Fjölskylduskátafundur á Menningarnótt 2022

Skátarnir verða með fjölskylduskátafund á Menningarnótt.
Á fundinum verður fjölskyldum boðið að taka þátt í fjölbreyttum leikjum og þrautum sem þau fara í gegnum saman.

Öll eru velkomin, engar aldurstakmarkanir eru á viðburðinum en hverju barni þarf að fylgja fullorðinn einstaklingur sem tekur virkan þátt í dagskránni.

Markmiðið er að forráðafólk og börnin verji tíma saman í náttúrunni, þar sem öll eru þátttakendur í jákvæðum og valdeflandi dagskrá sem stuðlar að samvinnu og góðum samverustundum.

Fjölskylduskátafundurinn verður frá 13:00-15:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningarnótt

SJÁLFBOÐALIÐAR

Villt þú taka þátt í að skapa einstakt tækifæri fyrir fjölskyldur að eyða gæðastundum saman?

Villt þú hjálpa til á viðburðinum?

Villt þú nýta tækifærið og kynna fjölskylduskátastarf í þínu félagi?

Fylltu þá út formið hér að neðan: