Fálkaskátadeginum frestað

Það er verulega leitt að tilkynna að sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta fálkaskátadeginum 2021. Ákvörðunin var tekin bæði af BÍS sem ábyrgist viðburðinn og skátafélaginu Garðbúum sem átti að vera gestgjafi fálkaskátadagsins í ár. Þeim sem standa viðburðinum þykir ekki ábyrgt að stefna saman hópum barna og fullorðinna úr ólíkum hverfum og bæjarfélögum við núverandi stöðu.

 

Skátafélag hefur þurft að afboða komu sína og allra sinna þátttakenda vegna stöðunnar í þeirra nærsamfélagi og á sama tíma er fjöldinn allur af ungum þátttakendum sem voru spennt fyrir að koma sem þyrfti að biðja um að koma ekki sökum þess að þau eru í smitgát. Tilgangur fálkaskátadagsins er að leyfa krökkum úr ólíkum skátafélögum að hittast og hafa gaman saman og aðstæður núna eru ekki heppilegar til að ná þeim markmiðum.

Þess verður freistað að reyna aftur síðar og ný dagsetning viðburðarins er sunnudagurinn 13. febrúar og er gert ráð fyrir að fálkaskátadagurinn fari fram með sama hætti, á sama stað og með sömu gestgjöfum. Skráning er því framlengd og þau sem eru skráð halda sínu sæti. .

 

Við minnum alla skátana okkar á að muna að vera ávallt viðbúin sérstaklega núna þegar á reynir!