Skipulag og upplýsingagjöf
Vefsvæði í vinnslu
Það er ýmislegt sem þarf að huga að við skipulagningu skátaviðburða, hvort sem það er útilega, skátafundur, kvöldvaka eða eitthvað allt annað!
Þessi síða er í vinnslu en skátastarfið stoppar ekki á meðan svo hér eru nokkur skjöl sem geta komið að notum við skipulagningu skátaferða eða annara skátaviðburða.
Fylgist vel með, það eru fleiri skemmtileg skjöl væntanleg!
GÁTLISTAR
Hér eru nokkrir gátlistar sem er gott að hafa til hliðsjónar þegar viðburðir í skátastarfi eru skipulagðir, einkum stærri skátaviðburðir!
Þetta er gátlisti fyrir aðgengilegri skátaviðburði. Hann er upprunalega smíðaður af finnsku skátasamtökunum, Partio Scout, en við fengum þeirra leyfi til að þýða hann og staðfæra fyrir íslenskt skátastarf.
Gátlistanum er ætlað að hjálpa skipuleggjendum viðburða hjá Skátunum að gera viðburðina sína aðgengilegri öllum skátum. Gátlistinn er alls ekki tæmandi heldur á hann að vera innblástur og leiðarvísir að því hvernig má hanna skátaviðburði til að vera sem aðgengilegastir öllum skátum, óháð þörfum þeirra eða stöðu að öðru leyti. Það er heldur ekki ætlunin að hver og einn viðburður uppfylli alla þætti listans þar sem það er stundum ómögulegt, einkum ef viðburðurinn fer fram utandyra eða byggir á mikilli hreyfingu.
Þessum gátlista er ætlað að auðvelda skipulagningu skátaviðburða með sjálfbærni í fyrirúmi.
Að vera sjálfbær snýst um að gera hluti sem valda lágmarks varanlegum skaða á vistkerfi okkar. Við sem skátar skulum alltaf að leitast við að gera okkar besta og við vonum að þessi gátlisti hvetji ykkur og kveiki upp nýjar hugmyndir um hvernig sé hægt að halda sjálfbærari viðburði í skátastarfi. Það er mikilvægt að skipuleggja viðburði með sjálfbærni í huga frá fyrsta skrefi þar sem það er auðvelt að halda mjög óumhverfisvæna viðburði. Saman skulum við byggja betri heim núna og fyrir allar komandi kynslóðir.
ELDUR
ELDUR er einföld skammstöfun til að hafa í huga þegar öll skátadagskrá er skipulögð. ELDUR stendur fyrir
Endurskoða
Leiðbeiningar
Dót
Umhverfi
Reglur
Hægt er að hlaða niður punktunum sem PDF skjal sem má jafnvel prenta út og hafa sýnilegt hvar sem foringjar sitja í skátaheimilinu að skipuleggja!