Aðalfararstjóri á alheimsmót skáta 2023

Um alheimsmót skáta 2023

Alheimsmót skáta 2023 (e. World scout Jamboree 2023, WSJ23) er skátamót fyrir ungt fólk á aldrinum 14-18 ára, haldið af WOSM (e. World Organisation of the Scout Movement). Þátttakendur á vegum Bandalags íslenskra skáta alheimsmótinu 2023 verða því einstaklingar fædd á tímabilinu frá og með 22. júlí 2005 til og með 31. júlí 2009 og hafa virka félagsaðild að BÍS.

Eldri einstaklingar geta farið alþjóðlegir þjónustuliðar (e. International service team members, ISTs) og þurfa til þess að vera með virka félagsaðild að BÍS.

Mótið verður haldið á Sae Man Geum tjaldsvæðinu í Suður-Kóreu, komudagur fararhópa á mótsvæðið verður 1. ágúst og brottfarardagur af mótsvæði verður 12. ágúst.

Hver landssamtök skáta (e. National scout association, NSA) ákveður hvort skuli fara á mótið og myndar fararstjórn (e. Contingent management team, CMT) þar sem einn aðili er aðalfararstjóri (e. Head of contingent, HOC). Þessi hópur fer fyrir þátttakendum og sjálfboðaliðum á mótinu.

Frekari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins.

Stjórn Bandalags íslenskra Skáta leitar að einstaklingum til að skipa sem aðalfararstjóra til að leiða fararstjórn og fararhóp BÍS á mótið.

Hlutverk aðalfararstjóra

Fararstjórar BÍS á 25th World Scout Jamboree eru sjálfboðaliðar sem vinna með stuðningi Skátamiðstöðvarinnar að undirbúningi, framkvæmd, frágangi og endurmati ferðar BÍS á mótið.

Tengiliður BÍS er frá Alþjóðaráði. Fararstjórar skipa með sér fararstjórn í samráði við

Alþjóðafulltrúa BÍS en stærð fararstjórnar ræðst af fjölda þátttakanda. Það er möguleiki að fararstjóri taki einnig að sér nokkur launuð verkefni í kringum umsýslu ferðarinnar. Það yrði samkomulagsatirði á milli fararstjóra og stjórnar BÍS.

Fararstjóri þarf að geta:

 • Undirbúið, framkvæmt og endurmetið ferð BÍS á 25th World Scout Jamboree með stuðningi Skátamiðstöðvarinnar.
 • Gera ítarlega verkefnisáætlun sem inniheldur helstu vörður fyrir undirbúning ferðarinnar og skýrslugjöf til stjórnar og alþjóðaráðs.
 • Gera fjárhagsáætlun fyrir ferðina í samráði við framkvæmdastjóra.
 • Verið til taks og sótt þá viðburði og fundi sem er tengjast undirbúningi, framkvæmd og frágangi ferðarinnar.
 • Lagt á sig talsverða undirbúningsvinnu sem fer fram á fundum, tölvupóstum, skype fundum o.fl.
 • Sjá til þess að öll fararstjórn og sveitarforingjar ljúki viðeigandi þjálfun fyrir mót.
 • Skipuleggja undirbúningsferð fararhóps og tryggja að allar sveitir fararhópsins fari í sína eigin.
 • Haft til þess burði að vera tvær vikur í tjaldútilegu og taka þátt í tjaldbúðalífi
 • Undirbúið og framkvæmt ferðatilhögun.
 • Haldið utan um verkefnisáætlun framkvæmdarinnar sem og tímalínu.
 • Gefur stöðumat með reglulegum hætti til Skátamiðstöðvarinnar og alþjóðaráðs BÍS.
 • Þarf að geta tekist á við óvænt atvik og unnið undir álagi
 • Fylgjast með og gefa skýrslu um áhættur, tækifæri og áfallinn kostnað.

Aðalfararstjóri hefur störf eins nálægt október 2021 og hægt er og lýkur endurmati ferðar eigi síðar en í október 2023.

Þau sem hafa frekari spurningar um hlutverk fararstjóra, geta haft samband við Rakel hjá Skátamiðstöðinni í síma 550 9800 eða á netfanginu rakelyr@skatar.is.

Reynsla og færni aðalfararstjóra

 • Þarf að vera að lágmarki 20 ára þegar tekið er við hlutverkinu.
 • Þarf að vera fjárráða og með hreint sakvottorð.
 • Færni í að hvetja og leiða ungt fólk á aldrinum 14-18 ára til þátttöku.
 • Færni í verkefnisstjórn
 • Skilningur á fjölþjóðlegum þætti World Scout Jamboree, þar sem mismunandi menningarhópar koma saman. Vera opinn gagnvart öðrum og geta sýnt nærgætni, óháð m.a. þjóðerni, trú, kyni eða kynhneigð.
 • Færni við að leiða hóp sjálfboðaliða 18 ára og eldri til góðra verka.
 • Sjálfstæð hugsun og frumkvæði í leiðum til að ná fram markmiðum.
 • Geta stofnað til og viðhaldið samskiptum við innri- og ytri hagsmunaðila, sjálfboðaliða og starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar.
 • Geta tekið ábendingum og leiðbeiningum annarra.
 • Vinna vel í hópi og styðja teymisvinnu.
 • Færni í samskiptum, bæði í ræðu og riti.
 • Vera jákvæður óháð þeim áskorunum sem framundan eru.
 • Vera lausnamiðaður. Framundan eru verkefni en ekki vandamál.
 • Hafa reynslu af stærri fjölþjóðlegum skátaviðburðum. Reynsla af fararstjórn eða sem starfsmaður á skátamóti er æskileg.
 • Æskilegt er að hafa verið skáti á aldrinum 14-18 ára.

Af hverju að sækja um sem fararstjóri?

Fararstjórahlutverk er margþætt og þar koma allskonar hæfileikar til góðra nota, en þetta er líka vettvangur til þess að rækta þá hæfileika og læra nýja hluti hvort sem það er með hjálp annara í fararstjórarteyminu eða unga fólksins sem er að fara sem þáttakendur. Á meðan undirbúninginum stendur hér heima kynnist íslenski hópurinn og svo þegar allir mæta á mótið opnast tækifæri til þess að kynnast öðrum fararstjórum og sjálfboðaliðum frá ólíkum löndum, eða jafnvel hitta gamla vini, kynnast menningu, læra af hvor öðru og búa til minningar. Fararstjórahlutverkið á að vera skemmtilegt og krefjandi eins og gott skátastarf er.

Hvernig sæki ég um?

Þau sem eru áhugasöm að sækja um geta fyllt út formið hér að neðan og sent það inn. Umsóknarfrestur er til og 27. október.

Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á verkefninu. Hvernig reynsla þín nýtist farhóp Íslands á mótið og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.