Starfsmaður Skátafélagsins Garðbúa – 50% hlutastarf

Vilt þú taka þátt í frábæru vetrarstarfi fyrir ungmenni?

Starfsmaður Skátafélagsins Garðbúa – 50% hlutastarf

Skátafélagið Garðbúar óskar eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn á aldrinum 5-25 ára.

Helstu verkefni:

 • Halda utan um skráningar
 • Auglýsa og vekja athygli á starfinu
 • Sjá um tölvupóst og halda utan um samskipti við foreldra
 • Vera stuðningur við foringja
 • Sjá um þrif einu sinni í viku
 • Sjá um leigu á húsnæði

Hæfniskröfur:

 • Vera með bílpróf
 • Almenn tölvukunnátta
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
 • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

 

Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Ósk Pétursdóttir, stjórnaraðili Garðbúa á kolbrunoskpeturs@gmail.com, s. 845-2041

Umsóknir skulu berast á gardbuar@gardbuar.com og er umsóknarfrestur til 15. desember 2022.