Atvinnuauglýsing fyrir stjórnanda Útilífsskóla skáta.

VILTU FRAMLEIÐA ÆVINTÝRI?

Stjórnendastöður í Útilífsskóla skáta

Útilífsskólar skáta í Reykjavík óska eftir því að ráða sumarstarfsfólk til að sinna störfum skólastjóra og leiðbeinenda í Útilífsskóla skátanna sem boðið er upp á í flestum hverfum Reykjavíkur. Útilífsskólinn byggist upp á námskeiðum fyrir 8-12 ára börn, þar sem þátttakendur stunda útivist, kynnast öðrum krökkum og vinna skemmtileg verkefni í anda skátastarfs. 

Sami einstaklingur getur hentað í báðar stöður og er frjálst að sækja um þær báðar í einu.

SKÓLASTJÓRAR

Helstu verkefni:

 • Umsjón sumarnámskeiða
 • Stýra dagskrárgerð
 • Samskipti við foreldra
 • Verkstjórn leiðbeinenda
 • Skráningar og utanumhald 

Hæfniskröfur:

 • Skólastjóri skal hafa náð 20 ára aldri.
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Metnaður, frumkvæði og hugmyndaauðgi.
 • Reynsla af stjórnun og/mannaforráðum er kostur.
 • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur.

LEIÐBEINENDUR

Helstu verkefni:

 • Samskipti við börn í uppbyggilegu starfi
 • Taka þátt í dagskrárgerð
 • Þátttaka í útivist og ævintýralegri dagskrá í anda skátastarfs 

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára
 • Metnaður, frumkvæði og hugmyndaauðgi
 • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
 • Reynsla af útivist og/eða æskulýðsstarfi er kostur

Frekari upplýsingar veitir Inga Auðbjörg K. Straumland, starfsmaður Skátasambands Reykjavíkur, inga@skatar.is | 8966120. 

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2020.

SÆKJA UM