Spennandi starf hjá Skátasambandi Reykjavíkur

Spennandi starf hjá Skátasambandi Reykjavíkur

Skátasamband Reykjavíkur leitar að traustum, drífandi og öflugum einstaklingum í fullt starf. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir rétta einstaklinga til að vinna að því að efla skátastarf í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stuðningur við sveitarforingja skátafélaga í Reykjavík
  • Umsjón með Útilífsskóla skáta
  • Markaðstarf fyrir skátafélögin
  • Framfylgd stefnu Skátasambands Reykjavíkur

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi
  • Góð samskiptafærni, ábyrgðarkennd og frumkvæði
  • Skipulagshæfni
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla í skátastarfi

Starfið felur í sér vinnu á mismunandi stöðum í Reykjavík og þarf viðkomandi að vera sveigjanlegur og geta komið sér sjálfur milli staða.

Umsóknir berast póstleiðis á ssr@ssr.is
Umsóknarfrestur er til 20. september 2023

Nánari upplýsingar veitir Jón Andri Helgason s. 577-4500