Vefsíðan Skátamál er vettvangur fyrir starfandi skáta.

Á vefnum Skátamál.is finnur gagnlegar upplýsingar um skátastarf á líðandi stundu. Markmið Skátamál.is er að veita góða alhliða upplýsingaþjónustu til starfandi skáta. Þar er að finna fréttir af daglegu starfi, tilkynningar og upplýsingar um viðburði og annað sem er efst á baugi hverju sinni. Á Skátamál.is finnur þú einnig margvíslegar upplýsingar um Bandalag íslenskra skáta svo sem upplýsingar um stjórn og starfsfólk, lög og reglur og annað er viðkemur skátastarfi á Íslandi.
:: Skoða Skátamál.is

Tjaldaleiga skáta er með réttu græjurnar!

Skátarnir hafa áratuga reynslu af tjöldum og búnaði tengdum þeim. Á þessari reynslu var byggt þegar Tjaldaleiga skáta var stofnsett árið 1995.
Í boði eru samkomutjöld af ýmsum stærðum sem henta við hin fjölbreyttustu tækifæri, hvort sem um er að ræða mannfagnað eða bara sem afdrep fyrir íslenskri veðráttu á ættarmóti.  Tjöldin eru almennt ekki leigð út yfir vetrartímann þegar allra veðra er von. Ef tjöldin eru send út á land er ekki tekið leigugjald fyrir flutningadagana.
Þá býður Tjaldaleiga skáta ýmsan annan búnað svo sem borð, stóla, og bekki og nú í sumar bætast við ýmsar nýjungar og má þeirra á meðal nefna öflugt hljóðkerfi og glæsilegt svið sem henta vel fyrir stærri viðburði.

:: Skoða vefsíðu Tjaldaleigu skáta

Dósir eru út um allt og Grænir skátar elska þær!

Dósasöfnun GRÆNNA SKÁTA er þjóðþrifafyrirtæki sem breytir afrakstri neyslusamfélags í gjaldeyrisskapandi tekjulind fyrir heilbrigt uppeldis- og félagsstarf ungs fólks. Það er beinlínis í skátadagskránni og í skátalögunum sem segja: – Skáti er nýtinn. – Skáti er náttúruvinur.
:: Lesa meira um Græna skáta

Á Úlfljótsvatni er hopp og hí, hopp og hí!

Útilíf er mikilvægur þáttur í skátastarfi. Skátahreyfingin leggur mikla áherslu á að skátinn læri að þekkja náttúruna og eigi kost á að kynnast landinu jafnt vetur sem sumar. Með aukinni þekkingu á nátttúrunni vex skilningur á nauðsyn umhverfisverndar og því hvernig skátar geti stuðlað að henni með virkum hætti.
Skátar hafa byggt upp útilífsmiðstöðvar síðustu ár til að efla þátt útilífs í starfinu og þess sem veitt er viðamikil þjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn, fyrirtæki og hópa.

Útilífsmiðstöðvar skáta eru á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri.
:: Kynntu þér þjónustuna að Úlfljótsvatni
:: Kynntu þér þjónustuna að Hömrum

Viðburður C

Eitthvað spennandi og skemmtilegt sem er á döfinni hjá skátum eða eitthvað annað mikilvægt sem við teljum að eigi heima á forsíðunni.

Viðburður A

Eitthvað spennandi og skemmtilegt sem er á döfinni hjá skátum eða eitthvað annað mikilvægt sem við teljum að eigi heima á forsíðunni.

Viðburður B

Eitthvað spennandi og skemmtilegt sem er á döfinni hjá skátum eða eitthvað annað mikilvægt sem við teljum að eigi heima á forsíðunni.

Landsmót skáta 2014

Þú getur upplifað landsmótsævintýrið næsta sumar – komdu með okkur á Landsmót skáta að Hömrum við Akureyri.

Komdu í skátana

Skátarnir eru uppeldishreyfing sem gefur börnum og unglingum kost á að stunda útivist, þroska hæfileika sína og þróa með sér leiðtogahæfileika.