Mælikvarðavinnuhópur
Vinnuhópur um mælikvarða fyrir stefnu BÍS
Vinnuhópurinn mun setja upp skipulagða gagnageymslu með mælikvörðum stefnunnar ásamt gögnum um að minnasta kosti 50%-100% af mælikvörðunum úr stefnunni, https://skatarnir.is/stefna/
Tilgangur
Til að hægt sé að sjá skýrt hvar bandalagið stendur í vinnu sinni í að framfylgja stefnunni sem skátahreyfingin setti sér. Að fara yfir liði stefnunnar og mæla hvort við séum að fylgja eftir þeim punktum sem koma fram hjálpar skátahryefingunni að sjá hver sé raunverulega staðan í dag. Þá er hægt að grípa inn í ef við erum ekki byrjuð að vinna að ákveðnum markmiðum, halda okkur við efnið ef við erum komin á leið og hægt að hrósa hvert öðru ef við höfum náð einhverjum settum markmiðum.
Aðbúnaður, þjálfun og stuðningur
Hópurinn hefur aðgang að fundaraðstöðu í Skátamiðstöðinni. Hópurinn vinnur í samráði við Skátamiðstöðina, stjórn BÍS og vefsveitina.
Framkvæmd
Mælikvarðasveitin setji upp, í samráði við starfsmann Skátamiðstöðvar, tengilið stjórnar og vefsveit BÍS, gagnagrunn með mælikvörðum stefnunnar.
- Samráð við Skátamiðstöðina vegna aðgengi að gagnageymslum bandalagsins um gögn sem gætu átt við um stefnuna
- Samráð við tengilið stjórnar vegna þess að stjórn ber ábyrgð á að skátahreyfingin fylgi eftir stefnunni
- Samráð við vefsveitina vegna þess að vefsveitin mun hafa það verkefni að setja upp mælikvarðasíðu á heimasíðu skátanna, og þarf því að hafa aðgang að öllum gögnum.
Hæfni
- Kunna að lesa og skrifa á íslensku og ensku
- Æskilegt en ekki nauðsynlegt er að viðkomandi hafi aðgengi að tölvu.
Umbun
Vinnuhópsmerki ásamt 1000 kr. afslætti af viðburð á vegum bandalagsins.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí