskipti við foreldra og börn
  • sér um skráningu og utanumahald þess.
  • öryggi og ábyrgð í starfi
  • Verkstjórn annars starfsfólks (eingöngu skólastjóri)

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára. Viðkomadi þar að vera orðinn 18 ára við upphaf sumars.
  • Hafa lögheimili í Reykjavík.
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Metnaður, frumkvæði og hugmyndaauðgi.
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Reynsla af útivist, skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er kostur.
  • Reynsla af stjórnun og/mannaforráðum er kostur (einöngu skólastjóri)
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við æskulýðslög.

Starfstímabil er Júní – Ágúst 2024, hentar vel fyrir námsmenn.

Allir einstaklingar óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar veitir Skátasamband Reykjavíkur í síma 5774500 eða ssr@ssr.is

Skólastjóri ber ábyrgð á allri starfsemi starfstöðvarinnar, er yfirmaður annars starfsfólks og stýrir starfinu. Skólastjóri þarf að hafa náð 20 ára aldri. Aðstoðarskólastjórar vinna samhliða skólastjóra, eru til stuðnings, þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára og bera einnig ábyrgð á starfinu. Sama manneskjan getur hentað í báðar stöður.
Hér má haka við marga möguleika
Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á starfinu og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.
Segðu í stuttu máli frá því hvaða reynslu eða hæfni þú býrð yfir sem kæmi að góðum notum í Útilífsskólanum. Hér er gott að nefna viðeigandi námskeið sem þú hefur sótt á vegum skátanna eða annara samtaka.
Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 5 files.
Ferilskrá, kynningar bréf, meðmælisbréf og annað