Foringi í fálkaskátum (10-12 ára) óskast í Heiðabúum
Vilt þú taka þátt í öflugu vetrarstarfi fyrir ungmenni?
Skátafélagið Heiðabúar leitar eftir einstaklingi til að stýra starfi fyrir börn á aldrinu 10-12 ára.
Fálkaskátar eru börn á aldrinum 10-12 ára og hittast þau vikulega á skátafundum. Það fylgja mörg ævintýri að vera fálkaskáti en á þessum aldri byrja skátarnir að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í helgarferðir með jafnöldrum sínum og geta í fyrsta sinn tekið þátt í ýmsum landlægum viðburðum!
Nú leitum við að einstaklingi til að hjálpa okkur við að halda úti starfi fyrir fálkaskáta. Við bjóðum upp á góðan stuðning og reynslu sem nýtist á mörgum sviðum lífsins!
Í skátastarfi öðlast þú ekki eingöngu reynslu, kunnáttu og minningar heldur er félagsskapurinn líka frábær, tækifærin endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart.
Ekki hika við að hafa samband við Söndru Óskarsdóttur, félagsforingja Heiðabúar, fyrir frekari upplýsingar, í síma: ***-**** eða á my.sandra@icloud.com.