Open call í vinnuhóp JOTA/JOTI

jota/joti

Alheimsmót skáta í loftinu og á internetinu, eða JOTA-JOTI eins og það er skammstafað á ensku, er skátamót þar sem skátar frá öllum heimshornum fá tækifæri til að hittast á skátamóti þó þau séu stödd á mismunandi stöðum í heiminum. Á mótinu gefst skátum allsstaðar að úr heiminum tækifæri til þess að kynnast og gera ýmislegt saman í gegnum veraldarvefinn eða með fjarskiptabúnaði. Mótið er á vegum WOSM, heimssamtaka skáta.

Okkur langar að gera viðburðinn ennþá stærri hér á landi og hvetja fleiri íslenska skáta til þess að taka þátt og því leytum við eftir skátum sem eru tilbúin að vera í vinnuhóp tileinkaðan JOTA/JOTI. Opið er fyrir umsóknir til og með 17.júlí.

 

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 4 files.