
Almennt um dagskrá mótsins
Mótið hefst með opnunarathöfn 30. júlí 2027 og helst fjörið áfram fram að slitum þann 8. ágúst 2027. Dagskrá mótsins verður skýrari þegar nær dregur en henni er skipt í fjóra flokka: tjaldbúðar dagskrá, dagskráþorp, dagskrátorg og önnur dagskrá. Dagskráin mun innihalda eftirfarandi dagskráliði, dagskráþorp, dagskrátorg, tjaldbúðardagskrá, alþjóðardagurinn, trúarathafnir ásamt trúar og lífskoðunarsvæði o.s.frv.
Einnig verður sér dagskrá fyrir sjálfboðaliðana (IST)
Frjáls félagasamtök munu sjá um fræðslu dagskráliði og nærsamfélög í kringum mótssvæðið munu sjá um dagskrá utan mótssvæðis sem gefur þátttakendum tækifæri á að kynnast sögu og menningu Póllands.
Dagskrásvæðin
Tjaldbúðarlíf
Einn stærsti hluti dagskránnar á Alheimsmóti skáta í Póllandi 2027 er lífið í tjaldbúðunum sjálfum. Jamboree teymið úti í Póllandi vill tryggja þátttakendum öruggt umhverfi til að mynda alþjóðlegar vináttur og skapa minningar. Einnig verður frjáls tími til að vinna sér inn Samstöðumerkið þar sem skátarnir þurfa að kanna hvernig hugrekki, friður og vinátta getur breytt heiminum.
Dagskráþorp
Þema mótsins, hugrekki, kemur sterkt inn í aðaldagskránni þar sem skátarnir eru hvattir til hugrekkis í eigin lífi og í sínu nærsamfélagi með því að fara í ævintýri bæði á mótssvæðinu og utan mótssvæðis. Þátttakendurnir munu á hverjum degi upplifa nýjungar sem gefur þeim tækifæri á að styrkjast líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega. Þátttakendurnir fá að leika sér í skóginum, á ströndinni, í borginni Gdańsk, kynnast pólskri skátatjaldbúð og margt fleira.
Dagskrátorg
Í dagskrátorgunum munu þátttakendur kynnast nýjum menningum og hugmyndum. Þar verða alþjóðleg tjöld og kynningar sem gefa þátttakendum innsýn í ólíka menningarheima.
Trúar-og lífsskoðunarsvæðið og jafnréttis svæðið verða staðsett á dagskrátorginu en þar geta þátttakendur sinnt sinni trú og lífsskoðun ásamt því að kynnast fjölmenningu og trú án fordóma.
Önnur dagskrá
Þemað Hugrekki mun einnig vera áberandi í annrri dagskrá í sögulegu samhengi, þar sem skátarnir skoða fortíð, nútíð og framtíð. Til dæmis munu þátttakendur fá tækifæri til að ræða nútímavandamál heimsins og finna alvöru lausnir á þeim heimsvandamálum. Einnig verður kynnt til leiks sér Jamboree borðspilið sem þátttakendur geta spilað.
Einnig á skátahreyfingin 120 ára afmæli sem verður fagnað á mótinu. Í hátíðarhöldunum munum við kynnast mikilvægum áhrifavöldum í skátasögunni og þeim sem hafa stuðlað að jákvæðum breytingum í heiminum.