Óskað eftir nýrri Neistastjórn

UM VERKEFNIÐ

Neisti er færni námskeið  sem haldið er eina helgi í janúar á hverju ári á vegum BÍS

Markmiðið er að efla færni skátaforingja á sem fjölbreyttastan máta ásamt því að gefa þeim hugmyndir að nýju og spennandi dagskrárvali fyrir skátana sína.   

Neisti er byggður upp af smiðjum þar sem þátttakendur geta valið sína dagskrá sjálf.   Auk þess er lögð rík áhersla á táknræna umgjörð, flokkastarf og stemmingu á námskeiðinu.

SKYLDUR OG ÁBYRGÐ

Neistastjórn er með yfirumsjón með allri dagskrá Neista,  bæði undirbúningi og framkvæmd.   

HELSTU VERKEFNI

Ákveða táknræna umgjörð Neista

Skipuleggja dagskrá og finna umsjónaraðila  

Velja efni fyrir smiðjur og finna stjórnendur að smiðjum

Endurmat að loknu námskeiði.

 

HELSTU DAGSKRÁRATRIÐI NEISTA

Smiðjur á laugardag og sunnudag

Póstaleikur á föstudagskvöld tengdur táknrænu umgjörðinni

Eldleikar á laugardagskvöld

Kvöldvaka á laugardagskvöldi

HÆFNI

Við leitum að einstaklingum sem hafa mikla reynslu af skátastarfi, hafa verið foringjar eða sinnt öðrum ábyrgðarstöðum innan skátahreyfingarinnar og búa yfir góðri skipulagshæfni.

ÞJÁLFUN

Njóta stuðnings frá verkefnastýru fræðslumála við skipulag, framkvæmd og endurmat námskeiða og geta nýtt efnivið í eigu skátanna á námskeiðum.  Fráfarandi Neistastjórn veitir handleiðslu í byrjun undirbúnings og verður nýrri stjórn innan handar eftir þörfum.

UMSÓKN

Ef þú hefur áhuga fylltu þá út formið hér að neðan og haft verður samband við þig

Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á verkefninu og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.
Segðu í stuttu máli frá því hvaða reynslu eða hæfni þú býrð yfir sem kæmi að góðum notum.