Mosverjum vantar liðveislu fyrir glaðan drekaskáta

Mosverjum vantar liðveislu fyrir glaðan drekaskáta

Viðkomandi þarf að vera 18 ára eða eldri og geta mætt á drekaskátafundi á mánudögum frá 16:30-17:30 í Mosfellsbæ. Viðkomandi þarf einnig að vera með hreint sakavottorð og hæfileika til að vinna með börnum. Liðveislan vinnur með drekatemjurum Mosverja.

Greitt er fyrir vinnuna samkvæmt samningi við Mosfellsbæ.

Þau sem hafa áhuga hafi samband við Döggu, félagsforingja Mosverja, í tölvupósti dagga@mosverjar.is og hún tengir ykkur við fjölskyldu drekaskátans.