Mótstjórn landsmóts dróttskáta

Um verkefnið:

Skátaþing í apríl 2021 samþykkti að sumarið 2022 yrðu haldin landsmót fyrir hvert aldursbil á þátttakanda aldri að fyrirmynd þeirra móta sem haldin voru 2018.

Landsmót dróttskáta verður haldið á Hömrum, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri. Mótið verður skipulagt að öllu leiti sem flokkamót í tjaldbúð yfir 5 daga tímabil (4 gistinætur) dagana 3. – 7. ágúst.

Mótstjórn verður í góðu samstarfi við BÍS og Hamra!

Hlutverk mótstjórnar:

Mótstjórn skipuleggur tjaldbúð, dagskrármál og matarmál út frá því að mótið sé flokkamót. Mótstjórn gerir fjárhagsáætlun og ábyrgist upplýsingar og kynningarmál í aðdraganda móts í samstarfi við Skátamiðstöð. Mótstjórn skiptir með sér hlutverkum í mótstjórn til að tryggja ábyrgðaraðila yfir öllum verkþáttum mótsins.

Mótstjórn miðlar upplýsingum svo að þátttakendur geti undirbúið sig sem best fyrir mótið og æskilegt væri ef hægt er að vefja undirbúninginn eitthvað saman við vetrarstarfið í þeim félögum sem stefna á mótið. Mótstjórn auglýsir eftir og fær til starfa starfsfólk fyrir mótið eins og þörf er metin á. Mótstjórn miðlar til félaganna hvernig fararstjórnum skuli háttað og reyna að hátta málum svo félögin geti sent sem fæsta án þess að fórna öryggi eða gæðum mótsins.

Mótstjórn skipuleggur dagskrá sem er ögrandi og spennandi fyrir þátttakendur og byggir á frumkvæði og sjálfstæði þeirra.

Mótstjórn reynir að skipuleggja samfélagsverkefni í samstarfi við Hamra eða Kjarnaskóg sem allir þátttekndur taka þátt í á mótinu.

Mótstjórn er ábyrg fyrir því að útvega allan búnað sem hún telur sig þurfa en nýtur þar dyggs stuðnings Skátamiðstöðvar og hefur aðgang að öllum búnaði BÍS. Hún leiðbeinir félögum um flutning á þátttakendum og búnaði á og af mótinu en félögin eru ábyrg fyrir framkvæmd þess.

Mótstjorn ábyrgist frágang, endurmat og uppgjör í samvinnu við Skátamiðstöð.

Hverjum leitum við að í mótstjórn:

Við leitum að skátum sem brenna fyrir efldu dróttskátastarfi, finnst tjaldbúðarlíf og útvera frábær og finnst gaman að vera frumkvöðlar í dagskrármálum. Einnig vantar sérstaklega einstakling til að stýra miðlun fyrir mót og frá mótinu sjálfu.

Hvernig sæki ég um?

Ef þú hefur áhuga á að vera í móstjórn landsmóts dróttskáta getur þú sótt um strax með að fylla út umsóknina hér að neðan. Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2021.

Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á verkefninu. Hvaða reynslu þú hefur eða ástríðu sem þú telur að nýtist í mótstjórn. Og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.