Sölu- og markaðsfulltrúi

Við leitum að sölu- og markaðsfulltrúa Skátabúðarinnar.

Markmið Skátabúðarinnar er að þjónusta skáta og skátafélög með aðföng fyrir skátastarf, selja einkennisfatnað og búnað. Skátabúðin er staðsett í Skátamiðstöðinni en þar starfar ástríðufullt teymi með það að leiðarljósi að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og skapa betri heim.

Starfshlutfall er 50-80% og getur hentað með námi

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Ábyrgð á daglegum rekstri og þjónustu Skátabúðarinnar
 • Umsjón með pöntunum og birgðahaldi.
 • Umsjón með útgáfu bæklinga og bóka
 • Umsjón með rekstri og útleigu á Skátamiðstöð
 • Umsjón með styrktarkerfi skáta
 • Umsjón með sölu og markaðsetningu Sígrænna jólatrjáa
 • Ýmis verkefni er stuðla að því að auka heimsóknir í verslun, s.s. auglýsingar á samfélagsmiðlum
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sölu og/eða markaðsstarfi
 • Áhugi á að móta stefnu og þjónustu
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Mjög góð kunnátta á íslensku og ensku
 • Þekking á skátastarfi er æskileg

Öll kyn hvött til að sækja um. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til Hörpu Óskar Valgeirsdóttur, skátahöfðingja, á netfangið harpa@skatarnir.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2022.