Framkvæmdastjóri BÍS


Langar þig að leiða öflugt teymi sem hefur það að leiðarljósi að hafa jákvæð áhrif á samfélagið til þess að skapa betri heim? Þá skorum við á þig að sækja um þetta starf.

Skátarnir eru alþjóðleg æskulýðshreyfing sem hafa það markmið að efla börn og ungmenni til þess að verða sjálfstæðir einstaklingar.

Auglýst er eftir framkvæmdastjóra í 100% stöðu.

Ábyrgð framkvæmdastjóra

 • Starfsemi Bandalags íslenskra skáta.
 • Samskipti og samráð við forsvarsmenn skátafélaga, heimsbandalaga, samstarfseininga og yfirvalda.
 • Samhæfing þjónustu og reksturs.
 • Mannauðsmál sjálfboðaliða og starfsfólks.
 • Markaðssetning og miðlun skátastarfs.
 • Umsjón öryggis og trúnaðarmála.
 • Tryggja skjölun og notkun verkferla

Helstu verkefni

Hlutverk framkvæmdastjóra er að styðja við skátastarf á Íslandi með því að leiða öflugan hóp starfsfólks Skátamiðstöðvarinnar og framfylgja stefnu stjórnar Bandalags íslenskra skáta (BÍS).  Viðfangsefni Skátamiðstöðvarinnar eru margþætt, en þau miða að stuðningi við skátafélögin í landinu.  Skátamiðstöðinni tilheyrir einnig Skátabúðin og Úlfljótsvatn.  Gera má ráð fyrir einhverri kvöld og helgarvinnu.

Helstu verkefni eru að:

 • Tryggja faglegan rekstur og fjármálastjórnun BÍS.
 • Tryggja framkvæmd stefnu stjórnar BÍS.
 • Rækta jákvæða menningu í starfi sjálfboðaliða og starfsfólks.
 • Efla BÍS í hlutverki sínu sem sterkur fulltrúi æskulýðsstarfs í stefnumótandi samstarfi við yfirvöld og aðra stefnumótunaraðila.
 • Tryggja stöðugleika í framboði stuðnings Skátamiðstöðvarinnar fyrir skátafélögin.
 • Viðhalda góðu sambandi við dótturfélag BÍS, Græna skáta
 • Efla vöxt skátafélaga víðsvegar á landinu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í rekstri, verkefnastjórnun eða mannauðsstjórnun
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót
 • Reynsla af stjórnunarstörfum og mannaforráði er kostur
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Eiga auðvelt með teymisvinnu
 • Hæfni til að styðja samstarfsfólk til ábyrgðar og nýta ólíka hæfileika allra
 • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku
 • Reynsla úr skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er æskileg
 • Hreint sakavottorð

Skátamiðstöðin þjónustar skátafélög landsins, annast útgáfumál, fræðslumál, alþjóðleg samskipti, fjáraflanir, sameiginlega við. Hjá skátahreyfingunni starfar samhentur hópur atvinnufólks og sjálfboðaliða að því að efla skátastarf í landinu.  Skátahreyfingin starfar eftir  siðareglum Æskulýðsvettvangsins .

Öll kyn hvött til að sækja um. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu berast til Hörpu Óskar Valgeirsdóttur, skátahöfðingja, á netfangið harpa@skatarnir.is þar sem einnig er hægt að fá frekari upplýsingar um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2022.