Nú er tækifærið þitt til að verða hluti af Skátamiðstöðinni og hafa bein áhrif á skátastarf!

Bandalag íslenskra skáta leitar að erindrekum í fjölbreytt störf í lifandi starfsumhverfi og góðri liðsheild þar sem unnið er fyrir skátafélög, hina ýmsu hópa sjálfboðaliða innan skátahreyfingarinnar og Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.

Ráðningu verður þannig háttað að staðan er 70% BÍS og 30% Úlfljótsvatn. Með þessum hætti byggjum við brú milli BÍS og Úlfljótsvatns.

Erindreki skátanna verður að hafa allskonar hæfileika og vera tilbúin að kynnast sjálfum sér enn betur sem þjónandi leiðtogi!

 

Svo þarf erindrekinn að:
• Vera tilbúin að starfa í takt við tímann og oftar en ekki  einu skrefi á undan.
• Starfa með rödd ungs fólks að leiðarljósi.
• Bjóða sjálfboðaliðum og starfsfólki upp á heilbrigt og uppbyggilegt starfsumhverfi.
• Bjóða fleiri börnum og ungmennum að stunda skátastarf þar sem þau læra færni til framtíðar og að láta sig samfélagið varða.
• Markmið erindreka er að efla gæði skátastarfs á öllum sviðum og þar með stuðla að fjölgun skáta!

 

Erindrekar eru í samskiptum við skátafélög um allt land og styðja þau í fjölbreyttum verkefnum sem styrkja félagsstarf þeirra, miðla reynslu á milli félaga og vinna að lausnum á sameiginlegum áskorunum þeirra. Erindrekar sinna líka allskyns átaksverkefnum sem miða að því að því að styðja sjálfboðaliða í þeirra hlutverkum s.s. með útgáfu fræðsluefnis og verkfæra, með þjálfun og með virkri handleiðslu. Þau vinna líka að framþróun og innleiðingu nýs dagskrárefnis í skátastarfi.

Erindrekar vinna líka að því að fjölga bæði sjálfboðaliðum og þátttakendum í skátastarfi og geta liðsinnt við að koma á fót skátastarfi í byggðarlögum þar sem ekki fyrirfinnst skátastarf nú þegar. Í slíkum verkefnum bjóðast þau að koma hvert á land sem er að kynna starfið fyrir áhugasömum  sjálfboðaliðum og þátttakendum, halda námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða og reka dagskrá fyrir þátttakendur í nokkur skipti.

 

Hæfniskröfur:
• Hefur þú áhuga á að þjónusta skáta og skátafélög?
• Býrð þú yfir þjónandi samskipta- og leiðtogahæfileikum?
• Ertu með ríka þjónustulund og státar af jákvæðni í starfi?
• Býr í þér frumkvæði, drifkraftur, sjálfstæði og metnaður?
• Villtu taka þátt í þróun á nýjungum og prufukeyra beint með ungu fólki á Úlfljótsvatni?
• Ertu sveigjanleg/ur og til í að aðstoða skátafélög um allt land?
• Nauðsynlegt að hafa mikla reynslu af skátastarfi.

Vinnutími erindreka er sveigjanlegur og gert er ráð fyrir því að viðkomandi sé töluvert á ferðinni milli skátafélaga, viðburða og Úlfljótsvatns.
Starfsfólk Skátamiðstöðvar starfar af heilindum og hugsjón samkvæmt hugmyndafræðum um skátastarf og þjónandi forystu og fer eftir siðareglum æskulýðsvettvangsins.

Umsóknir berist Helgu Þóreyju Júlíudóttir, framkvæmdastjóra BÍS, á netfangið helga@skatarnir.is,
en hún veitir jafnframt nánari upplýsingar í síma 550-9800.
Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2021 og þarf væntanlegur starfsmaður að hefja störf sem fyrst.