Join or visit

Join us or come visit

Here you can see a map and a list of all the scout troops in Iceland.

You can find their contact info and location, if you can’t find what you are looking for you can check out the Q & A or send email to the scout association.

Reykjavík capital area

TROOP LEADER:
Eva María Sigurbjörnsdóttir

EMPLOYEE:
Úlfhildur Elín Guðmundsdóttir

INFO:
Hraunbær 123
110 Reykjavík
Phone: +354 849 7708
Facebook: @skatafelagarbuar
E-mail: arbuar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Unfortunately, there is no active scouting in Hafernir at the moment.

Unfortunately, there is no active scouting in Segull at the moment.

TROOP LEADER:
Aldís Líf Vigfúsdóttir

OTHER INFO:

The local scout house has a hall for about 50 people that is suitable for all kinds of smaller parties or for meetings and conferences. The hall can be rented.

The magnificent Lækjabotnar scouthut is owned by Garðbúar and is located
about 14 km. east of Reykjavík, under the slopes of Selfjall above Heiðmörk. It takes about 15 minutes to drive to the hut.

INFO:
Hólmgarði 34
108 Reykjavík
Phone: 831-8822
Website: gardbuar.is
E-mail: gardbuar@gardbuar.is
Facebook: @Skatafelagidgardbuar
Instagram: @Gardbuar

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

TROOP LEADER:
Róbert Örn Albertsson

INFO:
Logafold 106
112 Reykjavík
Phone: 587-3088 /  897-3088
Website: www.vogabuar.is
E-mail: vogabuar@vogabuar.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

TROOP LEADER:
Jón Grétar Sigurjónsson

EMPLOYEE:
Pálína Björg Snorradóttir

INFO:
Háuhlíð 9
105 Reykjavík
Phone: 561-0071
Website: landnemi.is
Facebook: facebook.com/Landnemi
E-mail: landnemi@landnemi.is & starfsmadur@landnemi.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

TROOP LEADER:
Óskar Þór Þráinsson

EMLPOYEE:
Hanna Greta Jónsdóttir

INFO:
Sólheimar 21a
104 Reykjavík
Phone: 568-6802 / 821-6802
Website: skjoldungar.is
E-mail: skjoldungar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

TROOP LEADER:
Haukur Friðriksson

EMPLOYEE:
Dagur Sverrisson

INFO:
Neshagi 3
107 Reykjavík
Phone: 620-6666
Website: aegisbuar.is
Facebook: aegisbuar
E-mail: skati@skati.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

TROOP LEADER:
Vilhjálmur

INFO:
Þórukot
225 Álftanesi
Phone: 555-6877
Website: www.svanir.is
E-mail: svanir@svanir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

TROOP LEADER:
Urður Björg Gísladóttir

OTHER INFO:
The local scout house has a hall which is available for rent.

INFO:
Bæjarbraut 7
210 Garðabæ
Phone: +354 565-8820 and +354 899-0089
Website: www.vifill.is
E-mail: vifill@vifill.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

TROOP LEADER:
Bjarni Freyr Þórðarson

EMPLOYEE:
Brynjar Örn Svavarsson

INFO:
Hjallabraut 51
220 Hafnarfirði
Phone: +354 565 0900
E-mail: hraunbuar@hraunbuar.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

The local scout house has a hall that is available for rent.

TROOP LEADER:
Hreiðar Oddsson

EMPLOYEE:
Ásdís Erla Pétursdóttir. Viðverutími á fundartímum félags.

INFO:
Digranesvegi 79
200 Kópavogi
Phone: +354 554-4611
Website: kopar.is
E-mail: kopar@kopar.is
Facebook: https://www.facebook.com/skfkopar

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

TROOP LEADER:
Ísak Árni Eiríksson Hjartar

INFO:
Álafossvegur 18
270 Mosfellsbæ
Facebook: fb.com/mosverjar
Website: www.mosverjar.is 
E-mail: mosverjar@mosverjar.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

The countryside

West Iceland and the Westfjords

TROOP LEADER:
Ágúst Heimisson

OTHER INFO:
The local scout group owns a scout lodge which is located in Skorradalur, a beutiful natural gem. The lodge is available for rent, and further information about the lodge can be obtained by sending an email to skatafell@gmail.com.

INFO:
Háholt 24
300 Akrenesi
Facebook: www.facebook.com/skatarakraness
E-mail: skf.akraness@skatarnir.is & skatafell@gmail.com

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Unfortunately, there is no active scouting in Borgarnes at the moment.

TROOP LEADER:
Katrín Lilja Ólafsdóttir

INFO:
Búðardalur
Phone: +354 534-1357
E-mail: stigandi@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Unfortunately, there is no active scouting in Einherjar/Valkyrjan at the moment.

Southern peninsula

TROOP LEADER:
Katrín Auðbjörg Aðalsteinsdóttir

INFO:
Hringbraut 101
230 Reykjanesbæ
Phone: +354 421-3190 / +354 860-4470
E-mail: heidabuar1937@gmail.com
Facebook: facebook.com/heidabuar/

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

South Iceland

TROOP LEADER:
Sjöfn Ingvarsdóttir

INFO:
Breiðumörk 22
810 Hveragerði
Phone: +354 616-1488
E-mail: strokur@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG
felagsmerki-fossbua

TROOP LEADER:
Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir

INFO:
Tryggvagötu 36
800 Selfoss
Phone: +354 784-2238
E-mail: fossbuar@gmail.com

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

INFO:
Sólheimar
801 Selfoss
Phone: +354 422-6000
Website: www.solheimar.is
E-mail: solheimar@solheimar.is

Unfortunately, there is no active scouting in Faxi at the moment.

East Iceland

TROOP LEADER:
Aðalbjörg Eva Sigurðardóttir

INFO:

North Iceland

TROOP LEADER:
Jóhann Gunnar Malmquist

INFO:
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri
Phone: +354 899-1066
Website: klakkur.is
E-mail: klakkur@klakkur.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG
felagsmerki-eilifsbua

INFO:
Borgartúni 2, Pósthólf 35
550 Sauðárkróki
Phone: +354 453-6350
E-mail: eilifsbuar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Vertu með

Vertu með

Skátarnir eru ávallt tilbúin að taka á móti nýjum skátum á öllum aldri sem vilja upplifa ævintýrið sem skátastarf er. Hér getur þú séð öll skátafélög á landinu, hvar þau er að finna, fengið nánari upplýsingar og skráð þig í félag.

Ef þú hefur fleiri spurningar getur þú kíkt á spurt og svarað þar sem við kappkostum við að svara algengum spurningum en einnig er ávallt velkomið að senda tölvupóst á Skátamiðstöðina.

Höfuðborgarsvæðið

Skátafélagið Árbúar er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir vetrartíma jafnt sem sumartíma. Skátafélag Árbúa býður uppá skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og náttúruvernd. Meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, rötun, útieldun, skátaleikir, hristingar og margt fleira. Í húsnæði félagsins er klifurveggur, rúmgóður salur og mjög góður búnaður til dagskrár. Hægt er að fá salinn leigðan með því að senda tölvupóst.

FÉLAGSFORINGI:
Eva María Sigurbjörnsdóttir

STARFSMAÐUR:
Úlfhildur Elín Guðmundsdóttir

UPPLÝSINGAR:
Hraunbæ 123
110 Reykjavík
Sími: 849-7708
facebook: @skatafelagarbuar
Netfang: arbuar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Því miður er ekki virkt skátastarf í Haförnum um þessar mundir

Því miður er ekki virkt skátastarf í Segli um þessar mundir.

Skátafélagið Garðbúar er staðsett í Reykjavík og er starfsvæði félagsins Fossvogur, Leiti og Bústaðahverfi. Skátafélagið Garðbúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7–25 ára og leggur mikla áherslu á fjör, útivist, náttúruvernd, samvinnu, samfélagsverkefni og listir. Skátafélagið er til húsa í Hólmgarði 34 þar sem allt er til alls til að nota á skátafundunum. Stutt er í útisvæði Reykjavíkur, bæði í Fossvogsdal og í Elliðaárdal sem og í góðan garð beint fyrir utan skátaheimilið. Við erum dugleg að sækja viðburði á vegum Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur og einnig að fara í eigin útilegur með sveitum eða félaginu.

FÉLAGSFORINGI:
Aldís Líf Vigfúsdóttir

ÖNNUR ÞJÓNUSTA:
Í skátaheimilinu er um 50 manna salur sem hentar vel til hvers kyns minni veisluhalda eða fyrir fundi og ráðstefnur. Salurinn er hægt að fá leigðan.

Í eigu Garðbúa er glæsilegi skátaskálinn Lækjabotnar og er hann staðsettur
um 14 km. austur af Reykjavík undir hlíðum Selfjalls ofan við Heiðmörk. Er í landi Kópavogs í Lækjarbotnalandi. Það tekur svona um það bil 15 mínútur að keyra að skálanum.

UPPLÝSINGAR:
Hólmgarði 34
108 Reykjavík
Sími: 831-8822
Heimasíða: gardbuar.is
Netfang: gardbuar@gardbuar.is
Facebook: @Skatafelagidgardbuar
Instagram: @Gardbuar

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Vogabúar er öflugt skátafélag sem starfar í Grafarvogi og er starfsvæði félagsins Grafarvogur og Grafarholt. Skátafélagið Vogabúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og náttúruvernd. Í húsnæði félagsins er að finna rúmgóðan sal sem nýtist bæði fyrir samkomur og kassaklifur, eins er að finna ýmsan góðan búnað til dagskrárgerðar. Á lóð félagsins er varðeldalaut sem er mikið notuð.

FÉLAGSFORINGI:
Róbert Örn Albertsson

UPPLÝSINGAR:
Logafold 106
112 Reykjavík
S: 587-3088 /  897-3088
Heimasíða: www.vogabuar.is
Netfang: vogabuar@vogabuar.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Landnemar er eitt átta skátafélaga í Reykjavík. Starfsvæði félagsins er Gamli Austurbærinn og Hlíðarnar, það afmarkast af Lækjargötu í vestri og Kringlumýrarbraut í austri. Skátafélagið Landnemar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samfélagsverkefni og náttúruvernd. Í húsnæði félagsins að Háuhlíð 9, 105 Reykjavík, eru fimm fundaherbergi fyrir flokka, lítill (64m2) salur, stórt eldhús, „smiðjur“, skrifstofa og sérstakt foringjaherbergi. Á lóð félagsins er pallur og eldstæði og stutt í Öskjuhlíðina. Félagið á skátaskála, Þrymheim við Skarðsmýrarfjall, þar sem eldri skátarnir fara í útilegur að vetri til. Þá á félagið ýmsan búnað sem nýtist vel í dagskrá og útilegum.

FÉLAGSFORINGI:
Jón Grétar Sigurjónsson

STARFSMAÐUR:
Pálína Björg Snorradóttir. Viðverutími er á fundartímum.

UPPLÝSINGAR:
Háuhlíð 9
105 Reykjavík
Sími: 561-0071
Heimasíða: landnemi.is
Facebook: facebook.com/Landnemi
Netfang: landnemi@landnemi.is
starfsmadur@landnemi.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Skjöldungar er eitt átta skátafélaga í Reykjavík. Starfsvæði félagsins er Laugardalur, Heimar, Vogar og Laugarnes (póstnúmer 104 og 105). Skátafélagið Skjöldungar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og náttúruvernd einnig er starfandi fjölskylduskáta sveit fyrir 5 – 7 ára og fjölskyldur þeirra. Húsnæði félagsins er staðsett í Sólheimum 21a (104 Reykjavík) og svo á félagið skálana Kút á Hellisheiði og Hleiðru við Hafravatn þar sem er gjarnan farið í útilegur.

FÉLAGSFORINGI:
Óskar Þór Þráinsson

STARFSMAÐUR:
Hanna Greta Jónsdóttir

UPPLÝSINGAR:
Sólheimar 21a
104 Reykjavík
Sími: 568-6802 / 821-6802
Vefsíða: skjoldungar.is
Netfang: skjoldungar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Ægisbúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-18 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samvinnu og skemmtilega leiki. Á fundum vinna skátarnir saman í ýmsum verkefnum sem geta verið allt frá brjóstsykursgerð og ratleikjum yfir í ræðukeppnir og kassaklifur. Þá er einnig farið í útilegur, skátamót og dagsferðir yfir starfsfárið í viðbót við vikulegu skátafundina. Skátafélagið Ægisbúar er staðsett á efri hæð íþróttahússins við Hagaskóla sem stendur við Neshaga 3 í vesturbæ Reykjavíkur. Starfsvæði félagsins er Vesturbær, Miðbær, Skerjafjörður og Seltjarnarnes. Húsnæði félagsins er rúmgott með klifurvegg, stórum sal og á félagið ýmsan flottan búnað til að nýta í dagskrá.

FÉLAGSFORINGI:
Haukur Friðriksson

STARFSMAÐUR:
Dagur Sverrisson. Viðverutími á fundartímum.

UPPLÝSINGAR:
Neshagi 3
107 Reykjavík
Sími: 620-6666
Heimasíða: aegisbuar.is
Facebook: aegisbuar
Netfang: skati@skati.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Svanir er eitt af tveim skátafélögum í Garðabæ. Starfssvæði félagsins er helst á Álftanesi þar sem skátaheimili félagsins er staðsett. Skátafélagið er með skátaheimili sitt á Bjarnastöðum, sögulegu og fallegu húsi umkringd túni og trjám undir leiki. Skátafélagið Svanir njóta góðs af fagurri og fjölbreyttri náttúrunni á Álftanesi. Þar sækja félagsmenn í fjöruna, í fallegu túnin, í hraunið og á sjóinn. Svanir leggja mikla áherslu á að starfið byggi á útivist, náttúruvernd og samfélagsþjónustu. Til þess fara allir aldurshópar starfandi í félaginu í útilegur yfir starfsárið, þar sem ævintýrunum fer stigmagnandi eftir aldri. Svanir hlakka til að taka á móti þér.

FÉLAGSFORINGI:

 

UPPLÝSINGAR:
Þórukot
225 Álftanesi
Sími: 555-6877
Heimasíða: www.svanir.is
Netfang: svanir@svanir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Vífill er staðett í Garðabæ. Starfsvæði félagsinns er Jötunheimar. Skátafélagið Vífill býður uppá starf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á útiveru og samvinnu. Í húsnæði félagsins er að finna sveitarherbergi fyrir hverja sveit, sameiginlegt svæði og stóran sal og ýmis flottan búnað til dagskrár. Við lóð félagsins er stórt útivistarsvæði og svo á félagið skála í Heiðmörk þar sem er gjarnan farið í útilegur. Sal félagsins er hægt að fá leigðan.

FÉLAGSFORINGI:
Urður Björg Gísladóttir

UPPLÝSINGAR:
Bæjarbraut 7
210 Garðabæ
Sími: 565-8820, 899-0089
Heimasíða: www.vifill.is
Netfang: vifill@vifill.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Skátafélagið Hraunbúar var stofnað 22. febrúar 1925 og er því eitt elsta skátafélagið á landinu. Hraunbúar eiga sér langa og óslitna sögu í Hafnarfirði og er félagið með aðstöðu í Skátamiðstöðinni Hraunbyrgi að Hjallabraut 51 í Hafnarfirði. Hraunbyrgi stendur við Víðistaðatún sem býður upp á mikla möguleika á dagskrá í nærumhverfi félagsins. Í Hraunbyrgi er stór og rúmgóður veislusalur, við hlið Hraunbyrgis stendur smiðja með klifurvegg og vinnuaðstöðu fyrir verkefni skátanna.

FÉLAGSFORINGI:
Bjarni Freyr Þórðarson

STARFSMAÐUR:
Brynjar Örn Svavarsson. Viðvera er á fundartímum.

UPPLÝSINGAR:
Hjallabraut 51
220 Hafnarfirði
Sími: 565 0900
Netfang: hraunbuar@hraunbuar.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Hægt að fá sal Kópa leigðan, nánari upplýsingar.

FÉLAGSFORINGI:
Hreiðar Oddsson

STARFSMAÐUR:
Ásdís Erla Pétursdóttir. Viðverutími á fundartímum félags.

UPPLÝSINGAR:
Digranesvegi 79
200 Kópavogi
Sími: 554-4611
Heimasíða: kopar.is
Netfang: kopar@kopar.is
Facebook: https://www.facebook.com/skfkopar

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Starfssvæði félagsins er Mosfellsbær og dreifbýli. Skátafélagið Mosverjar bjóða upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri. Við byggjum mikið á útivistinni og samvinnu ásamt því að sinna ýmsum samfélagsverkefnum í náttúruvernd og samfélagsþjónustu. Skátaheimilið er staðsett í Álafosskvosinni þar sem stutt er í náttúruna og samfélagið í Mosfellsbæ. Í húsnæði félagsins er að finna rúmgóðan sal, flokkaherbergi, minni sali fyrir drekastarf ásamt flestu því sem góð skátaheimili þurfa að eiga. Félagið á einnig kanóa og kajaka sem staðsettir eru í geymslugám við Hafravatn. Skátafélagið Mosverjar ásamt Mosfellsbæ hefur undanfarin ár lagt vinnu í að merkja tæplega hundrað kílómetra af gönguleiðum um fjöll, fell og náttúruna í kringum Mosfellsbæ.

FÉLAGSFORINGI:
Ísak Árni Eiríksson Hjartar

UPPLÝSINGAR:
Álafossvegur 18
270 Mosfellsbæ
Facebook: fb.com/mosverjar
Heimasíða: www.mosverjar.is 
Netfang: mosverjar@mosverjar.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Landsbyggðin

Vesturland og Vestfirðir

Skátafélagið á Akranesi er með starfsemi sína í Skátahúsinu við Háholt 24. Skátafélagið býður upp á starfsemi fyrir ungmenni á aldrinum 8-16 ára. Eldri skátum er velkomið að starfa sem foringjar og í bakvarðasveit okkar.

Skátafélag Akraness vinnur eftir grunngildum skátahreyfingarinnar, en markmið hennar er að leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks til þess að skapa betri heim þar sem fólk öðlast lífsfyllingu sem sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Skátafélagið leggur áherslu á útiveru, hópefli og samvinnu og nýtum við nærumhverfið okkar ásamt góðri aðstöðu í kringum skátahúsið.
Netfang skátafélagsins er skfakraness@skatarnir.is

Einnig er starfandi öflug Svanna – og rekkasveit fyrir eldri skáta. Umsjón Eydís Líndal Finnbogadóttir og stjórn Svanna-og rekkaskátanna.

Skátafélagið á skátaskálann Skátafell sem er staðsettur í Skorradal sem er yndisleg nátturuperla. Hægt er að fá skálann leigðan, frekari upplýsingar um skálann er hægt að fá með því að senda tölvupóst á skatafell@gmail.com.

FÉLAGSFORINGI:
Ágúst Heimisson

UPPLÝSINGAR:
Háholt 24
300 Akrenesi
Facebook: www.facebook.com/skatarakraness
Netfang: skf.akraness@skatarnir.is 
skatafell@gmail.com

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Því miður er ekki virkt skátastarf í Skátafélagi Borgarness um þessar mundir.

UPPLÝSINGAR:
Búðardal
Sími: 534-1357
Netfang: stigandi@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Því miður er ekki virkt skátastarf í Einherjar/Valkyrjan um þessar mundir.

Suðurnes

Skátafélagið Heiðabúar var stofnað 15. september árið 1937 og er eina skátafélagið á Suðurnesjum. Í fyrstu starfaði skátafélagið aðeins í Keflavík en í dag eru starfstöðvar félagsins í Reykjanesbæ.
Skátafélagið er með skátaheimili sitt við Hringbraut 101 í Keflavík og hægt er að fá sal félagsins leigðann fyrir fundarhöld og veislur.
Heiðabúar leggja mikla áherslu á að starfið byggi á útivist, náttúruvernd og samfélagsþjónustu. Til þess fara allir aldurshópar starfandi í félaginu í útilegur yfir starfsárið, þar sem ævintýrunum fer stigmagnandi eftir aldri.

FÉLAGSFORINGI:
Katrín Auðbjörg Aðalsteinsdóttir

UPPLÝSINGAR:
Hringbraut 101
230 Reykjanesbæ
Sími: 421-3190 / 860-4470
Netfang: heidabuar1937@gmail.com
Facebook: facebook.com/heidabuar/

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Suðurland

UPPLÝSINGAR:
Breiðumörk 22
810 Hveragerði
Sími: 616-1488
Netfang: strokur@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG
felagsmerki-fossbua

FÉLAGSFORINGI:
Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir

UPPLÝSINGAR:
Tryggvagötu 36
800 Selfoss
Sími: 784-2238
Netfang: fossbuar@gmail.com

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

UPPLÝSINGAR:
Sólheimar
801 Selfoss
Sími: 422-6000
Heimasíða: www.solheimar.is
Netfang: solheimar@solheimar.is

Því miður er ekki virkt skátastarf í Faxa um þessar mundir.

Austurland

Farfuglar eru nýjasta skátafélagið á Íslandi.

FÉLAGSFORINGI:
Aðalbjörg Eva Sigurðardóttir

Norðurland

Skátafélagið Klakkur starfar á Eyjafjarðarsvæðinu. Starfsemi félagsins fer fram á Akureyri. Skátafélagið rekur útilífsmiðstöð að Hömrum sem nýtist vel við skátastarfið. Í Klakki er lögð mikil áhersla á útivist og vetrarskátun. Skíðasamband skáta starfar í nánu samstarfi við foringjaráð og stjórn félagsins.

FÉLAGSFORINGI:
Jóhann Gunnar Malmquist

UPPLÝSINGAR:
Þórunnarstræti 99
600 Akureyri
Sími: 899-1066
Heimasíða: klakkur.is
Netfang: klakkur@klakkur.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG
felagsmerki-eilifsbua

UPPLÝSINGAR:
Borgartúni 2, Pósthólf 35
550 Sauðárkróki
Sími: 453-6350
Netfang: eilifsbuar@skatarnir.is

SKRÁNING Í SKÁTAFÉLAG

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála

Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála tók til starfa árið 2020.

Markmið með starfsemi Samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess þurfa óttast afleiðingarnar. 

Hver geta leitað til Samskiptaráðgjafa?

Starfssvið samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nær til allrar skipulagðrar starfsemi íþrótta og æskulýðssamtaka sem starfa á grundvelli æskulýðslaga og aðila sem gera samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið. 

Það þýðir að öll þau sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti eða ofbeldi sem þau telja sig hafa orðið fyrir í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi. 

Tilkynna kynferðisbrot, einelti eða aðra óæskilega hegðun

Viðbragðsáætlun

Samræmd viðbragðsáætlun fyrir allt íþrótta- og æskulýðsstarf á landinu er verkefni sem er leitt af samskiptaráðgjafa.  

Viðbragðsáætlunin er unnin í samráði við Bandalag íslenskra skáta, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, KFUM og KFUK, Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, Slysavarnafélagið landsbjörg, Ungmennafélag Íslands og Æskulýðsvettvanginn.  

Tilgangur samræmdrar áætlunar er að sporna við atvikum sem geta mögulega komið upp og leiðbeint starfsfólki, sjálfboðaliðum og fleirum til að bregðast eins og rétt við ef til þess kemur. Enda er best fyrir alla aðila máls, ef viðbrögð eru samræmd.  

Sækja ViðbragðsáætlunSækja SlysaskýrsluSækja málaskrá fyrir viðkvæm mál

Handbók stofnun skátafélaga

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:



Handbók námskeiða og viðburða

Viðburðahandbók

HANDBÓK UM NÁMSKEIÐA- OG VIÐBURÐAHALD


INNGANGUR

Handbók þessari er ætlað að skjalfesta verklag og vinnureglur þegar kemur að námskeiða- og viðburðahaldi á vegum Bandalags íslenskra skáta (BÍS) eða aðildarfélaga þess. Mikilvægt er að gæta að gæðum viðburða og að þeir samræmist grunngildum BÍS. Það er gert með því að: 

    • Tryggja að viðburðir séu faglega unnir í undirbúningi, framkvæmd og endurmati  
    • Gæta öryggis á viðburðum og tryggja að vellíðan og velferð þátttakenda sé ávallt í fyrirrúmi samhliða því að boðið sé upp á krefjandi og skemmtilega dagskrá 
    • Huga að aðgengileika viðburða svo að sem flest geti fengið þeirra notið 
    • Huga að sjálfbærni viðburða með það að leiðarljósi að valda lágmarks varanlegum skaða á vistkerfi okkar  
    • Huga að sýnileika í öllu, allt frá skipulagi fram að endurmati svo hægt sé að segja vel frá skátastarfi og laða fleiri að 

Um leið er vonast til að handbókin nýtist sjálfstæðum viðburðarhópum og aðildarfélögum BÍS sem fræðsla um helstu þætti viðburðarhalds. Mikilvægt er að viðburðir í skátastarfi séu á ábyrgð skilgreinds hóps, skátafélags, skátasambands eða BÍS og að félagið sem ábyrgist viðburðinn sé með gilda skráningu félagasamtaka í fyrirtækjaskrá.   

Sjálfstæðir viðburðarhópar

Reglulega fá öflugir hópar skáta frábæra hugmynd af viðburði sem þau vilja standa fyrir og bjóða öðrum skátum að taka þátt í. Í því eru fólgin gríðarleg tækifæri fyrir skátahreyfinguna og því skiptir máli að slíkir hópar finni farveg til að koma hugmynd sinni í framkvæmd á ábyrgan máta. 

Óháð gæðum hugmyndarinnar og ágæti þeirra sem mynda hópinn er mikilvægt að félag með gilda skráningu í fyrirtækjaskrá sé ábyrgt fyrir viðburðinum.  

Því er það hagur allra að sjálfstæðir viðburðarhópar kynni hugmynd sína fyrir BÍS eða einhverju aðildarfélagi þess og fái viðkomandi einingu til að gangast í ábyrgð fyrir viðburðinum. 

Hópar sem vilja sækja um að halda viðburð á vegum BÍS er vísað á undirkaflann „Formleg stofnun viðburðarhóps á vegum BÍS“.


1. ÁBYRGÐARAÐILAR VIÐBURÐA

Í viðburðarhaldi geta hlutverk dreifst á marga aðila sem bera mismunandi ábyrgð. Það er mikilvægt að ólíkir aðilar átti sig á ábyrgð sinni og að umgjörð um viðburðarhald sé fylgt svo hægt sé að tryggja að ábyrgðaraðilar og þátttakendur njóti eðlilegar verndar og enginn beri meiri ábyrgð en æskilegt er.  

Í viðauka er að finna frekara fræðsluefni um þau lög sem ná utan um ábyrgð þeirra sem standa að félags- og tómstundastarfi ungmenna og hvernig það snýr t.d. að viðburðum. Skilgreiningar á ýmsum hugtökum t.d. skaðabótaábyrgð, mat á gáleysi, vinnuveitendaábyrgð og fleira. Ásamt öðru fræðslu- og stuðningsefni sem snertir á viðfangsefninu.  

Skátaviðburðir skulu ávallt vera formlega á vegum og ábyrgð BÍS eða aðildarfélags innan BÍS sem hefur gilda skráningu félagasamtaka. Sú eining ber ábyrgð á að:

  • Skipa hæfa stjórnendur viðburðar í samræmi við 10. Grein Æskulýðslaga 
  • Stjórnendur séu meðvituð um og gæti þess að viðburðurinn fari fram samkvæmt landslögum, lögum, reglugerðum og stefnum BÍS og siðareglum og viðbragðsáætlun ÆV. Einnig að sérstök áhersla sé lögð á að skipulag miði við jafnréttis- og umhverfisstefnu BÍS og gátlista fyrir sjálfbæra og aðgengilegri viðburði 
  • Stjórnendur og starfsfólk viðburðar hafi þegar eða munu hljóta sértæka þjálfun sem kann að þurfa til að hafa umsjón með vissri dagskrá eða hlutverki á viðburði, sérstaklega ef sinna þarf ákveðnum tækjum/búnaði sem hætta stafar af ef beitt er vitlaust  
  • Útvega stjórnendum og starfsfólki viðunandi búnað til starfa sinna og tryggja að þau styðjist í einu og öllu við öryggisvottaðan búnað í góðu ástandi á líftíma 
  • Störfum þeirra sem stýra og framkvæma viðburð í tilfelli tjóna á fólki eða eignum. (Sjá frekara ítarefni um vinnuveitendaábyrgð í viðauka) 
  • Allur aðbúnaður á viðburði sé öruggur og hæfi aldri og þroska þátttakenda 

  • Á meðal stjórnenda séu einstaklingar með þjálfun í skyndihjálp 
  • Stjórnendur séu undirbúin óvæntum atvikum og hafi með sjúkragögn og viðbragðsáætlun sem fylgt sé eftir ef upp kemur atvik 
  • Viðburðurinn styðjist við skráningarkerfi BÍS til að tryggja að baki þátttöku hvers og eins liggi fyrir meðvitað og rafrænt samþykki forsjáraðila, ásamt tengiliða- og heilsufarsupplýsingum 
  • Halda utan um fjárhagi mótsins þ.m.t. fjárhagsáætlun, innheimtu gjalda, útgjöld og uppgjör 
  • Skýrslugerð sé gerð vegna viðburðar að honum loknum 

1.2 Ábyrgð stjórnenda viðburða

Á viðburðum skal vera viðburðarteymi sem ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd viðburðarins fyrir hönd þeirrar einingar sem ábyrgist viðburðinn. Í hópnum skal vera formaður í forsvari fyrir hópinn sem er einnig viðbúið til að stýra ef upp koma t.d. neyðartilvik eða erfið mál.  

Einnig er hægt að fá sjálfboðaliða/starfsfólk til að starfa á viðburðinum og er það þá hlutverk formanns að upplýsa þau um verkefni sín. Einnig getur viðburðarteymi gert kröfu um að hver hópur þátttakenda komi á vegum fararstjórnar eigins félags og færist þá ábyrgð að hluta á fararstjórnir. 

Stjórnendur viðburða bera ábyrgð á:

  • Skipulagi viðburðar, þ. á m.: 
    • Að viðburður fari ekki fram nema lágmarksfjölda þátttakenda sé náð og að kostnaður við viðburð haldist innan fjárhagsáætlunar 
    • Tímaramma og dagskrá 
    • Staðsetningu og aðbúnaði 
    • Markaðssetningu og upplýsingagjöf 
    • Matarmálum 
    • Öryggismálum 
    • Hreinlætis- og velferðarmálum 
    • Flutningum á búnaði og fólki 
    • Mannauðsmálum 
    • Sjálfbærni viðburðar 
  • Upplýsa eininguna sem ábyrgist viðburðinn reglulega um framgang undirbúnings  
  • Skipa hæft starfsfólk, skilgreina afmörkuð verksvið þeirra og stýra þeim 
  • Tryggja gæslu og eftirlit með þátttakendum á viðburðum þar sem þau eru ekki á vegum fararstjórnar síns félags 
  • Tímanlegri, greinagóðri og reglulegri upplýsingagjöf til fararstjórna svo þær geti sem best undirbúið og tekið ábyrgð á þátttöku síns hóps 
  • Framkvæmd viðburðar sé ábyrg og í samræmi við skipulag og þær kröfur sem gerðar voru til stjórnenda af einingunni sem ábyrgist viðburðinn 
  • Að stefna aldrei heilsu eða öryggi þátttakenda eða nokkurra sjálfboðaliða í hættu 
  • Að engum sé falið verkefni eða sett í aðstæður sem þau ráða ekki við 

1.3 Ábyrgð starfsfólks og sjálfboðaliða viðburða

Starfsfólk og sjálfboðaliðar viðburða eiga að geta gengið að góðu og öruggu skipulagi þar sem hlutverk þeirra er vel afmarkað. Hlutverk starfsfólks/sjálfboðaliða er að sinna þeim störfum sem þeim hefur verið úthlutað. Starfsfólk og/eða sjálfboðaliðar bera ábyrgð á að: 

    • Sinna þeim verkefnum sem stjórnendur hafa falið þeim við framkvæmd viðburðar og þau hafa samþykkt að taka að sér 
    • Vinna verkefnin af hendi innan þess ramma sem stjórnendur setja og með búnaði sem stjórnendur útvega þeim 
    • Ofmeta og/eða ýkja ekki menntun, reynslu, þjálfun eða kunnáttu sína 
    • Hafa viðveru yfir það tímabil sem viðburðurinn stendur 

1.4 Ábyrgð fararstjórna á viðburðum

Stundum er skilyrði að þátttaka sé á vegum fararstjórnar frá skátafélögum. Hvert skátafélag sem sendir þátttakendur á viðburðinn skipar þá fararstjórn sem fer fyrir hópnum. Skátafélagið ber ábyrgð á fararstjórninni. Í fararstjórn skal vera einn formaður sem stýrir hópnum og er viðbúið að stýra aðgerðum ef upp kemur neyðartilvik eða önnur erfið mál. Ábyrgð fararstjórnar er að: 

    • Skipuleggja ferð og þátttöku fararhópsins á mótið þ. á m.: 
      • Fjárhagslegt skipulag og skráningu 
      • Búnaðarmál 
      • Flutninga á búnaði og fólki 
      • Öðru skipulagi sem stjórnendur viðburða velta yfir á fararstjórnir 
    • Vera vakandi fyrir upplýsingum frá stjórnendum viðburðar og miðla þeim áfram til þátttakenda og forsjáraðila þeirra 
    • Leiðbeina þátttakendum um persónulegan undirbúning 
    • Sinna gæslu og eftirliti með þátttakendum fararhópsins á viðburðinum  
      • Önnur tilfallandi verkefni sem fararstjórn gæti tekið að sér má aldrei koma í veg fyrir getu þeirra til að sinna gæslu og eftirliti 
    • Hafa viðveru yfir það tímabil sem viðburðurinn stendur 


2. VIÐBURÐIR Á VEGUM AÐILDARFÉLAGA

Það er mikilvægt fyrir íslenskt skátastarf að skátum á öllum aldri standi til boða fjölbreyttir viðburðir. Þess vegna er mikilvægt að skapa umhverfi þar sem viðburðir á vegum aðildarfélaga BÍS geti vaxið og dafnað.  

Við erum öll BÍS en viðburðir á vegum aðildarfélaga hafa oft gjörólíkan brag yfir sér þar sem sérstaða hvers félags sem glæðir þá lífi veitir þeim sérstöðu.  

Stjórnendur viðburða og ábyrgðaraðilar viðburðarins sinna fjárhagi, skráningu, skipulagi og öðrum þáttum sem farið er yfir í kafla 1. Þegar viðburður er haldinn á vegum aðildarfélags BÍS stendur teyminu til boða að auglýsa viðburðinn í gegnum Skátamiðstöðina og fá ráðleggingar ef þurfa þykir.

2.1 Auglýsa viðburð í gegnum Skátamiðstöðina og BÍS

Þegar félag hefur ákveðið að halda viðburð geta stjórnendur viðburðarins fengið aðstoð Skátamiðstöðvarinnar til að auglýsa hann til viðeigandi aðila. Einnig getur Skátamiðstöðin mælt með öðrum vettvangi til að kynna viðburðinn, t.d. á viðburðum BÍS, eins og Kveikju og Neista eða/og Skátaþingi. Skátamiðstöðin getur einnig lánað ýmsan búnað og aðstöðu fyrir t.d. kynningarfundi.  

Hjá Skátamiðstöðinni er hægt að fá eftirfarandi þjónustu: 

    • Skátamiðstöðin setur viðburðinn í viðburðardagatal á heimasíðu skátanna og Facebook  
    • Upplýsingar sendar um viðburðinn á alla skátaforingja vissra aldursbila í gegnum netfangalista, Abler hóp og Facebook hóp 
    • Upplýsingar sendar um viðburðinn á dagskrár- og félagsforingja og hann auglýstur í hópi stjórna skátafélaga 
    • Tilbúnu auglýsingaefni deilt á samfélagsmiðlum og/eða hægt að deila áfram auglýsingum frá samfélagsmiðlum aðildarfélags 
    • Koma áfram tilbúnu auglýsingaefni til skátafélaganna til að miðla áfram til sinna skáta 
    • Í vissum tilfellum sent upplýsingar um viðburði beint á starfandi rekka- og/eða róverskáta 

Til að fá viðburð auglýstan þarf að:  

    • Senda Skátamiðstöðinni allar helstu upplýsingar um viðburðinn. Best er að gera það með því að fylla út rafræna viðburðarskráningu á heimasíðu skátanna og fylgja því svo eftir með tölvupósti 
    • Óska eftir því með beinum hætti í hvert sinn sem ætlunin er að Skátamiðstöðin deili áfram auglýsingaefni 
    • Eiga samtal við starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar um frekari tækifæri til að kynna viðburðinn 

Skátamiðstöðin gæti komið með athugasemdir um upplýsingar eða efni sem óskað er eftir að sé deilt áfram, sem þarf að bregðast við áður en því er deilt. 

2.2 Tillaga að tímalínu fyrir aðildarfélög

Við bendum aðildarfélögum á að fylgja tímalínunni hér að neðan í undirbúningi og skipulagi viðburða sinna. Þetta auðveldar bæði ykkur og Skátamiðstöðinni í að koma upplýsingum út með góðum fyrirvara og samræmir skipulag viðburða sem haldnir eru fyrir skáta. Það sem bætist inn í tímalínuna fyrir aðildarfélög er viðburðarskráning, sem við mælum með að senda inn um leið og upplýsingar um viðburð liggja fyrir. 


3. VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS

Viðburðarhópar eru formlega skipaðir af stjórn BÍS og fá þannig umboð til að skipuleggja og hafa umsjón með viðburði fyrir hönd BÍS. Flestir viðburðahópar sem stjórn skipar sinna skipulagi og framkvæmd viðburða sem finna má í 5 ára starfsáætlun BÍS og Skátaþing samþykkir á hverju ári. 

Sjálfstæðir viðburðarhópar geta þó leitað til starfsfólks Skátamiðstöðvarinnar og kynnt hugmyndina lauslega og kannað þannig grundvöllinn fyrir viðburðinum og hvort líklegt þætti að stjórn BÍS myndi samþykkja að bera ábyrgð á viðburðinum. Starfsfólk gæti þá komið með ábendingar um hvað mætti bæta eða breyta áður en hugmyndin yrði kynnt stjórn því mikilvægt er að viðburðahópurinn geti skilgreint hvers vegna BÍS ætti að bera ábyrgðina fremur en aðildarfélag þess. Því næst er hægt að senda stjórn BÍS erindi og óska eftir að BÍS beri ábyrgð á viðburðinum. Það er einungis stjórn sem samþykkir eða hafnar þeirri hugmynd endanlega, óháð því hversu vel eða illa starfsfólki Skátamiðstöðvarinnar líst á hugmyndina. 

Við formlega stofnun viðburðarhóps er mikilvægt að fylla út vinnuhópaeyðublað og undirrita sjálfboðaliðasamkomulag til að hægt sé að ramma verkefnið inn og tryggja að það sé undirbúið frá öllum helstu hliðum. Í vinnuhópaeyðublaði er farið yfir markmið, stuðning, tímalengd verkefnis og fleira sem er mikilvægt fyrir öll sem tengjast verkefninu að vera meðvituð um. Það fer eftir stærð viðburðar hvenær mælst er til þess að vinnuhópar í kringum þá séu stofnaðir, hægt er að sjá nánar um það í kafla 3.2 – Tímalína.  

3.2 Tímalína

Við undirbúning viðburða er mikilvægt að setja upp tímalínu. Það er gert til þess að tryggja að hugsað sé fyrir mikilvægum þáttum og til þess að forðast það að undirbúningur fari að mestu fram stuttu fyrir viðburð eða mót. Tímalínur skerpa einnig á verkefnaskiptingu og ábyrgðarhluta hvers og eins. Tímalínurnar hér að neðan eru til viðmiðunar en eru ekki tæmandi, þar sem hver viðburður er einstakur. Skátamiðstöðin hefur útbúið sniðmát að tímalínu fyrir mislanga viðburði.

MIÐ VIÐBURÐIR

(Aldursbilamót + Skátasumarið / 3-6 dagar)

12 mánuðum fyrir viðburð
Mótsstjórn staðfest og farið yfir tímalínu með starfsmannastuðningi BÍS
 

11 mánuðum fyrir viðburð
Staðsetning staðfest
 

11 mánuðum fyrir viðburð
Fjárhagsáætlun samþykkt af fjármálastýri BÍS í samstarfi við framkvæmdastjóra BÍS
 

10 mánuðum fyrir viðburð
Fyrsti upplýsingapóstur sendur til skátafélaga. Senda skal a.m.k. þrjá upplýsingapósta á skátafélög fyrir mót
 

9 mánuðum fyrir viðburð
Markaðs- og kynningarherferð teiknuð upp og skipulögð með starfsmannastuðningi Skátamiðstöðvarinnar
 

8 mánuðum fyrir viðburð
Skráning opnar
 

6-4 mánuðum fyrir viðburð
Dagskrá staðfest (með fyrirvara um breytingar)
 

3 mánuðum fyrir viðburð
Skráning staðfest og þátttakendagjöld greidd
 

3 mánuðum fyrir viðburð
Matarmál staðfest
 

3 mánuðum fyrir viðburð
Panta einkenni erlendis frá (klúta, merki, o.s.frv.)
 

3-1 mánuðum fyrir viðburð
Innkaup á búnaði og dagskrá skipulögð og framkvæmd í samráði við Skátamiðstöðina
 

1 mánuði fyrir viðburð
Flutningur á búnaði og fólki skipulagður
 

1 mánuði fyrir viðburð
Mannauðsmál staðfest – hver sér um hvað? Dagskrá/matur/öryggi/sjúkragæsla
 

1 viku fyrir viðburð
Endurmatskönnun gerð í samstarfi við Skátamiðstöðina
 

Á meðan viðburði stendur
Fréttaskrif og upplýsingamiðlun frá mótinu, unnið í samstarfi við kynningarmálafulltrúa BÍS
 

1 degi eftir viðburð
Senda frétt og myndir á Skátamiðstöðina til birtingar
 

1 degi eftir viðburð
Endurmatskönnun send út á þátttakendur og/eða forsjáraðila og sjálfboðaliða í samstarfi við starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar
 

1 viku eftir viðburð
Frágangur á búnaði í samstarfi við Skátamiðstöðina og öllum greiðslukvittunum skilað til fjármálastýri BÍS
 

1 mánuði eftir viðburð
Endurmat hópsins lokið
 

SMÆRRI VIÐBURÐIR

(dagur-helgi / 1-2 sólarhringir)

3 mánuðum fyrir viðburð
Viðburðarhópur staðfestur og farið yfir tímalínu með starfsmannastuðningi BÍS

10 vikum fyrir viðburð
Staðsetning staðfest

10 vikum fyrir viðburð
Fjárhagsáætlun staðfest af fjármálastýri BÍS í samstarfi við framkvæmdastýri BÍS

2 mánuðum fyrir viðburð
Skráning opnar.

2 mánuðum fyrir viðburð
Markaðs- og kynningarherferð skipulögð með starfsmannastuðningi Skátamiðstöðvarinnar.

2 mánuðum fyrir viðburð
Upplýsingar til skátafélaga

1 mánuður fyrir viðburð
Dagskrá staðfest.

1 mánuður fyrir viðburð
Innkaup skipulögð í samráði við Skátamiðstöðina

2 vikum fyrir viðburð
Matarmál staðfest og send á starfsmannastuðning Skátamiðstöðvarinnar til yfirferðar.

2 vikum fyrir viðburð
Áhættumat + hreinlætis- og velferðarmál skipulögð.

1 viku fyrir viðburð
Skráning lokar og þátttakendagjöld greidd

1 viku fyrir viðburð
Upplýsingapóstur sendur á alla skráða þátttakendur með öllum upplýsingum sem þarf að koma til skila

1 viku fyrir viðburð
Endurmatskönnun gerð í samráði við starfsmannastuðning Skátamiðstöðvarinnar

1 degi eftir viðburð
Senda frétt og myndir á Skátamiðstöðina til birtingar

1 degi eftir viðburð
Endurmatskönnun send út á þátttakendur og/eða forsjáraðila og sjálfboðaliða í samstarfi við Skátamiðstöðina

1 viku eftir viðburð
Frágangur á búnaði lokið og öllum greiðslukvittunum skilað til fjármálastýri BÍS

2 vikum eftir viðburð
Endurmati hópsins lokið

STÓRIR VIÐBURÐIR

(Landsmót skáta og Alþjóðleg skátamót /  7 dagar +)

18 mánuðum fyrir mót
Mótsstjórn staðfest og farið yfir tímalínu með starfsmannastuðningi BÍS
 

16 mánuðum fyrir mót
Staðsetning staðfest
 

14 mánuðum fyrir mót
Fjárhagsáætlun lögð fyrir stjórn BÍS til samþykktar eftir að fjármálastýri hefur staðfest áætlunina
 

12 mánuðum fyrir mót
Fyrsti upplýsingapóstur sendur til skátafélaga. Senda skal a.m.k. fjóra upplýsingapósta á skátafélög fyrir mót
 

11 mánuðum fyrir mót
Markaðs- og kynningarherferð teiknuð upp og skipulögð með starfsmannastuðningi Skátamiðstöðvarinnar
 

10 mánuðum fyrir mót
Skráning opnar
 

6 mánuðum fyrir mót
Dagskrá staðfest (með fyrirvara um breytingar)
 

4 mánuðum fyrir mót
Matarmál staðfest
 

4 mánuðum fyrir mót
Skráning staðfest og þátttakendagjöld greidd
 

3 mánuðum fyrir mót
Innkaup skipulögð í samráði við Skátamiðstöðina
 

3 mánuðum fyrir mót
Panta einkenni erlendis frá (klútar, merki, o.s.frv.)
 

2 mánuðum fyrir mót
Öryggismál og hreinlætis- og velferðarmál staðfest
 

1 mánuði fyrir mót
Flutningur á búnaði og fólki
 

1 mánuði fyrir mót
Mannauðsmál staðfest – hver sér um hvað? (Dagskrá/matur/öryggisgæsla/sjúkragæsla)
 

1 mánuði fyrir mót
Endurmatskönnun hönnuð með starfsmannastuðningi BÍS
 

Á meðan móti stendur
Fréttaskrif og upplýsingamiðlun frá mótinu, unnið í samstarfi við kynningarmálafulltrúa BÍS
 

1 degi eftir mót
Senda frétt og myndir á Skátamiðstöðina til birtingar
 

1 degi eftir mót
Endurmatskönnun send út á þátttakendur og/eða forsjáraðila og sjálfboðaliða í samstarfi við starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar
 

1 viku eftir mót
Frágangur á búnaði og öllum greiðslukvittunum skilað til fjármálastýri BÍS.

1 viku eftir mót
Endurmatskönnun send frá Skátamiðstöðinni 

1 mánuði eftir mót
Endurmati hópsins lokið
 

3.3 Tengiliður frá Skátamiðstöðinni

Hópar sem standa að skipulagi viðburða á ábyrgð BÍS skulu fá tengilið hjá Skátamiðstöðinni sem veitir þeim stuðning og ráðgjöf og ábyrgist helstu verkefni vegna viðburðarins sem snúa að Skátamiðstöðinni. Tengiliðurinn skal einnig tryggja að unnið sé í samræmi við þessa handbók og fylgja eftir verkefnum.  

Einn aðili frá viðburðarhópnum skal vera í formennsku fyrir hópinn og vera fyrsti tengiliður Skátamiðstöðvarinnar við hópinn. Eftir umfangi verkefna getur hlutverkaskipting innan hópsins orðið til að ólíkir einstaklingar eru tengiliðir vegna ólíkra verkefna, t.d. einn vegna kynningarmála og annar vegna fjármála.  

3.4 Aðgangur að Skátamiðstöðinni

Viðburðahópar geta fengið aðgang að Skátamiðstöðinni fyrir vinnu í þágu viðburðarins. Í boði eru nokkur mismunandi rými en ávallt þarf að panta þau í gegnum tengilið hópsins hjá Skátamiðstöðinni með góðum fyrirvara. Rýmin sem hægt er að nýta eru: 

    • Fundar- og vinnuaðstaða sem nýtist vel til skipulags og minni funda 
    • Salurinn fyrir stærri fundi vegna viðburðar t.d. fyrir kynningar-, fararstjóra-, eða fundi fyrir forsjáraðila 
    • Zoom aðgangur BÍS ef halda á fjarfundi 

Ef viðburðarhópur þarfnast aðgangs að Skátamiðstöðinni utan hefðbundins opnunartíma er hægt að fá kóða sem opnar útidyrahurðina. Til að fá slíkan aðgangskóða þarf að hafa samband við tengilið Skátamiðstöðvarinnar sem mun útvega tímabundinn kóða fyrir ykkar viðburðarhóp. 

3.5 Verklagsreglur við undirbúning

Hópar sem sinna viðburðum skulu fylgja tímalínunni í kafla 3.2 eftir fremsta megni. Tímalínan tryggir að öll sem koma að verkefninu séu með svipaðar væntingar og skilning á því hvenær helstu verkefni skulu fara fram eða vera lokið. Mælst er til að viðburðarhópar hittist mánaðarlega eða oftar ef þurfa þykir. Hópar skulu halda fundargerðir þar sem kemur skýrt fram hvaða ákvarðanir eru teknar og hver ber ábyrgð á hvaða verkefnum milli funda. Þegar nær dregur viðburði er gott að hittast örar en áður var gert.

Ekki er gerð krafa um ákveðin vettvang til skjalavistunar en mikilvægt er að aðalnetfang skátanna, skatarnir@skatarnir.is, sé gert að eiganda svæðisins þar sem skjöl eru vistuð. Einnig er mikilvægt að þar séu ekki vistuð gögn sem ákvæði persónuverndar ná til (s.s. heildarlisti skráningar). Formaður vinnuhóps skal gæta að öll skjöl og önnur gögn séu vistuð á vinnusvæðinu.

Í undirbúningi, framkvæmd og endurmati er mikilvægt að tengiliði Skátamiðstöðvarinnar sé haldið upplýstum um framgöngu verkefnisins. Tengiliðurinn getur best stutt við hópinn ef samskiptin eru regluleg.

Tengiliður Skátamiðstöðvarinnar gætir þess að lokum að öll skjöl sem tengjast vinnu hópsins rati í skjalageymslur BÍS. Þannig er sögunnar best gætt og líkur auknar á því að vinnan geti nýst framtíðar hópum.

3.6 Grunnskipulag

Mjög mikilvægt er að grunnskipulag sé klárt sem allra fyrst svo hægt sé að ljúka fjárhagsáætlun, ákvarða þátttökuverð, opna fyrir skráningu og auglýsa viðburð. Ekki er hægt að byrja að kynna viðburð fyrr en þessi atriði liggja fyrir þar sem það gæti skapað upplýsingaóreiðu eða búið til væntingar sem ekki væri hægt að standa við.

Þegar grunnskipulag liggur fyrir er þessum upplýsingum komið áfram til tengiliðar Skátamiðstöðvarinnar og þá er hægt að auglýsa viðburðinn. Þá geta skátafélög auglýst viðburðinn til sinna skáta og forsjáraðila þeirra og hvatt þau til að skrá sig. Nánar er fjallað um kynningar í kafla 3.9. 

Það fer eftir stærð viðburðar hvenær grunnskipulag þarf að vera tilbúið og er tímalínan í kafla 3.2 notuð sem viðmið.  

3.7 Fjárhagsáætlun og fjármál

Þegar grunnupplýsingar um viðburð liggja fyrir samkvæmt kafla 3.6 er nauðsynlegt að gera fjárhagsáætlun og fá hana samþykkta af fjármálastýri BÍS og stjórn BÍS í tilviki stærri viðburða svo sem Landsmóts skáta og ferða á erlend skátamót. Fjárhagsáætlunin skal byggð á því sem hefur verið áætlað í grunnskipulagi. Í tilviki utanferða skáta skal fjárhagsáætlunin uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í reglugerð BÍS um utanferðir skáta. 

Skipuleggjendur viðburðar skulu útnefna einn aðila úr sínum hópi sem gjaldkera. Gjaldkeri viðburðar sér um samskipti við fjármálastýri BÍS, skil frumritum reikninga til bókara BÍS og innkaup í samvinnu við tengilið viðburðar og eftir tilvikum, fjármálastýri BÍS. Þá skal gjaldkeri stýra gerð fjárhagsáætlunar og fylgja eftir að hópurinn haldi sig við áætlunina til hins ítrasta. Sé ljóst að kostnaður við viðburð muni fara fram áætlun skal hafa samband við fjármálastýri BÍS varðandi næstu skref. 

Hafa þarf samband við fjármálastýri BÍS áður en vinna við fjárhagsáætlun er hafin svo hægt sé að útvega rétt gögn og fara yfir verkferla. Fjárhagsáætlun skal gerð samkvæmt stöðluðu sniðmáti í Excel, hægt er að fá betri leiðbeiningar um það hjá tengilið Skátamiðstöðvarinnar og/eða fjármálastýri BÍS. Í fjárhagsáætlun skal reikna út hver lágmarksfjöldi þátttakenda þurfi að vera til að viðburðurinn standi undir sér fjárhagslega og gera ráð fyrir varasjóð til að tryggja fjárhaginn gegn óvæntum útgjöldum. Gera skal ráð fyrir 10% af heildartekjum af viðburði í ófyrirséðan kostnað og 10% af tekjum í umsjónargjald fyrir aðstoð starfsmanna á skrifstofu BÍS við skráningu, kynningarmál, samskipti við skipuleggjendur viðburðar og þátttakendur, fjármál bókhald og önnur tilfallandi verkefni sem tengjast viðburðinum

Fjármálastýri getur ávallt veitt ríka aðstoð við mótun fjárhagsáætlunar sé þess óskað. Eftir tilvikum getur fjármálastýri óskað eftir fundi með gjaldkera til að ljúka gerð fjárhagsáætlunar.  

Tilbúna fjárhagsáætlun skal senda til fjármálastýri BÍS til samþykktar og fer það eftir stærð viðburðar hvenær hún þarf að vera tilbúin. Fyrir smærri viðburði (1-2 sólarhringar) þarf hún að vera samþykkt 10 vikum fyrir viðburð, fyrir milli stóra viðburði (3-6 dagar) þarf hún að vera samþykkt 11 mánuðum fyrir viðburð og fyrir stærri viðburði (7 dagar+) þarf hún að vera samþykkt 14 mánuðum fyrir viðburð. Fjármálastýri BÍS fer yfir áætlunina, gerir athugasemdir og óskar eftir breytingum eða kemur með tillögur um breytingar eftir þörfum. Fjármálastýri samþykkir svo fjárhagsáætlunina eða sendir hana til stjórnar BÍS til samþykktar í tilfelli stærri viðburða. Fyrir stærri viðburði skal einnig senda tímalínu þar sem fram kemur með skýrum hætti hvenær áætlað sé að tekjur byrji að berast, hvenær áætla megi að þátttökugjöld séu öll fullgreidd og hvenær von sé á að greiða þurfi helstu útgjöld þannig að tryggja megi að nægir fjármunir séu til staðar hverri stundu fyrir kostnaði. Óheimilt er að auglýsa viðburð fyrr en fjárhagsáætlun og verð viðburðar hafa verið samþykkt af fjármálastýri eða stjórn BÍS. 

3.8 Skráning og skráningarkerfi

Þegar þátttökuverð liggur fyrir getur tengiliður Skátamiðstöðvarinnar opnað skráningu. Það er mikilvægt að opna skráningu tímanlega í samræmi við tímalínu. Við opnun skráningar þurfa eftirfarandi upplýsingar að liggja fyrir: 

    • Almennar upplýsingar og lýsing á viðburði, sem mætir fólki þegar það skráir sig 
    • Hvort það séu afslættir í boði t.d. fyrir systkini og hve mikill hann sé 
    • Endurgreiðsluskilmálar frá BÍS 
    • Fyrir hvaða aldursbil viðburðurinn er, eftir fæðingarárum (og stundum afmælisdögum) 
    • Hvort aðskilja eigi valmöguleika innan skráningar s.s. eftir skátafélagi eða farkosti 
    • Hvenær eigi að opna og loka skráningu 
    • Fjöldatakmörkun áður en fólk er skráð á biðlista 
    • Aðrir skilmálar sem þarf að hafa í huga eftir viðburði, t.d. hvernig skal huga að því að fækka í hóp ef aðstæður breytast, hvað gerist ef viðburður fellur niður, ef viðburði er frestað eða hvernig ferlið er ef BÍS þarf að vísa þátttakenda úr viðburði.  

Skráning viðburða hjá Skátunum fer fram á https://skraning.skatarnir.is sem vísar á Abler verslunargátt BÍS.  

Skátamiðstöðin fer alfarið með vöktun og umsjón greiðsluferla, gætir þess að öll hafi greitt áður en viðburður fer fram og sér um öll mál sem snúa að því ef einhver hættir við þátttöku og mögulegar endurgreiðslubeiðnir sem geta fylgt því.  

Öllum málum er varða skráningar og greiðslu skal vísað til Skátamiðstöðvarinnar. Þá hefur viðburðarhópur ekki aðgang að biðlista viðburðar og þarf að leita liðsinnis tengiliðar við að hleypa fólki að á viðburð af biðlista. 

Viðburðarhópur fær aðgang að skrá þátttakenda í Abler og eru skráð ýmist sem „yfirþjálfarar“ og „þjálfarar“ yfir „flokk“ viðburðarins í Abler. Best er að sem fæst séu titluð „yfirþjálfarar“ en það séu þau sem hópurinn ætlar að komi fram gagnvart forsjáraðilum fyrir hönd viðburðarins og/eða þau sem gætu þurft vegna hlutverks síns í hópnum að senda út skilaboð gegnum Abler eða sýsla í skrá þátttakenda með öðrum hætti.  

Aðgangurinn veitir viðburðarhóp yfirlit yfir skráningu í rauntíma. Með aðganginum er hægt að setja upp dagskrá viðburðarins í dagatali sem birtist þá í appi forsjáraðila og þátttakenda. Hægt er að búa til hópa og raða þátttakendum í þá. Eftir atvikum veitir aðgangurinn möguleikann að senda hópskilaboð til þátttakenda og forsjáraðila. Viðburðarhópur hefur ekki heimild til þess að skrá þátttakendur og þarf að leita liðsinnis tengiliðar við Skátamiðstöðina.  

Krefjist viðburður þess að fararstjórar og/eða skátaforingjar fylgi þátttakendum sér Skátamiðstöð um að skrá foringja í sitt félag svo þau fái einnig aðgang að rauntíma yfirliti skráningar félagsins. Sé viðburðurinn þess eðlis að afla þurfi stórs hóps sjálfboðaliða sem starfsfólki á viðburði er önnur skráning og annar flokkur settur upp fyrir sjálfboðaliða. Þannig er kerfið best nýtt til að eiga í ólíkum samskiptum, setja upp ólíka hópa og dagskrá fyrir þátttakendur annars vegar og starfsfólk hins vegar. 

3.9 Almenn kynning á viðburði

Þegar grunnskipulag liggur fyrir, fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt og skráning opnuð er hægt að byrja að auglýsa viðburðinn. 

Hægt er að fara margar ólíkar leiðir til að koma upplýsingum um viðburðinn til viðeigandi aðila, sem yfirleitt eru skátafélög og skátaforingjar sem síðan upplýsa sína skáta og forsjáraðila. Mikilvægt er að aðlaga upplýsingarnar að þeim leiðum sem notaðar eru hverju sinni.  

Þær kynningarleiðir sem er nauðsynlegt að fara: 

  • Viðburður settur á viðburðardagatal skátanna á heimasíðu 
  • Viðburður settur á Facebook síðu skátanna 
  • Kynning og upplýsingar um viðburðinn sendar á alla skátaforingja viðeigandi aldursbila, dagskrárstjóra og jafnvel stjórnir skátafélaga, í gegnum netfangalista Skátamiðstöðvarinnar og/eða á Abler hóp 
  • Útbúið auglýsingaefni fyrir viðburðinn og deilt á samfélagsmiðlum skátanna 

Að auki er hægt að: 

  • Dreifa auglýsingaefni til skátafélaga til að miðla til sinna skáta 
  • Kynna viðburðinn á öðrum viðburðum BÍS  
  • Fara í skátafélög og halda kynningarfundi  

 Mikilvægt er að kynna viðburðinn sem fyrst og reyna að ná til sem flestra. Sjálfboðaliðar skátafélaganna taka við upplýsingum frá mismunandi miðlum og því best að passa að setja upplýsingarnar og auglýsingarnar á sem flesta staði.  

Ef skráning gengur hægt eða einstaka félög eru með fáa eða enga skráða þegar nær dregur viðburði er hægt að senda póst til áminningar hvort einhverjir séu ef til vill að gleyma að skrá sig. Þennan póst getur tengiliður frá Skátamiðstöðinni sent út. 

3.10 Búnaður fyrir viðburði

Mikilvægt er að búnaðarþörf viðburða sé greind snemma í skipulagningu. Ef búnaður sem á að nota á viðburði er ekki til hjá Skátamiðstöðinni þarf að gera ráð fyrir kaupum á búnaði í fjárhagsáætlun og mögulega leita tilboða, sem getur tekið tíma. Til að óska eftir því að nýta búnað í eigu BÍS skal senda búnaðarlista á tengilið Skátamiðstöðvarinnar. Nauðsynlegt er að óska tímanlega eftir búnaði sem viðburður reiðir sig á svo hægt sé að taka hann til. Samningsatriði er hvort tengiliður Skátamiðstöðvarinnar eða viðburðarhópur taki búnaðinn saman. Allur búnaður sem er fenginn að láni fyrir viðburð skal vera skráður í skráningarskjal sem sent er á tengilið hjá Skátamiðstöðinni svo hægt sé að tryggja að öllum búnaði sé skilað aftur að viðburði loknum. 

Ef talið er að kaupa þurfi búnað fyrir viðburð þarf viðburðarhópur að skipuleggja innkaup í samráði við tengilið Skátamiðstöðvarinnar með nægum fyrirvara ef búnaður er sértækur og fæst ekki á Íslandi. Það fer eftir stærð viðburðar hvenær innkaup þurfa að vera klár og við bendum á tímalínuna sem viðmið fyrir innkaupum. Nánar er fjallað um innkaup í kafla 3.11. Viðburði telst formlega lokið þegar gengið hefur verið frá búnaði á viðeigandi staði, nema um annað sé samið. 

3.10.1 Skrifstofuvarningur

Allan helsta skrifstofuvarning, t.d. pappír, skriffæri, möppur o.fl. má útvega hjá Skátamiðstöðinni. Eftir atvikum gæti þó þurft að gera ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun viðburðarins t.d. ef um er að ræða mikið magn pappírs. Hafa skal samband við tengilið Skátamiðstöðvarinnar um skrifstofuvarning og skrá allan varning sem er fenginn að láni í skráningarskjal svo hægt sé að tryggja að honum sé skilað aftur að viðburði loknum. 

30.10.2 Fræðsluefni / Útgefið efni / Prentað efni

Ýmislegt efni er til hjá Skátamiðstöðinni sem gæti nýst á viðburðum. Gott er að hafa samband við tengilið til að fá aðgang að því. Vilji hópar fá efni lánað fyrir viðburð skal skrá það í skráningarskjal svo hægt sé að tryggja að honum sé skilað aftur að viðburði loknum. Vilji hópur deila slíku efni út til þátttakenda viðburðar skal gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. 

Allt fræðsluefni sem útbúið er sérstaklega fyrir viðburð skal gera í samráði við fræðslustýri BÍS áður en það er gefið út. Útgefið og prentað efni skal gera grein fyrir í fjárhagsáætlun viðburðarins. 

3.11 Almenn innkaup

Áður en innkaup eru gerð skal hafa samband við tengilið Skátamiðstöðvarinnar hvort eitthvað á innkaupalistanum sé þegar til hjá BÍS eða hvort hægt sé að fá í láni hjá öðrum einingum innan skátahreyfingarinnar. Þetta á helst við um skrifstofuvarning, dagskrárefni og búnað. Þegar keypt er inn fyrir viðburði skal ávallt greiða með viðskiptakortum BÍS, með beiðni eða fá sendan reikning fyrir greiðslu. Æskilegt er að biðja um að reikningurinn sé sendur með rafrænni skeytamiðlun á XML formi sé því við komið og óska svo eftir afriti af reikningum. Aldrei skal leggja persónulega út fyrir innkaupum ef mögulegt er að komast hjá því en í slíkum tilfellum skal viðkomandi vera  eldri en 18 ára. Einnig er gott að athuga hjá tengilið Skátamiðstöðvarinnar hvort BÍS sé í reikningsviðskiptum eða njóti afsláttarkjara hjá einhverjum fyrirtækjum, sem gætu nýst til innkaupa sem stefnt er að. Ávallt skal leita tilboða frá ólíkum fyrirtækjum eða gera verðsamanburð sé það mögulegt. 

Tilboð skal senda til fjármálastýri til varðveislu vegna uppgjörs viðburðar. Við innkaup skal ávallt biðja um reikning á kennitölu þess félags sem innkaupin eru gerð fyrir. Nauðsynlegt er að halda utan um frumrit af öllum reikningum, merkja þau viðburði og skila þeim til bókara BÍS jafnóðum og innkaup eru gerð, en eigi síðar en viku eftir að viðburði lýkur svo hægt sé að gera viðburðinn upp. Sé beðið um að reikningur sé sendur rafrænt er nægilegt að skila inn afriti af honum til bókara og láta vita að um rafrænan reikning sé að ræða. Myndir af reikningum teljast ekki frumrit og eru því ekki teknar til greina. Fjármálastýri BÍS getur veitt ráðgjöf varðandi innkaup sé þess óskað.  

3.11.1 Matarinnkaup

Í fjárhagsáætlun er gert grein fyrir matarkostnaði. Viðburðarhópur skal eftir fremsta megni reyna að hafa matinn sem næringarríkastan og huga að því að velja sjálfbæran mat á hagstæðu verði og innan ramma fjárhagsáætlunar. Mikilvægt er að taka mið að sérfæði og ofnæmi/óþoli og því þarf að vera búið að óska eftir þeim upplýsingum frá þátttakendum áður en farið er í skipulag á mat og innkaupum. Oftast er auðveldast að hafa allan grunn í mat sem öll geta borðað og svo er hægt að bæta við þann grunn ef þörf þykir, við hvetjum viðburðahaldara að vera með a.m.k. eina grænkeramáltíð.  

Matarinnkaup skulu gerð í samstarfi við tengilið Skátamiðstöðvarinnar. BÍS á innkaupakort í Bónus og Krónunni sem hægt er að fá til að sinna innkaupum í þeim verslunum. Einnig er hægt í vissum tilvikum að fá aðstoð tengiliðs við að panta matinn á netinu og fá síðan sendan, t.d. í Skátamiðstöðina. Mikilvægt er þó að halda sig innan marka fjárhagsáætlunar og kaupa samkvæmt fyrir fram ákveðnum matseðli og velja ódýrari kostinn sé það hægt. Nauðsynlegt er að fá kvittun fyrir kaupunum og merkja hana viðburðinum áður en henni er skilað til bókhalds. 

Gott ráð til að áætla kostnað matarinnkaupa er að búa til innkaupalista í vefverslun verslana, t.d. Krónunnar, sem samræmist matseðli viðburðarins. 

Þegar lokatölur þátttakenda liggja fyrir er hægt að aðlaga magn á listanum, panta og sækja í fyrir fram ákveðna verslun eða fá sent í Skátamiðstöðina, en þetta þarf þó að gera í samvinnu við tengilið Skátamiðstöðvarinnar. Þegar pantað er á netinu verður reikningurinn aðgengilegur bókhaldinu á vefnum. Þegar matarinnkaup eru gerð á þennan máta er mikilvægt að yfirfara að allar vörur hafi verið afhentar rétt samkvæmt pöntun. 

3.12 Ökutæki

Gera skal ráð fyrir notkun ökutækja BÍS í fjárhagsáætlun ásamt eldsneytisnotkun. Á viðburðum á vegum BÍS þar sem nauðsynlegt er að nota ökutæki, skal notast við þá bíla sem BÍS hefur umráð yfir. Við kaup á eldsneyti á þessa bíla skal nota bensínskort eða lykla í eigu BÍS sem eru eyrnamerkt viðkomandi ökutæki. Líkt og með önnur innkaup skal fá kvittun og skila frumriti hennar inn til bókhalds, merkt viðburði. Til að óska eftir afnotum af ökutæki skal hafa samband við tengilið hjá Skátamiðstöðinni eða framkvæmdarstýri BÍS með góðum fyrirvara svo hægt sé að tryggja að ökutæki sé laust þegar á að nota það. Starfsfólk BÍS eiga forgang í ökutæki BÍS fyrir sín verkefni en unnið er eftir fremsta megni að passa árekstra í dagatali. 

Einungis þeir einstaklingar sem hafa gild ökuréttindi og eru með fullnaðarskírteini geta fengið ökutæki að láni í tengslum við viðburð á vegum BÍS. Lágmarka skal þann fjölda sem hefur heimild til að aka bílnum meðan hann er í láni og skal skilgreina hver það eru. Viðburðarhópi skal vera gert ljóst að afhenda bifreiðina ekki öðrum til notkunar. Viðburðarhópur skal ekki nota persónuleg ökutæki ef gert er ráð fyrir að fá eldsneytiskostnað eða notkun ökutækis endurgreiddan

BÍS er óheimilt að endurgreiða eldsneytiskostnað sjálfboðaliða á eigin ökutækjum. Í tilviki miðlungs- og stærri viðburða er hægt að leigja bílaleigubíl með samþykki framkvæmdastýri BÍS útheimti viðburðurinn mikinn akstur, til dæmis ef um trúss vegna ferða út á land er að ræða. 

Í akstri fyrir BÍS skal ávallt keyra á ábyrgan hátt, virða löglegan hámarkshraða, leggja löglega og greiða stöðumælagjöld þegar svo ber undir. BÍS greiðir ekki  hraða- eða stöðumælasektir við notkun bíla í eigu BÍS. Lendi ökumaður ökutækis BÍS í óhappi skal BÍS bera kostnað af sjálfsábyrgð ökutækjatryggingar bifreiðarinnar nema um gáleysi sé að ræða. Ökutæki sem hópar fá að láni frá BÍS er óheimilt að nota í öðrum tilgangi en í þágu viðburðar.  

Taka skal til í ökutæki eftir notkun og eftir atvikum skal hann þrifin að innan og/eða utan ef þess er þörf. Ávallt skal fylla á eldsneytistankinn fyrir skil. Láta skal framkvæmdastýri BÍS vita ef tjón verður á bílnum, vart verður við einhverjar bilanir eða hann virðist á einhvern hátt ekki í lagi. 

3.13 Sameiginleg brottför

Þegar sameiginleg brottför er á viðburð er mikilvægt að tryggja að bæði þátttakendur og forsjáraðilar séu meðvituð um hvar söfnunarstaður er og klukkan hvað eigi að mæta. Þegar farið er með hóp þátttakenda undir 18 ára aldri er nauðsynlegt að fullorðinn aðili sé gerður ábyrgur fyrir hópnum á meðan ferðalagi stendur, það getur verið einhver úr viðburðarhóp eða forsjáraðili einhvers þátttakanda. Sá aðili sem ábyrgist hópinn skal hafa nafnalista þeirra sem fara með rútunni og upplýsingar um nánustu aðstandendur úr skráningarkerfi.  

Telja skal þátttakendur inn og út úr rútum/bifreiðum í hverju stoppi og þegar komið er á áfangastað. 

3.14 Upplýsingar til þátttakenda

Upplýsingabréf eru mikilvægt tól til að koma nauðsynlegum upplýsingum til skila á einum og sama staðnum. Það fer eftir stærð viðburða hversu oft þarf að senda út upplýsingabréf (sjá tímalínu). Mikilvægt er að upplýsingar komin tímanlega því þá gefst nægur tími til spurninga og svara ef eitthvað er óljóst. Gott er að senda upplýsingabréf þegar skráning opnar og þegar skráning lokar og stutt er í viðburð. Ef upplýsingabréfið/n er/u gott/góð, ættu ekki að koma upp nein vafamál stuttu fyrir viðburð. Upplýsingabréfin eru send í tölvupósti og/eða í gegnum Abler og á forsjáraðila ef þátttakendur eru undir lögaldri. Ef þátttakendur eru drótt- eða rekkaskátar getur verið gott að senda á þau líka.

Mikið af þeim upplýsingum sem koma fram í upplýsingabréfum hafa einnig komið fram í lýsingu viðburðar þegar skráning fór fram, en mikilvægt er að draga saman upplýsingarnar og vera með þær allar á eina og sama staðnum aftur stuttu fyrir viðburð. 

Í upplýsingabréfi þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Mæting – hvar og hvenær
    • Eiga þátttakendur að vera búin að borða eða ekki
    • Á að mæta beint á viðburðarstað
    • Á að mæta á safnstað og ferðast í sameiginlegri rútu, t.d. frá Skátamiðstöðinni
    • Nákvæmar upplýsingar um staðsetningu viðburðar. T.d. Google Maps
    • Tímalengd milli brottfararstaðar og staðsetningu viðburðar
    • Hvenær viðburði lýkur
    • Hvenær er gert ráð fyrir heimkomu (ef sameiginleg)
    • Hvenær skal sækja þátttakendur
  • Gróf dagskrá
    • Almenn tímaumgjörð
    • Matmálstímar
      • Óska eftir upplýsingum um ofnæmi eða aðrar sérþarfir varðandi mat
    • Ræs og kyrrð
    • Þema viðburðar (ef við á)
  • Útbúnaðarlisti
    • Mis ítarlegur eftir aldri
    • Hefur þemað áhrif á hvað þátttakendur þurfa að taka með?
    • Hér er líka gott að benda á í hvað er gott að pakka, t.d. ef þau eru að fara að ganga langa vegalengd með búnaðinn þá er gott að benda á það og hvetja þau til að vera með góða bakpoka
  • Gistiaðstaða
    • Stutt lýsing á gistiaðstöðu og háttun svefnrýma
  • Öryggisráðstafanir
    • Hver eru í forsvari fyrir viðburðinum
    • Hvernig er best að ná á þá einstaklinga
    • Mikilvægt að gefa upp nokkrar leiðir til að ná sambandi
  • Aðgengismál
    • Hvernig er gistirýmum háttað
    • Hvernig eru baðherbergi/sturtuaðstaða
    • Hvernig er aðgengi að húsnæðinu og dagskrá

3.15 Myndatökur á viðburðum

Almenn regla um myndatökur á viðburðum er sú að ekki skal notast við andlits- og/eða persónugreinanlegar myndir ef skriflegt samþykki hefur ekki verið fengið hjá viðkomandi þátttakanda eða forsjáraðilum. Búnaður er samkomulag, hvort sem um ræðir myndavélar BÍS eða myndavélar/síma í einkaeigu. Sá sem tekur myndir, skal eyða myndum af sínu persónulega tæki þegar þeim hefur verið skilað inn til BÍS. 

Sjónarmið sem eiga við um myndbirtingar af börnum á netinu frá Persónuvernd (sótt 14.11.’24): 

Einfaldast er að óska eftir samþykki frá börnunum áður en rætt er um þau á samfélagsmiðlum eða birtar af þeim myndir, að teknu tilliti til aldurs þeirra og þroska. Hafa ber í huga að börn kunna að hafa skoðun á umfjöllun um þau eða myndbirtingum af þeim, þrátt fyrir ungan aldur, og taka ber tillit til skoðana þeirra. 

Foreldrar, forsjáraðilar og aðrir sem annast börn og bera ábyrgð á velferð þeirra eiga að vera meðvitaðir um réttindi barna til persónuverndar. Börn ætti aldrei að sýna á niðrandi eða óviðeigandi hátt, t.d. þannig að þau séu nakin, klæðalítil eða í erfiðum aðstæðum. Brýnt er að hafa í huga að allt sem birt er á Netinu má finna síðar og getur haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. Er því rétt að setja sig í spor barnsins og hugsa um hvaða áhrif umfjöllun eða myndir geta haft á barnið síðar. 

3.16 Upplýsingamiðlun á og eftir viðburði

Hér skal vinna eftir tveimur megin reglum:  

    • Ef um minni viðburð er að ræða þá skal viðburðarhópur skrifa fréttir og senda á tengilið hjá Skátamiðstöðinni til birtingar á samfélagsmiðlum og heimasíðu 
    • Ef um stærri viðburð er að ræða skal viðburðarhópur hafa fyrir fram skilgreindan fréttaritara sem tekur saman daglegar fréttir (eða eina frétt í lok viðburðar) og vinnur áfram með tengilið sínum hjá Skátamiðstöðinni sem svo sendir áfram á fréttamiðla og setur á heimasíðu og samfélagsmiðla 

Greina skal frá stærri viðburðum reglulega á samfélagsmiðlum BÍS og heimasíðu ásamt því að senda alltaf samantektir. Við minni viðburði skal upplýsa eftir þörfum. Skipuleggjendur stærri viðburða skulu senda fréttatilkynningar reglulega til tengiliðar Skátamiðstöðvarinnar. Ef um formlegar fréttatilkynningar ræðir, skal framkvæmdastýri og í sumum tilfellum stjórn BÍS skrifa fréttirnar. 

3.17 Rafrænt endurmat

Að viðburði loknum er mikilvægt að senda út endurmat á þátttakendur og/eða forsjáraðila. Tilgangur þess er að fá innsýn í upplifun þátttakenda, komast að því hvað tókst vel og hvað hefði mátt fara betur. Á viðburði sem félög senda fararstjóra með hópnum er einnig mikilvægt að útbúa endurmat fyrir þau. Upplifun þeirra er oftast ólík upplifun þátttakenda og ekki síður mikilvægt að fá innsýn í hvað þeim fannst takast vel til og hvað hefði mátt fara betur. 

Rafrænt endurmat viðburða er sent út frá SurveyMonkey/Microsoft forms aðgangi Skátamiðstöðvarinnar en viðburðarhópur hannar endurmatskönnun í samstarfi við tengilið Skátamiðstöðvarinnar. 

Endurmatið er sent eins nálægt lokum viðburðar og hægt er til að tryggja sem besta svörun og að viðburðurinn sé enn í minnum fólks. Mikilvægt er að fara yfir endurmat eftir viðburð. 

3.18 Fjárhagslegt uppgjör

Eftir að viðburði lýkur hefur gjaldkeri viðburðarhóps eina viku til að skila inn frumritum allra reikninga vegna innkaupa til bókara BÍS. Skiptir þá engu máli hvort lagt hafi verið út fyrir kostnaðinum eða innkaup gerð með öðrum hætti, til dæmis með reikningsviðskiptum eða innkaupakortum. Skannað afrit af kvittunum telst ekki frumrit og því er ekki nægilegt að skila kvittunum á því formi inn til bókara. Ef lagt hefur verið persónulega út fyrir kostnaðinum þarf að óska eftir endurgreiðslu með því að fylla út rafrænt endurgreiðsluform sem finna má á heimasíðu skátanna. Kostnaðurinn er svo endurgreiddur þegar hann hefur verið samþykktur af framkvæmdastýri BÍS. Þegar allur kostnaður liggur fyrir er viðburðurinn gerður upp af fjármálastýri BÍS og eftir tilvikum með aðstoð frá gjaldkera viðburðarins.

3.17.1 Endurmat viðburðarhóps

Viðburðarhópur skulu sjálf endurmeta sitt skipulag og framkvæmd mótsins og skila skýrslu til Skátamiðstöðvarinnar. Ábyrgðaraðili viðburðarhópsins fer yfir endurmatið með starfsmannastuðningi Skátamiðstöðvarinnar og boðar aðra úr hópnum eða úr stjórnsýslu BÍS eftir því sem við á.  


Skátagildin á Íslandi

Skátagildin á Íslandi

Landsgildisstjórn 2023-2025

Landsgildismeistari: Ólafur J. Proppé

Varalandsgildismeistari: Sigríður Kristjánsdóttir

Ritari: Svala Björnsdóttir

Gjaldkeri: Geir Gunnlaugsson

Erlendur bréfaritari: Agnes Ö. Þorvaldsdóttir

Varamaður: Laufey Bragadóttir

Skátagildi á Íslandi

St. Georgskildið á Akureyri

St. Georgsgildið í Hafnarfirði

Skátagildið í Hveragerði

Skátagildið í Kópavogi

St. Georgsgildið Kvistur Akureyri

St. Georgsgildið í Reykjanesbæ

Skátagildið Skýjaborgir í Hafnafirði


Saga St. Georgsgildanna á Íslandi

Unnið er að samantekt á starfi landsgildisins frá 2011 til 2024 og verður hún birt svo fljótt sem auðið er hér á síðunni.

  1. Dúi Björnsson, 1963-1965
  2. Eiríkur Jóhanesson, 1965-1969
  3. Hans Jörgensson, 1969-1971
  4. Franch Michelsen, 1971-1975
  5. Hrefna Tynes, 1975-1981
  6. Jóhanna Kristinsdóttir, 1981-1985
  7. Björn Stefánsson, 1985-1989
  8. Áslaug Friðriksdóttir, 1989-1993
  9. Aðalgeir Pálsson, 1993-1997
  10. Hörður Zóphaníasson, 1997-2003
  11. Einar Tjörvi Elíasson, 2003-2005
  12. Elín Richards, 2005-2011
  13. Hrefna Hjálmarsdóttir, 2011-2015
  14. Þorvaldur J. Sigmarsson, 2015-2023
  15. Ólafur Proppé. 2023-

Annáll 2005 – 2011:

Samantekt Elín Richards.

Landsgildisþing var haldið í Kópavogi  30. apríl 2005.

Stjórn skipuðu:

Landsgildismeistari: Elín Richards, Kópavogi.

Varalandsgildismeistari/ritstjóri Bálsins:  Einar Tjörv iElíasson, Reykjavík.

Gjaldkeri : Hreinn Óskarsson, Keflavík.

Ritari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi.

Erlendur bréfritari: Jón Bergsson, Hafnarfirði.      i

Spjaldskrárritari: Karlinna Sigmundsdóttir, Hveragerði.

Blaða- og útbreiðslufulltrúi : Hákon Guðmundsson, Akureyri.

 

Landsgildisþing var haldið í Hveragerði 5. maí 2007.

Stjórn skipuðu:

Landsgildismeistari:Elín Richards, Kópavogi.

Varalandsgildismeistari/ritstjóri Bálsins: Einar Tjörvi Elíasson, Reykjavík.

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík.

Ritari: Kjartan Jarlsson,Kópavogi.

Erlendur bréfritari: Jón Bergsson, Hafnarfirði.

Spjaldskrárritari : Karlinna Sigmundsdóttir, Hveragerði.

Blaða- og útbreiðslufulltrúiar: Hákon Guðmundsson og Fjóla Hermannsdóttir , Akureyri.

 

Landsgildisþing var haldið á Akureyri 9. maí 2009.

Stjórn skipuðu:

Landsgildismeistari : Elín Richards,  Kópavogi.

Varalandsgildismeistari : Kjartan Jarlsson, Kópavogi.

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík.

Ritari: Valgerður Jónsdóttir,  Kvisti Akureyri.

Erlendur bréfritari: Jón Bergsson,  Hafnarfirði.

Spjaldskrárritari: Claus Hermann  Magnússon, Hafnarfirði

Blaða- og útbreiðslufulltrúi : Magnea Árnadóttir, Hveragerði.

 

Landsgildisþing var haldið í Reykjavík (Straumur) 2011.

Stjórn skipuðu – til 6. nóvember 2011.

Landsgildismeistari: Elín Richards, Kópavogi.

Varalandsgildismeistari/ritstjóri Bálsins: Magnea Árnadóttir, Hveragerði.

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík.

Ritari: Ásta Sigurðardóttir, Kvisti Akureyri.

Erlendur bréfritari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi.

Spjaldskrárritari: Claus Hermann Magnússon, Hafnarfirði.

Blaða- og útbreiðslufulltrúi: Ásta Gunnlaugsdóttir, Hveragerði.

Varamaður: Guðvarður B.F. Ólafsson, Hafnarfirði.

 

Bálið.

Einar Tjörvi var ritstjóri og sá um uppsetningu  Bálsins meðan hann var í landsgildisstjórn. Frá landsgildisþingi 2009 var Elín Richards ritstjóri en Guðni Gíslason í Hafnarfirði tók að sér uppsetningu. Gerður var samningur við Stapaprent í Keflavík um prentun.

Síðla árs 2005 var gerð tilraun til að fá styrktaraðila til að styðja útgáfu Bálsins. Ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum voru rituð bréf en lítið sem ekkert kom út úr þeirri viðleitni.

Við endurhönnun á geymslu landsgildisins í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, var gert ráð fyrir að ávallt færu 10-15 eintök af Bálinu þangað til varðveislu. Einnig er gjöf Björns Stefánssonar, Bálið innbundið frá upphafi til ársloka 2010, varðveitt þar.

Bálið er rekið með töluverðu tapi hverju sinni og er það greitt úr sjóðum landsgildisins. Blöðum hefur verið fækkað úr 4  í 2 -3 (það ár sem landsgildisþing fer fram) og reynt að leita tilboða í prentun, fækka prentuðum eintökum, afla auglýsinga o.s.frv.

 

Friðarloginn.

Friðarloginn var varðveittur í St. Jósefskirkjunni í Hafnarfirði til ársins 2008, en þá var hann fluttur í Klaustrið í Hafnarfirði. Ásgeir Sörensen sá um samskipti við nunnurnar, vörsluaðilana, þangað til hann féll frá 2010, en síðan hefur ekkja hans Renata séð um þau samskipti sem og kaup á kertum sem landsgildið og BÍS hafa kostað. Árlega er starfandi friðarloganefnd með fulltrúum landsgildisins og BÍS og skipuleggur sú nefnd afhendingu logans sem ávallt er hátíðleg athöfn í byrjun aðventu. Meðan loginn var afhentur í kirkjunni var sú athöfn við messu á 1. sunnudegi í aðventu, en eftir að loginn fluttist í Klaustrið hefur verið hafður sá háttur á að hafa athöfn að kvöldlagi í kapellu Klaustursins stuttu fyrir upphaf aðventu. Nokkur vinna var um tíma í að útvega fleiri luktir og tunnur til að flytja logann í.

 

Fjölgun/ fækkun gilda og gildisfélaga.

Ekki hefur gengið að fjölga gildum þrátt fyrir ýmsar þreifingar víða um land. Gildisfélagar falla frá og fáir bætast í skörðin. Á landsgildisþingi 2009 var tekin sú ákvörðun að strika St. Georgsgildið Andvara úr bókum landsgildisins, en frá þeim hafði hvorki heyrst hósti né stunda í mörg ár. Á vormánuðum 2010 var tekin sú ákvörðun að leggja niður Reykjavíkurgildið sem var elsta starfandi gildið á Íslandi. Landsgildisstjórn setti sér það markmið að hafa félagatalið ávallt sem réttast og við tiltekt í því  hefur fækkað mjög eða úr 350 félögum 2005 og niður í 250 árið 2011Fundir með gildis- og varagildismeisturum

Árlegir fundir eru haldnir með öllum gildis- og varagildismeisturum í byrjun nóvember. Þar fara fram umræður um starfið og stefnumörkun og skipst er á upplýsingum og hugmyndum. Lögð er áhersla á að gildin skili skýrslum og uppfærðum félagatölum rafrænt til ritara landsgildisins.

 

Breyting samþykkta.

Árið 2008 kom upp sú staða að einn stjórnarmanna Hákon Guðmundsson hætti skyndilega í stjórn. Landsgildisstjórn var þá í nokkrum vafa um hvernig með slíkt skyldi fara því ekkert í samþykktum fjallaði um slíka stöðu. Ákveðið var að Akureyrargildið tilnefndi annan fulltrúa í stjórn sem var Fjóla Hermannsdóttir. Í kjölfarið var undirbúin breyting samþykkta á landsgildisþinginu 2009 sem fjallar um kjör varamanna (kom fyrst til framkvæmda 2011) og einnig var komið inn í dagskrá landsgildisþings að heiðranir fari fram áður en formleg dagskrá hefst. Einnig var orðalagi nokkurra greina breytt lítilsháttar. Á landsgildisþingi 2011 var borin upp tillaga frá Kvisti um að enginn stjórnarmaður gæti setið lengur en tvö kjörtímabil í einu í landsgildisstjórn. Allar þessar breytingar voru samþykktar.

Nauðsynlegt er að athuga vel og tímanlega standi til að breyta samþykktum, en slíkt er eingöngu gert á landsgildisþingum. Einnig má hafa til hliðsjónar, af fenginni reynslu, að uppstillinganefnd fái skriflega ákvörðun þeirra sem taka að sér stjórnarsetu í landsgildisstjórn.

 

Samstarf við BÍS.

Samstarf við BÍS er ekki mjög fyrirferðarmikið í vinnu stjórnar. Árlega er samstarf um friðarlogann.  Fulltrúar úr stjórn landsgildisins hafa átt nokkra fundi með fulltrúum úr stjórn BÍS, skátahöfðingja og starfsmönnum BÍS og einnig fara bréfaskrif  stundum á milli.

 

Erlent samstarf.

Árlega þarf að fylla út nokkrar skýrslur og senda til ISGF og NBSR. Þetta verk hafa ýmist varalandsgildismeistari, ritari eða gjaldkeri annast en réttast er að það sé í höndum erlends bréfritara.

Landsgildismeistari eða fulltrúi hans sækir fundi í NBSR. Árið 2009 var gerð sú breyting að í stað árlegra funda verði 2 fundir á hverjum 3 árum og að hvert land greiði sinn kostnað af þessum fundum. Ísland og Litháen eiga samt að fá styrk (2000 kr danskar) vegna hærri ferðakostnaðar en hjá hinum löndunum. Jafnframt lækkaði gjaldið í NBSR í 1 kr. danska á mann á ári. Kostnaður er greiddur úr sjóði landsgildisins nema þegar fundurinn fellur að norrænu þingi þá greiðir hver fyrir sig.  Fundirnir skulu þegar því verður við komið haldnir sem næst Kaupmannahöfn / Kastrupflugvelli, nema þeir sem haldnir eru í tengslum við Norrænu þingin.

 

Þeir hafa verið:

Osló- Noregi 2006 (Einar Tjörvi)

Bodö – Noregi 2006 (Elín og Einar Tjörvi)

Vilnius- Litháen 2007 (Elín)

Vesterås- Svíþjóð 2008 (Elín)

Mariehamn – Álandseyjar 2009 (Elín)

Kaupmannahöfn – Danmörk 2011 (Elín)

 

Þing NBSR eru haldin á 3 ára fresti:

Bodö 2006 17 þátttakendur frá Íslandi

Álandseyjar 2009 13 þátttakendur frá Íslandi

 

Evrópuráðstefnur

Crakow 2007 – enginn frá Íslandi

Kýpur 2010 – enginn frá Íslandi

 

Alþjóðaráðstefnur

Vínarborg 2008 – 3 Íslendingar

Como- Ítalíu 2011 – enginn frá Íslandi

 

Norrænu gildin hafa gefið út sameiginlegt rafrænt fréttabréf  „Newsletter“ frá 2005 og var Einar Tjörvi ritstjóri þess til ársins 2009 en þá tóku Norðmenn við.

Einar Tjörvi tók einnig saman sögu NBSR 2007.

Ísland vann mikla vinnu við mótun stefnu og strauma bæði fyrir NBSR og ISGF. Einnig lagði Ísland mikla vinnu í undirbúning vegna alþjóðaráðstefnunnar 2008, þegar ráðstefnan var tekin af Túnis með stuttum fyrirvara. Valið stóð að lokum milli Íslands og Austurríkis og hafði Austurríki betur.

Jafnan berast boð á landsgildisþing norrænu gildanna og Ísland sendir einnig boð til þeirra þegar okkar landsgildisþing eru.

Vorið  2010 tóku gildin (Keflavík, Hveragerði og landsgildismeistari) á móti 9 gildisskátum frá Nuuk á Grænlandi sem voru í Íslandsheimsókn.

NBSR hefur tekið að sér skipulagningu á Evrópuráðstefnunni í september 2013.

 

Ýmislegt:

Geymslan – eigur landsgildisins – fjármál – heimabanki – heimasíðan – haustmót – búningar

Eitt það fyrsta sem nýkjörin stjórn 2005 tók sér fyrir hendur var að kanna innihald geymslu landsgildisins sem staðsett er undir stiga í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. Þangað hafði í áranna rás ýmislegt safnast og enginn í stjórninni hafði hugmynd um hvað þar var. Var gengið í að flokka það sem þar var og fljótt var komist að því að mjög margt var hreinlega rusl sem síðan var farið með í Sorpu. Tekið var til í hillum og verðmætum með minjagildi raðað í þær. Keyptar voru nokkrar möppur undir skjöl og annað. Nauðsynlegt er að vera vel vakandi yfir geymslunni því auðveldlega fer allt aftur í rusl ef ekki er að gætt.

Á haustdögum 2005 var tekin sú ákvörðun með nýjum gjaldkera að sameina ýmsa bankareikninga sem landsgildið átti og leita hagstæðustu vaxtakjara sem bjóðast hverju sinni. Einnig var stofnaður heimabanki og eftirleiðis eiga allar greiðslur til og frá landsgildinu að fara fram rafrænt. Gunnar Rafn Einarsson hefur séð um uppsetningu á reikningum landsgildisins mörg undanfarin ár.

Landsgildið hefur greitt kostnað vegna stjórnarliða og annarra sem koma á fundi landsgildisins frá Akureyri.

Heimasíða landsgildisins var vistuð hjá BÍS og var miklum vandkvæðum bundið að uppfæra hana og breyta eins og þarf til að heimasíða virki og sé ávallt með nýjustu upplýsingum. Leitað var ýmissa leiða og árið 2009 var tekin ákvörðun um um að stofna nýja heimasíðu www.stgildi.is sem Böðvar Eggertsson í Kvisti hefur umsjón með, en auðvelt er fyrir öll gildin að setja efni inn á síðuna. Enn á eftir að taka ákvörðun um eyðingu gömlu síðunnar hjá BÍS.

Í samþykktum landsgildisins stendur að haustmót skuli haldið það ár sem ekki er landsgildisþing. Það hefur verið reynt nokkrum sinnum en því miður er áhugi og þátttaka ekki sem skyldi.

2006 – Landsgildið í Reykholti í Borgarfirði

2008 – Akureyrargildið í Staðarskála í Hrútafirði – féll niður vegna þátttökuleysis

2010 – Hafnarfjarðargildið – var aldrei auglýst

St. Georgsdagurinn og Vináttudagurinn eru jafnan haldnir hátíðlegir sunnan heiða og skiptast gildin á um að hafa umsjón með þeim. Því miður hefur þátttakendum þar einnig fækkað að mun undanfarin ár.

Landsgildisstjórn hefur haft fyrir sið í all mörg ár, að senda jólakort til gildanna innanlands og utan sem og til þeirra aðila sem mest samskipti hafa verið við á líðandi ári.

Nokkrar umræður hafa verið af og til um búninga fyrir St. Georgsgildin. Gömlu bláu peysurnar hafa lengi verið ófáanlegar. Kópavogsgildið keypti sína búninga hjá Tanna, en það eru flíspeysur og pólóbolir. Hveragerðisgildið gerði slíkt hið sama skömmu síðar og fékk leyfi til að nýta sér merkið.

Á landsmóti skáta á Hömrum 2009 stóð landsgildismeistari í samvinnu við Kvist fyrir kynningu á starfi gildanna.

Landsgildið var stofnað 2. júní 1963 og verður því 50 ára 2013.

——

Unnið er að samantekt á starfi landsgildisins frá 2011 til 2024 og verður hún birt svo fljótt sem auðið er hér á síðunni.

Desember 2024,

Ólafur Proppé, landsgildismeistari.

Annáll  2001-2002:

Samantekt: Ásta Sigurðardóttir

Við ritstjórn bálsins tóku: Hörður Zóphaníasson, Aðalbergur Þórarinsson og Einar Tjörvi Elíasson. Út komu 3 tölublöð

Þann 24. febrúar, á 75 ára afmæli Gunnars Eyjólfssonar leikara og fyrrverandi skátahöfðinga, var hann gerður að heiðursfélaga Keflavíkurgildisins.

Í maí var haldið landsgildisþing í Keflavík.

Stjórn landsgildins 2001-2003 var kjörin, hana skipa: Landsgildismeistari Hörður Zóphaníasson, varalandsgildismeistari EinarTjörvi Elíasson, ritari, Kjartan Jarlsson, gjaldkeri, Aðalbergur Þórarinsson, erlendur bréfritari, Jón Bergsson, útbreiðslu og blaðafulltrúi Valdimar Már Pétursson, spjaldskrárritari, Nils Gíslason. Nils Gíslason flutti til útlanda skömmu síðar og Eyrún Eyþórsdóttir kom inn í stjórn í hans stað.

Á landsgildisþinginu  hlutu eftirtaldir gildisskátar heiðursmerki landsgildisins fyrir gott skátastarf: Kristbjörg Rúna Ólafsdóttir, Fanney Kristbjarnardóttir, Gunnar Rafn Einarsson, Gunnar Eyjólfsson, Halldór A. Brynjólfsson og Elísabet  Ólafsdóttir.

Evrópuþing var haldið í Budapest í Ungverjalandi í júní, þangað fóru rúmlega fjörtíu  gildisskátar frá Íslandi.

Friðarloginn kom til Íslands 19. desember.

Þann 23. desember fór Dúi Björnsson heim, en hann var, auk margra starfa í þágu skáta, kjörinn fyrsti landsgildismeistarinn árið 1963

Reykjavíkurgildið annaðist  St.Georgsdaginn í apríl og Vináttudagurinn var haldinn í Hveragerði í október.

 

2002

Á árinu komu út tvö tölublöð af Bálinu. Hið fyrra í umsjón Kvists og  hið síðara í umsjón St. Georgsgildisins á Akureyri.

Níutíu ára afmælis skátastarfs á Íslandi var minnst með landsmóti að Hömrum við Akureyri.

Lögðu gildin þar fram drjúgt liðsinni.

Í september var haldið vel heppnað haustþing í Kópavogi undir stjórn Kópavogsgildisins.

Fyrsta sunnudag í aðventu var Friðarloginn fluttur frá Hafnarfirði í aðrar byggðir landsins í fyrsta sinn.

Á árinu var ötullega unnið að undirbúningi norræna gildisþingsins sem var síðan haldið á Akureyri í júní 2003

 

Annáll  2003-2005:

Samantekt: Einar Tjörvi Elíasson

Á þinginu 23.10.03 gaf Hörður Zóphaníasson ekki kost á sér sem landsgildismeistara og voru eftirtaldir kjörnir í stjórn landsgildisins:

Einar Tjörvi Elíasson landsgildismeistari, Valdimar Már Pétursson varalandsgildismeistari, Kjartan Jarlsson ritari, Sesselja Halldórsdóttir gjaldkeri, Jón Bergsson erlendur bréfritari, Lára Björnsdóttir og Hákon Guðmundsson  varamenn.

Nýja stjórnin setti sér strax  á fyrsta fundi eftirtalin markmið:

  • Að stuðla að fremsta megni að fjölgun í gildishreyfingunni
  • Vinna að nánara samstarfi við skátahreyfinguna
  • Stofna til vinagilda
  • Efla alþjóðlegt samstarf með áherslu á Norðurlöndin

 

Mikið starf var unnið við að samræma og uppfæra félagatal fyrir gildin og á Kjartan Jarlsson, ritari Landsgildisins, stærstan heiður af því, að í dag liggur fyrir fullkomið, uppfært félagatal sem nær yfir öll gildin níu.

Bálið: Fljótlega eftir landsgildisþing tók stjórn þess ákvörðun um að að reyna að koma á meiri festu og skipulagi á útgáfu Bálsins. Fyrst voru gildin beðin um að skipa fulltrúa í ritnefnd blaðsins og síðan var leitað eftir föstum samningi um prentun þess og dreifingu. Ritstjóri þess, Lára Björnsdóttir, tók málið föstum tökum og náði hagkvæmum samningum við Litlaprent, sem er lítil prentsmiðja í Kópavogi. Ritnefnd var skipuð og fyrsta blaðið undir nýrri ritstjórn sá dagsins ljós í upphafi árs 2004.

Bálið kom út tvisvar undir ritstjórn Láru. Af persónulegum ástæðum hætti hætti Lára ritstjórn Bálsins og setu í stjórn. Ekki tókst að fá staðgengil og bauðst landsgildismeistari til að taka yfir ritstjórn og umbrot blaðsins eins og samningurinn við prentsmiðjuna kvað á um. Hefur landsgildismeistari annast þetta síðan.

Ein breyting var gerð á Bálinu til að mæta miklum áhuga á því erlendis, sérlega meðal nágranna okkar á Norðurlöndum. Því var ákveðið að skrifa samantekt um efni blaðsins á enskri tungu. Ástæða þess að enska var valin er aukin áhersla á alþjóðlegt starf meðal St. Georgsgilda og skáta. Enn hvíla þó sömu vandamálin á útgáfu Bálsins. Verstir viðureignar eru erfiðleikar við að afla fjárstuðnings til að mæta kostnaði við útgáfu þess. Því var gripið til þess ráðs að fá gildin til að leggja fram fasta styrktarlínu í blaðið hvað þau flest hafa gert.

Hitt vandamálið er að gildin senda ekki reglulega inn frásagnir og/eða myndir er segja frá starfinu í gildunum. Slíkt gæti vakið áhuga yngri kynslóða á að gerast meðlimir gildunum eða stofna ný gildi og taka virkan þátt í starfi nu.

Friðarloginn: hefur allt frá upphafi vegar verið geymdur í kirkju St. Jóseps í Hafnarfirði. Þar hefur hann notið einstaklega góðrar umsjár kirkjuvarðarins og gildisskátans Ásgeirs Sörensen og konu hans. Herra Jakob Roland sóknarprestur St. Jósefskirkju hefur einnig sýnt Friðarloganum og hugsjóninni sem hann boðar einstaka tryggð og verið okkur mikill haukur í horni bæði er varðar vörslu logans og hátíðina, sem við höldum er hann fer af stað um landið í byrjun aðventu.

Olíufélag Íslands hefur látið af hendi olíuna sem fæðir Friðarlogann án endurgjalds. Einnig hefur BÍS og mörg skátafélög landsins hafa aðstoðað landsgildið við dreifingu logans um landið. Friðarljós tendruð af honum hafa verið borin í kirkjur, skóla, og kirkjugarða víða um land og nýtur þetta vinsælda. Fyrir hönd landsgildisins hefur Valdimar Már borið hitann og þungann af þessu starfi. Þess má geta hér að Norðurlöndin öll hafa tekið upp þennan hátt á varðveislu Friðarlogans og þetta fyrirkomulag hefur margsannað gildi sitt, sérstaklega í löndum eins og í Noregi, þar sem loginn þarf að berast langar vegalengdir og ekki er auðvelt að dreifa honum til gilda í dreifbýlinu.

Fjölgun gilda: Ekkert hefur miðað áfram í fjölgunarmálum, þótt víða hafi verið reynt. Niðurstaða stjórnar er að víða sé meðalaldur í gildunum orðin svo hár að aldursbilið virki letjandi á yngri kynslóðina og það sé því líklegra til árangurs að stofna fremur ný gildi, sem gjarna mættu tengjast þeim eldri þótt þau bæru annað nafn eins og þekkt er meðal nágranna okkar td. í Noregi og Svíþjóð. Jafnframt er mikil þörf á betri kynningu gildisstarfsins út á við með kynningarspjöldum o.þ.h. gjarna í sam­starfi við norræna bræður okkar og systur.

Haustmót: Sú hugmynd kom fram í landsgildisstjórn að tengja tilraun til þess að stofna ný gildi haustmótinu. Í því skyni var ákveðið að halda mótið á Njáluslóðum. Ekki fékkst nægjanleg þátttaka svo mótið var fellt niður.

Erlent samstarf: Haldið hefur verið áfram framkvæmd þeirrar stefnu er mörkuð var á Norðurlandaþinginu á Akureyri 2003. Norræna gildasambandið stóð fyrir málþingi skáta og gildisskáta í Kjersäter Svíþjóð, þar sem samstarf skáta og gildisskáta var rætt, ásamt því hvernig best yrði staðið að fjölgun bæði innan skáta- og gildishreyfinga. Ræddar voru ýmsar lausnir og niðurstöður. Sesselja Halldórsdóttir sótti þingið bæði sem fulltrúi íslenskra skáta og gildisskáta og fórst það vel úr hendi. Þing Evrópudeildar ISGF var haldið í Kantaraborg í júní 2004. Það sóttu 17 fulltrúar frá Íslandi. Á þinginu lögðu norrænu gildin fram tillögur að breyttu stjórnskipulagi ISGF og fyrir þeim töluðu Rigmor Laurandsen, Danmörku og landsgildismeistari Íslands. Tillögurnar vöktu almenna athygli og hafa orðið til þess að NUR hefur nú lagt fram tillögur um breytingar á samþykktum ISGF fyrir heimsþingið í Lillehammer 2005. Þær stefna að fækkun í WCOM, styttri boðleiðum og meiri sveig­janleika. Nokkur málþing voru haldin um þessi mál og sótti Einar Tjörvi þau öll fyrir hönd Íslands. Jafnframt voru haldin tvö málþing, eitt í Litháen og annað í Danmörku, til að hrinda í framkvæmd ákvörðun norræna þingsins um útvíkkun NUR, þ.e. að sameina gildasambönd Norðurlanda og Eystrasaltslandanna í eitt gildasamband norræna baltíska gildasambandið “Nordic Baltic Sub-region” (NBSR). Þetta tókst á málþinginu í Dragör sl. mars nema hvað Lettland bað um lengri frest, og nú er aðeins eftir að ganga formlega frá þessu á World Congress 2005.

Á þinginu í Kantaraborg gerðust St. Georgsgildin á Íslandi ævifélagi í ambassadorgild ISGF og er gert ráð fyrir því að kjörinn landsgildismeistari landsgildisins hverju sinni fari með hlutverk fulltrúa Íslands í því. Á árinu var formlega stofnaður sjóður í nafni Hrefnu Tynes innan ”The Olave Baden Powell OBPS” félagsins til styrktar kvenskátum. Baldalag íslenskra skáta, landsgildið og St. Georgsgildið í Reykjavík  lögðu fram ríflegt fjárframlag í þessum tilgangi. Skátahöfðingi Íslands veitti viðtöku  staðfestingarskjali úr hendi Benediktu prinsessu í lok janúar þessa árs.+

Vináttugildi:

Þessi siður er ekki mjög algengur hjá St. Georgsgildum á Íslandi. Þó eru undantekningar þar á og þar helst til að nefna vináttusamband St. Georgsgildisins á Akureyri og Molde gildisins í Noregi. Fyrstu rætur þess má rekja til NUR þingsins í Mora og frekari staðfestingu þess á norræna þinginu á Akureyri 2003. Á Kantaraborgar þinginu var tekið upp vináttusamband milli landsgildisins á Íslandi og landsgildis Rúmeníu.

Fjármál:

Fjárhagsleg staða landsgildisins er ennþá viðunandi, en ekki getur það lengi staðið undir útgáfu Bálsins að öllu óbreyttu.

1991:

St. Georgsgildið í Reykjavík tók við útgáfu og ritstjórn Bálsins. Ritnefndina skipuðu Þorsteinn Magnússon, Franch Michelsen og Nina Ísberg.

Landsgildisþing var haldið í Golfskálanum í Leiru, Keflavík, laugardaginn 13. apríl

St. Georgsgildið í Keflavík annaðist framkvæmd þess. Stjórn landsgildisins var endurkosin og var starfsskipting stjórnarinnar óbreytt frá því sem var. Árshátíð St. Georgsgildanna var svo haldin með miklum glæsibrag á laugardagskvöldið og var hún í umsjá St. Georgsgildisins Straums. Sunnudaginn 14.apríl var St. Georgsdagurinn haldinn í Keflavík. Hann var einnig í umsjá Straums.

Alþjóðaþing IFOFS AG var haldið í Grikklandi 29. sep.- 5. okt. 1991 Sjö íslenskir gildisskátar sóttu þingið.

Áslaug sótti fund landsgildismeistara á Norðurlöndum 1.-3. nóv.  Fundurinn var haldinn í Kjesäter, gamalli höll suðvestur af Stokkhólmi. Fundurinn ákvað m. a. að Norðurlandagildin skyldu vinna að því að koma á fót gildishreyfingu í Póllandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

 

1992:

St. Georgsgildið í Reykjavík annaðist útgáfu og ritstjórn Bálsins annað árið í röð. Ritnefndin var óbreytt, Þorsteinn, Franch og Nína.

Norrænt gildaþing var haldið í Molde í Noregi 22. – 27. júní og tóku 22 íslenskir gildisskátar þátt í því.

Skátahreyfingin minntist þess með veglegum hætti í Laugardalshöll 2. nóvember að þá voru liðin 80 ár frá því að fyrsta skátafélagið var stofnað á Íslandi. St. Georgsgildin áttu góðan þátt í því að koma upp sýningu á ýmsum skátaminjum í sambandi við afmælishaldið. Halldóra Þorgilsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Ragnheiður Finnsdóttir og Egill Strange voru fulltrúar St. Georgsgildanna við undirbúning sýningarinnar og skiluðu frábæru starfi, sem og aðrir sem í undirbúningsnefndinni voru.

 

1993:

St. Georgsgildið í Hafnarfirði annaðist útgáfu og ritstjórn Bálsins. Ritnefnd þess skipuðu: Albert Kristinsson, Hörður Zóphaníasson og Jón Kr. Gunnarsson. Út komu fjögur tölublöð, samtals 88 blaðsíður. Hluti allra blaðanna var prentaður í lit.

Landsgildisþing var haldið 24. apríl í Fóstbræðraheimilinu í Reykjavík. St. Georgsgildið Straumur sá um landsgildisþingið og árshátíðina að þessu sinni. Árshátíðargestir skemmtu sér hið besta við mat og söng, skemmtiatriði og dans.

Áslaug Friðriksdóttir landsgildismeistari gaf ekki kost á endurkjöri og var Aðalgeir Pálsson frá Akureyri kosinn landsgildismeistari í hennar stað. Að öðru leyti varð landsgildisstjórnin þannig skipuð: Hörður Zóphaníasson varalandsgildismeistari, Garðar Fenger gjaldkeri, Sonja Kristensen ritari og meðstjórnendur þau Fanney Kristbjarnardóttir, Hilmar Bjartmarz og Jón Bergsson.

Áslaug Friðriksdóttir var formaður í samtökum landsgildismeistara á Norðurlöndum undangengið kjörtímabil.

St. Georgsgildið í Hafnarfirði og St. Georgsgildið í Keflavík fögnuðu 30 ára afmæli.

Tuttugasta alheimsmót St. Georgsgilda var haldið í Indónesíu 16.- 22. maí 1993. Tveir íslenskir gildisskátar sóttu þingið, hjónin Kristín Finnsdóttir og Garðar Fenger, úr St. Georgsgildinu í Reykjavík.

 

1994:

St. Georgsgildið í Hafnarfirði annaðist útgáfu og ritstjórn Bálsins með sömu ritnefnd og árið áður. Út komu fjögur tölublöð, öll litprentuð að hluta, samtals 96 blaðsíður.  Jóhanna Kristinsdóttir og Ragnheiður Finnsdóttir sóttu fund hjá Europian Forum gildinu 17.-22. janúar og urðu þar með fyrstar Íslendinga til að sækja slikan fund.

Hinn 27. júní- 2.júlí 1994 var norrænt gildaþing haldið í Hämeenlinna í Finnlandi. Þingið sóttu 14 gildisskátar frá Íslandi.

Haustmót St. Georgsgildanna á Íslandi var haldið í Skorradal síðustu helgina í ágúst. Mótsstaður var Skátafell, útileguskáli skátanna á Akranesi. Á þessu móti var keppt í skífukasti í fyrsta sinn á Íslandi og fór Keflavíkurgildið með sigur af hólmi. Um 70 manns tóku þátt í þessu haustmóti.

St. Georgsgildið Straumur fagnaði 10 ára afmæli  á Úlfljótsvatni. Vináttudagurinn var í umsjá Hafnarfjarðargildisins, haldinn 30. október í St. Jósefskirkjunni á Jófríðarstöðum. Um 120 gildisskátar tóku þátt í Vináttudeginum að þessu sinni.

 

1995:

St. Georgsgildið á Akureyri annaðist ritstjórn og útgáfu Bálsins. Ritstjórn skipuðu: Brynjólfur Tryggvason ábm., Ingigerður Traustadóttir, Valgeir Torfason og Þórdís Tryggvadóttir. Út komu þrjú tölublöð, öll litpentuð að hluta til, samtals 72 bls.

Landsgildisþing var haldið í Hafnarfirði sunnudaginn 30. apríl. Áttatíu og átta gildisskátar sóttu þingið. Nýtt gildi var samþykkt í landsgildið, Andvarar á Sauðárkróki. Þingið staðfesti aðild landsgildisins að minjanefnd skáta, en að henni standa einnig BÍS og SSR. Ný landsgildisstjórn var kosin á þinginu þannig skipuð: Aðalgeir  Pálsson landsgildismeistari, Einar Tjörvi Elíasson varalandsgildismeistari, Sonja Kristensen ritari, Fanney Kristbjarnardóttir gjaldkeri, Jón Bergsson erlendur bréfritari, Þórdís Katla Sigurðardóttir útbreiðslu- og blaðafulltrúi og Helgi Hannesson spjaldskrárritari. Hörður Zóphaníasson og Hilmar Bjartmarz báðust undan endurkjöri í landsgildisstjórn. Velheppnuð árshátíð var haldin um kvöldið í Hraunholti undir stjórn Rúnars Brynjólfssonar. Árshátíðina sóttu 93 gildisfélagar og skemmtu sér hið besta.

 

1996:

St. Georgsgildið á Akureyri annaðist áfram ritstjórn Bálsins með sömu ritstjórn. Út komu þrjú tölublöð, öll litprentuð að hluta til, samtals 72 blaðsíður.

Landsgildismeistari, Aðalgeir Pálsson, sótti fund og ráðstefnu NUR, sem var haldinn í nágrenni Oslóarborgar í Noregi. Þemu ráðstefnunnar voru “Eitt sinn skáti, ávallt skáti” og “Gildastarf í fortíð, nútíð og framtíð”.

Nýtt gildi var stofnað á Akureyri, St. Georgsgildið Kvistur. Stofnendur voru 50 talsins. Tveir skátar frá Litháen komu á landsmót skáta á Úlfljótsvatni í boði landsgildisins. Þau hétu Laura og Tauras og voru frá Kaunas, næst stærstu borg í Litháen. Sonja Kristensen og Jón Kristinsson í Keflavíkurgildinu tóku á móti þeim og á heimili þeirra dvöldust þau Laura og Tauras í góðu yfirlæti fyrir og eftir mótið.

Allmargir gildisskátar sinntu margvíslegum störfum á Landsmóti skáta 1996, aðrir komu á móti og ýmist gistu þar eða dvöldu á mótinu daglangt.

Átta íslenskir gildisskátar sóttu 21. þing IFOFSAG – ISGF, sem haldið var í Monte Grotto Terme á Ítalíu 30. júní -6. júlí 1996.

Vísnagaman og vinamál, ljóðabók Harðar Zóphaníassonar, var gefin út af St. Georgsgildunum á Íslandi, Hraunbúum og BÍS.

 

1997:

St. Georgsgildið í Keflavík sá um útgáfu og ritstjórn Bálsins. Ritstjóri þess og ábyrgðarmaður var Björn Stefánsson. Með honum í ritnefnd voru Jóhanna Kristinsdóttir, Jakob Árnason og Ólafía Einarsdóttir. Út komu þrjú tölublöð prentuð í svart-hvítu, samtals 48 bls.

 

Landsgildisþing var í umsjá Reykjavíkurgildisins og haldið 3. maí í Fóstbræðraheimilinu í Reykjavík. Fagnað var komu tveggja nýrra gilda í landsgildið, St. Georgsgildinu Kvisti á Akureyri og St. Georgsgildi Kópavogs, sem stofnað var 17. apríl 1997.

Landsgildismeistari Aðalgeir Pálsson baðst undan endurkjöri og var Hörður Zóphaníasson kosinn í hans stað. Aðrir sem kosnir voru í landsgildisstjórn: Einar Tjörvi Elíasson, Guðrún Nikulásdóttir, Jón Bergsson, Sesselja G. Halldórsdóttir og Þórdís Katla Sigurðardóttir.

Þrir gildisskátar voru heiðraðir á þingunu með heiðursmerki landsgildisins. Það voru þær Ásdís J. Kristjánsdóttir, Gyða Guðjónsdóttir og Þórdís Katla Sigurðardóttir.

Um kvöldið var haldin árshátíð, þar sem menn skemmtu sér konunglega.

Norrænt gildaþing var haldið 23.- 28. júní í Faaborg á Fjóni og sóttu það átta íslenskir gildisskátar.

 

1998:

St. Georgsgildið í Keflavík sá áfram um útgáfu og ritstjórn Bálsins og var ritstjórn þess óbreytt frá fyrra ári. Út komu þrjú tölublöð, samtals 52 blaðsíður.

Haustmót var haldið á Hofsósi 11.-12 september og þótti afar vel heppnað. Farið var í kynnisferð til Siglufjarðar og bærinn skoðaður undir leiðsögn bæjarstjóra, sem bauð síðan til hádegisverðar. Komið var við á Hólum á heimleið og notið helgistundar í Hólakirkju hjá Gísla Gunnarssyni presti í Glaumbæ.

 

1999:

Fanney Kristbjarnardóttir tók við ritstjórn Bálsins. Út komu þrjú tölublöð samtals 52 blaðsíður.

Landsgildisþing var haldið á Akureyri  laugardaginn 24. apríl. Setning þingsins var helguð minningu Tryggva Þorsteinssonar, en hann hefði orðið 88 ára þennan dag hefði hann lifað. Tveir erlendir gestir voru á þinginu, dönsku hjónin Hanne og Bent Monberg.  Hanne hélt erindi á þinginu um alþjóðlegt gildastarf.

Hörður Zóphaníasson var endurkjörinn landsgildismeistari og með honum í lands-gildisstjórn voru kosin Aðalbergur Þórarinsson, Einar Tjörvi Elíasson, Jón Bergsson, Kjartan Jarlsson, Pétur Torfason og Þórdís Katla Sigurðardóttir.

Sex gildisskátar voru sæmdir heiðursmerki landsgildisins á þinginu þau Aldís Lárusdóttir og Richard Þórólfsson Akureyri, Einar Tjörvi Elíasson og Þórður Jónsson Reykjavík og Elsa Kristinsdóttir og Sigurlaug Arnórsdóttir Hafnarfirði.

 

 

2000:

Ritstjóri Bálsins var sami og árið áður Fanney Kristbjarnardóttir, en aðstoðarritstjóri og fulltrúi Bálsins á Norðurlandi var Guðný Stefánsdóttir. Út komu þrjú tölublöð, samtals 48 blaðsíður.

Nýtt gildi var stofnað 22. febrúar í Hveragerði og hlaut nafnið St. Georgsgildi Hveragerðis. Stofnfélagar voru 18. Karlinna Sigmundsdóttir var kosin gildismeistari.

Norrænt gildaþing var haldið í Mora í Svíþjóð 26. júni -1. júlí. Þingið sóttu 14 íslenskir gildisskátar.

Haustmót var haldið í Vatnaskógi í húsnæði KFUM dagana 23. og 24. september. Farið var í skoðunarferð til Akraness og m. a. var dvalarheimilið Höfði heimsótt, sýning í bókasafninu á skátaminjum skoðuð og hús tekið á franska listamanninu Philippe Ricart, sem býr og starfar á Akranesi. Þátttakendur voru um 50 talsins.

Skipuð nefnd til undirbúnings Norðurlandaþingsá Akureyri 2003. Í  henni voru: Aðalgeir Pálsson formaður, Jónas Finnbogason, Hilmar Bjartmarz, Björn Stefánsson, Kristín Harðardóttir, Gunnar Rafn Einarsson, Einar Tjörvi Elíasson og Pétur Torfason.

St. Georgsdagurinn var haldinn í Kópavogi og Vináttudagurinn í Reykjavík.

1981:

St. Georgsdagurinn var haldinn að Bessastöðum 23. apríl að viðstöddum forsetahjónunum Kristjáni Eldjárn og Halldóru Ingólfsdóttur. Forsetinn bauð til stofu og þáðu allir veitingar.

Landsgildisþing var haldið á Akureyri 2. maí í Hvammi, skátaheimili þeirra Akureyringa. Á þingið mættu 38 gildisfélagar. Hrefna Tynes landsgildismeistari setti þingið og skipaði Aðalgeir Pálsson fundarstjóra.

Á þinginu flutti Halldór Pálsson erindi um málefni fatlaðra og Magnús Jónsson forstöðumaður á Sólborg á Akureyri skýrði frá starfsemi fyrir þroskahefta.

Í landsgildisstjórn voru kjörin: Jóhanna Kristinsdóttir landsgildismeistari, Björn Stefánsson varalandsgildismeistari, Ragnheiður Finnsdóttir erlendur bréfritari, Nína Ísberg ritari, Sigríður Axelsdóttir gjaldkeri, Guðni Jónsson fjármálastjóri og Hans Jörgensson meðstjórnandi. Björn Stefánsson tók að sér ritstjórn Bálsins.

Dúi Björnsson var sæmdur gullbjálka St. Georgsgildisins, en hann var fyrsti íslenski landsgildismeistarinn.Alþjóðaþing IFOFSAG. var haldið í Dijon í Frakklandi dagana 20.- 25. júlí. Þátttakendur frá Íslandi voru 31 talsins. Á þinginu voru saman komnir liðlega 530 gildis-skátar frá 28 löndum.

Björn Stefánsson var kosinn í stjórn IFOFSAG og var fyrsti Íslendingurinn sem þann sóma hlýtur. Íslensku þátttakendurnir ferðuðust um Frakkland bæði fyrir og eftir þingið.

Þetta ár  var rishæðin við Blönduhlíð 35 seld Blindrafélaginu og andvirði hennar lagt í byggingu nýs skátahúss við Snorrabraut.

Vináttudagurinn var í umsjón Keflavíkurgildisins 23. október.

Alþjóðlega skátahreyfingin hlaut fyrstu úthlutun friðarverðlauna UNESCO.

 

1982:

Hinn 22. febrúar var nýtt skátaheimili vígt við Snorrabraut og var landsgildið einn eignaraðila að því. Það fékk þar eitt herbergi til umráða fyrir starfsemi sína.

Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands samdi St. Georgsboðskapinn þetta árið.

Norðurlandaþing St. Georgsgilda var haldið í Lillehammer 20.- 26. júní. Þar mættu íslenskir gildisskátar. Fundur landsgildismeistara var haldinn 24. júní og þar mættu  Hrefna Tynes (f.h. Jóhönnu Kristinsd.) og Sigríður Axelsdóttir

Fyrsta námsstefna IFOFSAG. var haldin í Christianlyst í Slésvík í Norður-Þýskalandi dagana 2.- 7. ágúst. Frá Íslandi sóttu námstefnuna þær Jóhanna Kristinsdóttir landsgildismeistari og Sigríður Axelsdóttir gjaldkeri landsgildisins.

Þá var fyrsta námsstefna landsgildisins haldin í Keflavík laugardaginn 2. október. Í henni tóku þátt auk landsgildisstjórnar, St. Georgsgildin í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík, fimm félagar frá hverju gildi.

Skátastarf í heiminum á 75 ára afmæli í ár og Akranesgildið á 10 ára afmæli.

Helgi S. Jónsson í Keflavík fór heim 18. desember.

Keflavíkurgildið vígði skátaskála sinn, Tjarnarsel á Hvalsnesi, 5. desember.

 

1983:

Landsgildisþing var haldið í Gagnfræðaskólanum í Keflavík laugardaginn 14. maí. Gildismeistari Keflavíkurgildisins Aðalbergur Þórarinsson bauð þingfulltrúa velkomna. Landsgildismeistari Jóhanna Kristinsdóttir setti þingið og skipaði Sonju Kristensen þingforseta, en Hafstein Hannesson og Jón M. Kristinsson ritara þingsins. Hans Jörgensson flutti frásögn af starfi landsgildisins í 20 ár og Guðrún Sigurbergsdóttir flutti erindi um Félag aldraðra á Suðurnesjum.

Jóhanna Kristinsdóttir var endurkjörin sem landsgildismeistari og með henni í stjórn Björn Stefánsson Keflavík, Aðalgeir Pálsson Akureyri, Guðni Jónsson og Garðar Fenger úr Reykjavík, Sigurlaug Arnórsdóttir og Kristinn Sigurðsson úr Hafnarfirði.

Eftir þingið var þingfulltrúum sýnt Orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og þinginu slitið í Grindarvíkurkirkju um kvöldið.

Fimmtánda alþjóðaþingið var haldið í Holllandi 12.-16. júlí. Sautján gildisfélagar sóttu þingið.

Föstudaginn 2. sept. var boðið til vígslu Skátahússins við Snorrabraut að viðstöddum 200 gestum. Þar fékk landsgildið skrifstofu fyrir sig , auk þess sem það fékk aðgang að fundarherbergi og samkomusal í húsinu. Eignarhlutfall landsgildisins er þá talið vera 1,762% af öllu húsinu en 5,8% í annarri hæð hússins.  Landsgildisstjórn samþykkti að sjá um bókasafn BÍS og buðust Hrefna Tynes og Hans Jörgensson til að koma safninu í gott horf.

Vináttudagurinn var haldinn í Bústaðakirkju 30. október. Ný söngbók prentuð og tekin í notkun.

Hinn 4.–6. nóvember var haldin námsstefna fyrir stjórnir gildanna á Norðurlöndum á Kjesäter, sem er gamall og stór herragarður sem sænska skátabandalagið á.

Efni námsstefnunnar var afstaða gildanna til samfélagsins, afstaða gildanna til skátastarfsins og afstaða gildanna til meðlimanna. Þátttakendur voru 28, þar af þrír frá Íslandi.

Eiríkur Jónsson fór heim 12. desember 83 ára að aldri.

 

1984:  

St. Georgsgildið Straumur var stofnað á Úlfljótsvatni 5. maí, en lögheimili þess var í Reykjavík. Fyrsti gildismeistari þess var kosinn Valdimar Jörgensson. Fundarstaður Straums var Skjöldungaheimilið, Sólheimum 22 A. Þar voru um 30-40 manns og var Jóhönnu Kristinsd. landsgildismeistara og maka hennar boðið að vera viðstödd. Jóhanna lauk ávarpi sínu þannig: Heill-gæfa-gengi. Straumur lifi lengi.

Norðurlandaþing St. Georgsgilda var haldið að Dipoli í Esbo í Finnlandi 25. – 29. júní og tóku 14 gildisfélagar frá Íslandi þátt í því. Einkunnarorð þingsins voru: “Gildið og umheimurinn”.

Félagar úr St. Georgsgildunum á Íslandi hittust á Húnavöllum föstudagskvöldið 17. ágúst og dvöldust þar til 19. ágúst. Þátttakendur að sunnan voru 40 talsins, 17 frá Akureyri, auk þriggja áhugamanna frá Blönduósi um skáta- og gildismál. Þáttakendur fóru í ferð fyrir Skaga á laugardaginn með viðkomu í “Kántribæ” og á Sauðárkróki.

Um kvöldið var stórskemmtilega kvöldvaka í setustofu Húnavalla. Undir hádegi sunnudagsins héldu þátttakendur til síns heima. Sunnlendingarnir nánast flutu suður Kjöl, án þess að sjá  meira en næsta mann í grámuskunni, enda heyrðist í fréttum ríkisútvarpsins, þegar komið var langleiðina niður undir Gullfoss, að Kjalvegur væri gjörsamlega ófær vegna bleytu og fjöldi hópferðabíla sætu fastur á Bláfellshálsi.

Vináttudagurinn var haldinn í Keflavík 28. október. Þar var heiðursfélagi Keflavíkurgildisins nr. 2 kjörinn en það var Kristinn Reyr. Mættir voru 130 gildisskátar.

 

1985:

Sautjánda alþjóðaþing IFOFSAG var haldið 2. – 8. febrúar í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Þingið sóttu 530 gildisfélagar frá 23 löndum, þar af 13 gildisfélagar frá Íslandi. Björn Stefánsson lauk sex ára kjörtímbili sínu í stjórn IFOFSAG á þessu þingi.Jóhanna Kristinsdóttir landsgildismeistari var meðal þeirra sem kjörin voru í  nýja stjórn samtakanna. Íslenskir gildisskátar(13) fóru í 6 vikna ferðalag í tengslum við þingið.

Landsgildisþing var haldið í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 4. maí. Gildismeistari Hafnarfjarðargildisins, Ásthildur Magnúsdóttir, ávarpaði þingfulltrúa og bauð þá velkomna til Hafnarfjarðar en Jóhanna Kristinsdóttir landsgildismeistari setti síðan þingið.

Landsgildisþingið kaus eftirtalda í landsgildisstjórn til næstu tveggja ára: Björn Stefánsson Keflavík landsgildismeistara, Guðna Jónsson Reykjavík, varalandsgildismeistara, Garðar Fenger Reykjavík, gjaldkera, Elsu Kristinsdóttur Hafnarfirði, ritara Aðalgeir Pálsson Akureyri, spjaldskrárritara,  Jóhönnu Kristinsdóttur Keflavík, erlendan bréfritara og Hilmar Bjartmarz Garðabæ, útbreiðslu- og blaðafulltrúa.

Gildin á Suðvesturlandi fóru í sumarferð helgina 16. – 18. ágúst. Ekið var um Heydal og vestur að Sælingsdalslaug, en þar var gist í tvær nætur. Laugardaginn 17. ágúst var farin hringferð um Snæfellsnesið, fyrir Jökul, víða stansað og fagrir staðir skoðaðir. Heim var ekið á sunnudag um Laxárdalsheiði yfir í Hrútafjörð, síðan um Holtavörðuheiði og Kaldadal. Þátttakendur voru liðlega þrjátíu og skemmtu sér konunglega.

Námsstefna landsstjórnar Norðurlandagilda var haldin í Álaborg 4.- 5. október. Fund þennan sóttu Garðar Fenger, Halldóra Þorgilsdóttir og Guðni Jónsson.

Minnisvarði um Helga S. Jónsson, félagsforingja Heiðarbúa, var afhjúpaður 21. ágúst við Skátahúsið í Keflavík.

 

1986:

St. Georgsgildið í NUUk á Grænlandi 25 ára.

Gildin sunnan heiða héldu árshátíð í Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 15. mars. Olga Plank, landsgildismeistari Nýja-Sjálands og stjórnarmaður í IFOFSAG var þar heiðursgestur. Þátttakendur voru á annað hundrað. Straumur sá um árshátíðina með mikilli reisn og sóma.

Í apríl þetta ár kom Bálið út, en útgáfu þess og ritstjórn 1988 annaðist St. Georgsgildið í Reykjavík. Landsgildisstjórn hafði þá fyrir skömmu ákveðið á fundi með gildismeisturum að gildin skyldu annast blaðið og ritstjórn þess til skiptis, eitt ár í senn og reið Reykjavíkurgildið á vaðið í þeim efnum.

Norðurlandaþing St. Georgsgildanna var haldið á Borgundarhólmi 23. – 26. júní. Þátttakendur voru 450.

Gildismót var haldið á Dalvík 22. – 25. ágúst, en þar var haldið til í heimavist Dalvíkurskóla. Mótið sóttu m. a. 50 félagar úr St. Georgsgildunum í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík auk félaga úr St. Georgsgildinu á Akureyri. Farin var hringferð um Svarfaðardal, farið í Ólafsfjörð og svo í Hrísey, en þar gæddi fólkið sér á Gallowaynautakjöti á hótelinu í Hrísey. Kvöldvaka og varðeldur á Dalvík.

Sunnlendingarnir fóru Bárðardal og Kjöl heim.

Akranesgildið var lagt niður í byrjun ársins.

Sólheimaleikarnir voru haldnir í fyrsta skipti 29. júlí og voru gildisfélagar úr Straumi sem sáu um undirbúning.

Í tilefni nýs lýðveldis í Viðey 27. júlí, gaf landsgildið 4 fánastengur sem reistar voru við Skátaheimilið við Snorrabraut.

 

1987:

St. Georgsgildið Straumur tók við útgáfu Bálsins 1987 og annaðist ritstjórn þess. Ritnefndina skipuðu: Júlíus Aðalsteinsson, Sveinn Guðmundsson, Yngvinn Gunnlaugsson, Sigurður Jóhannsson og Kolbrún Hlöðversdóttir.

Laugardaginn 25. apríl var haldin námsstefna í Skátahúsinu í Keflavík. Meðal þeirra sem þar önnuðust fræðslu voru Alan K. B. Beavis forseti IFOFSAG og Per Mikkelsen útbreiðslustjóri samtakanna, en þeir voru hér í boði landsgildisins.

Á námsstefnunni var rætt um framtíðarþróun og eflingu gildisstarfsins og komu fram ýmsar athyglisverðar hugmyndir. Um kvöldið var árshátíð og byrjaði með helgistund í Útskálakirkju. Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heiðraði samkomuna með þátttöku sinni í helgistundinni.

Landsgildisþing var haldið laugardaginn 2. maí í safnaðarheimili Langholtskirkju Reykjavík. Ragnheiður Finnsdóttir, f. h. Reykjavíkurgildisins, bauð gesti velkomna, en Björn Stefánsson landsgildismeistari setti þingið. Fundarstjóri var Marías Þ. Guðmundsson.

María Gunnarsdóttir varaskátahöfðingi ávarpaði þingið og flutti því kveðjur frá Ágústi Þorsteinssyni skátahöfðingja.

Í landsgildisstjórn voru kosin: Björn Stefánsson frá Keflavíkurgildinu, Guðni Jónsson og Garðar Fenger frá Reykjavíkurgildinu, Elsa Kristinsdóttir og Jón Bergsson frá gildinu í Hafnarfirði, Hilmar Bjartmarz frá Straumi og Aðalgeir Pálsson frá Akureyrargildinu. Stjórnin skipti síðan með sér verkum þannig: Landsgildismeistari Björn Stefánsson, varalandsgildismeistari Guðni Jónsson, gjaldkeri Garðar Fenger, ritari Elsa Kristinsdóttir, erlendur bréfritari Jón Bergsson, spjaldskrárritari Aðalgeir Pálsson og útbreiðslu- og blaðafulltrúi Hilmar Bjartmarz.

Alþjóðaþingið var haldið í Coventry 19.- 25. júlí. Þátttakendur voru um 700 frá 55 þjóðlöndum, þar af 25 frá Íslandi.

Gildisfélagar fengu boð frá borgarstjóranum í tilefni 200 ára afmæli Reykjavíkur. Landsgildismeistari ávarpaði samkomuna.

Óskar Pétursson, einn af frumkvöðlum skátahreyfingarinnar, varð áttræður 2. sept. Hann á að baki 70 ára skátastarf.

 

1988:

Landsgildisþing var haldið 2. maí.

Skráð gildi eru 6 en lítið sem ekkert hefur heyrst frá Blönduóssgildinu.

St. Georgsgildið í Hafnarfirði tók við útgáfu og ritstjórn Bálsins 1988.  Ritstjórnina skipuðu Albert Kristinsson, Hörður Zóphaníasson og Jón Kr. Gunnarsson.

Í fyrsta tölublaði Bálsins var í fyrsta sinn “Bætt á bálið” og það skrifaði Björn Stefánsson landsgildismeistrari.

Árshátíð St. Georgsgilda var haldin í Golfskálanum í Leiru, Keflavík, 16. apríl. Hún þótti takast með ágætum.

Norðurlandaþing gildanna var haldið í Skvöde í Svíþjóð. Þingið sóttu 11 íslenskir gildisskátar. Á þinginu var dreift kynningarbæklingi um fyrirhugað norrænt gildaþing á Íslandi 1990. Bæklinginn hafði landsgildisstjórn látið útbúa.

Alþjóðaþing var haldið í Coventry og sóttu það 25 íslenskir gildisskátar.

Þann 2. nóvember var minnst 75 ára afmæli skátastarfs á Íslandi.Landsgildið færði skátahreyfingunni stóran vasa sem var skreyttur með merki St. Georgsgildanna og með gylltri áletrun.

 

1989:

St. Georgsgildið á Akureyri tók við útgáfu og ritstjórn Bálsins . Ritstjórnina skipuðu  Gunnar Rafn Einarsson, Aðalgeir Pálsson og Fanney Kristbjarnardóttir.

Landsgildisstjórn skipaði sérstaka nefnd til þess að undirbúa norræna gildsþingið, sem haldið verður í Reykjavík 1990. Nefndina skipuðu Björn Stefánsson, Guðni Jónsson og Hilmar Bjartmarz .

Landsgildisþing var haldið í Lóni á Akureyri 30. apríl. Björn Stefánsson fráfarandi landsgildismeistari baðst undan endurkjöri og lauk 20 ára samfelldu starfi fyrir gildin.Landsgildisstjórn næstu tvö árin verður þannig skipuð: landsgildismeistari Áslaug Friðriksdóttir, varalandsgildismeistari Hörður Zóphaníasson, gjaldkeri Garðar Fenger, ritari Sonja Kristensen, erlendur bréfritari Jón Bergsson, útbreiðslu- og blaðafulltrúi Hilmar Bjartmarz og spjaldskrárritari Aðalgeir Pálsson.

Áslaug Friðriksdóttir hlaut riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 17. júní fyrir störf  að skóla-og uppeldismálum.

Átjánda alþjóðaþing IFOFSAG. var haldið í Álaborg í Danmörku dagana 6.-12. ágúst. Þar var Norðurlandaþingið á Íslandi 1990 kynnt með litskyggnum frá Birni Stefánssyni.

Óskar Pétursson fór heim 8. nóvember.

 

1990:

St. Georgsgildið í Keflavík tók við útgáfu og ritstjórn Bálsins. Ritnefndina skipuðu Jóhanna Kristinsdóttir, Sonja Kristensen og Helga Kristinsdóttir.

Norrænt gildaþing var haldið í Reykjavík dagana 16. – 21. júlí 1990. Þema þingsins var: Betri heimur, –  hvað geta gildin gert til að bæta heiminn ?

Egill Strange hannaði nýtt heiðursmerki fyrir landsgildið, sem kom í stað gullbjálkans. Þetta nýja heiðursmerki var veitt í fyrsta skipti á norræna gildaþinginu í Reykjavík.

Merkið hlutu: Jóhanna Kristinsdóttir, Garðar Fenger, Björn Stefánsson, Guðni Jónsson og Hilmar Bjartmarz.

Í tilefni 60 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur forseta hittust 15 gildisfélagar í Vigdísarlundi við Úlfljótsvatn  og gróðursettu þar m.a. 50 birkiplöntur. Minningarsjóður Guðrúnar Bergsveinsdóttur veitti myndarlega fjárupphæð til kaupa á trjáplöntum.  Um 200 plöntur hafa verið gróðursettar þar.

1971:

Fimmta landsþing St. Georgsskáta var haldið í Oddfellowhúsinu í Reykjavík 20. maí, uppstigningardag. Hans Jörgensson landsgildismeistari setti þingið og skipaði Albert Kristinsson fundarstjóra en Ragnheiði Kristinsdóttur fundarritara, bæði úr Hafnarfirði.

Á þessu þingi var lesið bréf þess efnis, að Borgargildið hefði verið lagt niður. Á landsgildisþinginu var ekki tilnefndur maður frá BÍS eins og verið hafði frá byrjun, heldur kjörinn 5. maður úr röðum gildisfélaga. Franch Michelsen voru færðar þakkir en hann hafði verið fulltrúi BÍS. Tvær uppástungur komu fram um landsgildismeistara og var Franch Michelsen kosinn landsgildismeistari með 13 atkvæðum. Hrefna Tynes fékk 12 atkvæði. Aðrir í landgildisstjórn voru kjörnir Aðalsteinn Júlíusson, Björn Stefánsson og Þorsteinn Magnússon. Varamenn í landsgildisstjórn voru kosin Guðmundur Ólafsson og Elsa Kristinsdóttir. Að þinginu loknu, eftir kvöldmat, var ekið til Hafnarfjarðar og upp að Hvaleyrarvatni í Skátalund skála Hafnarfjarðargildisins þar. Í Skátalundi var dvalið góða stund og var þar boðið upp á öl og meðlæti. Svo var haldið aftur til Reykjavíkur í safnaðarheimili Langholtssóknar. Þar hófst svo kvöldvaka með spjalli, söng og gamanmálum, kaffi og indælis kökum.

Á fundi landsgildisstjórnar 10. júní var rætt um fyrirhugað norrænt gildisþing í Noregi og Þorsteinn Magnússon, Jónas Sigurður Jónsson og Albert Kristinsson skipaðir í nefnd til að undirbúa ferð þangað.

Á þessum fundi var líka rætt um að hætta að gefa Bálið út sem hluta af Foringjanum en gera það að sérstöku blaði sem kæmi út þrisvar til fjórum sinnum á ári, fjórar síður hverju sinni, en væri samt áfram innan í Foringjanum sem sjálfstætt blað. Hrefna Tynes tók að sér að athuga með ritstjórn.

Bálið: 3. árgangur kom út sem fylgirit Foringjans, tvö tbl. Ritstj. Franch Michelsen.

Akranesgildið í Reykjavík var stofnað 15. október( ?) á heimili Páls Gíslasonar, skátahöfðingja, Rauðagerði 10. Gildismeistari var kjörinn Sigurður S. Sigurðsson.

 

1972:

Tuttugu og fjórir íslenskir gildisfélagar sóttu norræna gildisþingið í Noregi og þótti sú ferð takast mjög vel.

St. Georg kom út, fjórar síður í dagblaðsformi.

Allmiklar umræður eru um hvort Landsgildið eigi að gerast formlegur aðili að Bandalagi íslenskra skáta. Hrefna Tynes skýrði frá fundi landsgildismeistara Norðurlanda sem haldinn var í Noregi.

Þar var reifuð hugmyndina um að íslenska landsgildið gerðist aðili að BÍS. Allir fundarmenn voru andvígir þeirri hugmynd, en vildu eiga vinsamlegt og gott samstarf við skátana og skátahreyfinguna. Sama var uppi á teningnum, þegar þetta sama mál kom til umræðu í stjórn IF0FSAG.

Á fundi landsgildisstjórnar 30. október 1972  er samþykkt í tilefni af 60 ára afmæli skátastarfs á Íslandi að færa BÍS 10.000 króna gjöf auk 1000 króna framlagi frá hverju gildi. Peningum þessum skyldi varið til söfnunar gamalla skátaminja  og stofnunar skátaminjasafns.

 

1973:

Landsgildisstjórn boðaði til fundar með gildismeisturum, fulltrúum frá Vestmannaeyjum og Bandalagi íslenskra skáta 5. febrúar. Tilefni fundarins var að fljótlega eftir eldgosið þar fóru landsgildinu að berast frá  peningagjafir frá Norðurlöndunum  og tilboð um aðstoð við Vestmannaeyjabúa.

Fundurinn samþykkti tillögu frá Bandalagi íslenskra skáta um stofnun Faxasjóðs, en í hann skyldu renna þeir fjármunir sem söfnuðust á vegum gildanna og skátanna. Markmið sjóðsins skyldu vera að styrkja og efla starfsemi skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum.

Stofnaðilar voru: Landssamband íslenskra St. Georgsgilda, Bandalag íslenskra skáta, Útlagar (flokkur Vestmannaeyjaskáta í Reykjavík) , Skátafélagið Faxi, Skátasamband Reykjavíkur og Reykjavíkurgildin.Í stjórn voru kosin: Arnbjörn Kristinsson (BÍS), Björn Stefánsson (landsgildið), Erla Gunnarsdóttir (skátasambandið), Jónas Sigurður Jónsson (Reykjavíkurgildin), Friðrik Haraldsson (Útlagar) og Ólafur Magnússon (Faxi).

Á sama fundi landsgildisstjórnar voru þeir Þorsteinn Magnússon Reykjavík, Sigurður Jónas Sigurðsson Reykjavík og Albert Kristinsson Hafnarfirði kosnir í nefnd til undirbúnings ferð á Norræna gildaþingiðí Finnlandi 1974.

Eiríkur Jóhannesson var gerður að heiðursfélaga í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði á 10 ára afmæli þess hinn 23. maí og er sá fyrsti sem hlýtur þann heiður.

Sjötta landsþing BÍSG var haldið á Akureyri laugardaginn 2. júní á 10 ára afmælisdegi bandalagsins. Dúi Björnsson bauð menn velkomna til Akureyrar en síðan setti landsgildismeistari Franch Michelsen þingið og bað Tryggva Þorsteinsson að vera fundarstjóra og Jóhönnu Kristinsdóttur fundarritara.

Á þessu þingi var samþykkt að breyta nafni samtakanna, sem skyldu nú heita St. Georgsgildi Íslands, nefnt landsgildið.

Franch Michelsen var kjörinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Björn Stefánsson Keflavík, Þorsteinn Magnússon Reykjavík, Guðfinna Svavarsdóttir Reykjavík og Sigurlaug Arnórsdóttir Hafnarfirði.

Um kvöldið var haldin kvöldvaka í Hvammi undir stjórn Dúa Björnssonar og stóð hún til miðnættis og þótti takast hið besta.

 

1974:

St. Georgsdagurinn haldinn 23. apríl í Bessastaðakirkju. Forseti Íslands, herra Kristján Eldjárn, hafði samið boðskapinn að þessu sinni að beiðni landsgildisstjórnar.

Gildin sáu um sögusýningu á landsmóti skáta á Úlfljótsvatni. Franch Michelsen var sæmdur gullbjálkanum á 60 ár afmæli hans. Skátahöfðingi Páll Gíslason mætti á fund landsgildisstjórnar 3. október, en hann átti 50 ára afmæli þann dag.  Var hann sæmdur gullbjálkanum við þetta tækifæri. Á fundinum kom fram að alheimsmót St. Georgsgilda yrði haldið í Álaborg í Danmörku næsta sumar og voru Jónas Sigurður Jónsson, Björn Stefánsson og Einvarður Jósefsson kjörnir í undirbúningsnefnd fyrir ferð þangað. Síðar kom í ljós, að ekki var áhugi hjá gildunum á ferðinni.

Faxasjóður afhenti Skátafélaginu Faxa skátaheimili með húsgögnum. Húsið kostaði 4 milljónir króna. Þá hafði safnast í Faxasjóð 2.740.00 kr., en sjóðurinn hafði þá greitt 2.200.000 kr. til húsakaupanna.

Norðurlandaþing St. Georgsgildanna var haldið í Finnlandi og sóttu það 25 gildisfélagar frá Íslandi.

Bálið 4. árgangur kom út, þrjú tbl., fylgirit Skátablaðsins, samtals 16 bls., ritstjóri Eiríkur Jóhannesson.

Á stjórnarfundi landsgildisins 24. október 1974 er ritað í fundargerð:

“Fyrsta St. Georgsgildi var stofnað á Íslandi 1950 og er því 25 ára á næsta ári. Ákveðið var að kjósa nefnd til að sjá um einhver hátíðarhöld í sambandi við það. Kosin voru Sigríður Lárusdóttir formaður, Óskar Pétursson og Sigurður Ágústsson og myndu þau starfa í samráði við Franch.”

1975:

Hinn 5. maí var Styrktarsjóður landsgildisins stofnaður. Styrktarsjóðnum var ætlað að afla fjár með sölu minningarkorta, auglýsinga í Bálinu, en að mestu með gjafafé frá eldri skátum og velunnurum St. Georgsgildanna. Reglur um hann voru svohljóðandi:

1, grein: Nafn sjóðsins er Styrktarsjóður St. Georgsgilda og er í vörslu St. Georgsgildanna á Íslandi.

  1. grein: Tilgangur sjóðsins er:

Að veita fé til húsbygginga eða húsakaupa fyrir starfsemi gildanna og skátastarfs.

Að veita fé til líknarmála og hjálparstarfsemi.

  1. grein: Ef sjóðurinn og St. Georgsgildin á Íslandi hætta starfsemi sinni, skulu eignir sjóðsins renna til Bandalags íslenskra skáta.
  2. grein: Annarri og þriðju grein þessara laga má ekki breyta.
  3. grein: Stjórn St. Georgsgildanna á Íslandi skipar tvo í stjórn sjóðsins og tvo endurskoðendur til tveggja ára í senn, eftir hvert landsgildisþing. Gjaldkeri landsgildisins er sjálfkjörinn í stjórn sjóðsins og skal hann vera formaður hans.
  4. grein: Reikningar sjóðsins skulu lagðir fyrir landsgildisþing til samþykktar.

Laugardaginn 24. maí var 7. landsþing St. Georgsgildis Íslands haldið í Keflavík. Jakob Árnason gildismeistari Keflavíkurgildisins bauð gesti velkomna, landsgildis-meistari Franch Michelsen setti þingið, skipaði Lúðvík Jónsson Keflavík fundarstjóra en Jón A. Valdimarsson Keflavík fundarritara.

Samþykktar voru lagabreytingar þar á meðal að stjórn landsgildisins skyldi skipuð 7 mönnum.

Landsgildismeistari var kjörinn Hrefna Tynes og með henni í stjórn Þorsteinn Magnússon, Guðfinna Svavarsdóttir, Sigríður Axelsdóttir, Stefán Jónsson, Sigurlaug Arnórsdóttir og Björn Stefánsson.

Nokkrar umræður urðu á þinginu um stofndag St. Georgsgildis á Íslandi. Fram kom að telja beri útilegu 29 gamalla skáta að Úlfljótsvatni 12.-13. ágúst 1950 upphafið að félagi gamalla skáta, sem síðar varð að St. Georgsgildi á fundi í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Mönnum bar ekki saman um stofnár fyrsta St. Georgsgildisins. Hans Jörgensson taldi það vera 1959, Franch Michelsen fyrir 1959, reyndar væri rétt að miða við útileguna á Úlfljótsvatni 1950 og Hrefna Tynes taldi að upphaf gildisstarfsins byggðist á samtölum sem fram fóru í útilegunni 1950.

Helgina 11.-12. júlí var haldið landsgildismót að Úlfljótsvatni í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá því að eldri skátar komu saman á Úlfljótsvatni og var það vísir að stofnun St. Georgsskátastarfs á Íslandi.

Bálið 5. árgangur kom út, þrjú tbl., fylgirit Skátablaðsins, samtals 12 bls., ritstjóri Eiríkur Jóhannesson.

 

 

1976:

 Hinn 4. mars var styrktarsjóður landsgildisins orðinn það öflugur að landsgildið gat ráðist í kaup á rishæð  við Blönduhlíð 35 í Reykjavík ásamt BÍS, SSR og félagi eldri kvenskáta. Landsgildið varð eigandi að 1/5 hluta húsnæðisins. Þannig fékk landsgildið í fyrsta skipti eigið húsnæði til afnota.

Norðurlandaþing St. Georgsgildanna var haldið í Danmörku og sóttu það 10 gildisfélagar frá Íslandi.

 

1977:

Landsgildið gaf út smábækling til kynningar á starfi og markmiði St. Georgsgilda. Þetta var fyrsti íslenski kynningarbæklingurinn um St. Georgsgildin.

Landsgildisþing var haldið í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði laugardaginn 21. maí. Þar var Hrefna Tynes endurkosin landsgildismeistari og með henni í stjórn þau Björn Stefánsson, Hans Jörgensson, Sigurlaug Arnórsdóttir, Ragnheiður Finnsdóttir, Sigríður Axelsdóttir og Jónas Sigurður Jónsson.

Þar var m. a. samþykkt að Bálið skyldi sent heim til allra gildisfélaga án endurgjalds eigi sjaldnar en þrisvar á ári.

Tólfta alþjóðaþing St. Georgsgildanna var haldið í Montreux í Sviss og voru þátttakendur um 450 frá öllum heimsálfum. Frá Íslandi komu 35 þátttakendur og var það í fyrsta skipti sem íslenskir gildisfélagar taka þátt í slíku alþjóðaþingi.

 

1978:

St. Georgsboðskapurinn 1978 var saminn af Hrefnu Tynes landsgildismeistara. Norðurlandaþing St. Georgsgildanna var haldið í Roserbergsslot, sem stendur við Mäleren um 30 km fyrir norðan Stokkhólm Þingið sóttu 9 gildisfélagar úr Reykjavík.

Landsmót St. Georgsgildanna var haldið á Hvammstanga 1.-2. júlí og var í umsjá St. Georgsgildisins á Akureyri. Vel sótt (80) og vel heppnað.

 

1979:

Landsgildisþing var haldið í Langholtsskóla í Reykjavík laugardaginn 28. apríl. Mikill og stormasamur fundur. Þar var m. a. rætt um siðareglur í sambandi við inntöku nýrra félaga. Björn Stefánsson kjörinn í stjórn IFOFSAG.

Alþjóðaþingið haldið í Bergen í Noregi 5.-10. ágúst. Þingið sóttu 560 gildisfélagar frá 25 þjóðum. Þátttakendur frá íslensku gildunum voru 24. Fararstjórar þeirra voru   Guðni Jónsson Reykjavík og Albert Kristinsson Hafnarfirði.

 

1980:

Norðurlandaþing St. Georgsgilda var haldið að Hótel Loftleiðum dagana 29. júní- 4. júlí. Yfirskrift þingsins var vinátta. Þingið var sett í Neskirkju að viðstöddum biskupi Íslands og borgarstjóranum í Reykjavík. Erlendir gestir voru 260 og voru þeir boðnir velkomnir með sérstökum hætti. Ragnheiður Finnsdóttir tendraði ljós á íslenskri ljósastiku og bauð dönsku fulltrúana velkomna á dönsku. Björn Stefánsson tendraði ljós og bauð finnsku fulltrúana velkomna á finnsku. Jóhanna Kristinsdóttir tendraði ljós og bauð norsku fulltrúana velkomna á norsku, Guðni Jónsson  tendraði ljós og bauð sænsku fulltrúana velkomna á sænsku. Þá bauð Hrefna Tynes enskumælandi gesti velkomna á ensku. Þingfulltrúar heimsóttu Vestmannaeyjar og farin var ferð um Suðurland (Hveragerði – Skálholt – Flúðir – Gullfoss – Geysir – Þingvellir). Þingstörfin gengu vel og bar þar margt á góma. Lokahófið var á Hótel Loftleiðum og var borðað í tveimur sölumVíkingasalnum og Kristalssalnum. Dagskráin fór fram í Víkingasalnum og var henni sjónvarpað í Kristalssalinn. Borð voru fagurlega skreytt, maturinn sjávarréttir, logandi lömb og leiftrandi ábætir. Fjölbreytt skemmtiatriði fóru fram meðan á borðhaldinu stóð.

Fjöldi gjafa bárust íslenska landsgildinu. Frá dönsku gildunum silfurbúin öxi ásamt kubbi fyrir undirlag notuð en öxin var notuð sem fundarhamar á Gildehall á fyrsta kvöldi þingsins. Finnsku gildin gáfu stóra rósamálaða tréskál.  Sænsku gildin gáfu stóra skál úr viðarrót.

Stóru skálarnar frá Norðmönnum og Svíum voru notaðar ásamt fötum og plastpokum til að safna fé meðal veislugesta fyrir hjálparstarf Aino Tigerstedt og söfnuðust um 500 þúsund krónur. Myndarleg minjagripaverslun var á þinginu.

Hrefna Tynes var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf að kirkju-og æskulýðsmálum.

Samantekt:

Hörður Zóphaníasson, Hreinn Óskarsson og Jóhanna Kristinsdóttir.

Forsaga: Franch Michelsen skrifaði grein í 2. tbl. Foringjablaðsins 1950 um “Gamla skáta” og segir þar að mikill áhugi sé ríkjandi meðal þeirra fyrir ákveðnu starfssviði og skipulegum samtökum. Þar kom einnig fram, að stjórn BÍS hafi ákveðið í tilefni af 25 ára afmæli sínu að beita sér fyrir stofnun sérstakrar deildar “eldri skáta” innan skátahreyfingarinnar. Í framhaldi af því boðaði stjórn BÍS til móts fyrir eldri skáta (eldri en 25 ára) að Úlfljótsvatni 15.-16. júlí 1950. Mótsnefnd skipuðu: Jakobína Magnúsdóttir, Jón Guðjónsson og Franch Michelsen, sem var formaður nefndarinnar.

Mótinu seinkaði um mánuð frá því sem áætlað var, en var haldið á Úlfljótsvatni 12.-14. ágúst. Þátttakendur voru 40. Á mótinu flutti Franch Michelsen erindi um félagssamtök eldri skáta og starfsemi þeirra í ýmsum löndum. Hann mælti eindregið með því, að samskonar félagsskapur yrði stofnaður hér á landi. Allfjörugar umræður urðu um málið. Jakobína Magnúsdóttir, Ásta Þorgrímsdóttir, Sveinbjörn Þorbjörnsson og Franch Michelsen voru kosin í nefnd til að vinna að stofnum félagsskapar, á svipuðum grundvelli og St. Georgsgildin í nágrannalöndunum. Franch var formaður nefndarinnar.

Nefndin hélt marga fundi og álitlegur hópur eldri skáta myndaði St. Georgsgildi Reykjavíkur. Árið 1959 fékk þetta gildi góðan gest í heimsókn, Odd Hopp, aðalframkvæmdastjóra norska skátabandalagsins, en hann var þá staddur á fyrsta Gilwellnámskeiðinu fyrir sveitarforingja hér á landi, en það var haldið á Úlfljótsvatni. Hann gaf fundarmönnum gott yfirlit yfir starfsemi St. Georgsgildanna í Noregi og sagði frá hvaða gildi starfsemi þeirra hefði fyrir skátastarfið í Noregi. Síðar varð Odd Hopp landsgildismeistari í Noregi 1979–1987.

Franch Michelsen undirbjó og stofnaði St. Georgsgildi Reykjavíkurí skátaheimilinu við Snorrabraut í mars 1959. Fyrsti gildismeistari þess var kosinn Daníel Gíslason. Stofnfélagar voru 16.

St. Georgsgildið á Akureyri var stofnað 1. nóvember 1960 og hefur það verið starfandi óslitið síðan.

Síðla vetrar 1963 sendu þeir Franch Michelsen og Hans Jörgensson bréf til þeirra staða í nágrenni Reykjavíkur, sem þeir vissu að hópa af eldri skátum væri að finna. Efni þessara bréfa var að kanna hvort grundvöllur væri fyrir stofnun St. Georgsgildis á staðnum. Í framhaldi af þessum bréfaskriftum komu þeir til fundar við eldri skáta í Hafnarfirði, Njarðvík og Keflavík og reifuðu málið.

Í kjölfar þess voru stofnuð St. Georgsgildi á öllum þessum stöðum.

 

1963:

St. Georgsgildið í Hafnarfirði var stofnað 22. maí.

St. Georgsgildið í Keflavík stofnað 27. maí.

Bandalag íslenskra St. Georgsskáta, BÍG, stofnað 2. júní í Skíðahótelinu við Akureyri. Fundinn setti Dúi Björnsson, Akureyri, fundarstjóri var Sigurður Guðlaugsson, Akureyri og fundarritari Sigurbjörn Þórarinsson.

Fyrsta stjórn BÍG. Dúi Björnsson, Akureyri, var kosinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Sigurður Guðlaugsson, Allý Þórólfsson og Kristján Hallgrímsson. Samkvæmt lögum skyldi BÍS tilnefna fimmta manninn í stjórnina. Var Franch Michelsen, Reykjavík, tilnefndur í stjórnina af BÍS. Í varastjórn voru kjörin Stefán B. Árnason og Karitas Melstað. Félagar úr St. Georgsgildunum á Akureyri og í Reykjavík sátu þetta stofnþing.

Lögin sem voru samþykkt á þessu stofnþingi voru svohljóðandi:

  1. Landssamband félaga eldri skáta og velunnara skáta skal heita Bandalag íslenskra St. Georgsskáta og skammstafað BÍG.
  2. Rétt til inngöngu í bandalagið hafa þau félög, sem starfa í anda St.Georgsskáta.
  3. Stjórn BÍG skal skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum. Þeir geta verið búsettir í hvaða borg eða kaupstað sem er á landinu, þó þannig að a.m.k. fjórir séu úr sama stað eða nágrenni. En einn af aðalmönnum skal skipaður af BÍS og skal hann hafa heimilisfang í Reykjavík eða nágrenni. Einnig skal kjósa tvo endurskoðendur.
  4. Formaður skal kosinn sérstaklega en aðra sameiginlega og síðan varamenn og endurskoðendur. Kosið skal til tveggja ára í senn.
  5. Fimm manna uppstillingarnefnd skal kosin samkvæmt uppástungu fundarmanna og leggur hún fram tillögur um kosningu embættismanna þá er um getur í 4. grein. Einnig er félagsmönnum frjálst að koma meðuppástungu. Kosning skal vera skrifleg.
  6. Stjórnin skiptir með sér verkum: ritari, gjaldkeri, erlendur bréfritari o. s. frv.
  7. Bandalagsþing skal halda annað hvert ár.
  8. Rétt til þingsetu hafa allir löglegir félagar og jafnframt þingstörfum skal miða þingin við að þau séu einnig kynningarmót og mótin standi einn til tvo daga.
  9. Hvert félaga greiðir kr. 250.00 fyrir 20 fyrstu félagsmenn eða færri og kr.10.00 á hvern félaga þar fram yfir. Greiðsla skal vera fyrirfram fyrir hvert ár og fara fram á þinginu.

10.Félögin leggi fram á þinginu starfsskýrslu og félagatölu.

11.Lögin skulu endurskoðuð árlega og lagabreytingar  lagðar fram á þingum, ef einhverjar verða.

12.Meirihluti atkvæða ræður samþykktum þingsins.

13.Lögin öðlast þegar gildi 2. júní 1963.

 

 

 

1965:

Laugardaginn 22.maí var 2. landsgildisþingið sett í Skátaheimilinu í Reykjavík. Hans Jörgensson gildismeistari St. Georgsgildisins í Reykjavík bauð fundarmenn velkomna og setti þingið með hátíðlegri áthöfn.  Fundarmenn risu úr sætum og fóru með skátalögin og heiti Georgsskáta. Um leið voru tendruð kertaljós, tíu fyrir skátalögin og þrjú fyrir heitið.

Þá tók skátahöfðingi Jónas B. Jónsson til máls og flutti ávarp. Hann mælti m. a. á þessa leið “ að margt mætti gera, ef fólk væri samtaka og hugur fylgdi máli og sagðist vita að við héldum áfram að starfa og koma saman vegna þess að okkur þætti vænt um skátana og skátastarfið og vildum rétta þeim hjálparhönd.” Óskaði síðan BÍG alls góðs.

Síðan tók landsgildismeistari Dúi Björnsson við stjórn fundarins. Fundarritari var Sólveig Helgadóttir.

Fundinn sátu St. Georgsskátar frá Akureyri, Hafnarfirði, Keflavík og Reykjavík. Samþykkt var að leita eftir því að BÍG fengi eina til tvær síður í Foringjanum.

Eiríkur Jóhannesson, Hafnarfirði, var kosinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Kristinn Sigurðsson, Elsa Kristinsdóttir og Sigurlaug Arnórsdóttir, öll úr Hafnarfirði. Í varastjórn voru kosnir Egill Strange og Svavar Jóhannesson, báðir úr Hafnarfirði. Franch Michelsen var tilnefndur í stjórnina af BÍS.

Að þinginu loknu var haldin kvöldvaka í Skátaheimilinu og stjórnaði Hans Jörgensson henni. Þar var mikið sungið, leikþættir fluttir og gamansögur sagðar. Um 60 félagar sóttu kvöldvökuna.

Á  fundi landsgildisstjórnar 2. júni var m. a. rætt um að gildin kæmu í stað foreldraráðs í skátafélögunum og hjálpuðu til við skátastarfið.

St. Georgsgildið í Vestmannaeyjum var stofnað 2. október 1965 og voru stofnendur rúmlega 60. Gildismeistari var kjörinn sr. Jóhann Hlíðar.

 

1966:

Á fundi landsgildisstjórnar 10. júní var rætt um að senda Jennu Jónsdóttur á þing St.Georgsgilda í Danmörku, en hún ætlaði á þjóðdansamót þar í landi. Einnig var ákveðið á þessum sama fundi að taka upp búning fyrir St.Georgsgildin, brúngrænar peysur. Panta átti nokkrar peysur og sýna þær á fundi í St. Georgs-gildinu í Hafnarfirði og senda síðan nokkrar til gildanna úti á landi.

Á fundi landsgildisstjórnar 6.október kemur fram að ágóði af tesölu St. Georgsskáta á Landsmóti skáta 1966 á Hreðavatni hafi orðið 5.020 krónur. Landsgildið sá um móttöku gesta á Landsmótinu.

Á fundinum var einnig lagt fram bréf frá landsgildismeistara Noregs um að St. Georgsgildin í Noregi, Danmörku, Íslandi og Svíþjóð hafi fund saman, þar sem rætt yrði um nánara samband milli gildanna og skáta á ýmsum stöðum.

Landsgildismeistari, Eiríkur Jóhannesson, skýrði frá tillögu frá IFOFSAG um að halda hátíðlega 24. eða 25. október ár hvert, en 25. október er stofndagur IFOFSAG og Sameinuðu þjóðanna.

Á þessu ári reisir St. Georgsgildið í Hafnarfirði skála við Hvaleyrarvatn. Skálinn var síðar vígður 25. júní 1968 og nefndur Skátalundur.

 

1967:

Á fundi landsgildisstjórnar 26. apríl er sagt frá því að minningarspjöld St. Georgsskáta séu tilbúin til sölu.

Laugardaginn 20. maí er 3.þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta haldið í skátaskálanum Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Þar voru mættir fulltrúar frá St. Georgsgildunum á Akureyri, Hafnarfirði, Keflavík, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Auk þess var áheyrnarfulltrúi frá Selfossi.

Landsgildismeistari bauð Eigil Mauritzen landsgildismeistara í Danmörku sérstaklega velkominn á þingið. Síðan tók Eigill Mauritzen til máls og flutti fróðlegt erindi um dönsku St. Georgsgildin. Hann afhenti í lok þingsins gildismerki á borða á fæti, gjöf frá landsgildinu í Danmörku.

Hans Jörgensson var kosinn fundarstjóri þingsins og Kristinn Sigurðsson fundarritari.

Á þinginu voru mættir félagar úr gildunum á Akureyri, Reykjavík, Keflavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Fram kom að í gildinu í Vestamannaeyjum hefur lögunum verið breytt þannig, að sér foringi er fyrir karla og sér fyrir konur “og hefur gefist vel”.

Nokkrar lagabreytingar eru gerðar á þinginu m.a. þær, að skammstöfun Bandalags íslenskra St. Georgsskáta skyldi verða BÍSG í stað BÍG, og numið var úr lögunum að fulltrúi BÍS í Landsgildisstjórninni skyldi vera úr Reykjavík.

Landsgildisstjórnin var öll endurkjörin samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar svo og varastjórn.

 

1968:

Þetta ár voru þrjú ný gildi stofnuð í Reykjavík:

Ernir í Bústaða- og Grensássókn hinn 1. febrúar, gildismeistari Ingvi Viktorsson, stofnendur 15 – Dalbúar fyrir Kleppsholt og Laugarnes hinn 22. febr (?) gildismeistari Einar Sigurðsson, stofnendur 20 – og Vestri í Vesturbæ hinn 23. apríl, gildismeistari Hrefna Tynes, stofnendur 15. Þessi gildi voru vígð á St. Georgsdaginn 23. apríl á Bessastöðum að viðstöddum forseta Íslands Ásgeiri Ásgeirssyni og skátahöfðingja Jónasi B. Jónssyni.

St. Georgsboðskapur Norðurlandanna var að þessu sinni saminn af forseta Íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni.

Borgargildið, samstarfsnefnd gildanna í Reykjavík var stofnað 13. maí 1968.

Borgargildismeistari verður Þórir Kr. Þórðarson prófessor, varagildismeistari Jón E. Ragnarsson héraðsdómslögmaður og Franch Michelsen ritari Borgargildisins.

Á fundi landsgildisstjórnar 11. júlí segir Franch Michelsen frá því að hann hefði komið af stað blaði, Bálinu, sem fylgja á Foringjanum, þrisvar sinnum á ári, fjórar síður í miðju blaðinu. Á sama fundi er ákveðið að bjóðast til að halda Norðurlandaþing gildanna hér á landi 1970.

Fyrsta tölublað Bálsins kom út, fjórar síður og var fylgirit Foringjans. Tvö tbl. komu út á árinu og var það síðara 8 bls. Ritstjóri Bálsins var Franch Michelsen.

 

1969:

Stjórn St. Georgsgildisins í Hafnarfirði ákveður að safna frímerkjum hjá félagsmönnum og verja andvirði sölunnar í Eþiópiusöfnuna. Í framhaldi af því ákveður landsgildisstjórn að safna frímerkjum og peningum hjá öllum gildunum til kaupa á teppum til Eþiópíusöfnunar gildanna á hinum Norðurlöndunum.

Hinn 16. mars tekur landsgildismeistari Eiríkur Jóhanneson þátt í fundi norrænu landsgildismeistaranna í Frederikstad í Noregi. Hann var haldinn undir stjórn Tore Höye og var fyrsti landsgildismeistararfundurinn, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Á fundinum var samþykkt að næsta gildisþing Norðurlandanna yrði haldið á Íslandi næsta ár.

Fjórða þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta var haldið 31.maí í Keflavik. Landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson setti þingið og tilnefndi Þóri Kr. Þórðarson sem fundarstjóra og Nönnu Kaaber fundarritara.

Hans Jörgensson var kjörinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Elín Jósefsdóttir Hafnarfirði, Björn Stefánsson Keflavík og Aðalsteinn Júlíusson Reykjavík. Varamenn í stjórn voru kosnir Edward Frederiksen Reykjavík og Dúi Björnsson, Akureyri. Franch Michelsen var tilnefndur í stjórnina af BÍS.

Eftir þingið var farið í ökuferð um Nes að Garðskaga og Hvalsnesi undir leiðsögn Helga S. Jónssonar. Í Hvalsneskirkju var stutt helgistund eftir að saga kirkjunnar hafði verið rakin í stórum dráttum.

Á fundi landsgildisstjórnar 4. júní var Edward Frederikssen skipaður fulltrúi Íslands í Eþíópíunefnd Norðurlanda og jafnframt farið þess á leit við hann að sitja fundi landsgildisstjórnar.

Bálið 2. árgangur kom út sem fylgirit Foringjans, fjögur tbl. samtals 16 bls. Franch Michelsen var ritsjtóri og Dúi Björnsson meðritstjóri.

Þetta ár, 26.október, var stofnað St. Georgsgildi á Selfossi . Friðrik Friðriksson var kosinn gildismeistari. Stofnfélagar 12-15.

 

1970:

Norrænt gildisþing haldið í fyrsta skipti á Íslandi. Þingið var haldið í Reykjavík dagana 27. – 31. júlí.

Hans Jörgensson landsgildismeistari setti þingið í Norræna húsinu og skipaði Franch Michelsen fundarstjóra. Fyrsti og fimmti dagur þingsins fóru í fundarhöld en farið var í ferðalög hina dagana.Þriðjudaginn 28. júli var farið til Hafnarfjarðar, bærinn skoðaður, hádegisverður snæddur. Þar flutti Kristján Bersi Ólafsson erindi um siði, trú og hjátrú á Íslandi á 19. og 20. öld. Frá Hafnarfirði var ekið til Krýsuvíkur og þaðan til Grindavíkur, um Reykjanesið og til Keflavíkur. Kvöldverður var snæddur í Félagsheimilinu Stapa. Þar var flutt erindi um fiskveiðar og verslun á Íslandi fyrr og nú. Þar var einnig einsöngur, almennur söngur og skemmtiatriði. Til Reykjavíkur  var komið um miðnætti. Um 140 tóku þátt í ferðinni og um 160 sátu kvöldvökuna.

Næsta dag var Borgarfjarðarferð. Borðað í Borgarnesi, Borg á Mýrum skoðuð og kynnt, þaðan farið á Landsmót skáta á Hreðavatni. Þar var tekið á móti hópnum með viðhöfn og veitingar bornar fram í stóru tjaldi. Þá var haldið í Reykholtsdalinn, Deildartunguhver skoðaður, Reykholt skoðað undir leiðsögna séra Einars Guðnasonar og þar var snætt nesti.. Á heimleiðinni var komið við í Hvalstöðinni og horft á hvalskurð, Komið til Reykjavíkur um miðnætti.

Fimmtudaginn 30. júlí var ekið til Þingvalla, stansað á Lögbergi, þar sem séra Eiríkur Eiríksson lýsti helgi staðarins og sagði sögu hans. Matast í Hótel Valhöll í boði félagsmálaráðherra, íslenskur hátíðamatur á borðum svo sem hangikjöt.

Þaðan var haldið áfram austur, hátíðleg stund í Skálholtskirkju, Gullfoss skoðaður, farið að Hekluhrauni og náð í volga hraunsteina innan við hraunjaðarinn. Þar var borðað nesti. Kvöldverður á Hótel Selfossi þar sem nýveiddur lax var á borðum og skyr í eftirmat. Þar var haldið erindi um landbúnað á Íslandi nú til dags, sungið og skemmtiatriði flutt. Veisluna sátu yfir 170 manns. Komið við í Eden í Hveragerði og til Reykjavíkur um miðnættið.

Föstudaginn 31. júlí var þinginu slitið að Bessastöðum að viðstöddum forsetahjónunum. Eftir þingslitin var öllum boðið til forsetabústaðarins og þar var dvalist um klukkustund í boði forsetahjónanna.

Auk íslensku þátttakendanna sóttu þingið 27 frá Noregi, 30 frá Danmörku, 38 frá Svíþjóð og 15 frá Finnlandi, samtals 110 gildisfélagar.

Eftir þingið fór hópur þátttakenda til Akureyrar, en St. Georgsgildið á Akureyri undirbjó móttöku þeirra á Akureyri og ferð í Mývatnssveit. Þótti það takast afburða vel.


Útilífsskóli

Útilífsskóli


Gagnleg skjöl fyrir starfsemi útilífsskóla

Hér eru ýmiss skjöl og sniðmát sem eru gagnleg fyrir skólastjóra og aðra hagsmunaaðila Útilífsskóla skáta að skoða fyrir starfsemi sumarnámskeiðanna.

Hér er sniðmáti að skýrslu sem skólastjóri og aðrir starfsmenn geta miðað við þegar gerð er skýrsla um Útilífsskólann í lok sumars. Gott er að skoða hana í byrjun sumars og hafa til hliðsjónar yfir sumarið, það auðveldar frágang og endurmat ef verið að skrifa inn í skýrsluna jafn óðum yfir sumarið og vinna sér í haginn.


Handbók Útilífsskólastjóra



Handbók skólastjóra Útilífsskóla skáta

Kæri útilífsskólastjóri, gleðilegt sumar!

Þú hefur nú fengið ráðningu sem skólastjóri yfir einum af Útilífsskóla skátanna, sem eru ævintýraleg sumarnámskeið fyrir börn. Þetta er ábyrgðarstaða og á alveg örugglega eftir að taka aðeins á taugarnar, en verður samt sennilega eitt skemmtilegasta sumarstarf sem þú munt nokkurn tímann starfa við. Það er ekki oft sem okkur skátum gefst færi að fá borgað fyrir störf okkar. Nýttu þetta tækifæri til að auka hæfni þína sem skáti og leiðtogi!

Samhliða því að veita ungum krökkum sína fyrstu alvöru upplifun af skátastarfi munt þú vafalaust læra heilmikið. Þú munt efla þig í að eiga í samskiptum við börn og ungmenni og hjálpa þeim að öðlast hugrekki, starfa í hóp og þroskast í íslenska sumrinu. Þú munt mögulega hafa undirmenn í fyrsta skipti og taka þín fyrstu skref í mannauðsstjórnun og það er spennandi verkefni. Það er nefnilega ákveðinn galdur að ná að vera bæði vinur og yfirmaður í senn og ganga úr skugga um að starfsfólkið þitt vinni störf sín af ábyrgð en skemmti sér líka vel í leiðinni. Svo muntu kynnast þinni heimabyggð (eða hverju því hverfi sem þín starfsstöð þjónustar) upp á nýtt og sjá hana með augum tækifæra til útivistar og leikja. Þá áttu eftir að efla hugmyndaauðgi þína, læra að bregðast við hratt og örugglega, ef eitthvað kemur upp á, læra að eiga í samskiptum við foreldra og miðla upplýsingum. Þetta verður því ákveðið þroskaferli fyrir þig, sem mun svo fylgja þér út í lífið sem frábær reynsla og öflug ferilskrá fyrir framtíðina.

Þessari handbók er ætlað að vera uppspretta upplýsinga fyrir þig, sem þú getur lesið í heild sinni til að setja þig inn í starfið í upphafi og svo flett upp í þegar þú lendir í vafa.

Gangi þér vel í sumar!


Markmið Útilífsskólans

Útilífsskóli skáta er í kjarnann tilboð skátafélaganna í Reykjavík til almennings um að bjóða upp á sumarnámskeið sem gera börnum kleift að prófa skátastarf án mikillar skuldbindingar, efla færni þeirra í útivist og samskiptum og bjóða þeim upp á markvissa dagskrá í sumarfríinu. Jafnframt nýtast námskeiðin sem kynning og fjáröflun fyrir skátafélögin og eru mikilvægur þáttur í að efla færni þess mannauðs sem starfar í skátafélaginu.

Markmið Útilífsskóla skáta er að:

  • bjóða börnum og ungmennum upp á námskeið þar sem þau kynnast undirstöðuatriðum útivistar, hópeflis og vináttu.
  • kynna börn og ungmenni fyrir skátastarfi og viðfangsefni þess.
  • stuðla að því að börn og ungmenni verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar.

Þessum markmiðum hyggst Útilífsskólinn m.a. ná með því að:

  • stuðla að hópastarfi, sem kennir tillitssemi, eykur samskiptafærni og eflir ábyrgð.
  • standa fyrir útilífi sem eflir líkamsþrek og vekur áhuga þátttakenda á náttúrunni, eflir skilning þeirra og áhuga á að vernda hana.
  • bjóða upp á dagskrá með margvíslegum viðfangsefnum, þar sem þátttakandinn lærir ýmis nytsöm störf, þeim sjálfum og öðrum til heilla.
  • virkja börn í hópeflisleikjum þar sem þátttaka er valkvæð eftir áhugasviði og þroska þátttakanda.

Hvað er skátastarf?

Starfsfólk Útilífsskóla skáta eru ekki endilega skátar og er því þekking starfsfólks á hlutverki og gilda skátastarfs ólík. Útilífsskólar skáta starfa eftir grunngildum Bandalags íslenskra skáta, sem byggjast á samfélagslegum gildum sem tengjast hlutverki skátahreyfingarinnar, siðferðislegum gildum sem finna má í skátaheiti og skátalögum og svo aðferðafræðilegum gildum sem fólgin eru í skátaaðferðinni.

Hér verður stiklað á stóru í grunngildum Bandalags íslenskra skáta, en nánari útfærslu á grunngildum skátahreyfingarinnar er að finna hér

Samfélagsleg grunngildi skátahreyfingarinnar

Skátahreyfingin er alþjóðleg uppeldis- og friðarhreyfing. Markmið hennar er að leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks til þess að skapa betri heim þar sem fólk öðlast lífsfyllingu sem sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þetta er gert með því að:

  • Virkja ungt fólk á þroskaskeiði þeirra með óformlegu uppeldis- og menntakerfi.
  • Beita sérstökum aðferðum sem gera hvern einstakling virkasta áhrifavaldinn í eigin þroskaferli.
  • Hjálpa ungu fólki að byggja upp eigið gildakerfi sem grundvallast á siðferðilegum lífsgildum, félagslegu réttlæti og persónulegri staðfestu í anda skátalaga og skátaheits.

Siðferðileg grunngildi skátahreyfingarinnar

Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar er að finna í skátaheitinu og skátalögunum. Fyrirmynd þeirra er í samþykktum alþjóðahreyfinga skáta. Orðalag er þó mismunandi eftir löndum, menningarheimum og tungumálum.

skátaheitið

Skátaheitið er loforð sem skátinn gefur sjálfum sér, eins konar persónuleg áskorun um að gera sitt besta. Þegar skátinn vinnur skátaheitið er skátinn að taka fyrsta meðvitaða skrefið á sjálfsnámsbrautinni til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur samfélagsþegn. Íslenska skátaheitið hljóðar svo (velja má á milli annars vegar guð/samviska og ættjörðina/samfélag):

Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að gera skyldu mína við guð/samvisku og ættjörðina/samfélag, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin.

skátalögin

Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar eru sett fram á skipulegan hátt í skátalögunum. Skátalögin eru þó miklu meira en bara skipulagskerfi hugmynda. Þau eru í raun hegðunarmynstur sem ungt fólk getur valið að fylgja og nota til að móta stefnu sína í lífinu. Til þess að vera sjálfum sér samkvæmur þarf hver einstaklingur að hugsa og haga sér í samræmi við eigin gildi. Íslensku skátalögin eru svohljóðandi:

  • Skáti er hjálpsamur
  • Skáti er glaðvær
  • Skáti er traustur
  • Skáti er náttúruvinur
  • Skáti er tillitssamur
  • Skáti er heiðarlegur
  • Skáti er samvinnufús
  • Skáti er nýtinn
  • Skáti er réttsýnn
  • Skáti er sjálfstæður

aðferðafræðileg grunngildi skátahreyfingarinnar

Skátastarf byggir á hugmyndinni um sjálfsnám sem er stigvaxandi í takt við aldur og þroska.

Lykilþættir Skátaaðferðarinnar:

  • Skátalögin, skátaheitið og kjörorð skáta
  • Flokkakerfið
  • Táknræn umgjörð
  • Útilíf og umhverfisvernd
  • Leikir og reynslunám
  • Hjálpsemi og samfélagsþátttaka
  • Framfarir einstaklingsins
  • Stuðningur fullorðinna

Skátaorðabókin

Til að hafa samfellu í starfinu notum við ákveðinn skátaorðaforða og hér er örlítil orðabók fyrir þau sem eru ný í skátastarfi:

  • Skátafélag: Skátafélag er ákveðin eining í skátastarfi sem yfirleitt er hópur skáta á ákveðnu svæði; svo sem borgarhluta eða bæjarfélagi. Hver starfsstöð í Útilífsskóla skáta er á vegum eins skátafélags.
  • Útilífsskóli / ÚS: sumarnámskeið skáta
  • Flokkur: Hópur þátttakenda sem starfar saman alla vikuna.
  • Skátaflokkur: Sjá flokkur.
  • Foringi: Foringi er orðið sem skátar nota yfir leiðbeinendur í skátastarfi. Skólastjórinn, leiðbeinendur og vinnuskólaliðar eru því öll foringjar.
  • Skátaklútur: Klúturinn er einkenni skáta. Þetta er þríhyrnulaga efnisbútur sem rúllað er upp og bundinn saman eða festur saman með skátahnút. Klútarnir eru oft notaðir til að þekkja í sundur flokkana og eru lykilatriði í því að hafa yfirsýn yfir þátttakendur á svæðum þar sem þátttakendur blandast við almenning. Á útilífsnámskeiðum eru klútarnir oft bara úr ódýru, skærlitu lérefti.
  • Skátahnútur: Skátahnúturinn er einhvers konar efnisleg leið til að halda saman skátaklútnum. Svona eins og servíettuhringur. Oft föndra þátttakendur hnút fyrsta daginn sem getur verið nafnspjald líka

Skátafélög

Flest skátafélög á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á námskeið á sumrin og oft er samstarf þeirra á milli.

Hér getur þú fundið frekari upplýsingar um skátafélögin


undirbúningur

Góður undirbúningur er mikilvægur til að tryggja yfirsýn yfir verkefni og að tími gefist til að vinna þau öll.

Tímalína

Oft brennur við að skátafélögin hefja undirbúning fyrir útilífsskólann of seint. Hér er tímalínan sem við leggjum til að skátafélögin fylgi.


Kynningarmál

Útilífsskólinn í heild sinni er eitt okkar besta kynningartæki fyrir skátastarf, enda halda mörg börn áfram um veturinn. Jafnframt lítum við á það sem jákvætt framlag til samfélagsins að bjóða upp á þessi ódýru og fjölbreyttu námskeið sem hvetja til útiveru og auka félagsfærni.  Til þess að námskeiðin nái til sem flestra barna þarf að kynna þau vel. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

Auglýsingar á netinu

Frístundavefurinn

Frístundavefurinn er með yfirlit yfir allt framboð frístundamöguleika og mjög mikilvægt að vera búin að uppfæra upplýsingar um námskeiðin fyrir sumardaginn fyrsta.

Útilífsskólar á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur geta einnig auglýst sín námskeið á Frístundavefnum vegna þess hve mikið vefurinn er notaður af íbúum nærliggjandi sveitarfélaga.

Sumarvefir annarra sveitarfélaga

Önnur sveitarfélög eru líka með sinn eigin frístundavef til að auglýsa sumarnámskeið og mælum við með því að þau vefsvæði séu notuð utan Reykjavíkur.

Sumarvefur Garðabæjar (Garðabær og Álftanes)
Sumarvefur Kópavogs (Kópavogur)
Sumarvefur Mosfellsbæjar (Mosfellsbær)
Sumarvefur Hafnarfjarðar (Hafnarfjörður)

Alltaf er hægt að hringja í bæjarskrifstofu síns sveitarfélags og fá þar ráðgjöf um hvernig sé best að auglýsa sumarnámskeið skátafélagsins gagnvart íbúum þess.

útilífsskóli.is

Útilífsskóli.is er auglýsingavefur SSR.

Reykjavíkurfélögin geta birt þar upplýsingar án greiðslu, en félög utan Reykjavíkur greiða fyrir þátttöku sína.

Til þess að uppfæra upplýsingarnar þarf að senda upplýsingar á starfsfólk SSR, ssr@ssr.is.

Vefur skátafélags

Hafið upplýsingar um námskeiðin aðgengilegar á vef skátafélagsins, ef hann er fyrir hendi. Þar er einnig gott að hafa aðrar upplýsingar aðgengilegar, eins og útbúnaðarlista, dæmi um dagskrá námskeiða, höfuðstöðvar námskeiðs og fleira.

Samfélagsmiðlar

Setjið upplýsingar um námskeiðin á samfélagsmiðla félagsins. Einnig er sniðugt að setja inn auglýsingar í hverfagrúppur.

önnur markaðssetning

Tölvupóstur

Sendið pósta á þátttakendur síðasta árs (sem enn eru á aldursbili sumarsins), auk skáta úr vetrarstarfinu.

Frétt í hverfisblað

Sendið greinar í hverfis-/bæjarblaðið ásamt myndum. Þau koma út í hverjum mánuði og hægt að fá uppgefið hvenær fresturinn er.

Hér er yfirlit yfir hverfisblöð Reykjavíkur:

  • Skrautás ehf – S: 698-2844
  • Með oddi og egg – benaegis@simnet.is – S: 897 8694
    • Landnemar
    • Garðbúar
    • Skjöldungar
  • Borgarblöð – borgarblod@simnet.is – S: 511 1188 og 895 8298.
    • Hafernir
    • Segull
    • Ægisbúar

Athugið að Segull og Hafernir eru í sama hverfisblaði og Skjöldungar og Garðbúar líka í sama blaði. Endilega talið ykkur saman áður en þið sendið.

Auglýsingar á prenti

Sum félög prenta plaköt eða bæklinga og dreifa á helstu samkomustaði innan hverfis.

kynningar í skólum

Sum félög fara og kynna námskeiðin í grunnskólum hverfisins.

nýtið hverfisviðburði

Það er mjög sterkur leikur að auglýsa sumarnámskeiðin á hverfisviðburðum, svo sem í tengslum við Barnamenningarhátíð og Sumardaginn fyrsta. Oft má líka sækja um styrki í tengslum við þessa viðburði sem nýta má í að bjóða upp á dagskrá sem auglýsir sumarnámskeiðin.

Útilífsskólinn sem kynning fyrir vetrarstarfið

Eitt meginhlutverk Útilífsskólans er að gefa börnum tækifæri á að prófa skátastarf í afmarkaðan tíma, svo þau geti áttað sig á því hvort skátastarf henti þeim. Það er því mikilvægt að nota Útilífsskólann sjálfan sem kynningartól fyrir skátastarf.

Hér eru nokkrar ábendingar:

  • Sendið kynningarefni fyrir haustið á þau sem tóku þátt í útilífsnámskeiðum.
  • Sniðugt er að bjóða upp á grillveislu í lok sumars fyrir alla þátttakendur sumarsins. Það tækifæri er hægt að nýta til að hvetja til skráningar.
  • Notið tækifæri til að taka góðar myndir af skátastarfi í sumarlegu umhverfi. Munið þó að gæta að persónuvernd og fá leyfi til myndbirtingar.

Myndbirtingar

Raddblær skátanna endurspeglast í notkun á ljósmyndum og hér eru nokkur atriði til að hafa í huga þegar sendar eru myndir undir nafni þátttakenda:

  • Föngum eðlileg augnablik og verum minna í uppstillingum, sýnum þátttakendur í alvöru aðstæðum. Forðumst tilgerð.
  • Höfum myndirnar orkumiklar og sýnum þannig gleðina og spennuna í skátastarfinu.
  • Sýnum fjölbreytni og gerum öllum aldurshópum jafnhátt undir höfði. Höfum kynjasjónarmið í huga og reynum að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins.

Persónuvernd

Fyrst og fremst þarf alltaf að vera til staðar heimild til að vinna með persónugreinanleg gögn. Hér má sjá nánari upplýsingar um það hvenær má vinna með persónuupplýsingar. Þar sem myndir í starfi Útilífsskóla skáta teljast ekki til nauðsynlegra gagna þarf að afla samþykkis fyrir því að nýta gögnin.

Samþykki þarf að vera ótvírætt og það er ábyrgðaraðili (í þessu tilviki Útilífsskólinn) sem þarf að geta sýnt fram á að einstaklingar hafi samþykkt vinnslu á persónuupplýsingum.

Um myndbirtingar gilda eftirfarandi persónuverndarreglur „Almennt má segja að hægt sé að skipta birtingu myndefnis í tvo flokka. Annars vegar birtingu þjóðlífs- og hversdagsmynda, með almenna skírskotun, t.d. af opinberum hátíðarhöldum eða af hópi áhorfenda á íþróttaleik, og hins vegar birtingu mynda þar sem einstaklingurinn er aðalmyndefnið. Í fyrra tilvikinu er litið svo á að ekki þurfi endilega samþykki viðkomandi einstaklinga fyrir myndbirtingunni en það sé alla jafna skilyrði í síðara tilvikinu, þegar þeir eru aðalefni myndarinnar.“

Hér eru nokkrir punktar til að hafa í huga þegar teknar eru ljósmyndir eða myndbönd:

  • Reynum að forðast að taka myndir af einstaklingum, náum frekar myndir af hópnum. Ef við erum með einstaklingsmyndir eða mynd þar sem nokkrir einstaklingar eru í forgrunni þá biðjum við um leyfi.
  • Börn ætti aldrei að sýna á niðrandi eða óviðeigandi hátt, t.d. þannig að þau séu nakin, klæðalítil eða í erfiðum aðstæðum. Því tökum við ekki myndir af börnum í sundlaugum eða öðrum baðstöðum, s.s. Nauthólsvík.
  • Ef við tökum hópmyndir eða svipmyndir af viðburðum þá þarf ekki að biðja um leyfi.

Ef þú ert í vafa er gott að skoða vef Persónuverndar eða senda þeim fyrirspurn.

samfélagsmiðlar

Myndbirtingar á samfélagsmiðlum eru vandmeðfarnar og eru nokkrir þættir sem er vert að hafa í huga þegar að þeim kemur. Í skilmálum samfélagsmiða, s.s. facebook, instagram, twitter, snapchat, Google o.s.frv, sem notendur miðilsins samþykkja, kemur fram að miðlarnir safna þeim upplýsingum sem miðlað er í gegnum síðuna.

Til dæmis þegar persónuupplýsingum er miðlað til foreldra í gegnum Facebook-hóp er þeim því samtímis miðlað til Facebook. Þá liggur fyrir að Facebook deilir persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem tengjast Facebook, sem og öðrum aðilum (þ.e. þriðju aðilum), við nánar tilgreindar aðstæður. Þau sem nota slíka samfélagsmiðla hafa því ekki fulla stjórn á því efni sem þar er sett inn.

Áður en þú setur ljósmynd eða aðrar upplýsingar um barnið þitt (eða annarra) á samfélagsmiðla er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Fáðu alltaf samþykki barnsins fyrir birtingu ljósmyndar eða annarra upplýsinga um það á samfélagsmiðlum.
  • Staldraðu við áður en þú setur inn efnið og veltu fyrir þér hvort þetta eigi yfirleitt erindi við aðra.
  • Myndir af nöktum eða fáklæddum börnum eiga ekki heima á Netinu, hvort sem myndin er tekin heima í baði eða á sólarströnd.
  • Ekki birta ljósmynd af barni sem líður illa, sýnir erfiða hegðun, er veikt eða er að öðru leyti í viðkvæmum aðstæðum.
  • Forðastu að birta upplýsingar og ljósmyndir af börnum í umræðuhópum á samfélagsmiðlum. Óskaðu frekar eftir spjalli við aðila í sömu sporum beint, t.d. í síma eða í einkaskilaboðum, frekar en í opnu spjalli.
  • Ekki ganga út frá því að börn séu hlynnt því að þú segir frá atvikum í lífi þeirra á samfélagsmiðlum. Spurðu barnið hvort þú megir segja frá t.d. sigrum á íþróttamótum eða góðum námsárangri, áður en þú gerir það.
  • Fullvissaðu þig um að friðhelgisstillingar þínar á samfélagsmiðlum séu þannig að ljósmyndir og aðrar upplýsingar um börnin þín séu ekki aðgengilegar öllum.
  • Áður en þú birtir ljósmyndir, kannaðu hvort þú þurfir að aftengja GPS hnit, þannig að ekki sé hægt að sjá hvar myndin er tekin.
  • Í öllum tilvikum, hugsaðu um það sem barninu er fyrir bestu, leitaðu eftir sjónarmiðum þess áður en þú birtir eitthvað um það á samfélagsmiðlum, og hugsaðu um hvaða áhrif það gæti haft á barnið til skemmri eða lengri tíma.


Skráningar

ATH Samkvæmt gagnasöfnun Skátamiðstöðvarinnar geta allt að 50% heildarfjölda skráninga yfir allt sumarið dottið inn á fyrstu vikunni eftir að skráning er opnuð. Yfirleitt eru 60 – 80% af heildarfjölda skráninga sumarsins komnar þegar fyrsta námskeið hefst.

Skráningar skulu opnaðar fyrir sumardaginn fyrsta og áður en námskeiðin eru auglýst nokkurs staðar til að tryggja að þau sem eru áhugasöm geti skráð sig.

Þegar skráning er stofnuð er mikilvægt að á hverju námskeiði komi fram grunnupplýsingar ásamt helstu skilmálum, t.d. hvaða skilyrði eru um afbókanir og endurgreiðslu.

Sportabler er skráningarkerfi skátanna og er ætlast til þess að skráning fari fram þar. Skátamiðstöðin býður upp á aðstoð við uppsetningu á skráningarkerfi í Sportabler en býður ekki upp á aðstoð fyrir önnur skráningarkerfi.

Námskeiðafjöldi

Stjórn skátafélagsins gerir áætlun um fjölda námskeiðsvikna fyrir sumarið út frá viðburðardagatali BÍS og tímafjölda styrktra starfsmanna.

Helstu atriði sem hafa þarf í huga:

  • Algengt er að námskeiðsvikurnar séu 5-8 talsins. Leiðbeinendur hafa yfirleitt vinnurétt í 8 vikur (ath. getur verið mismunandi milli sveitarfélaga) og af því þarf að greiða þeim fyrir þjálfun.
  • Mörg félög fá starfsfólki úthlutað í 8 vikur eða skemur. Algengt er að gera hlé á starfseminni í seinni hluta júlí, bæði til þess að starfsfólk fái gott frí og því að þátttakendur eru oft í fjölskyldufríi þá. Skráning er hins vegar oft góð í upphafi ágúst.
  • Athugaðu að gjarnan hefst skólastarf grunnskóla seinna en framhaldsskólanna. Getur það þýtt að það er vika í ágúst þar sem erfitt getur reynst að finna starfsfólk þótt skráning náist á námskeiðið.
  • Athugaðu að almennir frídagar geta haft áhrif á dagsetningar og lengd námskeiðs. Á sumrin eru það aðallega 17. júní og frídagur verslunarmanna. Lengd námskeiðs hefur einnig áhrif á námskeiðsgjöld.
  • Taka þarf tillit til skátamóta ef hluti leiðbeinenda eru skátar. Þetta geta til dæmis verið Landsmót skáta, Heimsmót skáta eða aldursbilamót og hægt er að sjá dagsetningar þessara móta á starfsáætlun BÍS.

þátttakendafjöldi

Þegar þátttakendafjöldi er ákveðinn þarf að hafa í huga þann mannauð sem félagið býr yfir, hversu marga aðstaðan rúmar og hvaða hópastærð er þægileg upp á vettvangsferðir og dagskrá.

  • Hámarksfjöldi: Reglur eru mismunandi eftir sveitarfélögum, en góð þumalputtaregla er að fara ekki yfir 10 þátttakendur per hvern fullorðinn starfsmann. Oft fá félög 3 starfsmenn yfir 18 ára aldri og því væri heildarfjöldi barna á námskeiði 30 börn.
  • Lágmarksfjöldi: Gott er að ákveða lágmarksfjölda skráninga á hvert námskeið í upphafi sumars. Komi sú staða upp að lágmarksfjölda skráninga hefur ekki verið náð 3 vikum fyrir upphaf námskeiðs skal skoða skráningu á námskeið og athuga hvort lágmarksfjölda er náð. Ef svo er ekki er gott að senda póst á þátttakendur sem hafa verið á biðlista á önnur námskeið sem og að auglýsa vel á samfélagsmiðlum og hverfishópum. Ef skráning er enn undir lágmarksfjölda 5 dögum áður en skráningarfrestur rennur út skal aflýsa námskeiðinu, senda póst á skráða þátttakendur, upplýsa þau um stöðuna og bjóða þeim að færa sig yfir á annað námskeið eða benda á önnur Útilífsskóla námskeið hjá nágranna félögum. Bera skal í huga að það svarar ekki kostnaði að halda námskeið með of fáum þátttakendum og upplifun þeirra getur litast af því að vera með fáum börnum á námskeiði.
  • Biðlistar: Það er mjög sterkur leikur að bjóða upp á biðlista. Biðlistar tryggja að námskeiðin séu fullsetin þó einhver detti út með stuttum fyrirvara. Munið að senda á þau sem eru skráð á biðlista upplýsingar um það hvort þau komist á námskeiðið eða ekki viku fyrir námskeiðið


fjármál

fjárhagsáætlun

Í upphafi sumars skal fulltrúi skátafélags (félagsforingi, gjaldkeri, starfsmaður eða stjórnarmeðlimur) kynna skólastjóra fjárhagsáætlun fyrir sumarið eða vinna slíka áætlun í samstarfi við skólastjóra. Fjárhagsáætlun skal innihalda viðmið fyrir dagskrárkostnað, hæfilegra umbun fyrir leiðbeinendur (t.d. grillveislu í lok sumars eða aðra lágstemmda umbun), aukagreiðslur til skólastjóra og/eða annarra leiðbeinenda ef slíkar eru, kostnað við ferðalög og viðhald á búnaði. Skólastjóra ber að vinna innan þess fjárhagsramma og láta vita ef stórfeld frávik verða frá áætlun.

greiðslumöguleikar

Yfir sumarið má búast við því að einhvern kostnað þurfi að greiða vegna útilífsskólans. Mælst er gegn því að starfsmenn séu að leggja út fyrir kostnaði með sínum persónulegu fjármunum. Best er að skólastjóri fái strax prófkúru og innkaupakort eða þá að skátafélagið útvegi rafrænt gjafakort frá banka með fastri upphæð. Seinni leiðin er fljótlegri og getur verið betri leið til að fylgja settri fjárhagsáætlun því ekki er hægt að eyða umfram þá heimild sem er sett á kortið, en getur reynst óheppileg ef upp koma skyndileg og óvænt stórútgjöld.

akstur

Akstur getur fylgt starfsemi einhverra útilífsskóla. Mikilvægt er að hafa skýrt samkomulag við sitt skátafélag um þau mál áður en ekið er fyrir félagið. Þar ætti að koma fram hvernig er greitt fyrir akstur og hvað teljist eðlilegur akstur yfir sumarið.


skipurit og hlutverk

yfirstjórn Útilífsskóla skáta

Yfirstjórn Útilífsskóla skáta (ÚS) er í höndum Skátasambands Reykjavíkur (SSR) og er starfsemi skólanna í Reykjavík á ábyrgð þess. SSR nýtur árlegra styrkja frá Reykjavíkurborg og starfar eftir þeim reglum og skilyrðum sem íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar (ÍTR) setur um starfsemina.

Yfirstjórn Útilífsskóla skáta í öðrum skátafélögum er í höndum stjórnar viðkomandi skátafélags. Æskilegt er að einn aðili úr stjórn sé skilgreindur tengiliður skólastjóra við stjórn. Sum skátafélög í öðrum sveitarfélögum fá laun styrkt meðan önnur þurfa að greiða þau með þátttökugjöldum útilífsskólans. Útilífsskólar starfa ávallt eftir þeim reglum og skilyrðum sem það svið bæjarfélagsins sem fer með æskulýðsstarf setur og æskilegt er að skátafélögin rækti gott samstarf við viðkomandi aðila.

hlutverk BÍS

  • Sjá um þjálfun starfsfólks í samstarfi við skátafélögin og SSR.
  • Aðstoða við markaðssetningu starfsins.
  • Veita skólastjórum ráðgjöf og aðstoð í viðbrögðum við óvæntum atburðum.

Reykjavík

Hlutverk SSR er að:

  • Skipuleggja starfsemina og starfssvæði eftir því sem stuðningur ÍTR nær til.
  • Sjá um samskipti við Reykjavíkurborg vegna:
    • Samninga við starfsmenn 18 ára og eldri við Reykjavíkurborg.
    • Skýrslugjafar.
  • Aðstoða við að útvega sameiginlegan búnað, sem samkomulag er um að nauðsynlegur sé til starfseminnar.
  • Aðstoða við markaðssetningu starfsins m.a. með skráningu allra starfstöðva í sumarbækling ÍTR og gerð kynningarefnis til dreifingar á starfssvæði einstakra starfsstöðva.

Hlutverk skátafélaga sem starfsrækja Útilífsskóla skáta er að:

  • Leggja til húsnæði til starfseminnar skv. samkomulagi við SSR.
  • Tryggja að húsnæði það sem hýsir Útilífsskólann standist öryggiskröfur heilbrigðiseftirlits og eldvarnaeftirlits.
  • Bera vinnuveitendaábyrgð vegna starfsemi hvers útilífsskóla.
  • Útvega starfsfólk sem fullnægir skilyrðum ÚS.
  • Gera ráðningarsamninga við leiðbeinendur og greiða þeim laun eftir umsömdum töxtum.
  • Markaðssetja útilífsskólann í hverfinu og nýta útilífsskólann til að kynna skátastarf fyrir þátttakendum.

önnur sveitarfélög

Hlutverk skátafélaga sem starfsrækja Útilífsskóla skáta er að:

  • Skipuleggja starfsemina og starfssvæði eftir því sem stuðningur ÍTR nær til.
  • Sjá um samskipti við Reykjavíkurborg vegna:
    • Samninga við starfsmenn 18 ára og eldri við Reykjavíkurborg.
    • Skýrslugjafar.
  • Aðstoða við að útvega sameiginlegan búnað, sem samkomulag er um að nauðsynlegur sé til starfseminnar.
  • Aðstoða við markaðssetningu starfsins m.a. með skráningu allra starfstöðva í sumarbækling ÍTR og gerð kynningarefnis til dreifingar á starfssvæði einstakra starfsstöðva.
  • Leggja til húsnæði til starfseminnar skv. samkomulagi við SSR.
  • Tryggja að húsnæði það sem hýsir Útilífsskólann standist öryggiskröfur heilbrigðiseftirlits og eldvarnaeftirlits.
  • Bera vinnuveitendaábyrgð vegna starfsemi hvers útilífsskóla.
  • Útvega starfsfólk sem fullnægir skilyrðum ÚS.
  • Gera ráðningarsamninga við leiðbeinendur og greiða þeim laun eftir umsömdum töxtum.
  • Markaðssetja útilífsskólann í hverfinu og nýta útilífsskólann til að kynna skátastarf fyrir þátttakendum.

Starfsfólk Útilífsskóla skáta

Skátafélögin sjá um að ráða starfsfólk í Útilífsskóla skáta, í samstarfi við sitt bæjarfélag og skátafélög í Reykjavík gera það í samráði við SSR og Vinnuskóla Reykjavíkur. Starfsfólki ÚS er skipt í þrjá hópa sem hafa hver sinn starfstitil og hefur hver hópur ákveðnar kröfur um hæfni og skyldur. Allt starfsfólk, 18 ára og eldri, skal skila inn heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá.

Þessir þrír hópar eru:
– Skólastjórar – eldri en 20 ára
– Leiðbeinendur – 17 – 25 ára
– Vinnuskólaliðar – 9. – 10. bekk

skólastjóri

Skólastjóri ákveðinnar starfsstöðvar Útilífsskóla skáta sér um verkstjórn, dagskrárgerð, samskipti við foreldra og fleira. Skólastjórinn þarf að vera orðinn 20 ára og hafa þekkingu og reynslu til starfsins.

Sum sveitarfélög setja efri aldursmörk á leiðbeinendur, t.d. Í Reykjavík eru aldursmörk 25 ára  til að fá ráðningu í gegnum sumarstörf borgarinnar. Skólastjóri ber ábyrgð á starfseminni en getur útdeilt verkefnum á starfsfólk sitt eftir þörfum.

Hlutverk skólastjóra Útilífsskóla skáta er að:

  • Sjá um dagskrárgerð og undirbúning sumarstarfsins í samráði við skátafélag (og SSR).
  • Kynna starfsemina í grunnskólum hverfisins og dreifingu kynningarefnis.
  • Sjá um að skráningu og samskipti við foreldra og forráðamenn þátttakenda.
  • Stýra starfsemi og bera ábyrgð á starfi viðkomandi starfsstöðvar.
  • Hafa með höndum verkstjórn á viðkomandi starfsstöð.
  • Sjá til þess að farið sé eftir réttu verklagi varðandi öryggismál, samskipti og fleira.
  • Gera skýrslu í lok sumars og skila til stjórnar (og eftir tilvikum SSR)

Leiðbeinendur

Leiðbeinendur eru á aldrinum 18 – 25 ára en stundum býður Reykjavík upp á 17 ára einstaklinga að auki. Leiðbeinendur taka þátt í mótun dagskrár og bera meiri ábyrgð en vinnuskólaliðar.

Aðalverkefni leiðbeinenda eru:

  • Eiga í uppbyggilegum samskiptum við þátttakendur, hvetja þau áfram og hafa eftirlit með öryggi þeirra.
  • Þátttaka í dagskrárgerð.
  • Þátttaka í útivist og ævintýralegri dagskrá í anda skátastarfs.
  • Aðstoða við að leiðbeina vinnuskólaliðum.
  • Ganga í þau störf sem skólastjóri felur þeim.
  • Athugið að 17 ára leiðbeinendur bera eðli málsins samkvæmt ekki jafn mikla lagalega ábyrgð og þau sem náð hafa sjálfræðisaldri.
  • Skólastjórar, í samstarfi við félagsforingja, geta ákveðið að gefa einum eða fleiri leiðbeinanda titilinn aðstoðarskólastjóri, og gengur viðkomandi þá í hlutverk skólastjóra í fjarveru hans. Hvort titlinum fylgi einhvers konar umbun er samningsatriði við skátafélag.

Vinnuskólaliðar

Vinnuskólaliðar voru að ljúka 8., 9. eða 10. bekk og eru ráðnir af Vinnuskóla Reykjavíkur. Á hverju ári ákveður vinnuskólinn hvaða fjölda má ráða í hverjum útilífsskóla, reglurnar eru breytilegar og því þurfa skólastjórar fá fjöldan á hverju ári frá starfsfólki SSR. Upplýsingar um kjaramál, réttindi og skyldur vinnuskólaliða er að finna á vef Vinnuskóla Reykjavíkur.

Vinnuskólaliðar hafa mismikil vinnuréttindi yfir sumarið en starfstöðvar fá úthlutað ákveðnum fjölda starfsmanna, óháð aldri. Það er því best að ráða vinnuskólaliða í eldri kanntinum, því vinnuskólaliðar í 8. bekk hafa mjög lítil réttindi til vinnu (takmarkaðan tímafjölda, bæði yfir daginn og yfir sumarið). Þannig nýtist takmarkaður fjölda starfsmanna best og einnig getur reynst mjög snúið að hafa starfsfólk í vinnu sem aðeins má vinna hálfan daginn, á námskeiðum þar sem hópurinn ferðast um borg og bý.

Í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík teljast þau sem voru að ljúka fyrsta ári í menntaskóla stundum líka sem vinnuskólaliðar. Upplýsingar um vinnureglur eru að finna á heimasíðu viðkomandi bæjarfélags og jafnvel þarf skólastjóri að mæta á námskeið fyrir hópstjóra vinnuskólans.

Hlutverk vinnuskólaliða er að:

  • Ganga í þau störf sem skólastjóri felur þeim.
  • Eiga í uppbyggilegum samskiptum við þátttakendur, hvetja þau áfram og hafa eftirlit með öryggi þeirra.
  • Hafa umsjón með tilteknum flokki barna (ef flokkakerfi er notað).
  • Stýra einföldum dagskrárliðum, svo sem leikjum og verkefnum.
  • Skólastjórar skulu þekkja reglur síns sveitarfélags um starfstímabil, vinnutíma, hvíld og annað sem viðkemur starfi vinnuskólaliða.

Vinnuskólaliðar vinna samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga og annars má finna ýmis fróðleik um vinnu barna og unglinga á vef vinnueftirlitsins.


starfsmannastefna Útilífsskólans

Útilífsskóli skáta starfar eftir starfsmannastefnu sem gerir ákveðnar væntingar til alls starfsfólks.

Væntingar til starfsfólks Útilífsskóla skáta

  • Að starfsmaður líti á barn sem sterkan einstakling, sem hefur mikið fram að færa.
  • Að starfsmaður hafi gaman af að starfa með börnum og finni lífsgleðina með þeim.
  • Að starfsmaður mæti börnum á jafningjagrundvelli og leggi sig fram um að kynnast börnunum.
  • Að starfsmaður sé aðgengilegur í fasi og viðmóti.
  • Að starfsmaður búi yfir samskiptahæfni, samstarfsfærni og sveigjanleika í starfi.
  • Að starfsmaður sé tilbúinn að taka leiðbeiningum og líti á það sem eðlilegan þátt í sinni starfsþjálfun.
  • Að starfsmaður kynni sig fyrir foreldrum.
  • Að starfsmaður sé stundvís.

leiðarljós starfsmannahópsins

Starfsfólk Útilífsskólanna er skátaflokkur sem starfar náið saman í eitt sumar.  Eftirfarandi leiðarljós einkenna andann í starfsmannahópnum:

  • Starfsfólkið sýnir hverju öðru traust og gagnkvæma virðingu.
  • Starfsfólkið nálgast viðfangsefnin með gagnrýnni hugsun, en kemur ábendingum á framfæri með uppbyggilegum hætti.
  • Starfsfólkið er óhrætt við að spyrja að því sem það veit ekki.
  • Starfsmannahópurinn nýtir ólíka hæfileika teymisins og leyfir öllum að njóta sín.
  • Starfsfólkið er duglegt að hrósa hverju öðru og vekja athygli á því sem vel er gert.

Framkoma og atgervi

Það er mikilvægt að hafa í huga að starfsvettvangur starfsfólks Útilífsskóla skáta felst ekki einungis í að bjóða upp á ævintýralega dagskrá um alla borg, heldur einnig í samskiptum við börn, sem eru móttækileg fyrir alls kyns áhrifum. Því er afar mikilvægt að allt starfsfólk útilífsskólanna sýni vandvirkni í framkomu og máli. Það segir sig sjálft að Útilífsskóli skáta er reyklaus vinnustaður.

Það er staðreynd að margt að því sem fer fram á námskeiðum útilífsskólanna fá foreldrarnir að heyra. Í flestum tilvikum er það um hvernig dagurinn var, hvað var gert og hversu skemmtilegt er á námskeiðum hjá skátunum. En ef það er eitthvað sem stuðar börnin s.s. orðaval og framkoma starfsfólks útilífsskóla þá segja þau frá því. Ekkert er eins vandræðalegt og þurfa að afsaka blótsyrði og óvandaða framkomu starfsfólks.

Starfsfólk Útilífsskóla skáta er andlit námskeiðanna hvar sem þau koma og skulu því hafa þessi atriði í huga:

  1. Starfsmenn eiga að vera hreinir og vel til fara. Það er ótækt ef starfsmenn útilífsskólanna ganga um í lörfum eða skítugum fötum. Það er eðlilegt að föt verði skítug í vinnunni en í byrjun dags þá mætir starfsfólk vel til fara og snyrtilegt.
  2. Starfsmenn eiga ekki að nota blótsyrði eða á nokkurn hátt tala niður til barna.
  3. Starfsmenn gæta þess að ræða ekki viðfangsefni sem eru ekki við hæfi barna í viðurvist þeirra.
  4. Starfsmenn eiga að sýna glaðværð í viðmóti. Ef það eru vandamál, þá er tekist á við þau í lok vinnudags.


mannauðsmál

Skólastjórinn ber ábyrgð á því að stýra starfsfólki sínu og sinna mannauðsmálum. Hér eru atriði sem þarf að hafa í huga

Vinnutímar

Skólastjóri

Stjórn skátafélags og skólastjóri þurfa að ná samkomulagi um vinnutíma í upphafi sumars þar sem fram kemur hvers er ætlast til af skólastjóra. Þá þarf að vera skýrt hvort ætlast er til þess að skólastjóri vinni allt sumarið eða vinni aðeins þær vikur sem námskeið er haldið.
Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir undirbúningstíma í upphafi sumars sem og frágangstímabili í lok sumars. Hluti af undirbúningstíma skólastjóra er ætlaður fyrir starfstengd námskeið á vegum BÍS sem haldin eru í byrjun júní áður en námskeið Útilífsskólans hefjast. Því er gott að láta ráðningarsamninga hefjast 1. júní, þannig er komið í veg fyrir að skólastjóri sé samningsbundinn í annarri vinnu þegar gert er ráð fyrir að hann sæki námskeiðin á vegum BÍS.

Leiðbeinendur

Leiðbeinendur, 18 ára og eldri (miðað við fæðingarár) fá 8 vikur greiddar af Reykjavíkurborg og 17 ára fá 6 vikur. Þessi tímafjöldi getur breyst vegna aðstæðna í samfélaginu eða stærð árganga og skal alltaf staðfesta við starfsfólk SSR.
Vinnuréttur getur verið mjög breytilegur á milli sveitarfélaga og innan sama sveitarfélags ár frá ári. Því þurfa skólastjórar annarra útilífsskóla að leita þessara upplýsinga frá sinni bæjarskrifstofu.
Mikilvægt er að skólastjórar séu meðvituð um starfstímabilið sem leiðbeinendur 17 ára og eldri mega vinna innan.

Vinnuskólaliðar

Þegar vaktaplan vinnuskólaliða er mótað skal tekið mið af því yfir hvaða tímabil viðkomandi má vinna, hversu margar klukkustundir þau mega vinna yfir sumarið og hversu margar klukkustundir þau mega vinna í einu.

Í sumum sveitarfélögum eru sérstök fyrirfram skilgreind starfstímabil sem taka getur þurft tillit til.
Tillit skal tekið til þess við mótun vaktaplans að vinnuskólaliðar eru börn í sumarfríi og geta því ekki unnið hvaða viku sem er vegna annarra áætlana með fjölskyldu og vinum.

Vinnuskólaliðar í 9. og 10. bekk fá 105 klst. af vinnu greidda af Reykjavíkurborg, sem eru 15 vinnudagar (3 vikur) samtals. Vinnuskyldan er 7 tímar á dag. Þessar reglur eru þó breytilegar og skal alltaf staðfesta við starfsfólk SSR eða með því að athuga gildandi reglur á vefsíðu vinnuskólans í Reykjavík.

Vinnuvikur

Það er hlutverk skólastjórans að skipta starfsfólki niður á vinnuvikur fyrir sumarið.

Vinnuskólaliðar geta óskað eftir því að vera í leyfi ákveðnar vikur og ef það gengur upp, taka skólastjórar tillit til þess, en jafnframt þarf að taka tillit til þess að vinnuskólaliði velur starfstímabil í upphafi ráðningar (að frumkvæði Reykjavíkurborgar) og á þá rétt á að starfa á því tímabili.

Leiðbeinendur 18 ára og eldri geta óskað eftir því að vera í leyfi ákveðnar vikur og ef það gengur upp taka skólastjórar tillit til þess. Skólastjórar vilja gæta sanngirni, en þurfa þó að hafa í huga að þetta er sumarstarf; starfsfólk ræður sig í vinnu yfir sumarið og það er ekki alltaf hægt að taka tillit til óska allra.

Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga:

  • Fáið upplýsingar frá ykkar starfsfólki um það hvenær þau óska eftir leyfi áður en starfsemi hefst.
    • Í tilfelli vinnuskólaliða getur það reynst skilvirkara að hafa einnig samband við forráðafólk þar sem þau hafa mögulega betri yfirsýn yfir sumarleyfi, útlandaferðir, ættarmót og slíkt.
  • Þegar fyrsta uppkast af vaktaplani sumarsins er klárt skal það sent út til starfsmanna og forráðamanna þeirra. Gefst þeim þá tækifæri á því að óska eftir breytingum.
  • Eftir að námskeið hefjast er ekki hægt að tryggja að óskir um breytingar á starfstímum verði uppfylltar.
  • Takið tillit til viðburða á vegum skátanna. Einhver úr liði starfsfólksins gætu verið að fara á Landsmót, aldursbilamót, heimsmót eða annað.
  • Athugið að þjálfun starfsfólks er launuð og því þarf að draga þann tíma sem hún tekur frá vinnurétti leiðbeinenda og vinnuskólaliða, nema Skátafélagið tilgreini aðra leið til að greiða tímafjöldan.
  • Gott er að prenta út vinnuvikur starfsmanna og hafa sýnilegar í höfuðstöðvum hvers Útilífsskóla

Vaktaplan

Eitt af verkefnum skólastjóra er að útbúa vaktaplan fyrir upphaf hverrar viku. Það getur verið ólíkt eftir starfsstöðvum hvaða vaktir þarf að manna en sameiginlegt með þeim öllum eru opnunar- og lokunarvaktir sem og þrifavaktir. Hér að neðan er rennt yfir að hverju þarf að huga og verkefni á þeim vöktum.

opnun og lokun

Við opnun og lokun á skátaheimilinu skal starfsfólk hafa verkefni sín á hreinu. Leiðbeinendur og skólastjóri skipta oft á milli sín að mæta fyrr til að taka á móti þátttakendum, og vera lengur til að ganga úr skugga um að allir þátttakendur hafi verið sóttir. Nauðsynlegt er að starfsmaður á opnunar- og lokunarvakt sé 18 ára og megi því taka ábyrgð á hóp einstaklinga. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að það séu fleiri ein einn starfsmaður í húsi. Þar sem oft eru starfsmenn sem hafa náð 18 ára aldri af skornum skammti í Útilífsskólanum er hægt að hafa einn 18 ára starfsmann og annan undir 18 á opnunar- eða lokunarvakt.

Hér eru dæmi um verkefni þeirra sem eru á opnunarvakt annars vegar og lokunarvakt hins vegar.

Opnunarvakt

  • Tekur þjófavörn af húsinu og opnar útidyr
  • Kveikir ljósin í anddyri og á gangi
  • Lítur snögglega yfir rýmin og athugar hvort þau séu ekki snyrtileg
  • Setur klæðnað á lausagangi á óskilamunaborð
  • Nær í tóman mætingarlista inn í foringjaherbergi og merkir við þátttakendur eftir mætingu hverju sinni
  • Tekur því eins rólega og hán getur og hvetur krakkana til að lesa eða teikna sér til yndisauka

Lokunarvakt

  • Situr í anddyri með mætingarlista og merkir við brottfarir
  • Gengur alltaf úr skugga um að allar útidyrahurðir séu læstar og lokaðar
  • Gengur alltaf úr skugga um að allir gluggar séu lokaðir
  • Gengur alltaf úr skugga um að skrifstofa sé lokuð og læst
  • Setur á þjófavörn
  • Læsir húsinu á eftir sér

Lokunarvakt á föstudegi

  • Tekur saman alla óskilamuni eftir að börnin eru farin og setur í svartan ruslapoka og færir inn á skrifstofu
  • Ef þú ert óviss hvort um sé að ræða eign starfsmanna setur þú það á fyrirfram ákveðinn stað sem aðeins starfsfólk hefur aðgengi að.

 

Á meðan að útilífsnámskeiðum stendur er skátaheimilið á forræði skólastjórans, í samstarfi við starfsmann og félagsforingja skátafélags. Ávallt skal gengið úr skugga um að aðstaðan sé örugg og aðgenileg. Þá skal hreinlæti vera í hávegum haft og daglega fara fram þrif á rýminu.

þrif

Þrifaleiðbeiningar skulu hanga á vegg í hverju rými. Starfsfólk skal meðvitað um á hvaða herbergjum það ber ábyrgð og vinna sín þrifaverkefni í lok dags, á hverjum degi.

ráðningar og réttindi

persónuafsláttur

Persónuafsláttur er hluti af tekjuskattskerfi einstaklinga.  Með persónuafslætti er átt við sérstakan afslátt af tekjuskatti vegna launa einstaklinga. Upphæðin er föst krónutala og myndar svonefnd skattleysismörk. Sé persónuafsláttur ekki fullnýttur safnast hann upp og nýtist í síðari skattgreiðslur en fellur svo niður um hver áramót. Allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Skattgreiðendur þurfa að fara á skattur.is til að ráðstafa persónuafslætti sínum. Skólastjórar skulu minna leiðbeinendur og vinnuskólaliða yfir 16 á að gera það.

lífeyrissjóður

Mánuði eftir að 16 ára aldri er náð greiða nemendur í lífeyrissjóð. Brú er sá sjóður sem greitt er í hjá sumarstarfsfólki Reykjavíkurborgar.

ráðningarsamningur

Ráðningarsamningur er persónubundinn samningur milli starfsmanns og vinnuveitanda um að starfsmaðurinn sé ráðinn til starfa og hvaða kjör hann hlýtur.

Vinnuveitandinn sér um að útbúa ráðningarsamninginn og þurfa báðir aðilar að skrifa undir. SSR býður upp á sniðmát fyrir ráðningarsamning leiðbeinenda. Jafnframt þarf sumarstarfsfólk í Reykjavík að skrifa undir samninga við Reykjavíkurborg samkvæmt leiðbeiningum hverju sinni. Ráðningartímabil 18+ við Reykjavíkurborg eru 8 vikur og vinna umfram það er í höndum félags. Innan annarra sveitarfélaga eru ráðningarsamningar samkvæmt kröfum frá sveitarfélaginu hverju sinni ef starfsmannastyrkir fást frá sveitarfélagi.

Hjá Reykjavík og öðrum sveitarfélögum þarf skátafélag og skólastjóri ekki að gera ráðningarsamninga við vinnuskólaliða. Það ferli er allt á vegum sveitarfélags og gert við forráðafólk viðkomandi.

launaseðill

Launaseðlar berast í heimabanka 1. hvers mánaðar. Seðlana er að finna undir „rafræn skjöl.“ . Á honum standa persónuupplýsingar um launþega og laungreiðanda, mánaðarlaun fyrir skatt, staðgreiðsla (tekjuskattur og útsvar), persónuafsláttur, gjöld í stéttarfélag, lífeyrissjóði, séreignalífeyrissparnað (ef það á við) og aðra sjóði og orlof. Loks eru gefin útborguð laun, sú upphæð sem lögð er inn á bankareikninginn um hver mánaðamót, þ.e. launin eftir fyrrnefndan frádrátt.

stéttarfélag

Stéttarfélag eða verkalýðsfélag eru félagasamtök launþega úr tilteknum starfsstéttum stofnuð í þeim tilgangi að halda fram sameiginlegum hagsmunum sem tengjast starfi þeirra gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Allir launþegar borga í stéttarfélag og atvinnurekendur borga á móti þeim ásamt því að borga í ýmsa sjóði stéttarfélagsins sem launþegar geta sótt um styrki í. Starfsmenn eru í raun að greiða fyrir að fá að vinna eftir kjarasamningi félagsins sem kveður á um lágmarkskjör.

veikindaréttur

vinnuskólaliðar

Vinnuskólaliðar safna sér oftast ekki veikindarétti. Veikindadagar eru því ekki greiddir og ekki er hægt að vinna þá upp síðar, skv. skilmálum Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Umboðsmaður barna lítur reyndar ekki svo á að vinnuskólaliðar eigi engan veikindarétt. Veikindi og leyfi skulu tilkynnt til skólastjóra af foreldri vinnuskólaliðans símleiðis.

leiðbeinendur

Leiðbeinendur eiga rétt á launum í veikindum í 2 daga fyrir hvern unnin mánuð. Veikindi umfram það hjá leiðbeinendum Reykjavíkur þarf að senda til Atvinnumáladeildar, atvinnumal.hitthusid@reykjavik.is, fyrir miðjan mánuð.

Í öðrum sveitarfélögum skal leita ráðgjafar hjá viðkomandi sveitarfélagi.

tímaskýrslur

Skólastjórar skulu fylla út tímaskýrslur vegna vinnuskólaliða, leiðbeinenda og skólastjóra og bera ábyrgð á því að þær séu réttar.

vinnuskólaliðar

Í upphafi sumars fá skólastjórnendur í Reykjavík afhent sniðmát hjá SSR sem skal sent á tengilið hjá Vinnuskóla Reykjavíkurborgar reglulega.

Í öðrum sveitarfélögum getur gilt annað verklag og skal skólastjóri kanna það hjá sínu sveitarfélagi hvernig staðið er að tímaskýrslum fyrir vinnuskólaliða.

leiðbeinendur

Í upphafi sumar skilar skólastjóri inn vinnuáætlun til Reykjavíkurborgar (Hins hússins) fyrir leiðbeinendur eldri en 17 ára og greitt er eftir þeirri áætlun. Ef breytingar verða á áætlun, til dæmis vegna aðlögunar vaktaplana eftir aðsókn, eða ef starfsmaður forfallast mikið frá vinnu (hvort heldur sem er vegna eðlilegra eða óeðlilegra ástæðna) skal láta Hitt húsið vita.

athugið

Það er nauðsynlegt að skólastjórar séu með það á hreinu strax í byrjun sumars hvernig skilum á tímaskýrslum vegna vinnuskóla, leiðbeinenda og skólastjóra sé háttað. Þegar þetta er ekki gert rétt getur það orðið til þess að fólk fái ekki greitt laun fyrir vinnu sína sem er ekki í lagi.

Starfsfólk skal vinna sína vinnuskyldu. Sé hún ekki uppfyllt skal láta launagreiðendur vita svo hægt sé að bregðast við.


samskipti

Hversu viðbúinn sem skáti er, með pottþétta dagskrá og frumlegar hugmyndir, þá eru það alltaf samskipti sem skipta aðalmálinu í öllum verkefnum. Samskipti eru oft erfiðustu ásteitingarsteinarnir og jafnframt er það samskipti sem skapa tengsl og minningar sem eru ógleymanlegar í lok sumars.  Það er því mikilvægt að vanda vel til samskipta við foreldra, börn, samstarfsfólk og samstarfsaðila að öllu tagi. Fjallað er um samskipti samstarfsfólks í kaflanum á undan, en hér verður farið yfir samskipti við aðra hópa.

samskipti við foreldra

Foreldrar eru misjöfn en öll eiga þau það sameiginlegt, að þau eru að láta sína verðmætustu eign í umsjón okkar. Kröfur og væntingar foreldra til Útilífsskóla skáta eru misjafnar, en í langflestum tilvikum eru þetta sanngjarnar kröfur um gæði námskeiða, öryggi og umsjón með börnum.

Þið munið líklega fá gagnrýni frá einhverjum foreldrum, sanngjarna eða ósanngjarna og í einhverjum tilfellum þurfa að eiga við foreldra sem gera óhóflegar kröfur sem erfitt er að standa undir. Í þessum tilfellum gildir að hlusta vel á foreldra og svara yfirvegað. Allt starfsfólk útilífsskólans á í einhverjum samskiptum við foreldra, en aðalábyrgðin lendir þó á herðum skólastjórans og best er að allt starfsfólk vísi foreldrum á viðkomandi með öll samskipti við foreldra sem þau treysta sér ekki í.

Hér á eftir eru nokkur atriði sem þú skalt hafa í huga til að eiga sem farsælust samskipti við foreldra.

vertu fyrirbyggjandi

Reyndu að sýna framsýni í upplýsingagjöf, því þannig getur þú komið í veg fyrir óánægju og stýrt væntingum.  Reyndu að ímynda þér hvað þú myndir vilja vita sem foreldri og komdu því á framfæri með skýrum hætti. Hafðu upplýsingar aðgengilegar á miðlum félagsins og sendu skýra og góða pósta með áreiðanlegum og skipulögðum upplýsingum.  Foreldrum berast endalausar upplýsingar svo reyndu að veita nauðsynlegar upplýsingar án þess að drekkja þeim í upplýsingum sem bæta litlu við. Gott er að hafa upplýsingarnar aðgengilegar, til dæmis með því að nota millifyrirsagnir, lista og myndir til að skýra út.

hafðu grunnupplýsingar aðgengilegar

Þessar grunnupplýsingar eiga að vera á hreinu og aðgengilegar foreldrum:

  • Dagsetningar námskeiða og klukkan hvað dagskrá hefst og lýkur.
  • Dagskrá námskeiðis (með fyrirvara um veður og utanaðkomandi aðstæður).
  • Tímasetningar í dagskrá (hvar verða börnin hvenær, upphaf og lok dagskrár o.s.frv.).
  • Símanúmer (t.d. skráningarsími, sími Útilífsskólans, í skátaheimilinu)
  • Reglur og vinnulag í sundi, í strætó, við umferðaræðar o.fl.
  • Útilega, staðsetning, brottför og heimkoma, útbúnaður.
  • Nafn ábyrgðaraðila Útilífsskólans.
  • Gjaldskrá með afsláttum.

kvartanir

Skólastjórar Útilífsskólanna sjá undantekningarlaust um kvartanir og gangrýni foreldra á námskeiðið og svara fyrir Útilífsskólann. Ef foreldri kvartar í vinnuskólaliða eða aðstoðarskólastjóra skulu leiðbeinendur vísa þeim á skólastjóra, jafnvel þegar gagnrýnin snýst um vinnuskólaliðann sjálfan.
Taka skal á móti kvörtunum með yfirvegun og taka kvörtun til skoðunar áður en svarað er fyrir hana. Oftar en ekki eru þessar ábendingar þarfar um hvað megi bæta í starfsemi hverrar starfsstöðvar og því skal gæta þess að fara ekki í sjálfvirka vörn gegn þeim sem kvartar.

samskipti við börn

Líkt og við fullorðið fólk eru samskipti við börn fjölbreytt. Í flestum tilvikum einkennast samskipti við börn af skemmtilegum umræðuefnum, áhugaverðum spurningum og tækifærum til þess að sjá heiminn með öðrum augum. Hins vegar mátt þú gera ráð fyrir því að í sumar komi upp aðstæður þar sem samskiptin eru krefjandi, annað hvort vegna hegðunar barnsins eða dagsformi hjá þér sjálfu. Það eru nokkrir hlutir sem er gott að hafa í huga þegar slíkt kemur fyrir:

  • Fyrst og fremst er gott að muna að hegðun er alltaf birtingarmynd af líðan og þörfum einstaklings að hverju sinni. Börn hafa minni stjórn á hegðun sinni og við þurfum að geta tekið tillit til þess.
  • Reynum frekar að bregðast við þörf barnanna heldur en viðmóti þeirra, t.d. ef einhver er skapvondur af hungri er betra að styðja viðkomandi í að fá sér að borða en að einblína á að þau stöðvi skapvonskuna.
  • Munum að sum hegðun er hluti af stærra hegðunarmynstri sem við breytum ekki á vikulöngu námskeiði. Leitum skjótra lausna og látum ekki fá á okkur að slæm hegðun endurtaki sig. Hér er að sjálfsögðu ekki um að ræða einelti, áreiti og ofbeldi sem þarf alltaf að bregðast við.
  • Verum viðbúin því að börn séu stundum í mótþróa gegn okkur persónulega, stundum getur hjálpað að annar starfsmaður biðji barnið um að gera það sem þarf að gera. Tökum því ekki persónulega heldur einbeitum okkur að því að barnið fékkst til að gera það sem við vildum.

jákvæðni

Í öllum samskiptum er jákvætt viðhorf mikilvægt en það getur einfaldað samskipti við börn til muna að vera jákvæð.

  • Við tölum uppörvandi og JÁKVÆTT til barnanna.
  • Beinum athyglinni á það jákvæða.
  • Hunsum neikvæða hegðun og HRÓSUM oft og mikið fyrir JÁKVÆÐA HEGÐUN.

fyrirmæli

  • Við gefum skýr fyrirmæli. Segjum barninu nákvæmlega hvað á að gera. Dæmi: “Hengdu úlpuna á snagann.”
  • Notum “ég-boð”. Dæmi: “Ég vil að þú takir saman dótið þitt.”
  • Notum “ef-þá boð”. Dæmi: “Ef þú tekur saman dótið þitt þá getum við lagt af stað.” Alltaf að nota eitthvað jákvætt á eftir “þá”.
    • Vert að hafa í huga að við lofum engu sem við getum ekki staðið við.
  • Notum orðin að “æfa sig”.
    • Dæmi: “Við æfum okkur í reglunum. Við æfum okkur í að gera fallega röð, o.s.frv.
  • Við fylgjum eftir því sem við segjum alveg til enda.
    • Dæmi: Ef barn á að hengja upp úlpuna og gerir það ekki þá verðum við að láta barnið fara eftir fyrirmælunum. Við getum líka notað “handstýringu”.
  • Bendum fremur á hvað gerist skemmtilegt eftir að fyrirmælum er fylgt fremur en á það hvað gerist leiðinlegt ef þau eru hunsuð.
    • Dæmi: “Þegar þú ert búin að ná í úlpuna þína getum við lagt af stað að klifra” fremur en “Nú ert þú að skemma fyrir öllum, við getum ekki lagt af stað að í Öskjuhlíðina fyrr en þú sækir úlpuna þína”

ef hegðun er hamlandi

  • Reynum að skilja af hverju viðkomandi er að sýna þessa hegðun.
    • Kvíði
    • Skynjun
    • Skemmtun
  • Getum við breytt umhverfi, skipulagi eða minnkað kvíða?
  • Setja hegðuninni mörk, bjóða upp á aðra afþreyingu eða kenna nýja hegðun.
  • Því lengur sem hegðun á sér stað því fastar festist hún í sessi.

5 ráð til að fá börn til að fylgja fyrirmælum

  • Gefa einföld fyrirmæli (ekki margþætt)
  • Gefa stutt, skýr og hnitmiðuð fyrirmæli
  • Ekki gefa fyrirmæli þegar barnið er í leik
  • Nefna nafn barnsins áður en fyrirmælin eru gefin, bíða aðeins og halda fyrst áfram þegar barnið hefur svarað þér, horfir á þig og er hætt því sem það var að gera
  • Hrósaðu barninu þegar það fylgir fyrirmælum þínum. Ef barnið hlýðir ekki er mikilvægt að veita því sem minnsta athygli, en sjá til þess að fyrirmælum sé fylgt eftir

móttaka þátttakenda

Það hvernig við tökum á móti þátttakendum og foreldrum þeirra setur tóninn fyrir restina af námskeiðinu. Vandið ykkur við að taka vel á móti börnunum, svo þeim finnist þau örugg og jafnframt til þess að foreldrunum líði vel með að skilja börnin eftir í ykkar umsjá. Hér eru nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga:

  • Stjórnendur skulu sýnilegir við komu. Hafið nafnspjöld og kynnið ykkur með nafni fyrir börnum og foreldrum.
  • Verið glaðleg og takið á móti börnunum af hlýju. Sum gætu verið kvíðin fyrir því að fara á nýjan stað.
  • Heilsið börnunum fyrst. Þau eru aðalatriðið. Síðan heilsið þið foreldrum.
  • Merkið við þátttakendur á mætingarlista til þess að hafa yfirsýn yfir það hversu mörg börn séu á staðnum. Ef einhver börn eiga eftir að greiða, skal klára innheimtu á fyrsta degi.
  • Farið yfir fyrstu skrefin með þátttakandanum; hvert hán eigi að fara næst og hvað sé í boði að bralla þar til eiginleg dagskrá hefst.
  • Starfsfólk fyrir innan skal líka vera í kynningarham. Þau sem taka á móti börnunum í gæslu eða bið um morgunin eiga líka að kynna sig, taka glaðlega á móti börnunum og vera meðvituð um það að börnin vita ekki endilega til hvers er ætlast af þeim.
  • Lesið í líkamstjáningu barnanna og bregðist við því ef þau virðast vera hrædd, kvíðin, stressuð eða annað.
  • Móttaka barnanna á morgnana er tækifæri til þess að minna foreldrana á ákveðin atriði, svo sem að barnið eigi að mæta með sundföt eða hjól daginn eftir. Munið að það er aldrei hægt að minna foreldra of oft á slíka hluti.


fjölbreytileiki og inngilding

Börn eru alls konar og algjört lykilatriði að mæta þeim á þeirra forsendum. Í skátunum viljum við geta tekið á móti öllum börnum og gerum okkar besta til þess að mæta þeim þar sem þau eru, en ýmsir þættir geta haft áhrif á þátttöku barna í útilífsskóla skáta; félagslegir og fjárhagslegir þættir, fötlun, bakgrunnur og jaðarsetning. Það á að vera keppikefli skáta að vera meðvituð um hugtakið inngildingu og hvað hún raunverulega felur í sér í starfi. Í skátunum á að vera tækifæri fyrir alla til að blómstra.

Skólastjórar fá alls kyns upplýsingar um börn og ber að fara varlega með þessar upplýsingar. Það er ekki alltaf viðeigandi að deila þessum upplýsingum með öðru starfsfólki og þá sérstaklega vinnuskólaliðum sem eru sjálf börn. Skólastjóri skal eingöngu deila upplýsingum um barn með starfsmanni ef hann metur að það sé nauðsynlegt velferð barnsins.

hvað er inngilding?

Inngilding felur í sér að allir þátttakendur fái sömu tækifæri til að njóta sín og að virkni þeirra og þátttaka sé fullgild og metin til jafns við aðra. Inngilding vinnur gegn útilokun jaðarsettra hópa, en þátttakendur gætu verið jaðarsettir á grundvelli t.d. kynþáttar, þjóðernis, kyns, trúarbragða, kynhneigðar, kynvitundar, fötlunar, frávika í þroska, stéttar og félagslegar stöðu.

ólíkar þarfir barna

Styrkur skátastarfs þegar kemur að börnum með ólíkar þarfir felst meðal annars í eftirfarandi þáttum:

  • Skátar hugsa út fyrir boxið, gefast ekki upp og finna leiðir til ða láta hlutina ganga upp.
  • Skátar bera virðingu fyrir mannlegum margbreytileika.
  • Skátar eru lausnamiðaðir og þjálfar í að leita óhefðbundinna leiða.
  • Innan skátastarfs er rými fyrir alla þar sem styrkleikar hvers og eins koma að gagni – ekkert okkar er gott í öllu, en öll erum við góð í einhverju.

frávik í þroska

Börn með frávik í þroska munu vafalaust taka þátt í sumarnámskeiðum skátanna. Við skráningu í Útilífsskólan býðst forráðafólki að setja inn upplýsingar um sitt barn, s.s. upplýsingar um frávik í þroska eða hegðun. Oft yfirsést þessi möguleiki en gjarnan komast þessar upplýsingar þó til skila til starfsfólks, annað hvort munnlega við mætingu eða eftir að atvik hefur komið upp. Vert er að hafa í huga að hvort sem við höfum upplýsingar um frávik í þroska eða ekki ber okkur að mæta einstaklingnum og hans þörfum.

Einhverfa, þroskahömlun og ADHD stafa af röskun í taugaþroska. Þessi frávik eru skilgreind út frá hegðun og eru sérstakar greiningaraðferðir notaðar til þess að meta barnið.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um einhverfu
Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um ADHD
Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um þroskahömlun

móttaka barna með ólíkar þarfir

samstarf við foreldra

Foreldrar eru sérfræðingar í börnunum sínum, því er mikilvægt að heyra í foreldri og fá upplýsingar um leiðir og nálganir. Hér eru nokkur atriði:

  • Undirbúa vel komuna og leita upplýsinga um barnið, sérstaklega varðandi góð ráð sem virka.
  • Gott samstarf við foreldra er alltaf hagur barnsins.
  • Ekki ákveða fyrirfram hvernig barnið er – gefa sér tíma til að kynnast því.
  • Best er ef einn starfsmaður er tengiliður barnið og tekur við upplýsingum og ráðum varðandi það.
  • Leggja sig fram við að vera vingjarnlegur og gefa sér tíma í samstarfið, það skiptir enn meira máli en vanalega.
  • Ræða við foreldra um viðbrögð og nálgun.
  • Búa til verkferil með foreldrum.
  • Leita leiða og lausna í samráði við barnið og foreldra.

sjónrænt skipulag

Margir með þroskafrávik eiga best með tileinka sér efni sjónrænt. Sjónrænar vísbendingar eru ýmis sjónræn skilaboð sem hjálpa flestum að átta sig betur á umhverfi sínu, s.s.

  • Minnismiðar
  • Dagbækur
  • Tímavaki
  • Stundaskrár
  • Umbunakerfi

Sjónrænt skipulag:

  • Gerir hugtök, verkefni og aðstæður skýrari
  • Hjálpar einstaklingi að vita til hvers er ætlast
  • Miðlar atriðum sem erfitt er að skilja annars
  • Aðstoðar einstakling til að takast á við breytingar
  • Eykur sjálfstæði
  • Minnkar mistök og hegðunarerfiðleika
  • Dregur úr kvíða

Jákvæð vinnubrögð starfsfólks

Fyrirmæli

  • Tala skýrt, einfalt mál
  • Gefa ein fyrirmæli í einu
  • Gefa tíma til að hugsa
  • Muna að þegar viðkomandi veit hvað á að gera og hvernig, dregur það oft úr erfiðri hegðun
  • Hafa fyrirmæli sýnileg – t.d. skátalögin uppi á vegg.

Dagskrá

  • Hafa skýran ramma – fara yfir skipulag dagsins, helst skriflega þannig að börnin geti skoðað það ef þeir verða óöruggir.
  • Ef krakkarnir eiga erfitt með að velja sér dagsskrá er gott að gefa þeim val um tvennt.
  • Kynna breytingar fyrirfram ef hægt er
  • Mörgum hentar vel að vera meira í útiverkefnum og flest verkefni má gera utandyra.
  • Ef hópurinn eða einstaka krakkar eru með mikla hreyfiþörf er gott að miða við að brjóta regluleg upp dagskrána með hreyfileikjum.

Aðstæður

  • Skoða hvað í aðstæðum getur ýtt undir krefjandi hegðun og vanlíðan
  • Aðlaga aðstæður eða búta verkefni niður
  • Hægt er að búa til leyniorð með barninu þannig að það geti látið vita að því líði ekki vel án þess að hópurinn viti.
  • Í mikilli birtu: Gott að kippa með auka sólgleraugum eða derhúfu.
  • Háværir staðir: Taka með heyrnahlífar ef barnið er viðkvæmt fyrir hávaða.

Virkni og hegðun

  • Hlutverk: gott að fela krökkunum hæfilega ábyrgð sem þeir ráða við. Allir eru góðir í einhverju. Hægt að finna öllum hlutverk innan hópsins.
  • Hrósa krökkunum þegar þeir hegða sér vel og styrkja alla góða hegðun.
  • Að bíða: Ef barnið á erfitt með að bíða prufaðu að gefa því tímaramma, t.d. Þegar stóri vísirinn er kominn beint upp/eftir tvö lög/nota niðurteljara
  • Að vera með eitthvað í „pokahorninu“ t.d rubix- eða fikt kubb


dagskrá

Eins og nafnið bendir til miðar Útilífsskóli skáta að því að bjóða upp á dagskrá sem byggir á útivist. Jafnframt þarf dagskrá námskeiðanna að endurspegja gildi og stefnur skátahreyfingarinnar.

Mikilvægt er að stjórnendur og allt starfsfólk sýni fordæmi í dagskránni, komi klædd eftir veðri og sé tilbúið að hvetja þátttakendur áfram í dagskrá

dagskrá námskeiðs

Hér má sjá hvernig Skátafélagið Kópar hafa sett upp vikudagskrána hjá Útilífsskóla Kópa.

Hugmyndabanki

Hugmyndir að heimsóknum

Mörg samtök og söfn bjóða upp á móttöku hópa sem er gaman að nýta sér. Oftast þarf að hafa samband við viðkomandi félag og athuga möguleikann á heimsóknum og skipuleggja komutíma í samstarfi við þau.

  • Skátaland
  • HSSR
  • HSSK
  • Aðrar hjálpasveitir
  • Slökkviliðið
  • Nauthólsvík
  • Söfn
  • Maríuhellar
  • Fjöruferð

 

Útivistarsvæði á Höfuðborgarsvæðinu

Í flestum hverfum/sveitarfélögum eru útivistarsvæði og nýting á þeim gerir námskeiðum kleift að nýta tímann betur en að sitja í strætó.

  • Elliðaárdalurinn
  • Indíánagil (Árbær)
  • Elliðarvatn
  • Rauðavatn
  • Grenndarskógur
  • Klambratún
  • Fossvogsdalur
  • Öskjuhlíð
  • Laugardalur
  • Árbæjarsafn
  • Hljómskálagarður
  • Króargarður (Grafarvogur)
  • Björnslundur (Norðlingaholt)
  • Geldingarnes
  • Gufunes útivistarsvæði
  • Úlfarsfell

 

Aðrar hugmyndir að verkefnum

Hér eru aðrar hugmyndir að verkefnum sem hægt er að nýta til þess að gera dagskrána í Útilífsskólunum skemmtilega og skátalega:

  • Tálgun
  • Útieldun
  • Risaratleikur
  • Föndra flokks einkenni
    • Klúta
    • Hnúta
    • Fána
    • Flokkshróp
    • Flokkssöngva
  • Dorga
  • Klifur í Öskjuhlíð
  • Kassaklifur
  • Sund
  • Folf
  • Súrra
  • Söluleikurinn
  • Ratleikur í nærumhverfi skátaheimilis
  • Áttavita og korta ratleikur
  • Kubbur
  • Vatnsstríð

Þemu og skátadagskrá

Sameiginlegir föstudagar

Föstudagar námskeiðana í Reykjavík hafa verið einskonar uppskeruhátíð vikunnar en þá hafa skólar komið saman á útivistarsvæði borgarinnar og haft lifandi dagskrá t.d. í formi ratleiks. Eins hefur verið vinsælt að fara í heimsókn til Útilífsskóla Kópa á föstudögum þar sem boðið er upp á grillaðar pylsur og vatnsstríð.

Flokkakerfið

Eitt af öflugustu tækjum skátastarfs til þess að valdefla börn, styðja þau í að vinna verkefni í samstarfi við önnur börn, og hafa yfirsýn yfir hvað þau eru að gera hverju sinni er flokkakerfið. Flokkakerfið gengur út á það að börnunum er skipt í hópa sem þau starfa svo í til lengdri tíma. Mælt er með því að flokkakerfið sé einnig notað í Útilífsskólanum.

Hvernig virkar flokkakerfið ?

  • Börnunum er skipt í flokka í upphafi vikunnar, sem eru hópar 5-8 þátttakenda
  • Mælt er með því að vinahópar fái að halda sér, því börnin vinna betur saman með vinum sínum og þau eru ekki komin á námskeið til þess að vera stíað í sundur, nema vandamál komi upp.
  • Gott er að einn vinnuskólaliði eða leiðbeinandi sé með umsjón með hverjum flokki. Þannig næst betri yfirsýn yfir öll börnin hverju sinni og flokksforinginn lærir inn á sín börn.
  • Notið aðferðir til að skapa liðsheild innan flokksins; til dæmis með því að gera flokkseinkenni, eins og nafnspjöld í stíl, eða hnúta á klútinn og með því að nota flokkakeppnir.
  • Oft eru flokkarnir með mislita klúta en þá er auðvelt að þekkja þau í sundur á augabragði, hafa yfirsýn yfir þau á stöðum þar sem öryggi er mikilvægt og svo eykur það liðsheild.
  • Flokkakeppni getur varað yfir alla vikuna og þá safnar flokkurinn stiguum, til dæmis með þátttöku í keppnum þvert á flokka eða með því að standa sig vel í frágangi, matmálstímum og vettvangsferðum. Gætið samt að því að nota flokkakeppnina til hvatningar, en að nota hana til refsingar getur dregið úr áhuga flokka sem falla illa að keppninni og orðið til þess að flokksmeðlimir vilja ekki taka þátt í keppninni eða jafnvel á námskeiðinu.
  • Orðið ,,flokkur“ er svona skátatungumál og því fylgja orð eins og ,,flokksforingi“. Þetta er auðvitað bara annað orð yfir lið eða hóp,, en þar sem Útilífsskólinn er ákveðið kynningarstarf fyrir vetrarstarfið er mikilvægt að halda í samræmi í orðalagi.

Nokkur brögð í umgengni við þátttakendur

  • Hljóðmerki skáta er krepptur hnefi á lofti. Þegar foringjarnir vilja fá hljóð rétta þau krepptan hnefa upp í loft og þegja. Þegar börnin taka eftir því herma þau eftir og efitr því sem fleiri taka þátt breiðist þögnin yfir. Þetta er betra en að öskra á þau að hafa hljóð og tekur yfirleitt talsvert styttri tíma.
  • Flokkaraðir. Kennið þátttakendum að raða sér upp í flokkaraðir, sem eru samhliða raðir flokkana. Það auðveldar yfirsýnina yfir það hvort öll börn séu á staðnum og dregur úr óróa.

Mánudagsrútínan

Hér er listi yfir þau atriði sem gott er að fara yfir á mánudagsmorgni:

  1. Taka á móti krökkunum og merkja við, sýna þeim stað til að ,,hanga á“ þar til öll eru mætt
  2. Safna þeim saman í einu rými/salnum og fara í nafnaleik (byrja að læra nöfnin)
  3. Flokkaskipting, gott er að gefa börnunum færa á að vera í flokk með vinum eða einstaklingum sem þau þekkja
  4. Tala smá saman um mikilvægi þess að hlusta á og hlýða fyrirmælum. sýna þeim hafa hljótt merkið okkar.
  5. Taka þau í sýnisferð um lóðina, benda á kennimerki og útskýra ,,landamærin“ á umhverfi skátaheimilisins.
  6. Útskýra dagskrámöguleikana úti fyrir.
  7. Tala um nálægar hættur, er umferðagata nálægt?
  8. Fara inn, kenna þeim hvernig gengið sé um forstofu.
  9. Sýna þeim húsið, hvað sé í hvaða herbergjum og hvaða dagskrá sé í boði í húsinu,
  10. Taka fram öll rými sem ekki skal nota eða ganga um.
  11. Sýna þeim aðstöðu sem nýtt er í matartímum. Útskýra öll tæki og hvernig skuli ganga frá eftir sig.
  12. Útskýra hvað skuli gera áður en farið sé heim í lok dags.

Leikjastjórn

Leikurinn sjálfur er eitt það mikilvægasta í skátastarfi. Í skátunum lærum við á sjálf okkur, umhverfið og samfélagið, en við viljum alltaf gera það í gegnum leik, því það glæðir verkefnin gleði og vekur áhuga þátttakenda. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga við leikjastjórnun:

  • Í upphafi er rétt að taka fram að leiki skal leika af gleði, sanngirni og öryggi. Mikilvægt er að leggja ríka áherslu á þessa þætti með þátttakendum áður en leikur hefst.
  • Þá er nauðsynlegt að fara yfir helstu öryggisleiðbeiningar; merki og tákn og æfa þau áður en leikar hefjast.
  • Áríðandi er að fara vandlega yfir allar leikreglur í upphafi hvers leiks. Hafið reglur á hreinu og komið þeim frá ykkur á sem einföldustu máli og mögulegt er.
  • Þýðingarmikið er að þátttakendur finni fyrir leikgleði stjórnandans –  að hann sýni tilþrif í leikjastjórninni, kynni leiki á áhrifatíkan hátt (gjarnan með leikrænum tilburðum og ævintýralegum sögum), hlægi með, sé hvetjandi og styðjandi og grípi hratt inn í ef eitthvað er að fara úrskeiðis.
  • Hafa ber í huga að hætta skal leik þá hæst hann stendur.  Ekki láta leik fjara út nema að það sé markmið hans.
  • Stundum er tilgangur leikja að draga fram erfiðar aðstæður, láta reyna á böndin í hópnum –  þá má stjórnandi ekki vera of fljótur að koma með svör og lausnir. Stórnandinn þarf því að lesa í aðstæður, hópinn og markmið leiksins og grípa inn í á rétta augnablikinu ef með þarf.
  • Hugum alltaf að því hvort leikur sé viðeigandi og í samræmi við gildin okkar. Forðumst leiki með óhóflegri snertingu, sem fela í sér ofbeldi eða gera ofbeldi að gamanefni, sem ýta undir fordóma eða hafa fordómafull hlutverk.
  • Verið viðbúin(n). Þið eruð dómarar og þið ráðið
  • Takið alltaf þátt í leiknum og leikið við börnin.

Siðareglur

Eftirfarandi eru reglur í leikjum sem við förum í

  • Það á alltaf að leika af öryggi. Öll eigum við að passa hvert upp á annað og sjálf okkur
  • Það á að leika af sanngirni. Það mega öll vera með og svindl er óþarft
  • Það á að leika af ákafa. Gefið allt ykkar í leikinn og þá verður gaman.
  • Það á að skemmta sér í leik. Til þess erum við að leika okkur

Þátttaka er val

Þá er að endingu mikilvægt að taka fram að hver þátttakandi verður að ákveða fyrir sig hvað hán vill gera. Ekki neyða þátttakanda til þess að ganga með bundið fyrir augun ef viðkomandi treystir sér ekki til þess. Hán gæti þess í stað gengið með lokuð augu og opnað þau er líðan krefst þess eða hreinlega hjálpað til upp á öryggi í leiknum. Þátttaka í leik á alltaf að vera val.

Griðasvæði líkamans

Í ærslufullum leikjum þarf að taka fram að frambúkur og höfuð séu griðarsvæði. Þá líkamshluta megi ekki snerta. Í mörgum traustsæfingm er kostur að krossleggja handleggina og leggja lófa á sitthvora öxlina til þess að loka af brjóstkassa.


Öryggismál

Áhættumat

Öryggi þátttakenda er í algjöru fyrirrúmi. Til að fyrirbyggja slys og óhöpp skal starfsfólk hafa eftirfarandi verklag í huga. Ef það dugar ekki til og slys verða samt skal starfsfólk hafa viðbragðsáætlun á hreinu, en nánar er fjallað um hana í næsta kafla.

Áhætta

Áhætta er sambland alvarleika af afleiðingum og líkunumá því að eitthvað gerist. Áhættumat er því tilraun til að meta það hversu alvarlegar afleiðingar einhvers viðfangsefnis gætu orðið og meta líkurnar á að það gerist. Það er hlutverk skólastjórans að meta áhættu á hverju því sem þátttakendur og starfsfólk tekur sér fyrir hendur. Til þess að meta áhættu notar skólastjórinn gagnrýna hugsun og dómgreind sína.

Mismunandi tegundir áhættu

Áhætta í útilífsskólanum getur verið af mismunandi tagi. Hér eru dæmi:

  • Félagslegir þættir
    • Einelti
    • Ofbeldi
    • Neysla
    • Útskúfun
  • Fjármunir
    • Ófyrirséður kostnaður
    • Fjárdráttur
  • Líkamlegir þættir
    • Slys
    • Óhöpp
    • Veikindi

Atriði sem magna upp áhættu

  • Ófullnægjandi líkamlegt atgervi: Hópurinn þarf að hafa nægilegt þrek og hreysti til að framkvæma það sem hann ætlar sér
  • Skortur á kunnáttu og þjálfun: Hópurinn þarf að hafa lágmarkskunnáttu og þjálfun í því sem á að gera.
  • Léleg dómgreind;  Skortur á skynsemi gagnvart áhættuþáttum.
  • Ofmat á getu hópsins: Foringjar eða foreldrar ofmeta getu hópsins til að takast á við verkefnin.

Öryggi í ákveðnum dagskrárliðum

Sund

Sund er mjög skemmtilegt viðfangsefni á útilífsnámskeiðum en að mörgu er að huga þegar farið er með stóran hóp barna í sund. Skólastjórar þurfa að undirbúa sig vel undir sundferð og hafa öll öryggisatriði í huga.

Hvernig eru reglurnar frá yfirvöldum ?

Þar sem hópar barna undir 10 ára aldri eru saman komnir skulu ekki fleiri en 15 börn vera í umsjá hvers leiðbeinanda, sem er ábyrgur fyrir hópnum, og gæslumanna lauga. Til að auðvelda kennara eða ábyrgðarmanni hópa að fylgjast með hverju barni skulu hópar barna sérstaklega auðkenndir með áberandi lit á sundhettum, armböndum, vestum eða á annan sambærilegan hátt. Fyllsta öryggis skal gætt þegar komið er með hóp af börnum og unglingum í sund. Forráðamenn hópa kynni sér reglur sund- og baðstaða og aðstoði starfsfólk við gæslu. – Reglugerð nr. 814/2010 

Svona er ferlið:

  • Aðkoma: Hópurinn myndar fyrst kynjaskipta röð fyrir utan sundlaugar á meðan einn starfsmanna gengur frá komu hópsins í afgreiðslu sundlaugarinnar.
  • Fyrst og síðast: Þegar hópurinn fer í gegnum búningsklefann eða upp úr lauginni fer einn starfsmaður fyrstur og annar síðastur til að tryggja að enginn verði viðskila við hópinn. Hópurinn bíður í sturtum þar til öll eru tilbúin að ganga til laugar.
  • Foringjar á bakka og í laug: Einn eða tveir starfsmenn eru ávallt á vakt á sundlaugarbakkanum og bregðast skjótt við ef upp koma vandamál. Annað starfsfólk tekur sér stöðu í lauginni og fylgist vel með þeim stöðum sem börnin eru á. Einnig er gott að segja við börnin að einn starfsmaður verði alltaf á ákveðnum stað sem er aðgengilegur börnunum eins og t.d. einn af heitu pottunum, innilauginni eða á áberandi stað.
  • Staðsetning: Í sundferðum er einungis leyfilegt að vera í grynnri hluta sundlaugarinnar og ákveðnum heitum pottum.
  • Upp úr: Þegar farið er upp úr er hópnum safnað saman á ákveðinn stað í lauginni og gengið úr skugga um að engan vanti í hópinn. Þegar farið er upp úr er hafður sami háttur á og þegar farið er ofan í. Muna að telja ofan í sundlaug og upp úr lauginni.

Hafið í huga

  • Ef börn eru ósynd verða þau að vera með kúta.
  • Trans börn stýra því sjálf í hvaða klefa þau fara. Einnig eru einkaklefar í boði á mörgum sundstöðum. Fari barnið í einkaklefa skal einn starfsmaður fylgja barninu að klefa og frá honum. Fari barnið í einkaklefa skal starfsfólk fylgjast með barninu fara í klefan og koma úr klefanum að utan. Sé klefinn úr sjónmáli skulu tveir starfsmenn fylgja barninu að klefanum og bíða fyrir utan þar til það kemur út. Starfsmenn skulu ekki fara inn í einkaklefa með barni.
  • Gott er að nota gúmmíarmbönd eða annað til að einkenna þátttakendur, en fleiri börn gætu verið í lauginni á sama tíma.
  • Munið að minna börn og foreldra daginn fyrir á að koma með sundföt og spyrja börn þegar þau mæta um morguninn hvort þau séu með sundföt með sér.

Sig og klifur

Sig og klifur er eitt vinsælasta viðfangsefnið á útilífsnámskeiðum skátanna. Það er spennandi, ekki eitthvað sem börn fá tækifæri til að prófa á hverjum degi og er líka alveg mjög einkennandi og skemmtilegt myndefni fyrir kynningarefni og fréttir. Ávallt skal vera leiðbeinandi sem hefur sótt öryggisnámskeið í sigi og klifri, annað hvort á vegum BÍS í upphafi sumars, eða af öðrum viðurkenndum aðila. Skólastjórum ber að gæta þess að búnaðurinn sé í góðu ásigkomulagi og öruggur til notkunar samkvæmt lögum. Leiki vafi um ástand búnaðar skal skólastjóri leita ráða t.d. í útivistarbúð, klifurhúsinu eða frá öðrum aðila með þekkingu.

Hér eru helstu öryggisatriði þegar kemur að klifri og sigi:

  • Hjálmur: Athugið að hjálmurinn sé stilltur á höfuðstærð barnsins og hökustrappar séu þétt að höku. Hjálmurinn má ekki hlaupa til fram á enni eða aftur á hnakka.
  • Sigbelti: Strekkt þétt að mjöðmum og lærum og gætið að því að beltið sé bakþrætt ef þess er þörf. Athugið ávallt að karabína sé lokuð og átta sé rétt þrædd fyrir barnið.
  • Tryggingar: Línur eiga að verða tví- eða þrítryggðar í traustar festingar.
  • Öryggissvæði: Í sigi og klifri stendur umsjónarmaður nokkuð frá vegg, 2-5 metra. Þátttakendur verða að standa í 2 m radíus frá umsjónarmanni og mega ekki ganga undir línu. Halda skal 2-5 metra hálfhring ( 180°) frá þeim sem er að síga algjörlega fríum af fólki.
  • Útbúnaður: Það verður að fara vel með útbúnað. Útbúnað á að geyma í þeim hirslum sem hann kemur í og gæta þess að skítur komist ekki í hann. Útbúnaði verður að skila í góðu ásigkomulagi og í þeirri reglu sem tekið var við honum.

Öskjuhlíð

Í Öskjuhlíðinni þurfa starfsmenn sífellt að vera á verði með börnin vegna þess að skógurinn byrgir fljótlega sýn. Nokkrir staðir eru varhugaverðir og ástæða til fullrar aðgát þar.

  • Gryfjurnar þar sem sig og klifur fer fram eru sérstaklega hættulegur staður ef ekki er farið varlega. Á meðan dvalið er þar mega krakkar ekki klifra í klettunum eða vera í leik á gryfjubrúnunum. Jafnframt verður að fara varlega ofan í gryfjunum því botninn er þakinn grjóti sem auðvelt er að misstíga sig á.
  • Byrgið er ekki fjarri gryfjunum og er spennandi staður með áhugaverða sögu. Áður en börnin fara ofan í byrgið þá fer starfsmaður á undan og aðgætir hvort allt sé ekki í lagi. Einn starfmaður dvelur ofan í byrginu á meðan krakkarnir skoða það og leika sér.
  • Minjar eru víða í öskjuhlíðinni, ganga verður vel um þær og af virðingu.
  • Full ástæða eru til að vara börnin við sprautunálum þegar þau eru á ferð í Öskjuhlíðinni.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur býður upp á fjöldan allan af útivistarmöguleikum sem eru hreint ævintýri fyrir krakkana. En það er ýmislegt sem getur verið varasamt á þessum slóðum.

  • Skógurinn er eitt aðalaðdráttarafl Elliðaárdalsins en þar verða starfsmenn að vera vel vakandi til að börn týnist ekki.
  • Aðalhættan í Elliðaárdalnum er áin og starfsmenn verða að vera sérstaklega á verði við ána. Börnum er bannað að vera við ána nema á fyrirfram afmörkuðum svæðum.
  • Full ástæða eru til að vara börnin við sprautunálum þegar þau eru á ferð í Elliðaárdalnum.
  • Athugið að í Elliðaárdalnum eru einkalóðir sem ekki eru ætlaðar til þess að börn leiki sér, enda í einkaeigu fólks.
  • Kanínur hlaupa hálfvilltar um Elliðaárdalinn. Þær eru hrikalega sætar þar sem þær skoppa um í sólinni. Þær geta hins vegar borið með sér alvarlega lifrarveiki sem er banvæn öðrum kanínum. Ef að börn í hópnum eiga kanínur heima eða eru í reglulegri umgengni við kanínur, gætu verið takmarkanir fyrir því hvort æskilegt sé að heimsækja þau svæði sem kanínur halda til á. Nánari upplýsingar um þær takmarkanir sem gilda hverju sinni eru á skiltum í dalnum og á vefsíðu MAST.

Vatn

Ár, lækir, vötn og fjörur hafa mikið aðdráttarafl á börn, enda hægt að gera margt skemmtilegt þar. Það er samt ekki hættulaust að leika sér þar. Fram að 10-12 ára aldri hafa börn ekki þroska til að meta og forðast þær hættur sem eru í umhverfi þeirra. Það er hlutverk hinna fullorðnu að gæta að öryggi barna í og við vatn.

  • Rétt viðbrögð skipta öllu máli ef barn fellur ofan í vatn og það er því mikilvægt að kunna endurlífgun. Heilaskaði eða jafnvel dauði getur hlotist á innan við þrjár mínútur.
  • Aldrei skal undir nokkrum kringumstæðum skilja barn eftir eftirlitslaust í nágrenni við vatn.
  • Ekki má heldur treysta eingöngu á sundkennslubúnað, s.s. armakúta eða sundjakka. Það er ekkert sem kemur í stað eftirlits fullorðinna með barninu.
  • ATH: Börn geta drukknað á innan við 3 mínútum í aðeins 2-5 cm djúpu vatni. Það getur gerst skyndilega og hljóðlega.

Ár og lækir

Börn ættu aldrei að leika sér án eftirlits fullorðinna við ár og læki. Þau átta sig ekki alltaf á dýptinni þegar þau ætla að vaða yfir og geta því fallið niður, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Staumurinn getur líka verið það mikill að barnið detti um koll. Það getur verið skemmtilegt að reyna að komast yfir læki með því að hoppa á milli steinanna, en steinarnir geta verið valtir og sleipir og því getur þetta verið afar varasamt.

Vötn

Stöðuvötn á Íslandi eru mjög köld og ef barn dettur út í þau kælist það mjög hratt. Það getur því átt erfiðara með að synda sökum kuldans. Fötin sem barnið er í getur líka valdið því erfiðara er að synda.

Fjörur

Mikilvægt er að athuga með flóð og fjöru áður en lagt er af stað í fjöruferð.

Að láta öldurnar elta sig er skemmtilegur og vinsæll leikur í fjörunni. Ef farið er að öllu með gát er þetta saklaus leikur, en fullorðnir ættu alltaf að vera nærri. Slíkur leikur getur þó farið úr böndunum en kröftug alda getur náð að hrífa barnið með sér.

Bátar

Ef barn fer í bátsferð eða að veiða verður það að vera í björgunarvesti. Leyfið börnum aldrei að vera ein úti á bát á vatni. Það hefur oft gert að börn falli út fyrir bátinn þegar þau hafa staðið upp og misst jafnvægið. Börn ættu aldrei að vera ein að leika sér á kanó úti á vatni. Þau þurfa að hafa náð góðri þjálfun og jafnvægi til að nota slíkan búnað. Flest slys á kanóum verða þegar þeim hvolfir.

Útilegur

Gos, sælgæti og orkudrykkir bannaðir. Foringjanammi í litlu magni leyft og til neyslu eftir að börn eru komin í svefn. Þetta er einungis til að skapa góðan móral meðal starfsfólks og sérstaklega vinnuskólakrakka. Tjaldbúð á alltaf að vera snyrtileg. Allir verða að gæta að næði eftir að kyrrð er kominn á. Ekki má vera með háreysti þegar börnin eru sofnuð og starfsmenn verða að gæta þess að fá sjálfir þá hvíld sem þeir þurfa.

Önnur öryggisatriði

Bakpokinn

Á öllum ferðum skal umsjónarfólk vera með bakpoka sem í eru eftirfarandi búnaður:

  • Sjúkrakassi eða sjúkrataska – Innihald sjúkrakassa má sjá í viðauka
  • Lyf sem þátttakendur taka eða þurfa að hafa við hendina.
  • Smáplástrakassi
    • þegar börn fá smá skrámur og þurfa bara lítinn plástur þá getur stór sjúkrakassi eða sjúkrataska verið pínu hræðileg og gert sárið verra en það er í rauninni. Því er gott að hafa eina litla smáplástratösku til að grípa í.
  • Listi yfir börn og símanúmer foreldra
  • Neyðarbúnaður fyrir einstaka börn (svo sem Epi-pennar)
  • Plastpokar (gott fyrir blaut föt, ruslatínslu, o.fl.)
  • Auka sokkar/húfur/vettlingar
  • Klósettpappír
  • Orkustangir
    • Það getur alltaf komið fyrir að eitt barnið gleymi nestinu sínu heima og því getur verið gott að vera með smá auka nesti í pokanum.
    • Gott er að vera með orkustangir sem innihalda ekki hnetur vegna ofnæmis.
  • Hleðslubanki
    • Mikilvægt er að vera með einn síma sem er alltaf með hleðslu sem hægt er að nota ef eitthvað kemur upp á.
  • Viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins
    • Mikilvægt er að kunna að fletta upp í henni og hafa hana til taks ef þið þurfið að nota hana.
  • Plastbox/nestisbox
    • Gott er að hafa eitt box með, hver veit nema þið finnið fjársjóð, ber eða skeljar og viljið taka með heim. Þið getið líka nýtt boxið sem ruslatunnu, tekið afgangs nesti aftur heim eða allir plastpokarnir kláruðust í ruslatínslu á leiðinni og einhver föt blotnuðu. Möguleikarnir eru endalausir.

Athugið að þessi listi er ekki tæmandi. Einnig er mikilvægt að starfsfólk þekki bakpokann og viti hvað sé í honum.

Kunnátta í skyndihjálp

Skólastjórar skulu vera með gilt skyndihjálparskírteini en æskilegt er að allt starfsfólk hafi sótt námskeið í skyndihjálp áður en sumarið hefst. Starfsfólk getur sótt skyndihjálparnámskeið við hæfi hjá BÍS við upphaf starfstímabils.

Sjúkrakassi

Góður sjúkrakassi á að vera til staðar í skátaheimilinu. Auk þess á starfsfólk að taka sjúkrapúða eða sjúkratösku með í allar ferðir. Sjúkragögn skulu yfirfarin reglulega og einhver ábyrgur fyrir kassanum. Allt starfsfólk á að vera meðvitað um staðsetningu sjúkragagna og umgengni við sjúkragögn skal vera af ábyrgð og virðingu. Jafnframt skulu skyndihjálparleiðbeiningar vera aðgengilegar.

Brottför barna af námskeiði

Barn eru alltaf sótt af námskeiði nema annað sé tekið fram. Barni er ekki hleypt einu heim nema skýr fyrirmæli þess efnis séu frá foreldrum, ákjósanlegt er að slík fyrirmæli berist skriflega í tölvupósti eða í gegnum Sportabler.

Símar starfsfólks

Á vinnutíma er mikilvægt að hafa í huga að símar eru öryggistæki en ekki ætlaðir til afþreyingar. Gott er því að allt starfsfólk hafi síma meðferðis en hafa í Útilífsskóli Skáta 55 Starfsmannahandbók ©Skátasamband Reykjavíkur 2021 huga að hann valdi ekki truflun í starfi sem kemur niður á gæðum námskeiða og öryggi þátttakenda.

Rusl

Útilífsskóli skáta skilur aldrei eftir rusl. Ávallt skal hafa ruslapoka meðferðis.

Sprautunálar

Full ástæða til að vara börnin við sprautunálum á víðavangi og árétta að slíkt á ekki að snerta heldur láta starfsmenn vita sem fjarlægja sprautuna.

Sprautunál er fjarlægð á eftirfarandi hátt:

  • Setjið á ykkur hlífðarhanska (t.d. latex hanska úr sjúkrakassa)
  • Verið tilbúin með flösku eða annað lokanlegt ílát sem nálin stingst ekki í gegnum.
  • Látið ílátið standa frítt þannig að ekki þurfi að taka á því þegar nálinn fer ofan í það.
  • Takið um hlutinn sem fjærst oddhvassa endanum og látið nálina falla í ílátið.
  • Hægt er að skila nálinni til Sorpu eða í næsta apótek.

 


Viðbrögð við slysum og óhöppum

Við viljum gera okkar allra besta til að ganga úr skugga um að engin alvarleg óhöpp eða slys eigi sér stað í útilífsskólanum okkar, enda forgangsmál að foreldrar geti treyst því að námskeiðin séu öruggur vettvangur fyrir börnin sín. Þó er það svo að dagskrá námskeiðanna er ævintýraleg og alltaf getur eitthvað farið úrskeiðis. Þá skipta viðbrögð stjórnenda öllu máli.

Viðbragðsáætlun

Skólastjórar skulu hafa kynnt sér þá viðbragðsáætlun sem Skátarnir fylgja hverju sinni til hlítar og hafa hana við höndina. Hún leiðbeinir skólastjóranum ef óhöpp verða. Viðbragðsáætlunin er aðgengileg á vef Æskulýðsvettvangsins og í Skátamiðstöðinni. Í þriðja kafla heftisins er fjallað um viðbrögð við slysum í æskulýðsstarfi.

Smávægilegir áverkar

  • Ætíð ber að fylla út slysaskýrslu félags (sjá fylgiskjal) eftir að gert er að sárum barns eða ungmennis með búnaði úr sjúkrakassa og áverkar gætu vakið spurningar foreldra/forráðamanna, eins ef um höfuðhögg eða bakmeiðsli er að ræða.
  • Segja á foreldrum/forráðamönnum frá tildrögum óhappsins í lok dagskrár.

Minniháttar slys

  • Ef óhapp verður og barn eða ungmenni meiðist skal leita til læknis (slysadeild) ef minnsti grunur leikur á að þess sé þörf.
  • Þegar leita þarf læknis á ætíð að hafa samband við foreldra eða forráðamenn eins fljótt og kostur er og leyfa þeim að velja hvort þeir fari með barnið eða ungmennið til læknis/á slysadeild eða hitti barnið eða ungmennið þar.
  • Ætíð ber að fylla út slysaskýrslu félags (sjá fylgiskjal).

Undantekningarlaust á að leita til læknis ef um er að ræða: brunasár, andlitsáverka, tannáverka, þungt höfuðhögg, bakáverka, grun um innvortis meiðsl eða grun um beinbrot.

Alvarlegt slys á barni eða ungmenni

Verði alvarlegt slys á börnum eða ungmennum í félagsstarfi er mikilvægt að ábyrgðaraðili fylgi eftirfarandi skrefum:

  • Tryggja öryggi á slysstað.
  • Hringja í 112. Gefa upp staðsetningu og eðli vanda.
  • Kanna áverka og veita fyrstu skyndihjálp með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni.
  • Aðstoðarskólastjórar fjarlægja önnur börn af slysstaðnum.
  • Skólastjóri fylgir barni/ungmenni á slysadeild með sjúkrabíl ef kostur er og er hjá því þar til foreldrar/forráðamenn eru komnir á staðinn.
  • Aðstoðarskólastjóri eða annar ábyrgur aðili verður eftir á vettvangi til að sinna öðrum börnum og/eða ungmennum.
  • Skólastjóri skal hafa samband við foreldra/forráðamenn og greina þeim frá atburðinum á hlutlausan og nærgætinn hátt við fyrsta tækifæri. Leitast skal við að svara spurningum á eins nákvæman hátt og kostur er.
  • Ef um lífshættulega áverka eða meðvitundarleysi er að ræða skal óska eftir aðstoð starfsmanna á slysadeild um að láta foreldra/forráðamenn viðkomandi barns vita af slysinu.
  • Ef um mjög alvarlega eða lífshættulega áverka eða meðvitundarleysi er að ræða:
    •  Skólastjóri skal hafa samband við félagsforingja.
    • Félagsforingi hefur samband við foreldra/forráðamenn þeirra barna/ungmenna sem voru á staðnum ef með þarf.
    • Ábyrgðaraðili skal gæta þess að ekkert barn eða ungmenni fari af vettvangi nema búið sé að hafa samband við foreldra/forráðamenn.
    • Æskilegt er að fá ráðleggingar eða aðstoð sérfræðinga við áfallahjálp eða sálgæslu.
  • Ábyrgðaraðilum skal veitt áfallahjálp ef þörf er á.
  • Fulltrúi frá félagi skal koma upplýsingum til þeirra sem voru ekki á staðnum en tilheyra starfinu, svo sem Skátamiðstöðinni, foreldrum og félögum.
  • Ætíð ber að fylla út slysaskýrslu félags (sjá fylgiskjal) og afhenda félagsforingja. Ábyrgðaraðili fyllir út slysaskýrslu.
  • Skólastjóri, í samstarfi við félagsforingja, skráir niður allt um atburðinn og viðbrögðin til að meta það sem gert var og læra af því.

Týnd börn

Starfsfólk útilífsskólans á ávallt að hafa yfirsýn yfir öll börnin og telja reglulega og ganga úr skugga um að öll börnin séu viðstödd. Þegar flokkakerfið er viðhaft má reglulega biðja alla flokksforingja að telja og sjá hvort vanti í þeirra hóp sem flýtir fyrir talningu og greiningu á hvern vantar. Ef barn týnist þarf að hefja leit og meta þau viðbrögð sem viðeigandi eru.

Leit

Fyrsta viðbragð við týndum einstakling er að leita að honum. Starfsfólk skiptir með sér verkum, þannig að hluti leitar og hluti gætir þeirra barna sem ekki eru týnd. Þessi atriði er gott að hafa í huga:

  1. Kallið á barnið. Mögulega er það bara að gleyma sér einhversstaðar og ekki meðvitað um að það sé verið að leita að því. Ef þið eruð á fjölmennum stað skuluð þið kalla á barnið með nafni og lýsa því. Þá eruð þið komin með fleira fólk í leitina með ykkur og það hefur fælingarmátt ef einhver hefur tekið barnið.
  2. Hringið og gerið foreldri viðvart fyrr en síðar, eftir 5 mínútur, oftast þegar börn týnast fara þau heim. Þá gæti verið algengt að barnið strjúki úr öðru starfi og foreldri hafi því ráð um leitina.
  3. Gangið til baka þá leið sem var farin.
  4. Sendið starfsfólk á seinasta áningarstað eða hafið samband við umsjónarfólk staðarins.
  5. Stöðvið för og athugið hvort að sá týndi láti sjá sig.

Árangurslaus leit

Ef að leit ber ekki árangur þá verður að gera lögreglu viðvart. Það er matsmál hvenær það er gert en ef 15-20 mínútna leit ber ekki árangur þá skal íhuga það vandlega. Aðstæður segja mikið til um slíkt; í Elliðaárdalnum er til að mynda straumhörð á sem barnið gæti hafa fallið í. Það er betra að hringja í lögreglu og finna barn 30 sekúndum síðar en að sleppa því og finna barnið slasað eða verra.


Vinnureglur á vettvangi

Undirbúningur

Öll ferðalög eiga að vera vel undirbúin af skólastjóra og leiðbeinendum. Til að góður undirbúningur skili sem bestum árangri er mikilvægt að allt starfsfólk sé meðvitað um skipulagið og hvert þeirra hlutverk er áður en haldið er af stað. Gott er að gefa starfsfólki skilgreint og afmarkað hlutverk sem þau sinna þann daginn.

Ferðalög

Á ferð með heilt námskeið

Þegar þátttakendur eru að ganga eða hjóla á milli staða þá fer stjórnandi fyrir þátttakendum og annar starfsmaður rekur lestina. Aðrir starfsmenn ganga/hjóla með þátttakendum. Reglan er að engin fer fram fyrir fremsta mann og enginn fer aftur fyrir aftasta mann.

Við umferðaræðar

Sérstök aðgát skal höfð þegar ferðast er nærri umferð. Starfsmenn skulu vakandi fyrir börnum sem hætta sér nálægt og jafnvel út á götu þegar ferðast er nálægt þeim.

Útilífsskólar skulu skipuleggja leið sína vel og alltaf halda sig við skipulagða göngustíga í nálægð við umferð. Aldrei skal vera með hóp á gangi á götu sem ætluð er keyrandi umferð.

Alltaf skal fara yfir götur á gönguljósum, gangbrautum, göngubrúm eða með undirgöngum þegar því er komið við. Annars skal farið yfir götur þar sem augljósar gönguþveranir hafa verið skipulagðar, þær geta verið allskonar en eru iðulega þannig skipulagðar að þær séu augljósar akandi umferð, akandi umferð þarf að hægja á sér nálægt þeim, skyggnið er gott í báðar akstursstefnur. Aldrei skal ganga yfir miðja götu með hóp barna, verði slys við slíkar aðstæður eru leiðbeinendur persónulega ábyrgir fyrir að hafa svikið aðgæsluskyldur sínar.

Strætó

Strætó er góður ferðamáti fyrir Útilífsskóla skáta, enda margfalt ódýrara en rútuferðir. Það er samt margt sem ber að hafa í huga þegar hugað er að ferðalögum með strætó.

Skilyrði frá strætó

  • Ferðatími: Strætó mælist til þess að hópar ferðist á tímabilinu 9:0015:30 á virkum dögum. Sá tími er utan annatíma og því meiri líkur á nægu plássi. Aldrei er hægt að tryggja hópnum pláss fyrirfram, stundum eru margir hópar að ferðast á sama tíma og gæti þá hluti hóps þurft að taka sér far með næsta vagni.
  • Hópastærð: Ef hópastærð fer yfir 28 manns og margir farþegar eru í vagninum fyrir mælist Strætó til þess að hópnum sé tví- eða þrískipt. Ekki er hægt að taka fleiri en tvo hópa í hverri ferð.

Tómstundakort Strætó

Athugið alltaf hvaða leið er hagstæðust fyrir ykkar námskeið á sumarið. Þegar þetta er skrifað er til ákveðið Tómstundakort sem gæti verið sniðugt. Það getur oft verið þægilegt að kaupa tómstundakortið frá Strætó þar sem því fylgir því oft sparnaður (ef strætó er nýtt yfir sumarið) og sparar vinnu og stress þar sem starfsfólk sleppir við það að þurfa að kaupa strætómiða fyrir alla. Sérstakar reglur gilda fyrir hópa sem ferðast með grunnskólakort, leikskólakort og ÍTR/ÍTK kort:

  • Leyfilegur notkunartími er virka daga milli 9:00 og 15:30
  • Hvert kort gildir fyrir 1-4 starfsfólk með hverjum hóp
  • Hverjum starfsmanni á að fylgja að lágmarki 3 börn
  • Einstaklingar mega EKKI nota kortið
  • Ef fjöldi nemenda/barna fer yfir 28 verður að tvískipta hópnum
  • Aðeins einn hópur er leyfilegur í hverri brottför
  • Kortin veita ekki rétt til skiptimiða
  • Misnotkun varðar sviptingu kortsins

Kortið kostar 28.500 kr. og er hægt að sækja um það með því að senda tölvupóst á kort@straeto.is.

Vinnulag í strætóferðum

  • Raðir: Á biðstöðum mynda börn raðir, að lágmarki 1 metra frá gangstéttarbrún.
  • Telja: Börnin eru talin inn í vagninn af fyrsta starfsmanni inn í vagninn og öðrum starfsmanni utan vagnsins til að tryggja að enginn verði eftir.
  • Staðsetning innan vagnsins: Starfsmaður fer ávallt fyrstur inn og aðstoðar þátttakendur við að finna sér sæti. Æskilegt er að börnin fari aftast í vagninn og öll börn eiga að sitja á meðan þau eru í strætisvagninum, í sætum eða á gólfi. Á meðan vagninn er á ferð standa starfsmenn við dyr vagnsins og hafa yfirsýn yfir hópinn.
  • Á áfangastað: Þegar áfangastað eru þátttakendur talin út úr vagninum af fyrsta starfsmanni út úr vagninum og öðrum starfsmanni innan vagnsins og látin mynda röð spölkorn frá gangstéttarbrún. Sá starfsmaður sem fer síðastur úr vagninum gætir að því að hvorki þátttakendur né farangur þeirra verði eftir.


Útilegur

Sum félög hafa þá hefð á að fara í útilegur síðustu tvo daga tveggja vikna fresti. Auka undirbúningur og skipulag felst í að skipuleggja útilegur með Útilífsskólann og hafa útilífsskólar farið í sameiginlegar útilegur til að auðvelda utanumhald og skipulag.

Upplýsingar

Við auglýsingu hvers námskeiðs í upphafi sumars þarf að koma fram dagsetningar útilegu Mörg börn hafa aldrei gist í tjöldum eða fjarri foreldrum svo útilegur eru mikið sjálfseflingartól fyrir börnin að öðlast sjálfstraust á þessum þáttum. Fjarlægð frá heimabyggð þarf einnig að taka til greina vegna tilfallandi atvik þar sem foreldri þarf að sækja barn í útileguna.

Undirbúningur

Staðsetning og aðstöður

Mikil áskorun getur verið fyrir barn og starfsmenn að vera í nýju umhverf. Margir staðir eru til boða að gista á en þörf er á að aðstöðu eru tilbúnar til að taka á móti stærð hópa og hafa salerni með heitu vatni, skýli og eldunar aðstöðu fyrir hópinn. Gott er að foreldrar hafi val um að börn sín taki þátt í útilegunni eða ekki. Þegar útilegur eru í návist við heimabyggð er kostur að foreldar semmeð bör sem vikja ekki gista bjóði barninu að taki þátt í dagskrá útilegunnar en gistir ekki. Þá þurfa foreldrar að ná í börn sín að kveldi fyrsta dags og mæta að morgni næsta dags til baka á gististað.

Rútur/ ferðamáti

Til ferða á útilegu staðsetnigu eru hentugast að pannta rútur til gististaðar, pannta þarf rútur tímanlega fyrir útilegur. Stundum er líka í hægt að fá foreldra til að skutla börnum á stað útilegu að morgni en getur það verið mikið púsl og áskoranir fyrir þær fjölskyldur se mhafa ekki aðgengi að bíl.

Hreinlæti og sóttvarnir

Til ferða á útilegu staðsetnigu eru hentugast að pannta rútur til gististaðar, pannta þarf rútur tímanlega fyrir útilegur. Stundum er líka í hægt að fá foreldra til að skutla börnum á stað útilegu að morgni en getur það verið mikið púsl og áskoranir fyrir þær fjölskyldur se mhafa ekki aðgengi að bíl.

Útbúnaðarlisti

Mikilvægt er að foreldar og börn pakki sman í töskuna svo að börn viti hvaða föt og búnað þau mæta með í útilegur. Auka föt og sokkar eru það helsta sem barn þarf meðan á útilegu stendur sem og regnföt. Við mælum ávalt með að hafa sem minns bómul föt og gallabuxur ekki leifðar), náttföt séu úr ullarefni til að halda sem mestu hita einagrun að kjarn líkamans. Sængur eiga ekki heima í tjaldútilegum vegna mikils umfangs, ónýtanlegar ef blotnar og hitatap getur gerst yfir nótt. uppblásnar dýnur sem þurfa rafmagnpummpur (rúmfatalagers uppbkásnardýnur) eru ekki við hæfi þar sem aðgengi að rafmagni getur verið takmarkað, einangrum lítil sem og pláss inni í tjaldi. Dæmi um Útbúnaðarlista finnst í viðauka.

Sameiginlegur búnaður

Sameiginlegur búnaðurí útilegur getur verið minni í umfangi ef Útilifsskólar fara saman í útilegur. Þörf er á búnað fyrir gistingu, dagskrá, matreyðu, Dæmi af Sameiginlegum búnaðar lista finnst í viðauka.

Matur

í stuttum útilegum er hefða á að þáttakendur komi sjálf með morgun-, hádegis- og kaffi- mál/mat. Stafsmenn Útilífsskólans halda utan um sameiginlegan kvöldmat sem er einfalt til matreiðu t.d. hamorgarar, pylsur o.s.fv. taka skal tillit til ofnæmis og sérfæðis.

 

Dagskrá

Skipulag starfsmanna

Vaktaplan og skipulag á stafsmönnum þarf að vera svo að enginn verður út brenndur meða á útilegu stendur.

Samskipti

Persónulegar áskoranir eru misjafnar milli barna í útilegum, sum hafa aldrei sofið í tjaldi eða jafnvel gist að heiman. Mikilvægt er að mæta barninu með skilnig um óvissuna.  Ótrúlega spennandi er að fara í útilegu og gista í tjaldi og í allri spennunni geta ýmisir hlutir komið upp eins og slys, heimþrá, pissað undir, týnd föt eða blautt dót og mikilvægt er að halda í þolinmóðina og sýna börnunum skilning.

Það sama á einnig við um starfsfólkið og vinnuskólaliðana þar sem stundum er starfsfólkið ekki með skátabakgrunn og hafa heldur ekki farið í útilegur áður. Mikilvægt er að vera með skýr fyrirmæli og góðan undirbúning þar sem starfsfólkið hefur aðgang að gögnum og veit hvers er ætlast til af þeim til að forðast allan misskilning og samskiptavandamál.


Félagaþrennan

Félagaþrennan

Félagaþrennan er nýtt skipulag í stjórnun félaga þar sem þrír aðilar deila með sér ábyrgð á verkefnum sem áður voru að mestu leiti á höndum félagsforingja. Hlutverkin þrjú eru félagsforingi, sjálfboðaliðaforingi og dagskrárforingi. Þessir þrír þrennuforingjar sérhæfa sig á sínu sviði innan félagsins, stýra starfi félagsins ásamt stjórn, styðja við starfið, foringjana og stuðla að gæðum auk þess að vera í tengslum við aðra þrennuforingja, skrifstofu og stjórn BÍS.


Félagsforingi

Félagsforingi ber ábyrgð á öllu starfi félagsins og fjármálum þess. Sér til þess að starf félagsins endurspegli gildi skátahreyfingarinnar, stjórnar fundum stjórnar og ber ábyrgð á framkvæmd aðalfundar. Félagsforingi leiðir samstarf við önnur skátafélög í samvinnu við stjórn og foringja.

Dagskrárforingi

Dagskrárforingi sér til þess að öll dagskrá félagsins sé unnin eftir skátaaðferðinni og að dagskrá samræmist milli aldursbila með viðeigandi stíganda. Aðstoðar sveitarforingja við að skipuleggja sína dagskrá og fylgist með þróun og nýjungum í dagskrármálum innan og utan félags.

Sjálfboðaliðaforingi

Sjálfboðaliðaforingi sér til þess að félagið geri starfssamninga við alla sjálfboðaliða sína. Tryggir að störf innan félags séu vel skilgreind og þekkt innan félagsins. Gætir þess að hver og einn sjálfboðaliði hafi eða fái þá þekkingu og reynslu sem þarf í sitt starf og að sjálfboðaliðum fá viðeigandi þakkir fyrir vinnuframlög.

Þrennuþjálfarar eru:

Björk Norðdahl
Brynja Guðjónsdóttir
Jóhanna Aradóttir
Kristín Birna Angantýsdóttir
Selma Björk Hauksdóttir

Senda póst á Þrennuþjálfa

Hefjum störf!

Hefjum störf!


VERKFÆRI FYRIR UPPHAF STARFSÁRS

Í UPPHAFI VEGFERÐAR

Á þessu vefsvæði hafa verið tekin saman allskonar verkfæri sem Skátamiðstöðin telur að komi skátafélögunum að gagni í upphafi starfsárs við skipulag og kynningu starfsársins.

Efnið er sett fram í sömu röð og gátlistinn hér til hliðar.

Hægt er að fara á milli kafla og velja hvaða verkfæri megi nýta í þágu þíns skátafélags og hvaða efni sé sniðugt að deila með öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki félagsins sem kemur að undirbúningi vetrarstarfsins svo að þið getið skipt með ykkur verkefnunum.

Stjórnendur skátafélaga geta og eru hvött til að leita ráðgjafar og aðstoðar Skátamiðstöðvarinnar sé þess þörf. Þá má alltaf senda okkur ábendingar um verkfæri sem vantar eða má bæta á þessu vefsvæði.

Mikilvægt er að staðfesta hvaða upplýsingar skátafélagið vill hafa á heimasíðu Skátanna. Hægt er að fylla út þetta form hér til þess að staðfesta réttar upplýsingar um stjórn félagsins, fundartíma og almennar upplýsingar um skátafélagið.


MÁLEFNI SKÁTAFORINGJA Í UPPHAFI STARFSÁRS

GERUM VEL SKILGREIND SAMKOMULÖG

Í upphafi starfsárs eru stjórnir og skátaforingjar hvött til að eiga samtal um gagnkvæmar skyldur og væntingar. Þá gefst öllum aðilum tækifæri til að segja frá helstu áskorunum og tækifærum í starfinu, óska eftir viðeigandi stuðning og aðstoð, setja fram skilyrði um mætingar í vissar ferðir, útilegur, fundi og fleira.

Skátafélög eru hvött til þess að nýta sniðmáta að sjálfboðaliðasamkomulagi við skátaforingja til að skilgreina á skipulegan máta gagnkvæmar skyldur og væntingar skátaforingja og skátafélagsins. Þannig er líka tryggt að öll innan félagsins gangi að sömu skilgreiningu um hvað foringjastarfið feli í sér. Hvert skátafélag getur síðan þróað áfram sína útgáfu af samninginum samkvæmt ríkjandi hefðum.

MUNUM EFTIR VIÐEIGANDI PAPPÍRUM

Skátaforingjum ber að veita BÍS heimild til öflunar upplýsinga úr Sakaskrá ríkisins í upphafi starfstímabils. Gott er að skátafélög geymi möppu með frumriti undirritaðra endurnýjanlegra heimilda allra sjálfboðaliða og starfsfólks sem starfa fyrir þau. Þá ber þeim samkvæmt reglugerð að skrifa undir sæmdarheit sjálfboðaliða (áður drengskaparheit) samkvæmt reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja.

TRYGGJUM GÓÐA ÞJÁLFUN

Sjálfboðaliðar í innra starfinu eiga að sækja verndum þau á fjögurra ára fresti hið minnsta og ber að þekkja siðareglur og viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins. Siðareglur Æskulýðsvettvangsins tóku breytingum í júní 2022, frekari upplýsingar um breytingarnar má nálgast hér.
Þá er fjöldi námskeiða haldin ár hvert fyrir skátaforingja. Skátafélögin eiga innistæðu fyrir námskeiðum og eru hvött til að tryggja að þeirra skátaforingjar sæki sér fræðslu og þjálfun.


FÉLAGSGJÖLD SKÁTAFÉLAGSINS

HVAÐ ER INNIFALIÐ Í GJALDINU?

Skátafélög skilgreina félagsgjald sitt á skipulagðan máta og gæta þess að öll séu meðvituð um hvað sé innifalið í þeim. Fólki finnst mikilvægt að vita hvað það greiðir fyrir. Það er líka mikilvægt fyrir okkur að geta svarað því þegar um það er spurt. Til dæmis hvort, félagsútilega, einkenni eða annað sé innifalið eða ekki.

Félagsgjaldamódelinu er ætlað að hjálpa skátafélögum að ákveða félagsgjöld en það getur líka nýst til að áætla hvernig fyrirfram ákveðnu félagsgjaldi skuli skipta á milli fyrirséðra kostnaðarliða í skátastarfi.

Skátafélög eru beðin upplýsa Skátamiðstöðina um félagsgjöldin.

GÆTUM MEÐALHÓFS

Varist að félagsgjöld standi ekki í stað í mörg ár í röð en ríghækki svo eitt árið.  Þótt góðar ástæður geti verið að baki slíkum hækkunum getur samt verið flókið að útskýra það fyrir foreldrum og umsjónarfólki frístundarstyrkja. Á sama tíma er ekki æskilegt að þurfa að hækka eða lækka verð á hverju ári. Best er hafa stefnu um hvert félagsgjaldið stefni innan nokkurra ára og þynna breytingar í átt að því yfir nokkurra ára skeið.

STENDUR FÉLAGSSTARFIÐ UNDIR SÉR?

Skátafélög eru hvött til að áætla félagsgjöld út frá þeim kostnaði sem þau eiga að þekja. Æskileg fjárhagsstaða skátafélags er þegar félagsgjöld auk opinbers fjárstuðnings stendur undir félagsstarfinu. Þegar svo er ekki og fjöldi þátttakenda þykir sæmilegur gæti þurft að endurskoða hvort félagsgjöld séu of lág.

HVERNIG ER SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR FÉLÖG?

Það er mikilvægt að skátafélögin þekki verðlagningu á öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi á þeirra starfsvæði en svo er líka gott að félagið kynni sér félagsgjöld annarra skátafélaga. Það getur verið áskorun fyrir foringjaráð og/eða stjórnir sem ákveða félagsgjöldin að rýna í pottinn hjá öðrum og geta sér til um hvað kunni að valda verðmuninum. Verja önnur félög meiri fjármunum í dagskrá, ferðir, mannauð, einkenni, aðstöðu eða annað?

Skátafélög eru hvött til að skoða yfirlit um félagsgjöld 2022-2023 og sjá hvar þeirra félagsgjöld standa í samanburði við önnur skátafélög.


STARFSMANNAMÁL Í UPPHAFI STARFSÁRS

AUGLÝSUM STÖRFIN VEL

Skátafélög sem ráða til sín starfsfólk geta auglýst starfið á starfstorgi skáta, hægt er að sjá sniðmát að auglýsingu með að smella hér. Þegar auglýsingar birtast eingöngu á samfélagsmiðlum og í lokuðum hópum getur verið erfitt að finna auglýsinguna aftur og auglýsingin birtist oft ekki í leitarvélum. Því auðveldar það margt að auglýsingin birtist á vefsíðu þar sem hægt er að vísa í slóðina og auðveldar fólki að finna auglýsinguna aftur og hún skilar sér í niðurstöðum leitarvéla.

VERUM TIL FYRIRMYNDAR

Mikilvægt er að starfsfólk skátafélaganna hafi góða mynd af starfi sínu og að enginn vafi leiki á um laun, starfstímabil eða skyldur starfsfólks. Skátafélög eru því beðin um að nýta sér sniðmát fyrir ráðningasamning við starfsmann

MUNUM PAPPÍRA, SIÐAREGLUR OG MEÐMÆLI

Þegar skátafélög ráða starfsfólk skulu þau leita meðmæla jafnvel þótt þau þekkji viðkomandi. Skátafélög skulu kynna viðkomandi fyrir siðareglum og viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins og tryggja að viðkomandi sækji Verndum þau námskeið, hafi það ekki verið gert á síðastliðnum fjórum árum. Athugið að siðareglur Æskulýðsvettvangsins tóku breytingum í júní 2022, frekari upplýsingar um breytingarnar má nálgast hér. Að lokum er lagaleg skylda að fá undirritaða sakavottorðsheimild frá viðkomandi.

GÆTUM GÓÐRAR VERKSTÝRINGAR

Það er vandasamt að sinna yfirmennsku launaðs starfsfólks í sjálfboðaliðastarfi og verkstjórn því ekki jafn tíð og í hefðbundnu starfi.  Æskilegt er að hafa fyrirfram ákveðið samkomulag um verkefnalista yfir árið sem byggir á þeim mánaðarbundnu önnum sem við þekkjum í skátastarfi auk þarfar í hverju skátafélagi. Skátafélögin geta nýtt sér sniðmáta fyrir verkefnalista starfsfólks.

Á stjórnarfundum með starfsmanneskju má einnig skoða hvort einhverju þurfi að bæta við eða taka út sem ekki á lengur við. En þannig er hægt að undirbúa næsta starfsár fram í tímann og eins ef ráðið yrði nýtt starfsfólk, þá er grunnurinn til.

Einnig er æskilegt að skilgreina verkefni sem megi alltaf grípa til í dauðum stundum s.s. tiltektar verkefni í ákveðnum rýmum, skipulag á dagskrárbúnaði félagsins eða annað.


SKRÁNINGARMÁL

NÝTUM VIRKNINA Í ABLER

Abler kerfið hefur ýmsa virkni sem styður mjög vel við þær umbreytingar sem verða í upphafi starfsárs og því hefur Skátamiðstöðin útbúið góðar leiðbeiningar fyrir félögin. Félögin skulu endilega nýta þessar leiðbeiningar til að búa til sem besta upplifun fyrir sig sjálf, sjálfboðaliða sína, starfsfólk sitt, þátttakendur sína og forráðafólk.

Með góðu verklagi sem er samræmt milli ára má líka spara gríðarlega vinnu við viðhald í kerfinu og í eftirfylgni með fjármálum.

FÉLAGSÚTILEGUR Í ABLER

Skátamiðstöðin hefur einnig útbúið leiðbeiningar til að setja upp félagsútilegu í Abler. Með því að nýta þessar leiðbeiningar getur kerfið fullnýst félaginu og hjálpað þeim að sjá skýra mætingu og geta tryggt gott aðgengi fyrir öll, sama hvaða hlutverki þau kunna að gegna. Einnig auðveldar þetta að dreifa upplýsingum og fylgja eftir skráningum.

FYLGJUMST MEÐ FJÁRMÁLUM OG HREINSUM REGLULEGA TIL Í KERFINU

Með tíð og tíma þarf reglulega að fara yfir Abler gátt félagsins, stjórnendamegin frá og taka til í þjónustum og fjármálunum. Hægt er að lágmarka þá vinnu og jafnvel útrýma henni alveg með góðu verklagi og skipulegri upplýsingagjöf.

Þó geta hlutir alltaf fallið á milli, að neðan má finna leiðbeiningar til að hjálpa fólki að fylgjast með fjármálunum, fylgja eftir útistandandi kröfum og hreinsa til í Abler.


KYNNINGARMÁL Í UPPHAFI STARFSÁRS

BJÓÐUM SKÁTUNUM OKKAR AFTUR!

Áður en ráðist er í kynningarátak er algengast að skátafélög bjóði virkum skátum síðasta starfsárs aftur til starfa. Hægt er að senda tölvupóst eða birta upplýsingar í foreldrahópum. Skemmtilegra er að gera þetta á persónulegri máta en eingöngu með því að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum. Hér að neðan má nálagst sniðmát fyrir upplýsingabréf til starfandi skáta.

BJÓÐUM ÞÁTTTAKENDUM SUMARSTARFSINS!

Skátafélög sem héldu úti útilífsskóla eða annarskonar sumarnámskeiðum eru eindregið hvött til að bjóða þátttakendum slíkra námskeiða til að taka þátt á komandi starfsári. Þessi hópur þekkir þegar félagið, aðstöðuna og jafnvel stóran hluta skátaforingjanna. Þessi hópur þarf oft ögn betri upplýsingar um vetrarstarfið og þá hjálpar að skýra í auðskildu máli frá því skemmtilega sem skátafélagið hyggst gera á komandi starfsári. Skátafélögin eru hvött til að nýta sér sniðmát fyrir upplýsingabréf til þátttakenda á sumarnámskeiðum til að bjóða þessum hóp í starfið.

KYNNUM OKKUR!

Kynningarstarf er mikilvægur liður í upphafi starfsárs hjá skátunum. Það getur bæði aukið þátttöku og sýnileika félagsins og jafnvel laðað að fleiri sjálfboðaliða.

Hér má nálagst sniðmát og myndir sem velkomið er að nýta í kynningarstarf en svo er að sjálfsögðu alltaf hægt að fara aðrar leiðir. Munið bara að hafa texta stutta, hnitmiðaða og skýra svo öll geti lesið. Nýtið myndir úr skátastarfi, hvort sem það eru myndir frá BÍS eða ykkar félagi og forðist AI myndir.

TILBÚIÐ AUGLÝSINGAEFNI

Skátamiðstöðin hefur útbúið sniðmát í Canva sem skátafélögin geta nýtt í kynningum. Skátafélögin þurfa að skipta sínum upplýsingum út fyrir ímyndaðar upplýsingar skátafélagsins Búbúabúa og eru hvött til að nota myndefni úr eigin starfi.


NÝ STARFSÁÆTLUN

VIÐBURÐADAGATALIÐ

Áður en starfsárið hefst er gott að setjast niður og skipuleggja komandi starfsár. Mikilvægt er að vera tímanlega í að ákveða mikilvægar dagsetningar eins og fundartíma, dagsferðir, sveitarútilegur, félagsútilegu, skátamót, hverfishátíðir, jólakvöldvökur og einnig skoða hvenær mikilvæg frí eru í skólum hverfisins. Gott er að renna yfir viðburðadagatal BÍS til þess að skoða hvenær fræðslur og námskeið eru ásamt áhugaverðum viðburðum sem þarf að taka mið af.

SNIÐMÁT TIL AÐ FYLLA INN Í

Skátamiðstöðin hefur útbúið sjónrænt dagatal sem skátafélögin geta fyllt inn í fyrir sitt félag. Í sniðmátinu má finna helstu dagsetningar á viðburðum BÍS sem þegar eru komnir inn í viðburðardagatalið. Félagið bætir svo inn sínum fundartímum, viðburðum og öðru.


ERLEND SKÁTAMÓT OG VIÐBURÐIR Á DÖFINNI

Skátamót eru ekki bara skemmtilegar upplifanir fyrir skátaforingja og þátttakendur í skátastarfi, heldur geta þau líka þjónað sem frábært verkfæri fyrir skátafélög til að hafa sem markmið í félagsstarfinu, til að skapa eftirvæntingu og halda skátum áhugasömum í starfi. Að neðan má finna yfirlit yfir erlend skátamót á döfinni og eru öll félög hvött til að velja sér mót og byrja að undirbúa fararhóp á það.

Landsmót skáta í Ástralíu1.-8. janúar 2025Ástralíu10-17 áraSmella hér
Landsmót skáta í Noregi5.-12. júlí 2025Gjøvik í NoregiFálka-RóverskátarSmella hér
World Scout Moot25. júlí-3. ágúst 2025PortugalRóverskátarSmella hér
Kent International Jamboree2.-9. ágúst 2025Kent County Showground, Detling, Englandi10-17 áraSmella hér
2nd Africa Rover Moot2026Suður-AfríkuRóverskátarSmella hér
Landsmót skáta í Danmörku2026DanmörkuFálka-RóverskátarSmella hér
Alheimsmót skáta2027PóllandiDrótt- og RekkaskátarSmella hér
Landsmót skáta í Finnlandi
2028FinnlandiÓljóstVantar