Rekkakraftur
RekkaKraftur
Um námskeiðið
Á þessu námskeiði fá rekkaskátar tækifæri til að styrkja sig í sínu skátastarfi og verða meðvitaðari um hutverk skátastarfs í samfélaginu. Beint verður sjónum að inngildingu og möguleikum á samfélagsverkefnum sem hægt er að vinna í skátastarfi. Jafnframt geta þau æft sig í því að mynda sér skoðanir á flóknum málefnum, koma fram og segja sína skoðun en bera samtímis virðingu fyrir skoðunum annarra. Rekkakraftur er tækifæri fyrir rekkaskáta til að koma saman upplifa skemmtilega samveru og læra eitthvað nýtt og skemmtilegt.
ALDUR
Rekkaskátar
MARKMIÐ
Efla leiðtogafærni þátttakenda og samskiptahæfni, skipuleggja og framkvæma verkefni og viðburði. Styrkja þau í trú á eigin getu til forystu.
KENNSLA
Ein helgi í skála eða tjaldi.
NÁMSMAT
Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefninu.
DróttKraftur
DróttKraftur
Um námskeiðið
Á þessu námskeiði fá dróttskátar þjálfun í að efla leiðtogafærni og samskiptahæfni sína. Þau fræðast um starf skátasveitar og kynnast hugtökunum PGM (Plana gera meta) og ÆSKA (Ævintýri, Skemmtilegt, Krefjandi, Aðgengilegt) ásamt því að vinna með sjálfbærni og umhverfisvernd. Dagskrá Dróttkrafts byggist á leikjum, reynslunámi og samvinnu skátanna í flokkum. Þannig fá skátarnir tækifæri á því að kynnast öðrum dróttskátum á landinu, æfa sig í því að vera leiðtogar á meðal jafningja og taka þátt í lýðræðislegu starfi. Allt námskeiðið er byggt upp með reynslunámi (‘Learning by doing’) þar sem þátttakendur fá að taka þátt og prófa og læra af reynslunni.
ALDUR
Dróttskátar
MARKMIÐ
Efla leiðtogahæfileika skátans og auka sjálfstraust og ábyrgð. Stækka reynsluheim og kynnast lýðræði í skátastarfi.
KENNSLA
Ein helgi í skála eða tjaldi.
NÁMSMAT
Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefninu.
Þú getur átt von á




Fálkakraftur
FálkaKraftur
Um námskeiðið
Á þessu námskeiði fá fálkaskátar þjálfun í að vinna í flokki, kynnast lýðræði í skátastarfi ásamt því að æfa sig í samvinnu og samhjálp. Unnið er með grunn skátahugsjónarinnar og flokkakerfið ásamt reynslunámi sem felst í því að fást við skemmtileg verkefni og læra af reynslunni. Þátttakendur fá tækifæri til þess að stíga sín fyrstu skref sem leiðtogar á meðal jafningja. Lögð verður áhersla á að kynna aðferðir til að efla lýðræði í skátastarfi, t.d. við val verkefna með lýðræðisleikjum. Allt námskeiðið er byggt upp með reynslunámi (‘Learning by doing’) þar sem þátttakendur fá að taka þátt og prófa og læra af reynslunni.
ALDUR
Fálkaskátar
MARKMIÐ
Efla leiðtogahæfileika skátans og auka sjálfstraust og ábyrgð. Stækka reynsluheim og kynnast lýðræði í skátastarfi
KENNSLA
Námskeiðið er kennt í samstarfi við skátafélög. Miðað er við sex tíma fræðslu á einum degi.
NÁMSMAT
Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefninu.
Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skátafélögin en hægt er að óska eftir því að fá Leiðbeinendasveitina til að mæta með viðburðinn til félagsins.