útilífsskólinn vífill

Skátafélagið vífill í Garðabæ auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra sumarnámskeiða félagsins. Félagið hefur rekið útilífs- og ævintýranámskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára í mörg ár og eru þau jafnan vinsæl og vel sótt.

Námskeiðin standa yfir í sjö til átta vikur á tímabilinu 14. júní og fram til ca. 17. ágúst. Aðstoðarskólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en í lok maí. Hann er faglegur stjórnandi námskeiðanna og stýrir hópi ungmenna sem við þau starfa.

Helstu verkefni eru:

 • Skipulag og utanumhald námskeiða
 • Skipulag og utanumhald með vinnu leiðbeinenda
 • Að halda utan um þátttakendur og skráningu
 • Að sjá til þess að nauðsynleg efni og áhöld séu til staðar
 • Að gæta að fyllsta öryggi sé gætt í starfi með börnum
 • Annað er tengist rekstri og framkvæmd námskeiðanna

Hæfniskröfur og menntun:

 • Góð samskiptahæfni og áhugi á að vinna með börnum og ungmennum
 • Þekking og reynsla af skáta- og tómstundastarfi
 • Skipulagshæfileikar, snyrtimennska, hugmyndaauðgi og glaðværð
 • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
 • Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi er kostur
 • Hafa náð 22 ára aldri

Umsóknir skal senda á vifill@vifill.is. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður félagsins í síma 899-0089 eða í tölvupósti.

Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl.