Árbúar

Skátafélagið Árbúar
Hraunbæ 123
110 Reykjavík
Sími: 586-1911 / 849-7708
facebook: @skatafelagarbuar
Netfang: arbuar@skatar.is

SKÁTAFÉLAGIÐ ÁRBÚAR


Skátafélagið Árbúar er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir vetrartíma jafnt sem sumartíma. Skátafélag Árbúa býður uppá skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 10-25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og nátturuvernd. Meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, rötun, útieldun, skátaleikir, hristingur og margt fleira. Í húsnæði félagsins er klifurveggur, rúmgóður salur og mjög góður búnaður til dagskrár.

FÉLAGSGJALD:
45.000 krónur fyrir heilt starfsár

FÉLAGSFORINGI:
Eva María Sigurbjörnsdóttir


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Eva María Sigurbjörnsdóttir
Gjaldkeri: Hanna Guðmundsdóttir
Sjálfboðaliðaforingi: Daði Már Gunnarsson
Meðstjórnandi: Guðmundur Magnússon
Meðstjórnandi: Páll Þ. Daníelsson
Meðstjórnandi: Svava Dröfn Davíðsdóttir


STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS


Vogabúar

Skátafélagið Vogabúar
Logafold 106
112 Reykjavík

S: 587-3088 /  897-3088
Heimasíða: www.vogabuar.is
Netfang: vogabuar@vogabuar.is

SKÁTAFÉLAGIÐ VOGABÚAR


Skátafélagið Vogabúar er öflugt skátafélag sem starfar í Grafarvogi og er starfsvæði félagsins Grafarvogur og Grafarholt. Skátafélagið Vogabúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7 – 25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og náttúruvernd. Í húsnæði félagsins er að finna rúmgóðan sal sem nýtist bæði fyrir samkomur og kassaklifur, eins er að finna ýmsan góðan búnað til dagskrárgerðar. Á lóð félagsins er varðeldalaut sem er mikið notuð.

FÉLAGSGJALD:
50.000kr fyrir veturinn

FÉLAGSFORINGI:
Róbert Örn Albertsson


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Róbert Örn Albertsson
Aðstoðar félagsforingi: Helgi Þór Guðmundsson
Gjaldkeri: Ragnar Karl Jóhannsson
Ritari: Sólrún Björg Ólafsdóttir
Meðstjórnandi: Ragnheiður Eiríksdóttir
Varamaður: Hallbjörn Magnússon


STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS


Eilífsbúar

felagsmerki-eilifsbua

Skátafélagið Eilífsbúar
Borgartúni 2, Pósthólf 35
550 Sauðárkróki
Sími: 453-6350
Netfang: eilifsbuar@skatarnir.is

SKÁTAFÉLAGIÐ EILÍFSBÚAR


Skátafélagið Eilífsbúar er staðsett á Sauðárkróki en öll börn í Skagafirði eru velkomin. Skátafélagið Eilífsbúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 9 ára og eldri og er helsta áherslan á leiki, útivist og fræðandi samveru. Í húsnæði félagsins er rúmgóður salur sem gefur marga möguleika. Einnig er stór geymsla sem hægt er að nýta og stutt í fjöruna og önnur opin svæði.

FÉLAGSGJALD:
10.000 kr ársgjald

FÉLAGSFORINGI:
Hildur Haraldsdóttir


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Hildur Haraldsdóttir
Gjaldkeri: Kristján Eggert Jónsson


STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS


Ægisbúar

Skátafélagið Ægisbúar
Neshagi 3
107 Reykjavík
Sími: 620-6666

Heimasíða: aegisbuar.is
Facebook: @aegisbuar 
Netfang: skati@skati.is

SKÁTAFÉLAGIÐ ÆGISBÚAR


Skátafélagið Ægisbúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-18 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samvinnu og skemmtilega leiki. Á fundum vinna skátarnir saman í ýmsum verkefnum sem geta verið allt frá brjóstsykursgerð og ratleikjum yfir í ræðukeppnir og kassaklifur. Þá er einnig farið í útilegur, skátamót og dagsferðir yfir starfsfárið í viðbót við vikulegu skátafundina. Skátafélagið Ægisbúar er staðsett á efri hæð íþróttahússins við Hagaskóla sem stendur við Neshaga 3 í vesturbæ Reykjavíkur. Starfsvæði félagsins er Vesturbær, Miðbær, Skerjafjörður og Seltjarnarnes. Húsnæði félagsins er rúmgott með klifurvegg, stórum sal og á félagið ýmsan flottan búnað til að nýta í dagskrá.

 

FÉLAGSGJALD:
Drekaskátar: 50.000kr
Fálkaskátar og Dróttskátar: 40.000kr eða 75.000kr með öllu innifalið
Rekkaskátar: 40.000kr eða 65.000kr með öllu innifalið
Róverskátar: 20.000kr

STARFSMAÐUR:
Dagur Sverrisson
Viðverutími í Ægisbúð er á fundartímum.

FÉLAGSFORINGI:
Haukur Friðriksson


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Haukur Friðriksson
Gjaldkeri
: Tryggvi Skarphéðinsson
Ritari: Rakel Sif Magnúsdóttir
Meðstjórnandi: Dagur Sverrisson
Meðstjórnandi: Jón Freysteinn Jónsson
Dagskrárforingi: Steinn Elliði Pétursson

 


STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS


Segull

Skátafélagið Segull
Tindasel 3
109 Reykjavík
Sími: 567-0319
Netfang: segull@skatar.is
Facebook síða: https://www.facebook.com/skfsegull/

SKÁTAFÉLAGIÐ SEGULL


Skátafélagið Segull er annað tveim skátafélögum í Breiðholti. Starfsvæði félagsins er Seljahverfið, Stekkirnir og Bakkarnir (Neðra-Breiðholt). Segull býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 8 – 25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og náttúruvernd.

FÉLAGSGJALD:
Félagsgjald á haustönn er 25.000 kr
Félagsgjald á vorönn er 25.000 kr
Félagsgjald ef borgað er fyrir bæði á sama tíma 45.000 kr

FUNDARTÍMAR
Drekaskátar: fimtudaga 15:30-17:00
Fálkaskátar: miðvikudaga 16:00-17:30

STARFSMAÐUR:
Ísak Thomas Birgisson

FÉLAGSFORINGI:
Guðjón Hafsteinn Kristinsson


STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Guðjón Hafsteinn Kristinsson
Gjaldkeri: Birgitta Guðmundsdóttir
Aðstoðarfélagsforingi/Búnaðarstjóri: Davíð Sigurður Snorrason
Aðstoðarfélagsforingi/Mannauðsstjóri: Sunna Líf Þórarinsdóttir
Aðstoðarfélagsforingi/Samskiptastjóri: Úlfur Leó Hagalín


Kópar

Skátafélagið Kópar
Digranesvegi 79
200 Kópavogi
Sími: 554-4611
Heimasíða: kopar.is
Netfang: kopar@kopar.is
Facebook: https://www.facebook.com/skfkopar

SKÁTAFÉLAGIÐ KÓPAR


Hægt að fá sal Kópa leigðan, nánari upplýsingar.

FÉLAGSGJALD:
42.500 kr ársgjald

STARFSMAÐUR:
Ásdís Erla Pétursdóttir. Viðverutími á fundartímum félags.

FÉLAGSFORINGI:
Hreiðar Oddsson


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Hreiðar Oddsson
Gjaldkeri: Jónína Aðalsteinsdóttir
Dagskrárforingi: Óskar Haukur Níelsson
Sjálfboðaliðaforingi: Einar Eysteinsson
Meðstjórnandi: Ásdís Erla Pétursdóttir
Fulltrúi ungmenna: Þórdís Rún Heimisdóttir


STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS


Svanir

Skátafélagið Svanir
Þórukot
225 Álftanesi
Sími: 555-6877
Heimasíða: www.svanir.is
Netfang: svanir@svanir.is

SKÁTAFÉLAGIÐ SVANIR


Skátafélagið Svanir er eitt af tveim skátafélögum í Garðabæ. Starfssvæði félagsins er helst á Álftanesi þar sem skátaheimili félagsins er staðsett. Skátafélagið er með skátaheimili sitt á Bjarnastöðum, sögulegu og fallegu húsi umkringd túni og trjám undir leiki. Skátafélagið Svanir njóta góðs af fagurri og fjölbreyttri náttúrunni á Álftanesi. Þar sækja félagsmenn í fjöruna, í fallegu túnin, í hraunið og á sjóinn. Svanir leggja mikla áherslu á að starfið byggi á útivist, náttúruvernd og samfélagsþjónustu. Til þess fara allir aldurshópar starfandi í félaginu í útilegur yfir starfsárið, þar sem ævintýrunum fer stigmagnandi eftir aldri. Svanir hlakka til að taka á móti þér.

FÉLAGSGJALD:
38.000 kr árið fyrir öll aldursstig

FÉLAGSFORINGI:
Halldór Valberg


STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Halldór Valberg Skúlason
Dagskráforingi: Ísabel Esme Edwards
Sjálfboðaliðaforingi: Andri Snær Gunnarsson
Gjaldkeri: Davíð Valdimar Arnaldsson
Meðstjórnandi: Ásgerður Magnúsdóttir


Skátafélag Akraness

Skátafélag Akraness
Háholt 24
300 Akrenesi
Facebook: www.facebook.com/skatarakraness
Netfang: skf.akraness@gmail.com

SKÁTAFÉLAG AKRANESS


SKÁTAFÉLAG AKRANESS
Skátafélagið á Akranesi er með starfsemi sína í Skátahúsinu við Háholt 24. Skátafélagið býður upp á starfsemi fyrir ungmenni á aldrinum 8-16 ára. Eldri skátum er velkomið að starfa sem foringjar og í bakvarða sveit okkar.

Skátafélag Akranes vinnur eftir grunngildum skátahreyfingarinnar, en markmið hennar er að leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks til þess að skapa betri heim þar sem fólk öðlast lífsfyllingu sem sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Skátafélagið leggu áherslu á útiveru, hópefli og samvinnu og nýtum við nærumhverfið okkar ásamt góðri aðstöðu í kringum skátahúsið.
Netfang skátafélagsins er skfakraness@skatarnir.is

Einnig er starfandi öflug Svanna – og rekkasveit fyrir eldri skáta. Umsjón Eydís Líndal Finnbogadóttir og stjórn Svanna-og rekkaskátanna.

Skátafélagið á skátaskálan Skátafell sem er staðsettur uppi Skorradal sem er yndisleg nátturuperla. Hægt er að fá skálann leigðan, frekari upplýsingar um skálann er hægt að fá með því að senda tölvupóst á skatafell@gmail.com.

FÉLAGSFORINGI:
Ágúst Heimisson


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Ágúst Heimisson
Gjaldkeri: Anna Margrét Tómasdóttir
Umsjónarmaður skála og meðstjórnandi: Auður Vestmann Jónsdóttir
Varamaður: Valgerður Stefánsdóttir
Foreldrafulltrúi:
Sigurrós Ingimarsdóttir


STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS


Hafernir

Skátafélagið Hafernir
Hraunbergi 12
111 Reykjavík
Heimasíða: www.hafernir.org
Netfang: hafernir@skatar.is

SKÁTAFÉLAGIÐ HAFERNIR



STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Jens Pétur Kjartansson
Aðstoðar félagsforingi: Hanna Sóley Helgadóttir
Gjaldkeri: Harpa Óskarsdóttir
Ritari: Ásta Bjarney
Meðstjórnandi: Sveina Berglind Jónsdóttir


Fossbúar

felagsmerki-fossbua

Skátafélagið Fossbúar
Tryggvagötu 36
800 Selfoss
Sími: 482-2238
Netfang: fossbuar@gmail.com

SKÁTAFÉLAGIÐ FOSSBÚAR


Skátafélagið Fossbúar hefur aðsetur í Glaðheimum, Tryggvagötu 36, og þjónustar Árborg og sveitirnar í kring. Félagið býður upp á skátastarf fyrir fjölskyldur með börn 3-9 ára og hefðbundið skátastarf fyrir 10 og eldri.

Meðal fastra liða í starfi félagsins eru opin kvöldvaka í október, félagsútilega í nóvember, að gefa gestum og gangandi kakó fyrir jólin, fálkaskátadagur Fossbúa í mars og félagsútilega í tjaldi í júní. Að auki sækir félagið flesta þá skátaviðburði sem eru í boði hverju sinni.

FÉLAGSGJALD:
Fjölskylduskátun: hver fjölskylda greiðir 10.000 kr félagsgjald fyrir starfsárið.
Fálkaskátar og dróttskátar (10-15 ára) greiða 35.000 kr. fyrir starfsárið.
Eldri en 16 ára greiða ekki félagsgjöld en gert er ráð fyrir vinnuframlagi á móti.

STARFSMAÐUR:
Úlfur Kvaran
Föst viðvera er á mánudögum milli kl. 19 og 21 og á þriðjudögum milli kl. 16:30 og 21.

FÉLAGSFORINGI:
Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir


STJÓRN SKÁTAFÉLAGSINS

Félagsforingi: Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir
Aðstoðarfélagsforingi: Úlfur Kvaran
Gjaldkeri: Hulda Mjöll Þorleifsdóttir
Ritari: Guðrún Inga Úlfsdóttir
Meðstjórnandi: Brynjar Óli Barkarson
Meðstjórnandi: Arney Sif Ólafsdóttir
Sjálfboðaliðaforingi: Úlfur Kvaran
Dagskrárforingi: Arnkell Ragnar Ragnarsson


STAÐSETNING SKÁTAFÉLAGS