
LANGAR ÞIG AÐ KOMA Í FARARTEYMIÐ SEM STUÐNINGUR VIÐ FARARSTJÓRANNA ?
Fararstjórarnir leita að sjálfboðaliðum til að slást í hóp fararteymisins (e. contingent management team, CMT) á alheimsmóti skáta í Póllandi 2027.
Hvað felst í því að vera hluti af fararteymi Alheimsmóts (CMT)
Teymið samanstendur af fullorðnum sjálfboðaliðum sem bera ábyrgð á þátttakendum ferðarinnar, þau annast allan undirbúning og sinna allri upplýsingagjöf fram að ferðinni. Teymið undirbýr þátttakendur, sveitarforingja og IST liða fyrir það sem koma skal á mótinu og stýrir öllum ferðalögum hópsins frá því að farið er út og þar til komið er heim aftur en nýtur dyggrar aðstoðar sveitarforingja.
Á mótinu sjálfu annast fararteymið miðstöð fararhópsins í miðbæ mótsins, mætir á fararstjórnarfundi og miðlar upplýsingum áfram til sveitarforingja og þjónustuliða fararhópsins. Þau fylgjast með sveitum fararhópsins og passa að allt gangi eftir óskum og eru til taks ef eitthvað kemur upp. Þau annast einnig upplýsingagjöf til Skátamiðstöðvar og til forráðafólks þátttakenda eftir því sem við á.
Mikilvæg reynsla og færni fararteymisins (CMT)
- Hafa sterka reynslu af einhverju af eftirfarandi þáttum öryggismálum, heilbrigðismálum, íslenskri menningu, alþjóðlegu skátastarfi, upplýsingamálum, þúsundþjalasmiður, ferðamálafræði, skipulagningu skemmtiferða, fjármálalæsi og utanumhald fjárhagsáætlunnar.
- Góð kunnátta í ensku
- Reynsla af fararstjórn, mótsstjórn eða annarri sambærilegri reynslu
- Vinna vel í hópi og styðja teymisvinnu.
- Geta tekið ábendingum og leiðbeiningum annarra.
- Jákvætt lífsviðhorf og vilji til verka.
- Sjálfstæð og lausnamiðuð hugsun.
- Haft til þess burði að vera tvær vikur í tjaldútilegu og taka þátt í tjaldbúða lífi
- Sveigjanleiki við breyttar aðstæður og góð aðlögunarhæfni
Umsókn í stuðningshópinn
Athugið að ekki verður fyllt í allar stöðurnar strax, heldur mun fararteymið stækka með fjölgun þátttakenda í fararhópnum. Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að senda fyrirspurnir á fararstjóranna á netfangið jambo2027@skatarnir.is.