Umsókn um stöðu fararstjóra MOOT Portúgal 2025

Við leitum að fararstjórum fyrir World Scout Moot í Portúgal sumarið 2025!

Fararstjórar BÍS World Scout Moot 2025 eru sjálfboðaliðar sem vinna með stuðningi Skátamiðstöðvarinnar að undirbúningi, framkvæmd, frágangi og endurmati ferðar BÍS á mótið. Alþjóðaráð er tengiliður BÍS við fararstjórn.
Um Mótið

World Scout Moot er skátamót haldið 25. Júlí til 3. Ágúst 2025 fyrir 18-25 ára skáta (einstaklinga fædda á milli 26. Júlí 1999 og 25. Júlí 2007). Mótið er haldið að þessu sinni í Portúgal og er skipt í tvo hluta. Þátttakendur velja leiðir eftir áhugasviði og verða í 10 manna alþjóðlegum hópum víðsvegar um landið í fyrri hluta mótsins en hittast svo öll á mótssvæðinu fyrir seinni part mótsins. Þau sem eru fædd fyrir 26. Júlí 1999 getur sótt um sem IST eða fararstjórn. Frekari upplýsingar um mótið er að finna hér: https://worldscoutmoot.pt/

 

Hutverk fararstjóra

  • Undirbúið, framkvæmt og endurmetið ferð fararhóps BÍS á World Scout Moot 2025
  • Gera tímalínu vegna verkefnisins þar sem helstu vörður í undirbúningi ferðarinnar koma fram og regluleg skýrslugjöf til stjórnar og alþjóðaráðs.
  • Gera fjárhagsáætlun fyrir ferðina í samráði við fjármálastjóra BÍS.
  • Að halda utan um íslenska fararhópinn og gera sitt besta til að ferðin verði hverjum þátttakenda jákvæð upplifun.
  • Að stuðla að því að kynning hópsins á Íslandi og íslensku skátastarfi sé vönduð og gefi sem nákvæmasta mynd hverju sinni.
  • Að hafa yfirumsjón með öllum samskiptum og upplýsingamiðlun vegna ferðarinnar.
  • Vera til taks til að sækja viðburði og fundi sem tengjast undirbúningi, framkvæmd og endurmati ferðar.
  • Að fylgja hópnum frá upphafsstað til endastaðar.
  • Að ljúka störfum með skýrslu um ferðina ásamt fjárhagsuppgjöri innan tveggja mánaða frá heimkomu.
  • Fararstjórn hefur störf eins nálægt Janúar 2024 og hægt er og lýkur endurmati ferðar eigi síðar en í September 2025.
  • Þau sem hafa frekari spurningar um hlutverk fararstjóra, geta haft samband við Alþjóðaráð althjodarad@skatarnir.is eða Alþjóðafulltrúana Berglind: +45 50181325, Sunna: 899-9462

 

Reynsla og færni

  • Þarf að vera að lágmarki 26 ára þegar tekið er við hlutverkinu þar sem þátttakenda aldurinn er 18 – 25.
  • Þarf að vera fjárráða og með hreint sakavottorð.
  • Færni í að hvetja og leiða ungt fólk á aldrinum 18 – 25 ára.
  • Æskilegt er að fararstjóri hafi verið þátttakandi í skátastarfi og þekki þar af leiðandi gildi skátastarfs og skátalögin og einnig annað hvort sinnt foringjastörfum eða tekið að sér verkefni fyrir BÍS áður.
  • Skilningur á fjölmenningarlegum þætti World Scout Moot, þar sem mismunandi menningarhópar koma saman. Vera opinn gagnvart öðrum og geta sýnt nærgætni, óháð m.a. þjóðerni, trú, kyni eða kynhneigð.
  • Að fararstjóri þekki siðareglur Æskulýðsvettvangsins og reglugerðir BÍS um utanferðir skáta og hafi setið verndum þau síðan upphafi árs 2023 (eða muni sitja verndum þau fyrir ferðina).
  • Reynsla af skipulagi eða framkvæmd ferðar utanlands á skátamót kostur en ekki nauðsynleg.

 

Af hverju að sækja um sem fararstjóri?

Fararstjórahlutverk er margþætt og þar koma allskonar hæfileikar til góðra nota, en þetta er líka vettvangur til þess að rækta þá hæfileika og læra nýja hluti hvort sem það er með hjálp annara í fararstjórarteyminu eða unga fólksins sem er að fara sem þáttakendur. Á meðan undirbúningnum stendur hér heima kynnst íslenski hópurinn og svo þegar öll mæta á mótið opnast tækifæri til þess að kynnast öðrum fararstjórum og sjálfboðaliðum frá ólíkum löndum, eða jafnvel hitta gamla vini, kynnast menningu, læra af hvor öðru og búa til minningar. Fararstjórahlutverkið á að vera skemmtilegt og krefjandi eins og gott skátastarf er. Að vera fararstjóri á World Scout Moot er góður undirbúningur fyrir frekari fararstjórnarhlutverk í framtíðinni eins og til dæmis World Scout Jamboree.

Umsóknarfrestur er til 27. nóvember

Hægt er að sjá nánaru upplýsingar um verndum þau námskeiðið hér: https://www.aev.is/namskeid/verndum-thau
Hér er hægt að nálgast siðareglurnar : https://www.aev.is/verkfaerakistan/sidareglur . Hér er hægt að nálgast reglugerðir BÍS um utanferðir skáta: https://skatarnir.is/reglugerd-utanferdir/
Vinsamlegast skrifaðu bara önnur tungumál ef þú myndir treysta þér að vera í samskiptum við erlenda skátahópa á því tungumáli
Vinsamlegast skrifaðu starfsheiti eða stutta lýsingu á hvað þú fæst við.
Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á hlutverkinu. Hvernig reynsla þín nýtist fararhóp Íslands á mótið og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.